Þungur áfellisdómur - siðferði í viðskiptum er ábótavant

Næstu vikur mun að öllum líkindum mikið verða rætt um niðurstöðu héraðsdóms Reykjavíkur og sitt sýnast hverjum. Ljóst er að siðferði í viðskiptum hefur verið ákaflega ábótavant hér á landi og spillingin verið mikil. Sumum þegnum í samfélaginu hafa talið sér allt heimilt, að setja fram flókna viðskiptafléttu í blekkingarskyni hlýtur að samfélagið sé gapandi yfir að svona skuli vera unnt.

Spillingin í Kaupþing bankanum og allt sem þar fór fram er vægast sagt mjög undarlegt. Einn af „viðskiptavinum“ bankans, Róbert Tschengis tókst að fá himinhá lán í bankanum án ásættanlegra veða eða trygginga. Í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið kemur fram að þessi eini maður var skráður fyrir 46% af útlánum bankans og ekkert af þessu gríðarlega mikla fé virðist ætla að skila sér til baka.

Allt árið 2007 og framan af 2008  var alveg ljóst að rekstur Kaupþings var sem hinna bankanna á ákaflegum brauðfótum. Sennilega var Landsbankinn best rekinn þrátt fyrir Icesave reikningina eftir allt saman. Nú er Icesave vandinn að baki, nægar heimtur urðu af útistandandi lánum bankans og hefur náðst inn meira fé en sem nemur skuldbiningum vegna Icesave. Er umhugsunarverður hlutur þingmanna Framsóknarflokksins vegna þess máls, gríðarlegur áróður var í þinginu vegna Icesave, allt til þess fallið að draga athyglina frá ófullnægjandi varúðarreglum í útlánum Kaupþings og óreiðunnar á þeim bæ.

Framsóknarmenn hafa lengi talið sér allar leiðir færar. Þeir bera siðferðislega ábyrgð á kvótakerfinu sem er rótin að spillingunni kringum einkavæðingu bankanna. Búnaðarbankinn var einn af best reknu bönkum á Norðurlöndum. Samvinnutryggingar fengu Brunabótafélag Íslands á silfurfati en það vátrýggingarfélag skilaði eigendum sínumarð öll þau 90 ár sem það starfaði. Í höndum þessara snillinga í Framsóknarflokknum varð allt að gjalti.

Tugþúsundir Íslendinga sem áttu sparifé sitt bundið í hlutafé Kaupþings og Exista (Samvinnutryggingar eftir sameiningu við Brunabótafélag íslands) er einskis virði í höndunum á þessum mönnum.

Eg mun ekki gráta dóm þennan þessara vandræðamanna enda tel eg hann vera vel rökstuddan. Æskilegt væri að þeir dæmdu verði til einhvers gagns í samfélaginu. Það mætti láta þá vinna eitthvað þarflegt í samfélaginu og þá undir ströngu eftirliti: leggja göngustíga, dreifa skít, grisja skóga, skúra skóla og dvalarheimili aldraðra, sem og annast ýms önnur störf sem hafa verið talin vera lítils virði en eru samt þjóðfélaginu nauðsynleg, jafnvel þarfari en að stunda sýndarmennsku í viðskiptum.


mbl.is Dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Menn hugsa sig ef til vill um áður en þeir setja heila þjóð á hausinn í framtíðinni.  Við verðum að trúa að dómarnir séu réttlátir og að það fylgi fleiri á eftir.

Kjartan Sigurgeirsson, 12.12.2013 kl. 17:03

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Mér finnst niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur vera mjög nálægt því sem réttvísin hefur getað gert í þessu máli.

Guðjón Sigþór Jensson, 12.12.2013 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 242914

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband