Bloggfærslur mánaðarins, maí 2013
18.5.2013 | 12:02
Raunhæfar forsendur
Fjölgun ferðamanna til Íslands hefur verið gríðarleg á undanförnum árum. Flestir koma hingað til að skoða náttúru landsins og sérstöðu hennar. Ísland er auk þess vel í sveit sett með meðallangar ferðir frá Evrópu.
Nú ber að að vara við of mikillri bjartsýni að telja að uppgangur verði áframhaldandi eins og verið hefur undanfarin ár. Ýmislegt getur komið til að Ísland falli í vinsældum ferðafólks og það leiti annað. Þannig ber að gjalda varhug við að gengið sé öllu lengra við að fórna náttúru landsins í þágu stóriðjunnar. Hingað kemur fólk yfirleitt ekki til að skoða stíflur, uppistöðulón og rafmagnslínur og þaðan af síður álbræðslur nema kannsi örfáir.
Þá skiptir gríðarlegu máli hvernig við tökum á móti ferðamönnum og hvernig ástandið er og aðstæður eru t.d. á ferðamannastöðum, gististöðum, farartækjum og vegum þar sem ferðafólkið fer um. Hvalveiðar geta t.d. skipt máli og getur verið ákvörðunarástæða hvort fólk komi hingað. Þannig eru Bandaríkjamenn viðkvæmir fyrir hvalveiðum. Nú eru t.d. hrefnuveiðimenn nánast að keppa um að veiða sömu dýrin og verið er að sýna útlendingum! Menn geta ekki bæði sleppt og haldið.
Eg hefi reynslu meira en 20 sumur sem leiðsögumaður erlendra ferðafólks hér á landi. Því miður virðist vera nokkuð gullgrafaraæði ríkt í þessari atvinnugrein, sumir hafa reist sér hurðarás um öxl og ná ekki að standa í skilum við banka vegna óraunhæfra framkvæmda. En sem betur fer eru mörg ferðaþjónustufyrirtæki sem hafa byggt upp starfsemi sína í áföngum, ekki framkvæmt nema fyrir lágmarkslánsfé. Má nefna t.d. Ferðaþjónustu bænda sem byrjaði starfsemi sína nánast á engu en hefur byggst upp smám saman og er í dag ein af traustustu stoðum íslenskrar ferðaþjónustu.
Margir athafanmenn vilja koma á fót stórum hóteleiningum t.d. gamla Landssímahúsið við Austurvöll. Þar er aðkoma fyrir hópferðabíla, aðföng og þjónustu meira og minna allan sólarhringinn mjög torveld.
Þessi fyrirtæki þarf að reka meira og minna allt árið og margir virðast hafa yfirsést það.
Ekki fráleitt að fá 2 milljónir gesta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.5.2013 | 21:38
Hverjir kom okkur út úr hruninu?
Svo virðist sem ýmsir hafi gleymt því gjörsamlega hverjir það voru sem komu okkur út úr hruninu. Er virkilega til þjóð sem launar björgunarstarfið með lygum og blekkingum?
Svo virðist sem hrunflokkarnir séu aftur að reyna að komast til valda til að skara að eigin köku.
Illugi þingmaður Sjálfstæðisflokksins var kannski ekki sá aðili sem telst vera fulltrúi braskaranna en hann tekur að sér málssvörn þeirra með því að snúa út úr orðum Steingríms.
Nú byrjar brall braskaranna á ný með tilheyrandi blekkingum og spillingu.
Skynsamari en Steingrímur telur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.5.2013 | 21:20
Ferðamannakort
Mjög skynsamleg leið væri að ferðamenn kaupi sér ferðamannakort sem væri verðlagt með hliðsjón af hve löng dvöl þess er löng. Þannig ættu þeir sem koma hingað með skemmtiferðaskipum og dvelja hér kannski í Reykjavík og aftur á Akureyri dag á hvorum stað, fara í dagsferð að greiða lægsta gjald. Þeir sem dvelja 2 vikur eða jafnvel lengur, greiði hærra gjald. Innifalið í þessu korti væri aðgangur að þjóðgörðum,friðlöndum og þeirri þjónustu sem þar er boðið upp á þ. á m. salernisþjónustu.
Gjaldið væri frá 10-30 Evrur fyrir hverja Íslandsferð og er aðalmálið að sem flestir og helst allir sætti sig við það. Gjald sem þetta er víða innheimt og er reynsla mín af ferðaþjónustu sem leiðsögumaður meira en 20 sumur að mörgum þyki einkennilegt að ekkert skuli vera innheimt.
Sá sem vill skoða söfn sem innheimta aðgangseyrir eins og byggðasöfn greiði álag og væri þá aðgangseyrir eðlilega innifalinn.
Auðvitað gengur illa að hver aðili rukki fyrir sig. Þannig hefur verið krafist 200 króna gjalds fyrir not á salernum á Hakinu við Þingvöll. Og ekki er ásættanlegt að verið sé að rukka fyrir aðgang að Hveraröndinni, Grjótagjá, og Dettifossi þar sem salernisaðstaða er annað hvort engin eða ófullnægjandi. Við Dimmuborgir er aðstaðan góð en þyrfti að bæta með hliðsjón af fjölgandi ferðamönnum.
Hagræðið við að innheimta gjaldið einu sinni er augljóst. Það fylgir töluverður kostnaður að innheimta gjald og gæti eg vel trúað að tekjurnar geri lítt betur en að standa undir þeim kostnaði.
Stjórnvöld sjái um gjaldtöku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.5.2013 | 18:42
Brall braskaranna
Frjálshyggjan kom því í kring að braskaralýður rændi heiðvirt´og ráðdeildarvert fólk sparnaði sínum. Þeir skildu samfélagið í rúst. Það þurfti aðra en fulltrúa braskaranna að reisa landið og þjóðina úr þeirri niðurlægingu sem braskaralýðurinn leiddi okkur í. Og allt var gert til að gera störf ríkisstjórnar Jóhönnu tortryggileg. Og til þess að ná aftur völdum, var efnt til einhverrar furðulegustu kosningaloforða að önnur eins forða hefur ekki sést lengi norðan Alpafjalla. Fara verður suður til Ítalíu í lýðskrum Silvíó Berlúskóní að finna hliðstæður.
Enda er margt líkt með Sigmundi Davíð og Silvíó Berlúskóní. Báðir eru miklir eignamenn með gríðarleg áhrif í fjölmiðlum sem er lykillinn að velgengni í stjórnmálum.
Nú leitar þessi íslenski tvífari Berlúskónís með leitandi ljósi til að gjaldfella kosningaloforðin. Það var aðalatriðið að ná í atkvæðin, tilgangurinn helgaði meðalið að komast til valda.
Nú blasir við að Íslendingar sitji uppi með einhverja furðulegustu ríkisstjórn frá upphafi vega. Allt er fundið til foráttu og sagt að viðskilnaðurinn sé ómögulegur. Greinilegt á að láta þjóðina gleyma hruninu en margir braskarar og íhaldsmenn vilja ekki viðurkenna neitt hrun. Þeir vilja völdin og fá aftur tækifæri að efna til þeirrar spillingar og brasks sem þeir voru einna kunnugastir af í aðdraganda hrunsins.
Braskarinn hættir ekki sínu eigin fé. Honum er umhugað sérstaklega um fjármuni annarra. Þeir reyna að koma ár sinni þannig fyrir borð að áhætta og ábyrgð sé engin en hagnaður sem mestur.
Mýmörg dæmi er um slíkt. Nefna má þá Bakkabræður sem rændu lífeyrissjóði og litla hluthafa um eignir þeirra í Exista. Þeir efndu til blekkingarleiks þar sem 50 milljarða hlutafjáraukning varð án þess að ein einasata króna ver greidd inn í hlutafélagið. Svo koma menn af fjöllum séu þeir gerðir ábyrgir gerða sinna.
Vandræðalegt fyrir Sigmund Davíð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.5.2013 | 20:44
Ríkasta sveitarfélagið stendur sig ekki
Einkennilegt er að Garðabær, sennilegasta ríkasta sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu sinnir illa hlutverki sínu.
Í Garðabæ eru hátekjufólk uppistaðan í tekjustofnum þessa sveitarfélags, sem hefur tiltölulega einna rýmstan fjárhag enda útgjöld sveitarfélagsins mjög viðráðanleg. Ekki er sveitarfélag þetta með mikil útgjöld vegna skóla eða dvalarheimila aldraðra, ætli Garðabær sé ekki með einna lægsta hlutfallið á höfuðborgarsvæðinu öllu? Og skuldir eru ekki að plaga bæjarsjóðinn nema ef vera skyldi vegna sameiningar við Álftaneshrepp sem glutraði niður sjálfstæði sínu vegna glannalegrar stjórnunar Sjálfstæðismanna á undanförnum áratug sem þeir vilja kenna vinstri mönnum um.
Umhverfismál mætti Garðabær taka betur fyrir þegar svona stendur á. Eða ætla stjórnendur bæjarins að þetta verkefni sé betur komið hjá nágrannasveitarfélögunum? Það er því miður gamall ósiður að vísa skyldunum á aðra en njóta velvildar á sömu sviðum.
Heiðmörk ófær | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.5.2013 | 22:55
Einkennileg varnarræða
Gestur Jónsson hæstaréttarlögmaður hefur flutt einhverja þá einkennilegustu varnarræðu í sögu réttvísinnar á Íslandi. Greinilegt er að hann gerir sér ekki minnstu grein fyrir afglöpum skjólstæðings síns sem bókstaflega rændi alla hluthafa eign sinni.
Ef maður er rændur aleigunni sinni á götum Reykjavíkur þá verður sá kærði væntanlega ekki dæmdur vægt. En ef stjórnarformaður almenningshlutafélags rænir aðra hluthafa sparnaði sínum þá er verið að ræða um einhverja jólagjöf. Hvaða stefnu eru varnir í hvítflybbabrotum á Íslandi að taka?
Þessir menn gera sér ekki minnstu grein fyrir afglöpum sínum enda virðist viðskiptasiðferði vera á fremur lágu stigi hjá þessum mönnum enda gamlir Framsóknardindlar!
Jólin komu hjá stjórn Exista | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.5.2013 | 23:23
Stórisannleikur Jóns Gunnarssonar
Jón Gunnarsson fer mikinn og kveður ferðaþjónustuna vera með ómálefnalega gagnrýni. Þess má geta að veiðileyfi flokksbróður hans, Einars Guðfinnssonar voru svo illa framsett að engin skilyrði voru sett fyrir veiðunum enda var þetta hinsta ákvörðun hans í embætti sjávarútvegsráðherra í janúarlok 2009. Hrefnuveiðimenn drápu hrefnur rétt framan við nefið á hvalaskoðunarbátunum svona rétt til þess að storka sem mest. Þetta mætti Jón Gunnarsson kynna sér betur áður en hann setur fram sinn stórasannleik í málinu.
Sennilega hafa Íslendingar margfalt meiri tekjur af hvalaskoðun en hvalveiðum. Þær þykja nokkuð groddalegar enda gamaldags. Það er kannski við hæfi þeirra sem vilja lifa í gamla tímanum en vilja ekki viðukenna neinar breytingar.
Gömlu hvalveiðibátana mætti ábyggilega nýta til hvalaskoðunar stærri hvala. Og afla mætti mikillra öruggra tekna með minni tilkostnaði!
Hvalveiðar ekki skaðað ferðaþjónustuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.5.2013 | 23:10
Einbeittur brotavilji
Augljóst er af framkomnum upplýsingum að ákærðu hafa sýnt einbeittan brotavilja að auka hlutafé um 50 milljarða án þess að ein einasta króna hafi runnið inn í Exista. Þetta viðskiptabréf sem fullyrt að hafi verið að verðmæti 1 milljarði er óvíst hvort hafi verið nokkurs virði.
Þetta er óvenjuleg gróf aðför að viðskiptaumhverfi þar sem siðferði viðist vera á ákaflega lágu plani. Með þessari hlutafjáraukningu var litlum hlutafjáreigendum gróflega misboðið, mig minnir að við vorum 4 sem andmæltum þessari tillögu á hlutafélagafundinum en vorum bornir gjörsamlega ofurliði. Kannski var eign okkar meira virði nettó en þeirra braskara sem sátu í stjórninni. Þeirra á meðal hinn umdeildi Tschengis sem mjólkaði 46% af útlánum Kaupþings í aðdraganda hrunsins.
Við litlu hluthafarnir misstum okkar sparnað í formi hlutafjár í hendurnar á fjárglæframönnum. Nú er komið að reikningsskilum.
Sigurður átti hugmyndina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.5.2013 | 17:18
Loksins, loksins...
Loksins, loksins viðurkenna fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur að rétt hafi verið staðið að málum. Var ekki reyndar sama uppi á teningnum í landsstjórninni? Voru það ekki vinstri menn sem skáru íhaldsmenn úr snörunni sem hrunið skildi Sjálfstæðisflokkinn í?
Ef ekki hefði verið efnt til vinstri stjórnar væri mjög sennileg sú staða að við sætum enn í djúpum skít eftir einkavæðingu og brask Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Nú telja þeir sig vera það borubratta að efna til nýrrar stjórnar eftir mesta lýðskrum sem sést hefur norðan Alpafjalla í langan tíma.
Kannski að Sigmundur Davíð skilji Sjálfstæðisflokkinn enn aftur í nýrri hrunsnöru ef ekki verður séð fyrir bolabrögðum hans.
Verði þeim að góðu!
Hrósa viðbrögðum borgarstjórnar við hruninu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
7.5.2013 | 12:35
Þeir lægst launuðu: Skattbyrðin hækkaði um meira en 10%
Þegar Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn störfuðu saman í ríkisstjórn á árunum 1995-2007 hækkaði skattbyrðin á þá lægst launuðu um meira en 10%. Þetta má lesa í skýrslu um stöðu skattamála og vísað er í grein Einars Árnasonar hagfræðings á slóðinni: http://ogmundur.is/frjalsir-pennar/nr/6681/
Einar hvetur til að ósannindin verði stoppuð enda hafa þessir íhaldsmenn ekkert annað í huga en að draga upp nýjar klisjur sér og sínum til dýrðar.
En það má snúa öllu á hvolf: það sem er hvítt er svart og það svarta hvítt.
Spurning hvort ríkisstjórn þessara flokka sé ekki andlega dauð, skal ófullyrt en líkurnar eru miklar. Kosningaloforð Sigmundar eru einhvað mesta lýðskrum sem sést hefur norðan Alpafjalla í langan tíma.
Ef ný ríkisstjórn verður byggð á lyginni eingöngu er þess brátt að vænta að fall hennar verður og hrunið mikið!
Ræða einföldun á skattkerfinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 243586
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar