Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2013
23.1.2013 | 23:33
Hvers vegna ekki fyrir meira en 50 mánuðum?
Ólafur Ragnar tekur stórt skref að munnhöggvast við fyrrum forsætisráðherra Breta út af atburði sem gerðist í byrjun október 2008. Síðan eru liðin meira en 4 ár! Ef hann hafði athugasemdir af tilefni því að Gordon Brown beittu Íslendinga þessum örþrifaráðum, hvers vegna gerði hann ekki þessar athugasemdir í framhaldi af þessari umdeildu ákvörðun meðan Gordon Brown réð einhverju meðal Breta?
Nú er Gordon Brown valdalaus og allt að því áhrifalaus. Hann rökstuddi ákvörðun sína á sínum tíma og er öllum ljós í dag. Tilgangurinn var ekki að skaða Íslendinga en sú staða var komin að Bretar töldu sig ekki geta haft neina aðra möguleika að komast að samkomulagi við þáverandi ríkisstjórn Íslendinga um lausn bankakreppunnar vegna Icesave. Ríkisstjórn Geirs Haarde vildi ekkert aðhafast, vildi jafnvel ekki ræða við Breta hvernig unnt væri að skrúfa niður ofvöxtinn og þensluna í bankakerfinu íslenska. Kannski þetta hafi verið verstu mistök Geirs Haarde að reyna ekki til þrautar að finna mjúka lendingu.
Því miður valdi hann versta kostinn en þann skásta og þá næst raunveruleikanum. Ekkert var aðhafst til að bjarga því sem bjarga mátti. Á meðan voru braskaranir þ. á m. breski braskarinn Robert Tschengis að tæma Kaupþing. Í dag er sá maður með pálmann í höndunum og á í skaðabótamáli við bresk lögregluyfirvöld! Við skulum hafi í huga að Bretland er skattaskjól! Hvar búa margir af athafnamönnunum og dáðadrengjunum eins og Sigurður Einarsson annars staðar en í auðmannahverfum Lúndúna!
Ólafur Ragnar hefur oft verið mistækur sem forseti. Hann átti fyrir löngu að beita 26. gr. stjórnarskrárinnar. Ekki seinna en 2002 þegar Kárahnjúkavirkjun hafði verið þröngvað með járnaga Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímmssonar gegnum þingið.
Ljóst er að þetta er mikil frétt. Ólafur Ragnar hefur sífellt komið á óvart og þetta verður líklega ekki í fyrsta og síðasta skiptið sem hann verður í sviðsljósinu í ár sem hann virðist njóta til hins ítrasta. Í vor verða að öllum líkindum ein hatrammasta kosning til Alþingis í sögu þjóðarinnar þar sem gömlu valda- og spillingarflokkarnir með fulltrúa spillingarinnar og braskara í forystusveit munu reyna að ná vopnum sínum aftur til að hefja sama brask- og spillingarbölið aftur í íslensku samfélagi. Að öllum líkindum verður flókin stjórnarmyndun þar sem klókindi Ólafs Ragnars koma við sögu.
Hver tilgangur Ólafs Ragnars er með hnútakasti að Gordon Brown nú 2013 skal ósagt látið. Er hann að vekja athygli á sjálfum sér? Alla vega eru þessar athugasemdir meira en 4 árum of seint fram lagðar!
Mjög líklegt er að allir aðrir forsetaframbjóðendur 2012 hefðu setið á strák sínum.
Er þetta sæmandi forseta?
Góðar stundir.
Forsetinn ræðst að Gordon Brown | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.1.2013 | 17:43
Þá eru fjórir stokknir fyrir borð
Sagt er að rottur taki sig til og yfirgefi gömul skip sem líkleg eru til að ná ekki til næstu hafnar. Fyrir kemur að áhafnarlimir og jafnvel farþegar grípi örþrifaráð að stökkva fyrir borð ef þeir telja sig vera á feigðarfley.
Líklegt er að VG muni lifa næstu þingkosningar af og jafnvel margar enda eru málefni þessa flokks mörg prýðileg og raunhæf miðað við þróun samfélagsins.
Eftir að um fjórði hver þingmaður er stokkinn fyrir borð má telja flokkinn illa laskaðan. En verður hann ekki styrkari eftir þessa raun þegar haft er í huga að eftir eru áhafnarmeðlimir sem hafa trú á þann málstað sem flokkurinn telur sig vera að koma í gegn?
Hvort ein tillaga nái fram eða sé slegin út af borðinu á ekki að skipta máli. Mjög líklegt er, að Jón sé ekki sáttur við að hafa verið settur af, ekki úr nefndum heldur þegar hann varð að víkja úr ráðherrastól eftir einleik sem hann hugðist stunda.
Annars er Jón hinn vænsti maður en ekki getur hann talist vera snjall ræðumaður nema síður sé. Og framganga hans verður að teljast vart sæmandi né hinna þriggja þingmanna sem kusu að fara eigin leiðir.
Nú vil eg taka fram að eg er ekki talsmaður n.k. einræðis í flokki. Forystan fylgir lögum flokksins, markmiðum, stefnuskrá og yfirlýsingum sem komið hafa fram á landsfundum og öðrum vettvangi. Þeir sem veljast til trúnaðarstarfa, ber að fara eftir því og sérhver einleikur verður alltaf tortryggilegur.
Góðar stundir.
Kornin sem fylltu mælinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.1.2013 | 17:26
Falskur tónn
Sigmundur Davíð er ótrúlega líkur Merði Valgarðssyni, einni af aðalpersónum Brennu-Njáls sögu. Hann býður aðstoð meira af formsatriðum en heilindum. Hann er líklegur til alls vís ef honum eru fengin minnsta ábyrgð eða völd.
Sigmundur er ásamt Bjarna Benediktssyni núverandi formanni Sjálfstæðisflokksins fulltrúar þess braskaralýðs sem setti allt samfélagið í blindgötu með bankahruninu haustið 2008. Þessir menn eru manna ólíklegastir að leiða þjóðina áfram út úr þrengingunum enda heilindi þeirra engin. Þeirra hugur er að endurtaka braskævintýrið mikla og þá auðvitað á kostnað þeirra sem minna mega sín, barnafjölskyldna, sparifjáreigenda, eldra fólksins í landinu.
Megi biðja guðína að forða oss frá þessum falska tón!
Góðar stundir!
Framsókn sendi björgunarteymi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.1.2013 | 22:36
Nýlenduhugsunarháttur
Þessi hugmynd um lagningu sæstrengs er eins og hver önnur hugdetta sem ekki á sér neinn grundvöll. Ef einhvern tímann verði lagður sæstrengur til Evrópu þá verður það til Færeyja og Skotlands. Þangað eru tæplega 1000 km en mun lengra er til Hollands og má ætla að sæstrengur framhjá Bretlandi verði ekki auðvelt.
Hollendingar voru lengi ein af fræknustu nýlenduherrum heims og áttu víða tekjulindir. Einu sinni var flotadeild hlaðin kryddi og silki áleiðis frá Austur Indíum eða sem nú heitir Indónesía og heim til Hollands. Vegna ófriðar milli Englendinga og Frakka þá gátu Hollendingarnir ekki siglt um Ermasund og urðu afð sigla norður fyrir Skotland. Stærsta skipið í þessari flotadeild villtist af leið og strandaði í Skaftafellsfjörum árið 1667. Farmur þess var tryggður fyrir 50 kvartiltunnur af gulli og mun það síðar hafa valdið slæmum misskilningi. Sagt er að skaftfellskir bændur hafi sótt sér timbur og sitthvað úr flakinu næstu 80 ár uns skipið hvarf í sandinn. Mátti lengi vel sjá slitrur úr silki í reiðtygjum og öðru. Eini varðveitti gripurinn er kistulok og er í Skógarsafni eftir að það hafði verið notað í áraraðir sem númeratafla í sunnlenskri kirkju.
Skaði Hoollendinga af Icesave var sennilega mun minni en ætla má enda hefðu þeir mátt hafa vaðið fyrir neðan sig og haft vara á braskinu. En nú vilja þeir hefja brask á nýjan leik og vilja sennilega gera sér leik að Íslendingum.
Vilja rafmagn upp í Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.1.2013 | 19:58
Er þörf á að sprengja fleiri stíflur?
Þessi aðgerð var síðar talin vera réttlætanleg þó hún væri löglaus á sinn hátt. Að taka lögin í sína hendur er refsivert. Þingeyingar áttu lögvarða hagsmuni að gæta en ekki hafði verið samið við landeigendur um byggingu stíflunnar á sínum tíma. Aldrei var talað við þá og þeim boðin samvinna um þessi mál. Virkjunarmenn byggðu og það var sem varð til þess að Þingeyingar vildu róttækar aðgerðir. Mikil málaferli hófust þar sem hátt i 100 manns var ákært en allir voru sýknaðir í Hæstarétti og er þetta ein besta rósin í sögu réttarins. Úr þessu þróaðist fyrstu alvöru náttúruverndarlögin sem sett voru fyrir nær 40 árum: lög um vernd Laxár og Mývatns.
Önnur stífla var reist um líkt leyti og sprengingarnar urðu nyrðra þar sem stöðuvatn er notað sem miðlunarlón. Þetta er stíflan efst í Andakílsá sem rennur úr Skorradalsvatni. Þessi stífla er mikill þyrnir í augum þeirra sem hagsmuni hafa að gæta í Skorradal og vilja koma lífríki Skorradalsvatns aftur í eðlilegt horf. Sem stendur sveiflast yfirborð vatnsins allt að 2 metra sem veldur því að allt lífríkið er meira og minna í rugli. Um þetta má lesa m.a. í Árbók Ferðafélags Íslands frá 2004 sem fjallar um Borgarfjarðrdali eftir Freystein Sigurðsson jarðfræðing.
Þeir sem hefðu áhuga fyrir aðgerðum geta sótt fyrirmynd til hugrakkra Þingeyinga sem á sínum tíma gripu til þessarar frægu aðgerðar.
Vonandi er að Orkuveita Reykjavíkur hlusti á gagnrýni á rekstur Andakílsárvirkjunar sem byggist á þessari umdeildu starfsemi að halda lífríki í Skorradalsvatni í gíslingu. Fram að þessu er m.a. vísað í bágs rekstrar Orkuveitunnar að ekki sé enn komið að því að leiðrétta fyrri mistök. Sjálfsagt er að hóta að rjúfa stíflu þessa verði ekki sjónarmiðum landeigenda í Skorradal ekki sinnt né þeim sem vilja færa lífríkið í fyrra horf. Slíkt er refsilaust meðan ekki er hafist að en Danir orða hugsunina þannig: tankerne er toldfri.
Þess má geta að þegar vélbúnaður Andakílsárvirkjunar var ákveðinn, þá voru keyptar túrbínur í virkjunina fyrir mun meira uppsett afl en fræðilega er mögulegt að framleiða! Menn voru mjög brattir rétt eftir heimstyrjöldina síðari og voru menn jafnvel að ígrunda að auka vatnsmagn í Skorradal með því að veita vatni úr Reyðarvatni og draga stórlega úr vatnsmagni Grímsár í Lundareykjardal sem er ein gjöfulasta og vinsælasta laxveiðiá landsins. Af þessum vatnaflutningum varð sem betur fer ekki og hefðu verið afdrifarík mistök rétt eins og síðar gerðist við vatnaflutningana eystra þegar ákveðið var að byggja Kárahnjúkavirkjun á sínum tíma.
Því miður er allt of mikil áhersla lögð á byggingu virkjana jafnvel enn í dag. Fyrrum var þetta réttlætt að verið væri að rafvæða sveitirnar. Nú eru menn orðnir ansi léttlyndir og vilja jafnvel virkja sem mest.
Góðar stundir.
Sprengjumennirnir í Laxá voru þrír | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.1.2013 | 22:14
Túlkun forns stjórnarskrárákvæðis
Ákvæði stjórnarskrár BNA um rétt manna að eiga vopn eru væntanlega gömul. Líklega frá 19. öld frá dögum David Crockett, stríðshetju Texas úr frelsisstríði þeirra gegn yfirgangi Mexikó. Kannski hefur þetta ákvæði verið í upphafi eða frá bersku BNA.
Mjög líklegt er að þeir sem sömdu þetta ákvæði höfðu vopnabúnað í huga eins og þá tíðkaðist: fremur frumatæða framhlaðningu sem þóttu kannsku seinleg en góð vopn.
Það er glannaleg túlkun byssueigendafélagsins að þetta ákvæði gildi um nánast öll vopn. Hvar vilja þeir draga mörkin? Mega geðveikir eiga stjórnarskrárvarinn rétt að eiga stórhættuleg morðtól eins og vélbyssur og jafnvel sprengivörpur? Má fólk eiga skriðdreka og eldflaugar? Hvar setja þessir byssuáhugamenn mörkin?
Eðlilegt er að túlka þessi ákvæði miðað við vopn á þeim tíma sem ákvæðið var upphaflega sett. Framhlaðningar eru talin vera fremur meinlaus en geta orðið skeinuhætt þeim sem vopninu er beint gegn.
Mér finnst Obama forseti BNA hafa sýnt mikla fyrirhyggju að vilja bera klæði á vopnin enda nær þetta engri skynsemi að þetta ákvæði sé túlkað mjög frjálslega eins og byssumenn vilja.
Ráðist á skotvopn og börn hunsuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.1.2013 | 21:22
Grimmsævintýri hin nýjustu
Og er sagan af Mjallhvíti ekki eitt af ævintýrunum sem kennt er við þýsku bræðurna Grimm? Eitt af þeim þekktustu Grimmsævintýrum. Schneewittchen eins og Mjallhvít heitir á frummálinu þýsku, var þýtt af Magnúsi Grímssyni sem fæddist 1825 að Lundi í Lundarreykjardal í Borgarfirði og dó sem prestur á Mosfelli í Mosfellssveit 1860.
Ja hérna, svo hugmyndin að teiknikvikmynd Walt Disney um Mjallhvít megi rekja til Siglufjarðar!
Svona getur margt komið á óvart.
Góðar stundir!
Mjallhvít var frá Siglufirði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.1.2013 | 21:11
Er skógur ógnvaldur vatnsbóla?
Gott og vel. Vatnsból eru mikilvæg. Vatnsveita Reykjavíkur tók til starfa 1909 og var fyrst tekið neysluvatn úr Elliðaánum skammt sunnan við Seláshverfið í Reykjavík. Síðar var vatnið sótt í Gvendarbrunna allaustar og enn síðar var megnið af vatninu sótt í borholur í hrauninu í Heiðmörk.
Skógrækt hófst í Heiðmörk skömmu eftir heimstyrjöldina síðari. Einn af fyrst lundunum Undanfari var gróðursettur 1949 og átti þáverandi borgarstóri Reykjavíkur, Gunnar Thoroddsen þátt í því. Síðan hefur þúsundum ef ekki milljónum trjám verið plantað án þess að nokkur hafi haft minnstu efasemdir um að slíkt gæti valdið mengun í vatnsbólum höfuðborgarsvæðisins.
Ekki hefur verið sýnt fram á slíkt tjón eftir vísindalegum aðferðum. Svo virðist að tilfinningarök kunni að stýra umræðunni fremur en vísindaleg. Skógurinn í Heiðmörk er einn sá stærsti sem er á vegum nokkurs sveitarfélags í landinu og er Reykvíkingum til mikils sóma.
Vistfræðingar hafa margsinnis sýnt fram á hve skógur er nytsamur náttúrunni við vernd náttúrugæða, draga úr óæskilegum sveiflum t.d. vegna stórrigninga og asahláku með því að jafna út þessum sveiflum. Þá hefur skógurinn margvísleg æskileg áhrif önnur.
Rök gegn skógrækt virðast hér á landi annað hvort vera sjónræn undir því að skógur trufli og jafnvel eyðileggi útsýni. Eða að tekin eru vægast sagt mjög hrárar fullyrðingar dr. Péturs Jónssonar um meinta niturmengun af völdum barrtrjáa eins og hann setti nokkuð glannalega fram í annars að öðru leyti frábæru riti um Þingvallavatn. Annar doktor, dr. Bjarni Diðrik Sigurðsson hefur komist að gagnstæðri niðurstöðu varðandi nitrið. Er vikið að þessu álitamáli í grein um Þingvallaskóga sem birtist í 2.tbl. Skógræktarritsins 2010.
Hólmfríður Sigurðardóttir umhverfisstjóri Orkuveitu Reykjavíkur ætti að draga í land hvað neikvæð áhrif skógræktar varðar vegna vatnsbóla eða færa betri rök fyrir fullyrðingu sinni.
Góðar stundir!
Hross, hundar og skógrækt óæskileg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.1.2013 | 20:48
Jón Ásgeir spriklar enn
Hjá útrásarvíkingunum virðist enn vera árið 2007. Þar er ekkert STOPP eins og Sigmundur Davíð vill. Ef einhver minnsti heiðarleiki væri til hjá þessum mönnum, þá reyndu þeir að ljúka fyrri fjárfestingum og standa reikningsskap gerða sinna.
Hvenær menn verða stoppaðir af eftir að hafa efnt til gjaldþrota hvers fyrirtækis á fætur öðru? Svo virðist sem svonefnd Frjálshyggja sé gjörsamlega staurblind fyrir því, að menn éta fyrirtæki að innan, koma eignum undan til nýs fyrirtækis en skilja skuldafenið eftir í því eldra. Sjálfstæðisflokkurinn tróð vildarmanni sínum inn í Háskólann á sínum tíma og er hann enn að í að berja í bresti þessarar þjóðhættulegu starfsemi sem braskið og Frjálshyggjan er.
Er ekki kominn tími að menn hafa aðeins eitt tækifæri að koma fyrirtæki í þrot? Kennitölumisnotkunin er samfélaginu til mikils tjóns sem að ósi ber að stemma!.
Jón Ásgeir í hamborgarabransann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.1.2013 | 18:28
Ferð til Túnis að baki
Aldrei hefi eg áður komið til múslimalands. Eg kom til Túnis 28. des. s.l. og var þar um nokkurn tíma. Ferðaðist nokkuð á Gamlársdag meðan félagar mínir í frægasta Gufufélagi landsins fögnuðu áramótum í Mosfellsbæ. Við vorum 6 ferðafélagarnir: við hjónin, eldri sonur okkar sem býr í Þýskalandi, sambýliskona hans og foreldrar hennar. Við vorum samstæður hópur með markmið að skoða saman sitthvað nýtt og óvenjulegt. Bjuggum við á ágætu hóteli í borginni Sousse um 2ja tíma akstur frá höfuðborginni, Túnis.
Leið okkar lá til borgarinnar Kairouan. Þar var okkur sýnd miklar vatnsmiðlanir sem er undirstaða efnahags Túnisbúa á víðtæku landssvæði. Í þessari borg er stærsta moska í gjörvallri Afríku og talin vera sú mikilvægasta í allri þeirri gríðarstóru heimsálfu. Aðeins moskurnar í Mekka og Medína í Saudi Arabíu og í Jarúsaelm eru taldar merkari. Frá þessari moskvu er öllu bænahaldi stýrt um allan hinn múslimska heim í Afríku. Múslimar biðjast fyrir allt ð 5 sinnum á sólarhring, sumir telja ekki veiti af! Mikilvægt er að rétta bænarstundin sé ætíð augljós og fer ákvörðun hennar með hliðsjón af hvenær hádegi er hverju sinni. Eins og kunnugt er, þá færist hádegi nokkuð til, er ekki alltaf á sama tíma. Hér á Íslandi er rétt hádegi yfirleitt kringum hálf tvö +/- nokkrar mínútur miðað við Reykjavík. Getur það fyrst orðið um 13:11 og síðast 13:42 (Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags). Er á torginu við moskvu þessa sólarúr og þangað fer æðsti klerkur á hverjum degi að taka tímann þá sólin er í hádegisstað. Er í lok hvers fréttatíma greint frá næsta rétta bænartíma. Í mínerettunum var fyrst sendur kallari til að kalla menn til bæna. Nú hafa gjallarhorn og segulband leyst kallarana af hólmi, múslimar hafa nútímavætt þennan mikilvæga þátt þjóðlífsins.
Í moskvu þessari eru 440 súlur sem hafa verið smalað víða að eins og hverju öðru nothæfu byggingarefni. Eru þær mismunandi gerðar en álíka langar. Leiðsögumaðurinn okkar vakti athygli okkar á einni súlunni: Á henni var greinilegt krossmark, mjög líklegt að hún hafði áður verið hluti kirkju sem löngu heyrir sögunni til. Byggingarmeisturum hafði hugkvæmst að nota súlu þessa. Í stað þess að afmá krossinn var súlunni snúið þannig að krossinum var snúið þannig að ekki mætti sjá táknið!
Við komum til bæjarins El Jem. Þar er gríðarstórt rómverskt hringleikahús sem byggt var snemma á 3. öld eftir Krist. Aldrei var það vígt en svo bar við að um það leyti sem sjá mátti fyrir endann á byggingunni var lagðru á hár innflutningsskattur á innflutta olífu olíu til Ítalíu. Varð það til þess að efnahagur þessa rómverska skattlands hrundi. Snemma komu verndartollar til sögunnar sem ollu kreppu. Í dag er Túnis stærsti olífuolíuframleiðandi Afríku. Í hemsversluninni eru Spa´nverjar, Ítalir og Grikkir stærri en Túnismenn.
Við fórum með lest til höfuðborgarinnar og áfram til Karþagó. Mikil örtröð er í lestunum og dæmi um að sumt ungt fólk hangi utan á lestunum til að komast með! Er slíkt látið óátalið. Í Karþagó er í dag fremur lítið að sjá eftir að Cató hinn gamli fékk sínu fram. Hann þótti afburða ræðumaður og lauk gjarnan hveri ræðu: Auk þess legg eg til að Karþagó verði lögð í rúst. Hann varð að ósk sinni 146 f.Kr. Þá lögðu Rómverjar landið undir sig sem varð kornforðabúr þeirra og mikilsverður bakhjarl í matvælaöflun Rómaríkis.Þá kom Kristnin til sögu og síðar eftir upplausn Rómaríkis lá leið Vandala sem var germanskur þjóðflokkur um Spán upp úr 400 til Norður Afríku. Frá Karþagó herjuðu þeir um Miðjarðarhafið og gerðu víða strandhögg, allt vestur til Spánar í vestri og austur til Grikklands. Rændu þeir Róm 455 og mun hugtakið vandalismi vera úr þeirri herferð runnið. Líklegt er að þeir hefðu fengið jákvæðari ummæli í sögunni hefðu þeir haft einhverja sagnfræðinga til að skrifa sögu sína og þær heimildir varðveist.
Þá varð arabíska útþenslan og þegar liðið var á 7. öld var nánast öll Norður Afríka undir stjórn múslimska hálfmánans. Ekki leið á löngu að nánast allur Spánn varð einnig múhameðskur og í byrjun 9. aldar voru þeir komnir norður fyrir Pyreanafjöllin en urðu frá að hverfa vegnaaðgerða Karls mikla eða Karla-Magnúsar eins og hann nefnist í íslenskum fornritum. Norður Spánn þar sem Baskar réðu löndum mun líklega aldrei hafa verið undir Islam. Eftir 900 dregur úr áhrifum Islam en halda velli á suður Spáni sem varð aftur kristinn að mestu á dögum Ferdínands og Ísabellu á 15. öld. Aðeins í Granada héldu þeir velli en ekki stóð það lengi eftir að konungsveldi Habsborgara styrktist.
Við eigum arabískri menningu margt að þakka. Í öndverðu var trúarbók þeirra Kóraninn mun nær Biblíunni okkar og Nýja testamentinu en síðar varð er trúarrit þetta var endurskoðað, oft með það í huga að fella saman trúarlegt og furstalegt vald. Þetta þekkist einnig í Kristninni t.d. hvernig veraldlegir furstar styrktu vald sitt með því að hefja uppruna konungsdæmis með einhvers konar guðdómlegu yfirvarpi og tilgangi. Í dag trúir enginn heilvita maður slíku.
Arabísk mennig hóf mikilvægt skólastarf. Fyrstu háskólarnir voru arabískir, þeir voru mikir stjarnvísindamenn og endurbættu almanakið. Þeir þýddu feiknin öll af heimildum og mun margt vera okkur gjörsamlega glatað að eilífu hefðu þessar þýðingar af grískum og öðrum ritum ekki hafa varðveist. Er mikið af okkar þekkingu fornaldar þannig varðveittar gegnum arabíska menningu. Síðar komu fjandsamir þjóðflokkarúr Austurlöndum sem herjuðu á Babýlon og Islam breyttist verulega m.a. til verndar menningu sinni. Ekki leið á löngu uns árekstrar urðu milli Islam og Kristni og eru Krossferðirnar einhver þau furðulegustu hagsmunaárekstrar hugmyndasögunnar. Þá hafði mannkynið uppgötvað trúarstríð þar sem trúarsjónarmið varð að meginástæðu fyrir stríði. Og ekki smáskærum heldur stríði sem stóð í nær 2 aldir eða frá 1096-1270. Krossferðirnar eru eitt mesta niðurlægingarskeið Kristninnar og kristnum furstum ekki til fyrirmyndar. Líklegt er að þetta sé fyrsta stríðið sem hergagnabraskarar gera langvarandi stríð að féþúfu rétt eins og síðar þekkist í báðum heimsstyrjöldunum, Víetnamstríðinu og nú síðast Írakstríðinu. Enginn vinnur en allir tapa, nema braskaranir auðvitað, þeir sem framleiða og hafa milligöngu um sölu hergagna.
Eftir langan útúrdúr þá vil eg geta þess að eg er kominn til baka. För mín til Túnis var ánægjuleg í alla staði og óskandi er að í landi því þar sem arabíska vorið hófst 14. janúar 2011, megi áfram blómgast og verði landi og lýð til góðs.
Góðar stundir.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 243585
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar