Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2012
27.11.2012 | 12:30
Góð tíðindi
Þó illt sé að auka skatta og álögur þá eru þetta góð tíðindi. Við erum á réttri leið.
Í gær ritaði Indriði H. Þorkelsson ágæta grein um skattamál í Fréttablaðið í gær. í morgun birtist gagnrýni á grein Indriða frá einum af besserewisserum íhaldsins. Einkennilegt má það vera að svo skammt líði á milli greinar um mjög flókin mál að grein um gagnrýni birtist.
Sjálfur hefi eg gefist upp á að senda Fréttablaðinu greinar. Eg held að aðeins ein grein hafi birtst. Það er greinilega ekki sama hver ritar og af hvaða sauðarhúsi. Fréttablaðið virðist vera í eigu braskara og þeir birta ekki því allt nema það komi þeim að gagni eða séu þeim að skaðlausu.
Góðar stundir. Sennilega eigum við ekki von á betri ríkisstjórn en þeirri sem nú er. Hún hefur gert margt ágætt við erfiðar aðstæður sem íhaldinu hefði að öllum líkindum ekki tekist.
Tekjur ríkissjóðs 41 milljarði hærri en í fyrra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.11.2012 | 09:27
Silkihúfum fækkað
Greinilegt er að himinn og haf getur skilið á milli fjölda þeirra sem eru á launaskrá og raunverulega vinna.
Fyrir tæpum 40 árum voru laganemar á ferð, sumir nokkrir orðnir vel sætkenndir af göróttum drykk sem var í boði. Komið var við á velþekktum vinnustað sem í dag er vart nema svipur hjá sjón vegna breyttra aðstæðna. Einn laganema spurði forsvarsmann fyrirtækisins hversu margir ynnu hjá fyrirtækinu. Svarið hljóðaði upp á að svo og svo margir væru á launaskrá. Sá sem spurði svaraði jafnskjótt: Eg var ekki að spyrja að fjölda þeirra sem væru á lauanskrá heldur hversu margir væru í vinnu hjá fyrirtækinu. Eitthvað var forsvarsmaðurinn bráður og rak alla út með þeim orðum að svona lið væri ekki húsum hæft. Nokkru síðar kom í ljós einhver misferli fjármálalegs eðlis. Laganeminn sem var svo frakkur að vilja fá tölu þeirra sem ynnu er núna virðulegur hæstaréttarlögmaður.
Hjá lögreglunni hafa margir starfað lengi. Ungir lögreglumenn vinna yfirleitt mjög mikið enda áhugasamir að standa sig vel. Með auknu trausti og vaxandi reynslu mega þeir eiga von á starfsframa eins og eðlilegt má telja. Hjá ríkislögreglustjóra hefur þróunin væntanlega verið sú, að meðalaldur yfirmanna hafi verið nokkuð hár. Því er eðlilegt að reynt hafi verið eftir aðstæðum að komast hjá að ráða í stöður yfirmanna þegar menn fara á eftirlaun sérstaklega þegar svigrúm til hagræðingar verður meira. Of margir yfirmenn er yfirleitt ókostur og gerir alla stjórnun flóknari, dýrari og jafnvel allt of seinvirka.
Fréttin sýnir að embætti ríkislögreglustjóra dæmi um að unnt sé að koma að hagræðingu án þess að þjónusta sé skert.
Góðar stundir!
Yfirmönnum fækkað um 40% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.11.2012 | 08:29
Af hverju er aldrei rætt um dollaravandann?
Oft er rætt um vanda evrunnar en aldrei minnst á bandaríska dalinn. Í raun hefur evran lengi haft forskot á dalinn, m.a. vegna þess að fjármálastjórn ríkja Evrópu er traustari á heildina litið þó Suðurlönd hafi verið stýrt af fjármálaskussum sem kallað hafa yfir sig vandann mikla.
Bandaríski dalurinn er í raun mun veikari gjaldmiðill. Ein alvarlegasta meinsemdin er gríðarlegur fjárlagahalli BNA sem er ógnvænlegur sem enginn virðist vilja ræða. Þar virðist allt stefna í ógöngur og engin skynsamleg lausn í augnsýn. Ein meginskýring fjárlagahallans eru gríðarleg útgjöld til hermála en BNA eru mesta hernaðarríki heims, rétt eins og Rómverjar forðum. Hergagnaiðnaður BNA virðist hafa töluvert að segja að halda hagkerfinu gangandi og er það miður enda víða ófriðvænlegt í heiminum, t.d. í Austurlöndum nær. BNA er langstærsti hergagnaframleiðandinn og hefur í dag um 70% af hergagnasölunni í heiminum eða um tvöfalt meira en allir aðrir hergagnasalar aðrir.
Vandi evrunnar er að mestu bundinn við Suðurlönd, þ.e. þau lönd Evrópu sem liggja að Miðjarðarhafinu. Þar hefur kæruleysi í opinberum fjármálum verið landlægt og sennilega einna verst í Grikklandi. Spilling er töluverð í þessum löndum þar sem undanskot frá skatti eru algeng.
Rússar eru dugleg þjóð sem allt of lengi hefur verið stjórnað af valdaglöðum en ekki að sama skapi velgreindum og menntuðum mönnum. Sagt er að margir þeirra hafi verið hrokagikkir sem hafi oft farið illa með völdin, misnotað þau og beitt milljónir mannréttindabrotum, sumum mjög alvarlegum. Líklegt er að þeir hafi ekki haft virkilega góðan stjórnanda frá Gorbasjov og þar áður Alexander II. keisara sem sallaður var niður fyrir um 130 árum. Eftir þann skelfilega atburð var lengi harðstjórn í Rússlandi og er kannski vottur af henni enn. Hef einu sinni til Rússlands komið og fannst mikið til þeirrar heimsóknar koma. Var bæði í Moskvu og eins austur í Kamtsjatka í Síberíu þar sem við félagar í Skógræktarfélagi Íslands nutum einstakrar náttúrufegurðar og athyglisverðar menningar þar eystra. Fólkið einstaklega gott og traust eins og eg minnist landa minna einkum í uppvexti mínum í úthverfum Reykjavíkur fyrir rúmri hálfri öld.
Við íbúar í Evrópu verðum að sýna þolinmæði með evruna. Eyjólfur á eftir að hressast og evran sjálfsagt líka svo framarlega sem Grikkir og aðrir sýni vilja við að feta skynsamlegar leiðir.
Góðar stundir!
Evruvandinn ógn við Rússland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.11.2012 | 09:15
Siðlausir braskarar
Kennitöluflakk er eitt skýrasta dæmi um siðleysi braskara. Þeir reka fyrirtæki með lítillri fyrirhyggju, skuldsetja það með háum lánum, koma eignum undan og koma rekstrinum áfram.
Mér skilst á kunningja mínum sem er lögfræðingur að þegar Geir Hallgrímsson hafi verið ráðamaður Sjálfstæðisflokksins, hafi hann algjörlega lagst þvert á hugmyndir um að menn mættu skipta um nafnnúmer, fyrirrennara kennitalnanna. Því miður var ekki fallist á sjónarmið hans enda ráðandi viðhorf í Sjálfstæðisflokknum að ekki mætti koma í veg fyrir frelsi einstaklingsins!
Geir var afburðagóður lögfræðingur og farsæll sem borgarstjóri. En hann fór út í landsmálin á varhugaverðum tímum þar sem miklar breytingar voru í íslensku samfélagi. Hann var kominn af fólki sem byggði upp fyrirtæki og rekstur þar sem varkárni var í fyrirrúmi. Léttúð og kæruleysi var ekki líkleg til árangurs.
Því miður voru þessi sjónarmið ekki höfð að leiðarljósi. Við þekkjum söguna vel. Siðleysingjann má ekki hindra að koma áformum sínum áfram, að hagnast á kostnað annarra. Kennitöluflakk á að banna. Ef maður sem vill stunda viðskipti, hefur ekki þá þekkingu, reynslu og lagni að ná árangri, þá ætti hann að hafa einungis eitt tækifæri. Ef hann reynist ekki hafa manndóm í sér að reka fyrirtæki, þá getur hann ætíð haft möguleika á að vinna hjá öðrum. Það gerum við sem kærum okkur ekki við eða treystum okkur ekki að reka fyrirtæki.
Siðleysi í viðskiptum á ekki að líða. Heldur ekki þegar stjórnendur almenningsfyrirtækis afhenda það kröfuhöfum eins og gerðist með Atorku. Sennilega eitt furðulegasta mál sinnar tegundar á Íslandi þegar stjórn félagsins lagði til að allt hlutaféð yrði gert að engu!!! Sennilega algjörlega löglegur þjófnaður en siðlaus með öllu!
Sjórnmálamenn sem og athafnamenn af öllu tagi mættu setja sér siðareglur til að fara eftir. Ætli þær séu ekki mikilvægari en innihaldslaus slagorð um frelsi einstaklingsins þar sem í raun er átt við fresli til blekkinga, svika, undirferla og afbrota þar sem þjófnaður og eignaundanskot koma við sögu?
Góðar stundir en án siðleysis!
Töpuðu 274 milljörðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.11.2012 | 07:31
Viðskiptatengsl Guðlaugs Þórs
Guðlaugur Þór Þórðarson hefur verið nefndur styrkjakóngurinn. Tilefnið er að í undanfara prófkjöra í Sjálfstæðisflokknum hafi Guðlaug Þór verið iðinn við að afla sér mjög hárra styrkja að tugum milljóna.
Þegar GÞÞ var stjórnarformaður í Orkuveitu Reykjavíkur fékk hann ýmsa aðila til að greiða stórfé í kosningasjóð sinn. Má t.d. nefna almenningsfyrirtækið Atorku en það átti Jarðboranir um tíma. Fjármálatengsl Guðlaugs þarf að skoða gaumgæfilega. Spurning hver tengsl hans við Hannes Smárason ofurbraskara voru en um tíma var HS forstjóri Flugleiða sem tengist Geysir Green Energy sem sennilega var eins og hvert annað pro forma fyrirtæki til að soga til sín eignir.
Er Guðlaugur með tengsl við kanadíska braskarann sem náði að kaupa stóran hlut í Orkuveitu Suðurnesja? Sá braskari greiddi fyrir hlutinn með gríðarlega háu skuldabréfi til Orkuveitu Reykjavíkur með aðeins 1,5% vöxtum! Naut Guðlaugur einhverrar þóknunar? Þess má geta að fyrir nokkru vildi OR selja þetta skuldabréf til að grynnka e-ð á skuldunum.
Ferill Guðlaugs Þórs Þórðarsonar hefur verið vægast sagt skrautlegur að ekki sé meira sagt og dýpra tekið í árina. Hann virðist tengjast mjög hrunmönnum enda kemur nafn hans víða við sögu.
Kannski að Guðlaug Þór Þórðarson sé ein versta óheillakráka íslenskra stjórnmálamanna. Þetta vill fyrrum forstjóri Fjármálaeftirlitisins, Gunnar Andersen, láta rannsaka. Af hverju má ekki leggja öll spilin á borðið?
Nýjasti þátturinn í leikriti Gunnars | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.11.2012 | 22:53
Treystir sér enginn?
Nú er liðinn meira en hálfur sólarhringur frá því frétt þessi var sett í loftið. Treystir enginn bloggari að tjá sig um málið?
Um er að ræða umfangsmikið sakamál þar sem langur afbrotaferill ákærða og ótrúlegt ofbeldi kemur við sögu. Ef til vill er skiljanlegt að friðsamir Íslendingar vilji forðast að tjá sig um þessa umdeildu menn með vafasama fortíð. Kaqnnski rétt sé að heiðra skálkinn svo hann skaði ekki meira en orðið er.
Hins vegar þá verðum við að vona að við búum í réttarríki þar sem réttindi allra borgara eru virt. Sjálfur leyfi eg mér að hafa vissar efasemdir um slíkt. Þar hafa þeir sem sýna af sér einbeittan brotavilja hvort sem er að hafa fé eða æru af fólki eða sýna líkamlegu eða andlegu ofbeldi oft hafa meir rétt en þeir sem þurfa að sæta því að vera í réttarstöðu þeirra kúguðu og niðurlægðu. Ofbeldismennirnir njóta meira að segja betri réttar en t.d. gamla fólkið sem oft býr við þröngan kost á efri árum.
Mosi
Lenti í átökum við sakborning | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.11.2012 | 08:35
Hernaður sem kosningabrella
Hernaðarhyggjan er allsráðandi þarna og þegar kosningar eru framundan er jafnvel 1350 árásir ekkert mál ef tryggja má fleiri atkvæði.
Því miður vilja allt of margir sterkan leiðtoga og í Ísrael er engin undantekning. Mikill fjöldi innflytjenda koma frá Austur Evrópu sem þekkja lítt til lýræðis. Þeir ólust upp við kommúnisma þar sem valinn var aðeins einn leiðtogi. Og þennan leiðtoga hafa þessir kjósendur í forystusauðum Liquid bandalagsins, eins afturhaldsamasta stjórnamálaflokks heims.
Ríkisstjórnin í Ísrael kveður stjórn Írans standa á bak við flugskeytaárásir Hamas skæruliða. Spurning hvort Ísraelar ættu ekki að taka upp nýja og ódýrari stefnu: Brauð fyrir frið? Með því að leysa rætur vandans sem er auðvitað ágeng yfirráðastefna þá mætti bjóða Palestínumönnum betri og ásættanlegri lausn með því að leysa þessi deilumál með friðsamlegum hætti sem væri báðum aðilum til sóma og framdráttar. En það vilja ekki allir stjórnmálamenn í Ísrael heyra. Þeir vilja láta byssurnar tala fremur en friðarviljann. Sérstaklega þegar kosningar eru í nánd.
Vonandi um betri stundir fyrir botni Miðjarðarhafsins.
Ræða vopnahlé | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.11.2012 | 22:40
Valgerður hefur staðið sig með prýði
Eg hefi lengi fylgst með hinum ýmsum þingmönnum. Mér finnst Valgerður Bjarnadóttir ætíð hafa staðið sig með prýði. Sem systir Björns Bjarnasonar þá hefir hún sýnt að hún er sjálfstæð með eigin skoðanir og eiginn vilja sem er mjög mikilvægt í nútímasamfélagi. Eg met Valgerði mikils og vænti þess að hún eigi margt gott eftir sig að hafa góð áhrif á samfélagið í nánustu samtíð.
Með bestu kveðjum og óskum um að við getum gert landið okkar betra. Kannski með aukinni skógrækt?
Sátt við niðurstöðuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.11.2012 | 22:25
Öryggisráðið?
Þegar ógn steðjar að er Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kallað saman til skrafs og ráðagerða. Þar eru átakamál rædd fram og aftur en sjaldnast er koist að neinni skynsamlegri niðurstöðu þar sem eitt mótatkvæði gegn framkominni tillögu stoppar allt!
Í raun þarf að taka fram fyrir hendurnar á þeim sem framleiða og selja vopn hverju nafni sem þau kunnast að nefna. Vopn hvort sem eru þau fullkomnustu sem Ísraelar eða þau frumstæðustu sem Hamars skæruliðar hafa undir höndum þarf að syngja hið snarasta í bann! Að öðru leyti verður aldrei friður fyrir botni Miðjarðarhafsins en þar er ein eldfimnadta púðurtunna heims!
Hergagnaframleiðundur hafa gríðarlega hagsmuni að þarna hefist gríðarleg átök með tlheyrandi mannfalli. Til þess þarf að koma í veg fyrir með öllum ráðum!
Tugir hafa látist á Gazaströndinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.11.2012 | 22:08
Oddný er verðugur forystumaður
Jafnframt því að óska Oddnýu til lukku og velfarnaðar í vandasömu verkefni þá verður ekki unnt að segja sama um þann sem sóttist eftir sama sæti: Því miður hefur Björgvin ekki meðtekið að hans vitjunartími er fyrir löngu upprunninn. Hann var ráðherra hrunsstjórnarinnar og gerði akkúrat ekkert til að afstýra hruninu þó svo hann hafði möguleika til þess. Hann var jafnvel slíkur hugleysingi að hann treysti sér ekki að boða undirmann sinn Davíð Oddsson í viðtal til að fá upplýsingar um stöðu mála úr innsta hring þeirra hvað þeir höfðu um málið að segja í Sjálfstæðisflokknum?
Er hægt að treysta svona hugleysingja?
Svona kallar ættu að sjá sóma sinn og láta sig hverfa fyrir löngu af sviði stjórnmálanna!
Góðar stundir!
Þetta var varnarbarátta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar