Bloggfærslur mánaðarins, desember 2013

Var sannfæringin seld?

Oft hafa þingmenn Framsóknarflokksins skipt um skoðun og það geta verið góð og gild rök fyrir því. En getur verið að þingmenn fái ekki að hafa sínar eigin skoðanir? Er flokksræðið orðið það sterkt að sjálfstæð skoðun verði útilokuð?

Þekkt er að bæði Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum hafi verið stjórnað með smjörklípum. Þar eru ráðleggingar Macchiavellis um hvernig valdhafinn eigi að ná völdum og halda þeim fylgt nákvæmlega eftir. Jámönnum er hyglað á ýmsar lundir en hinum sem vilja ekki vera í klappliðinu er hótað og jafnvel ýtt út í ystu myrkur. Þeir geta ekki vænst neins frama né hlunninda.

Spillingin hefur lengi verið ráðandi afl í þessum stjórnmálaflokkum. 


mbl.is Röngum upplýsingum lekið í fjölmiðla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fækkum þingmönnum

Fyrir hálfri öld voru þingmenn töluvert færri en þeir eru núna. Þá starfaði þingið aðeins nokkra mánuði ársins og var starfstími þingsins aðlagað hormónakerfi íslensku sauðkindarinnar. Þannig stóð þingið ekki lengur yfir en frá sláturtíð á haustin og fram undir tilhleypingatíma skömmu fyrir jól og frá mánaðarmótum jan./febr. og fram að sauðburði. Á vorin þurfti auk þess að stinga út úr fjárhúisunum, dytta að girðingum og setja niður kartöflur. Sumrin voru allt að því banntími þinghalds enda annir einna mestar til sveita en á árum áður voru flestir þingmenn bændur sem sumir voru embættismenn, sýslumenn, læknar og prestar. Seinna bættust kennarar við og örfáir verkamenn.

Áður fyrr voru alþingismenn á ígildi Dagsbrúnartaxta. Fengu þeir laun sín sem voru mjög í takt við launataxta verkamanna hjá Dagsbrún. Núna er Dagsbrún ekki lengur til og laun þingmanna eru orðin himinhá, margföld á við það sem venjulegt launafólk á við að venjast.

Það er því mjög í anda þess fyrirkomulags sem núverandi stjórnvöld vilja að færa sem flest til fyrri hátt. Við megum ekkji fá nýja stjórnarskrá en hugmyndum um nýja stjórnarskrá var sökkt niður á sextugt dýpi, gamall lögfræðiprófessor fenginn til að sjá um endurskoðun stjórnarskrárinnar en hann vill helst engu  breyta. Við megum ekki ræða við vini okkar í Evrópusambandinu hvort þeir vilji aumkast yfir okkur og kippa okkur inn í gættina. Og við megum ekki fá ný náttúruverndarlög sem hafa nýmóðins úrræði til að koma lögum yfir lögbrjóta sem vilja aka utanvega. Allt á að vera eins og í þá gömlu góðu daga. Og hvers vegna ekki að aðlaga starfstíma Alþingis aftur að hormónastarfsemi sauðkindarinnar og greiða þóknun tilk þingmanna eins og fyrrum? Þá væri samræmi í sem flestu í samfélagi sem helst engu má breyta.

Fækkum þingmönnum og starfstímum þingsins. Það gæti fært okkur miljarða sparnað! 


mbl.is Samþykktu 5% viðbótarniðurskurð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vegið að þeim sem síst skyldi - tillaga að hagræðingu

Sennilega eru þeir sem eru atvinnulausir síst sá hópur sem hefur of mikið á milli handanna. Það er dapurlegt að meirihlutinn felli tillögu um að bæta ögn kjör atvinnulausra.

Tillaga mín í hagræðingarskyni er einföld:

Tilæ að spara í rekstri ríkisins verði þingmönnum fækkað um 10 nú þegar. Aðferðin við að velja þá verði einföld. Við ræðupúlt Alþingis verði tengur svonefndur lygamælir. Það apparat var töluvert notað af bandarísku alríkislögreglunni á sínum tíma til að yfirheyra grunaða. Aðferðin til að sjá hvort þeir sem ljúga er einföld. Tækið mælir hjartslátt, breytingu á bóðþrýsting, magni koltvísýrings í blóði sem og rafboðum í taugum og vöðvum. Þegar menn segja ósatt eiga þeir til að svitna sem tækið nemur auðveldlega enda leiðir rakur fingur betur rafstraum en þurr og á þá að vera tiltölulega auðvelt að sjá hvort menn segi satt eða séu að ljúga upp í opið geðið á þjóðinni. Upplýsingar þessar um lygamæla má finna á Vísindavef Háskóla Íslands: http://visindavefur.is/svar.php?id=3626

Nú mætti grisja rækilega úr þingmannahjörðinni með þessari aðferð. Ekki ætti að koma verulega á óvart að ýmsir ráðherrar kunni að fjúka enda hafa þeir verið margsaga í mörgum málum að undanförnu, sagt eitt í dag en annað fyrir nokkrum mánuðum. Sennilega myndi fækka nokkuð fljótlega um þingmenn meirihlutans þannig að það ætti að vera hvatning fyrir þá sem eftir eru að gæta vel að orðbragði sínu og spara stóru loforðin sem verða svikin seinna. Ella gæti farið svo að þingmeirihlutinn verði annar að nokkrum vikum liðnum og þá fengi þjóðin betri og skynsamari stjórn en sem við sitjum uppi með. 

Eg hefi aldrei verið sérstaklega trúgjarn á að þessir lygamælar virki sem skyldi, en þetta mætti prófa ef það skilar einhverjum árangri að bæta fjárhag samfélagsins. 


mbl.is Tillaga um desemberuppbót felld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þungur áfellisdómur - siðferði í viðskiptum er ábótavant

Næstu vikur mun að öllum líkindum mikið verða rætt um niðurstöðu héraðsdóms Reykjavíkur og sitt sýnast hverjum. Ljóst er að siðferði í viðskiptum hefur verið ákaflega ábótavant hér á landi og spillingin verið mikil. Sumum þegnum í samfélaginu hafa talið sér allt heimilt, að setja fram flókna viðskiptafléttu í blekkingarskyni hlýtur að samfélagið sé gapandi yfir að svona skuli vera unnt.

Spillingin í Kaupþing bankanum og allt sem þar fór fram er vægast sagt mjög undarlegt. Einn af „viðskiptavinum“ bankans, Róbert Tschengis tókst að fá himinhá lán í bankanum án ásættanlegra veða eða trygginga. Í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið kemur fram að þessi eini maður var skráður fyrir 46% af útlánum bankans og ekkert af þessu gríðarlega mikla fé virðist ætla að skila sér til baka.

Allt árið 2007 og framan af 2008  var alveg ljóst að rekstur Kaupþings var sem hinna bankanna á ákaflegum brauðfótum. Sennilega var Landsbankinn best rekinn þrátt fyrir Icesave reikningina eftir allt saman. Nú er Icesave vandinn að baki, nægar heimtur urðu af útistandandi lánum bankans og hefur náðst inn meira fé en sem nemur skuldbiningum vegna Icesave. Er umhugsunarverður hlutur þingmanna Framsóknarflokksins vegna þess máls, gríðarlegur áróður var í þinginu vegna Icesave, allt til þess fallið að draga athyglina frá ófullnægjandi varúðarreglum í útlánum Kaupþings og óreiðunnar á þeim bæ.

Framsóknarmenn hafa lengi talið sér allar leiðir færar. Þeir bera siðferðislega ábyrgð á kvótakerfinu sem er rótin að spillingunni kringum einkavæðingu bankanna. Búnaðarbankinn var einn af best reknu bönkum á Norðurlöndum. Samvinnutryggingar fengu Brunabótafélag Íslands á silfurfati en það vátrýggingarfélag skilaði eigendum sínumarð öll þau 90 ár sem það starfaði. Í höndum þessara snillinga í Framsóknarflokknum varð allt að gjalti.

Tugþúsundir Íslendinga sem áttu sparifé sitt bundið í hlutafé Kaupþings og Exista (Samvinnutryggingar eftir sameiningu við Brunabótafélag íslands) er einskis virði í höndunum á þessum mönnum.

Eg mun ekki gráta dóm þennan þessara vandræðamanna enda tel eg hann vera vel rökstuddan. Æskilegt væri að þeir dæmdu verði til einhvers gagns í samfélaginu. Það mætti láta þá vinna eitthvað þarflegt í samfélaginu og þá undir ströngu eftirliti: leggja göngustíga, dreifa skít, grisja skóga, skúra skóla og dvalarheimili aldraðra, sem og annast ýms önnur störf sem hafa verið talin vera lítils virði en eru samt þjóðfélaginu nauðsynleg, jafnvel þarfari en að stunda sýndarmennsku í viðskiptum.


mbl.is Dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Líkklæðin hafa enga vasa

Þegar einhver sem í meira en 60 ár hefur staðið í auðsöfnun og ávaxtað ríkulega sitt pund, þá er dauðinn sem smám saman blasir við. Hver var tilgangurinn með öllu þessu? Fylgir auðsöfnun einhver gleði? Einhver ánægja? Einhver fullnæging? Hvers virði er allur auðurinn þegar dauðinn nálgast? Og gildir einu hversu mikill auðurinn hann er!

Í þýskri tungu segir að líkklæðin hafi enga vasa. Og munu önnur tungumál heimsins hafa svipaða hugsun sem fram kemur í málsháttum, orðskviðum sem og jafnvel daglegu máli, það sem hverjum manni er tamt.

Já líkklæðin hafa enga vasa! Við getum ekki vænst þess að hafa verðmæti þessa heims með okkur í gröfin a og þess vegna til einhvers framhaldslífs sem þó margir óska sér og vænta.

Til hvers er þessi gegndarlausa auðsöfnun?  Er einhver praktískur tilgangur með henni? Og er einhver tilgangur með Frjálshyggjunni sem svo margir lofa og prísa og lofa að þeir séu tilbúnir að hefja heimskustu menn veraldar til að gerast boðberar hennar? Á að gera auðsafnendur að leiðtoga lífs okkar?

Fyrir mér er sósilaismi eina skynsamlega stefnan sem til er. Þar er stefnt að skipta gæðum og auði jarðar á sem jafnastan hátt. Af hverju að mismuna þegnum samfélagsins? Til þess að auðga þá sem nóg hafa fyrir og þrengja hag hinna sem minna mega sín?

Auðsöfnun er eins og hver önnur heimska og heimskuna er ekki unnt að lækna, - því miður! En samt eru allt of margir Íslendingar tilbúnir að velja þá í frjálsum kosningum sem mest vilja mismuna fólki! Eru Íslendingar með öllum mjalla?


mbl.is Ætlar að gefa 500 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vandræðaleg og rándýr leið

Augljóst er að allt annar Bjarni situr nú fyrir svörum en sá sami Bjarni í vor sem taldi kosningaloforð Sigmundar Davíðs vera brött og erfið til efnda rétt eins og fugl í skógi. Nú situr hann í sömu loforðasúpu og Sigmundur, stýrir langerfiðasta og óvinsælasta ráðuneytinu þar sem allt gengur á að afla ríkinu sem mestra tekna og draga sem mest úr útgjöldum.

Ekki er ólíklegt að þessi leið leiði til aukinnar dýrtíðar sem ekki er til að bæta hag þeirra sem skulda fremur en lágtekjufólks sem má ekki við meiri dýrtíð en verið hefur.

Broskarlastjórnin er komin í annan þátt leikritsins mikla sem Sigmundur Davíð er aðalhöfundurinn að. Bjarni fær að glíma við langerfiðustu málin meðan Sigmundur Davíð baðar sig í ímyndaðri frægðarsól kosningaloforða sem ótalmargar nefndir Sigmundar hafa verið að leita grubblandi hvernig unnt er að efna kosningaloforðin. Í ljós hefur komið að með bjartýsnustu mönnum hefur ekki tekist þrátt fyrir heilan her af nefndarfólki verið fundin fær leið nema gegnum ríkissjóð. Ljóst er að þessi dæmalausu kosningaloforð eiga eftir að draga slæman dilk á eftir sér sem kemur að öllum líkindum verst niður á láglaunafólki og þeim sem síst skyldi. En kannski þeim fóstbræðrum standi á sama, aðeins að auðmenn og braskarar fái að vera í friði fyrir skattheimtumönnum og saksóknurum.

Mér finnst leikritið fram að þessu hafa verið fremur klént, persónur og leikendur hefðu mátt útlista betur. Mér finnst kannski sýningin verðskulda eins og hálfa stjörnu að hætti Jóns Viðars leiklistagagnrýnenda. Og kannski aðra fyrir hvað þeim báðum hefur tekist að setja á svið einhverja mestu blekkingu sem sést hefur á síðari árum sem því mkiður allt of margir hafa tekið sem góða og gilda vöru.  


mbl.is Bjarni: Viðbrögð í samfélaginu jákvæð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úrræðagóður fyrirmyndarfangi

Að hafa stanslausa tannpínu er ekkert sældarbrauð. Að fanga sé neitað að fara til tannlæknis er nokkuð skondið. En það er flott og til fyrirmyndar að hann gefur sig fram við lögreglu og játar á sig brot. Það má teljast vera vel sloppið að fá aðeins eins dags refsiauka sem hefur sennilega verið meira formsins vegna en raunveruleg refsing.

 


mbl.is Fangi flúði til tannlæknis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýjar blekkingar í boði Sigmundar Davíðs

Því miður er eg mjög tortrygginn gagnvart þessum manni, Sigmundi Davíð.

Efasemdir hafði flest raunsætt fólk á stórkarlalegum kosningaloforðum Sigmundar Davíðs frá í vor sem leið.  Ef Framsóknarflokkurinn kæmist til valda átti að færa niður skuldir „Strax“. Nú á að teygja efndir í 4 ár enda hefur komið í ljós að sækja auðveldlega þennan mikla auð vefst fyrir loforðasmiðnum mikla, Sigmundi Davíð. Og ýmsir fyrirvarar eru settir sem og skilyrði til að fækka þeim sem von eiga á skuldaleiðréttingu. Nú blasa við einhverjar krókaleiðir, jafnvel „fjallabaksleiðir“ og fagmenn í fjarmálum hafa miklar efasemdir.

Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur þetta vera eins og hvert annað fúsk í fjármálum þó hann orði það ekki alveg svo hreint út en gagnrýni hans hlýtur að vekja athygli þjóðarinnar enda verður Vilhjálmur sagður vera fúskari í fjármálum þó ýmsir slíkir hafi dagað uppi á þingi.

Við munum sennilega minnast Sigmundar Davíðs sem stjórnmálamanninn sem hefur afvegaleitt þjóðina áður og sem hefur kostað okkur offjár. Hann var aðalmaðurinn á þingi að blása upp andófið gegn Icesave samningunum sem hefðu skilað okkur fyrr út úr bankahruninu og sparað okkur 60 milljarða. Þá hefðum við fengið strax hagstæðara lánshæfismat, betri viðskipta- og vaxtakjör og þar fram eftir götunum. En þar sem þjóðin virtist vera allt of grunlaus að þetta andóf ætti sér einhverja raunverulega ástæðu, þá hefur því miður allt of margir lagt trúnað á fláræði og blekkingar þessa manns. Þess má geta að nú í haust sem leið kom í ljós að meira fé hefði skilað sér úr útistandandi skuldum þrotabús Landsbankans að nægi fyrir öllum Icesave skuldindingunum og meira til. Nú talar enginn um Icesave enda var uppákoman aðeins til þess að grafa undan ríkisstjórn Jóhönnu Siguraðardóttur hratt og vel. Blekkingarvefurinn tókst og nú er þjóðin fest í nýjum blekkingarvef Sigmundar Davíðs.

Þar sem mikill auður og mikil völd fara saman er mikil hætta á ferðum fyrir lýðræðið. Margar ákvarðanir ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs orka mikils tvímælis og eru ekki til þess fallnar að styrkja þróun lýðræðis á Íslandi.


mbl.is Lán geta lækkað um 5,5 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 243585

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband