Brall braskaranna

Frjálshyggjan kom því í kring að braskaralýður rændi heiðvirt´og ráðdeildarvert fólk sparnaði sínum. Þeir skildu samfélagið í rúst. Það þurfti aðra en fulltrúa braskaranna að reisa landið og þjóðina úr þeirri niðurlægingu sem braskaralýðurinn leiddi okkur í. Og allt var gert til að gera störf ríkisstjórnar Jóhönnu tortryggileg. Og til þess að ná aftur völdum, var efnt til einhverrar furðulegustu kosningaloforða að önnur eins forða hefur ekki sést lengi norðan Alpafjalla. Fara verður suður til Ítalíu í lýðskrum Silvíó Berlúskóní að finna hliðstæður.

Enda er margt líkt með Sigmundi Davíð og Silvíó Berlúskóní. Báðir eru miklir eignamenn með gríðarleg áhrif í fjölmiðlum sem er lykillinn að velgengni í stjórnmálum.

Nú leitar þessi íslenski tvífari Berlúskónís með leitandi ljósi til að gjaldfella kosningaloforðin. Það var aðalatriðið að ná í atkvæðin, tilgangurinn helgaði meðalið að komast til valda.

Nú blasir við að Íslendingar sitji uppi með einhverja furðulegustu ríkisstjórn frá upphafi vega. Allt er fundið til foráttu og sagt að viðskilnaðurinn sé ómögulegur. Greinilegt á að láta þjóðina gleyma hruninu en margir braskarar og íhaldsmenn vilja ekki viðurkenna neitt hrun. Þeir vilja völdin og fá aftur tækifæri að efna til þeirrar spillingar og brasks sem þeir voru einna kunnugastir af í aðdraganda hrunsins.

Braskarinn hættir ekki sínu eigin fé. Honum er umhugað sérstaklega um fjármuni annarra. Þeir reyna að koma ár sinni þannig fyrir borð að áhætta og ábyrgð sé engin en hagnaður sem mestur.

Mýmörg dæmi er um slíkt. Nefna má þá Bakkabræður sem rændu lífeyrissjóði og litla hluthafa um eignir þeirra í Exista. Þeir efndu til blekkingarleiks þar sem 50 milljarða hlutafjáraukning varð án þess að ein einasata króna ver greidd inn í hlutafélagið. Svo koma menn af fjöllum séu þeir gerðir ábyrgir gerða sinna.

 


mbl.is Vandræðalegt fyrir Sigmund Davíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Fyrir þá sem vilja skoða þetta betur:

Um skattastefnu ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins á árunum 1995-2007 má lesa:

Skýrslan „Íslenska skattkerfið: Samkeppnishæfni og skilvirkni" var skilað til Árna Mathiesen fjármálaráðherra og ráðherra Sjálfstæðisflokksins þann 11. september 2008 eða tæpum mánuði fyrir hrun.  Í nefndinni voru: Friðrik Már Baldursson formaður, Indriði H. Þorláksson fyrrum ríkisskattstjóri, Maríanna Jónasdóttir tilnefnd af  fjármálaráðherra, Vilhjálmur Egilsson  frá SA, Ólafur Darri Andrason hagfræðingur ASÍ, Ragnar Ingimundarson hagfræðingur  BSRB, Tanya Zharov, Tryggvi Þór Herbertsson nú þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Þorlákur Björnsson og Sveinn Agnarson ritari.

Ekki var haldinn blaðamannafundur né efni skýrslunnar kynnt almenningi svo ég viti. Undirrituðum  tókst með herkjum að finna skýrsluna á vef fjármálaráðuneytisins og koma henni á vef  BSRB þar sem hana nálgast.

Á blaðsíðu 90 í skýrslunni er tafla sem segir allt sem segja þarf um þróun skattbyrði hjá hjónum og sambúðarfólki en allan þann tíma var Sjálfstæðisflokkurinn við völd og Framsóknarflokkurinn lengst af. Í aftasta dálki töflunnar kemur fram hver  breyting á skattbyrði heildartekna eftir tekjubilum hefur verið.  Þannig jókst skattbyrði lægstu tekjuhópanna um 10 til 13,5% á þessum tíma en þáverandi stjórnvöld fullyrtu að þeir hefðu samt lækkað. Þessi aukna skattbyrði var vegna þess að skattleysismörk lækkuðu að raungildi þessi ár svo almenningur var að borga skatta af stærri hluta tekna sinna en áður (skattprósentan hefði þurft að lækka mun meira til að þeir stæðu í stað með skattbyrði).  Skattbyrðin jókst síðan verulega á alla aðra tekjuhópa allt til tekjuhæstu tíundarinnar en þar kom lækkun og lækkaði skattbyrðin mest hjá þeim tekjuhæstu - 5% þegnanna eða lækkuðu um heil 15,1% á þessu tímabili. Þar hafði afnám hátekjuskattsins mikið að segja; auk þess sem auknar fjármagnstekjur vógu þar mjög hátt og voru skattlagðar lægra en launatekjur almennings. Lækkuð skattprósenta hafði líka mest að segja fyrir þá tekjuhæstu.

Heimild: http://ogmundur.is/frjalsir-pennar/nr/6681/

Guðjón Sigþór Jensson, 15.5.2013 kl. 20:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 242918

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband