Fækkum þingmönnum

Fyrir hálfri öld voru þingmenn töluvert færri en þeir eru núna. Þá starfaði þingið aðeins nokkra mánuði ársins og var starfstími þingsins aðlagað hormónakerfi íslensku sauðkindarinnar. Þannig stóð þingið ekki lengur yfir en frá sláturtíð á haustin og fram undir tilhleypingatíma skömmu fyrir jól og frá mánaðarmótum jan./febr. og fram að sauðburði. Á vorin þurfti auk þess að stinga út úr fjárhúisunum, dytta að girðingum og setja niður kartöflur. Sumrin voru allt að því banntími þinghalds enda annir einna mestar til sveita en á árum áður voru flestir þingmenn bændur sem sumir voru embættismenn, sýslumenn, læknar og prestar. Seinna bættust kennarar við og örfáir verkamenn.

Áður fyrr voru alþingismenn á ígildi Dagsbrúnartaxta. Fengu þeir laun sín sem voru mjög í takt við launataxta verkamanna hjá Dagsbrún. Núna er Dagsbrún ekki lengur til og laun þingmanna eru orðin himinhá, margföld á við það sem venjulegt launafólk á við að venjast.

Það er því mjög í anda þess fyrirkomulags sem núverandi stjórnvöld vilja að færa sem flest til fyrri hátt. Við megum ekkji fá nýja stjórnarskrá en hugmyndum um nýja stjórnarskrá var sökkt niður á sextugt dýpi, gamall lögfræðiprófessor fenginn til að sjá um endurskoðun stjórnarskrárinnar en hann vill helst engu  breyta. Við megum ekki ræða við vini okkar í Evrópusambandinu hvort þeir vilji aumkast yfir okkur og kippa okkur inn í gættina. Og við megum ekki fá ný náttúruverndarlög sem hafa nýmóðins úrræði til að koma lögum yfir lögbrjóta sem vilja aka utanvega. Allt á að vera eins og í þá gömlu góðu daga. Og hvers vegna ekki að aðlaga starfstíma Alþingis aftur að hormónastarfsemi sauðkindarinnar og greiða þóknun tilk þingmanna eins og fyrrum? Þá væri samræmi í sem flestu í samfélagi sem helst engu má breyta.

Fækkum þingmönnum og starfstímum þingsins. Það gæti fært okkur miljarða sparnað! 


mbl.is Samþykktu 5% viðbótarniðurskurð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 242981

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband