Vegið að þeim sem síst skyldi - tillaga að hagræðingu

Sennilega eru þeir sem eru atvinnulausir síst sá hópur sem hefur of mikið á milli handanna. Það er dapurlegt að meirihlutinn felli tillögu um að bæta ögn kjör atvinnulausra.

Tillaga mín í hagræðingarskyni er einföld:

Tilæ að spara í rekstri ríkisins verði þingmönnum fækkað um 10 nú þegar. Aðferðin við að velja þá verði einföld. Við ræðupúlt Alþingis verði tengur svonefndur lygamælir. Það apparat var töluvert notað af bandarísku alríkislögreglunni á sínum tíma til að yfirheyra grunaða. Aðferðin til að sjá hvort þeir sem ljúga er einföld. Tækið mælir hjartslátt, breytingu á bóðþrýsting, magni koltvísýrings í blóði sem og rafboðum í taugum og vöðvum. Þegar menn segja ósatt eiga þeir til að svitna sem tækið nemur auðveldlega enda leiðir rakur fingur betur rafstraum en þurr og á þá að vera tiltölulega auðvelt að sjá hvort menn segi satt eða séu að ljúga upp í opið geðið á þjóðinni. Upplýsingar þessar um lygamæla má finna á Vísindavef Háskóla Íslands: http://visindavefur.is/svar.php?id=3626

Nú mætti grisja rækilega úr þingmannahjörðinni með þessari aðferð. Ekki ætti að koma verulega á óvart að ýmsir ráðherrar kunni að fjúka enda hafa þeir verið margsaga í mörgum málum að undanförnu, sagt eitt í dag en annað fyrir nokkrum mánuðum. Sennilega myndi fækka nokkuð fljótlega um þingmenn meirihlutans þannig að það ætti að vera hvatning fyrir þá sem eftir eru að gæta vel að orðbragði sínu og spara stóru loforðin sem verða svikin seinna. Ella gæti farið svo að þingmeirihlutinn verði annar að nokkrum vikum liðnum og þá fengi þjóðin betri og skynsamari stjórn en sem við sitjum uppi með. 

Eg hefi aldrei verið sérstaklega trúgjarn á að þessir lygamælar virki sem skyldi, en þetta mætti prófa ef það skilar einhverjum árangri að bæta fjárhag samfélagsins. 


mbl.is Tillaga um desemberuppbót felld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Atvinnulausum er það mikill heiður að fá að leggja sitt af mörkum til stuðnings Sægreifum og öðrum auðmönnum sem upplifa verulega erfiða tíma.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.12.2013 kl. 17:18

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Síðan hvenær eru sægreifar á flæðiskeri staddir?

Guðjón Sigþór Jensson, 12.12.2013 kl. 17:35

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Menn sem segjast ekki borgunarmenn fyrir sköttunum og fá þá niðurfelda af þeim sökum hljóta að eiga erfitt. Svo sagði Bj. Ben fyrir kosningarnar að þessi hópur og ríka fólkið almennt hefði upplifað verulega skert lífskjör og tekjuhruuuuuuuuuuun!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.12.2013 kl. 18:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 242969

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband