Af hverju er aldrei rætt um dollaravandann?

Oft er rætt um vanda evrunnar en aldrei minnst á bandaríska dalinn. Í raun hefur evran lengi haft forskot á dalinn, m.a. vegna þess að fjármálastjórn ríkja Evrópu er traustari á heildina litið þó Suðurlönd hafi verið stýrt af fjármálaskussum sem kallað hafa yfir sig vandann mikla.

Bandaríski dalurinn er í raun mun veikari gjaldmiðill. Ein alvarlegasta meinsemdin er gríðarlegur fjárlagahalli BNA sem er ógnvænlegur sem enginn virðist vilja ræða. Þar virðist allt stefna í ógöngur og engin skynsamleg lausn í augnsýn. Ein meginskýring fjárlagahallans eru gríðarleg útgjöld til hermála en BNA eru mesta hernaðarríki heims, rétt eins og Rómverjar forðum. Hergagnaiðnaður BNA virðist hafa töluvert að segja að halda hagkerfinu gangandi og er það miður enda víða ófriðvænlegt í heiminum, t.d. í Austurlöndum nær. BNA er langstærsti hergagnaframleiðandinn og hefur í dag um 70% af hergagnasölunni í heiminum eða um tvöfalt meira en allir aðrir hergagnasalar aðrir.

Vandi evrunnar er að mestu bundinn við Suðurlönd, þ.e. þau lönd Evrópu sem liggja að Miðjarðarhafinu. Þar hefur kæruleysi í opinberum fjármálum verið landlægt og sennilega einna verst í Grikklandi. Spilling er töluverð í þessum löndum þar sem undanskot frá skatti eru algeng.

Rússar eru dugleg þjóð sem allt of lengi hefur verið stjórnað af valdaglöðum en ekki að sama skapi velgreindum og menntuðum mönnum. Sagt er að margir þeirra hafi verið hrokagikkir sem hafi oft farið illa með völdin, misnotað þau og beitt milljónir mannréttindabrotum, sumum mjög alvarlegum. Líklegt er að þeir hafi ekki haft virkilega góðan stjórnanda frá Gorbasjov og þar áður Alexander II. keisara sem sallaður var niður fyrir um 130 árum. Eftir þann skelfilega atburð var lengi harðstjórn í Rússlandi og er kannski vottur af henni enn. Hef einu sinni til Rússlands komið og fannst mikið til þeirrar heimsóknar koma. Var bæði í Moskvu og eins austur í Kamtsjatka í Síberíu þar sem við félagar í Skógræktarfélagi Íslands nutum einstakrar náttúrufegurðar og athyglisverðar menningar þar eystra. Fólkið einstaklega gott og traust eins og eg minnist landa minna einkum í uppvexti mínum í úthverfum Reykjavíkur fyrir rúmri hálfri öld.

Við íbúar í Evrópu verðum að sýna þolinmæði með evruna. Eyjólfur á eftir að hressast og evran sjálfsagt líka svo framarlega sem Grikkir og aðrir sýni vilja við að feta skynsamlegar leiðir.

Góðar stundir!


mbl.is Evruvandinn ógn við Rússland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Trúlegasta skýringin er sú að hann er ekki til staðar. Ríkisfjármál Bandaríkjanna eru vissulega á margan hátt í verra standi en ríkisfjármál margra Evrópuríkja en það ástand veldur ekki samskonar krísu og hættu á ríkisgreiðslurþoti og í Evrópu. Það er fyrirkomulag myntbandalagsins sem magnar upp vandann í Evrópu.

Það er evruvandinn!

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 27.11.2012 kl. 09:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 242918

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband