Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2012
31.1.2012 | 10:23
Skyldi einhver hafa gaman af svona fíflaskap?
Við Íslendingar erum lánsamir að hér er unnt að telja á fingrum annarrar handar uppákomur þar ofbeldi og átök koma að einhverju leyti við sögu:
1. Hvíta stríðið vegna rússnesks drengs sem talinn væri haldinn alvarlegum sjúkdómi. Hann var sóttur af yfirvöldum á heimili Ólafs Friðrikssonar ritstjóra.
2. Gúttóslagurinn 7.nóv.1932 þegar meirihluti bæjarstjórnar í Reykjavík hugðist lækka tímakaupið í atvinnubótavinnunni. Fundurinn var haldinn í Góðtemplarahúsinu við Vonarstræti þar sem nú eru bílastæði þingmanna sunnan þinghússins. Á þessum degi var Ísland á barmi borgarastyrjaldar en var sennilega afstýrt vegna skyldurækni kennara: Brynjólfur Bjarnason var hugmyndafræðingur þeirra sem yst voru til vinstri en fór af vettvangi til að kenna í Menntaskólanum. Nemendur hans kváðu síðar að þetta hefði verið einna styssta kennslustund í sögu MR því Brynjólfur fór strax til baka og hugðist að öllum líkindum leiða byltinguna. En þá voru flestir farnir endu hugsuðu flestir: fyrst Brynjólfur er farinn þá frestum við byltingunni. Björn Þorsteinsson söguprófessor sagði síðar að byltingunni hefði yfirleitt alltaf verið frestað, - vegna veðurs!
3. Austurvallarslagurinn 30.mars 1949 vegna inngöngu í NATO. Þessi innganga var undirbúin með mikillri leynd af þáverandi stjórnvöldum og kom á óvart hversu allt samfélagið fór í baklás og mjög alvaræleg átök urðu af. Nú er verkefni hjá sögumönnum: Hvað fór úrskeiðis og hefði mátt með betri undirbúningi koma þessu máli í annan friðsamari farveg?
4. Mótmæli á Lækjartorgi 1973 vegna áreksturs breskrar freigátu á íslenskt varðskip sem augljóslega var ákveðinn af ásetningi. Stór hópur manna hélt að breska sendiráðinu í nyrðri Sturluhöllinni við Laufásveg og braut nánast hverja einustu rúðu í húsinu. Þetta var okkur til mikils vansa og maður sem staddur var í húsinu var í lífshættu en skreið undir borð meðan grjótkastið stóð yfir.
5. Mótmæli síðustu ára vegna bankahrunsins voru að mörgu leyti eðlilegt framhald og viðbrögð vegna þess að þáverandi ríkisstjórn undir forsæti Geirs Haarde aðhafðist EKKERT til að afstýra hruninu. Ríkisstofnanir brugðust eftirlitshlutverki sínu.
Þessi uppákoma við Stjórnarráðið nú í morgunsárið kemur okkur til að huga betur að öryggi við Stjórnarráðið. Fyrrum var girðing kringum húsið og spurning hvort ekki verði að koma slíku mannvirki upp þó það kann e.t.v. að vera til lýta. En við verðum að huga betur að öryggi ráðamanna meðan einhverjir vitleysingar ganga lausir.
Ofbeldi hvort sem það er augljóst eða falið er engum málstað að gagni!
Góðar stundir!
Mikill viðbúnaður vegna sprengjuleifa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
31.1.2012 | 09:53
Ótrúleg bíræfni
Augljóst er að sumir samborgarar eru ekkert á því að þeir beri ábyrgð þegar óhapp verður undir svona tilfellum. Lögreglan gerir hárrétt og vonandi verður þetta öðrum bíræfnum til alvarlegrar aðvörunar.
Fjórhjól eiga að vera skráð og tryggð sem önnur vélknúin farartæki. Af þeim getur stafað hætta bæði vegna handvammar og mistaka. Einnig gæti komið upp einhvers konar bilun þannig að aksturseiginleikar verði aðrir en ætlast er til.
Því miður líta margir á fjórhjól og önnur vélknúin farartæki sem eins og hver önnur skemmtitæki.
Barnið hjálmlaust á fjórhjóli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.1.2012 | 11:11
Má treysta því að forseti fari?
Ólafur Ragnar á endilega að þiggja boð Al Gore að fara til Suðurskautsins sem virðist verða stöðugt vinsælla með hverri vikunni sem líður. Fyrir nokkru fréttist af að fyrrum bankaræningjar frá Íslandi hefðu verið þar sem og einhverjir útrásarvargar þannig að vinsældir Suðurskautsins fara sívaxandi.
Við sem viljum gjarnan sjá forseta sem grípur ekki stöðugt fram fyrir hendurnar á framkvæmdavaldinu og löggjafarvaldinu ættum að fagna ferð forseta. Og munum sennilega ekki sakna hans tilfinnanlega á meðan hann er fjarri, rétt eins og Marínó Hafstein fyrrum sýslumaður í Strandasýslu sem var mjög ánægður þegar Klemens Jónsson landritari var 3 eða 4 mánuði fjarri í Stjórnarráðinu á sínum tíma.
En auðvitað óskum við Ólafi góðrar ferðar og vonum að hún muni koma til með að verða eins ódýr og hagkvæm enda veitir ekki af að halda vel um öll óþarfa útgjöld enda mun málatilbúnaðurinn vegna Icesave kosta offjár.
Annars mætti benda þeim Al Gore og Ólafi Ragnari á að unnt er að fara um jökulbreiður á Íslandi á hagkvæmari hátt en alla leið á Suðurskautið og spara þar með offjár á kostnað skattborgara. Það þarf ekki að auka ferðaálag á Suðurskautið til að vekja athygli á góðum málstað.
Ólafur Ragnar og Al Gore til Suðurskautslandsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.1.2012 | 09:42
Var brask að baki?
Í fréttum kemur fram að þessi gamli togari var seldur til norsks útgerðarfyrirtækis í þeim tilgangi að færa kvóta milli skipa. Þetta hefur þurft að gerast hratt og þá hafa væntanlega hlutaðeigandi aðilar haft hraðar hendur.
Skipið virðist hafa fengið haffærisskírteini til bráðabirgða en sennilega hefur verið framin vægast sagt flaustursleg skoðun á ástandi og búnaði skipsins. Svo virðist að annaðhvort var dælubúnaði áfatt eða ekki nógu margir í áhöfn til að geta haft dælurnar ganga og vinna við það sem þeim er ætlað.
Í annan stað virðist öryggisbúnaði verið áfátt. Þannig virðist eins og aðeins einn nothæfur flotbúningur hafi verið til reiðu.
Ákvörðunin að koma skipinu úr landi hefur auk þess verið væntanlega sparnaður vegna bryggjugjalda fram á vor spilað inn í. Bryggjugjöld eru nefnilega ekki gefin enda mikið öryggi og nokkur þjónusta sem þar er veitt í té. Líklega hefði mátt spara þau á annan hátt, t.d. leggja skipinu við legufæri (stjóra) á skjólsælum stað uns það hefði verið siglt eða dregið af öðru skipi fullbúnu yfir úthafið til hinsta áfangastaðar.
Oft hafa mannslíf tapast vegna gróðabralls. Allt of oft hafa verið teknar ákvarðanir þar sem mannslífum er stefnt í óþarfa lífshættu. Svo bendir til að þessu sinni.
Sjópróf munu væntanlega leiða þetta í ljós. Undarlegt er að þau fari ekki fram í Noregi þar sem skipið sökk við Noregsstrendur. Þar hefði að öllum líkindum verið gengið harðar að fá á hreint hvaða ástæður voru fyrir því að senda skipið vanbúnu yfir hafið á varhugaverðasta tíma ársins.
Mosi
Bíða gagna frá björgunaraðilum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.1.2012 | 09:46
Greiðar upplýsingar í Geirsmáli
Kl.9.22 er þessi frétt komin á vefútgáfu Morgunblaðsins. Það teljast skjót viðbrögð.
Í alla nótt og allan morgun eru þúsundir Íslendinga á leiðinni ýmist í vinnu eða annarra starfa og komast vart leiðar sinnar. Farþegar um Leifsstöð komast hvorki lönd né leið klukkustundum saman. Fjölmörgum skólum á landsbyggðinni eru óstarfhæfir vegna veðurs og ófærðar. Enn er ekki ljóst hvernig færð er og hvernig fólki tekst að komast á milli. En á meðan getum við fylgst strax með nýjustu upplýsingum sem tengjast landsdómsmáli Geirs Haarde.
Þetta eru einkennilegar áherslur. Einnig er að ýmsu leyti furðulegt að vefútgáfan Visir.is greinir nú frá því að Baldur Guðlaugsson, Kjartan Gunnarsson og Ármann Þorvaldsson, fyrrum forstjóri Kaupþing Singer&Friedlander, skráðu sig fyrir hlutafjáraukningu í BF-útgáfu um miðjan september síðastliðinn. Sú útgáfa er í eigu Aldar ehf., félags í eigu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, en hann var áður eini eigandi útgáfunnar.
Nánar um þetta er á slóðinni: http://www.visir.is/baldur,-armann-og-kjartan-nyir-eigendur-/article/2012120129195
Augljóst er að Hádegismóarnir fylgjast betur með sínum mönnum en því sem meira skiptir fyrir þjóðina. Sleppa öðru sem ekki er þeim jafn hagstætt eins og viðkvæmum upplýsingum sem tengjast umdeildum mönnum við Sjálfstæðisflokkinn. Í hugum flestra er mál Geirs þannig farið, að sennilega verði það best í höndum Landsdóms. Í Fréttablaðinu í dag er t.d. mjög velrituð grein eftir Arnbjörgu Sigurðardóttur héraðsdómslögmann: Um áhyggjur af mannréttindum Geirs H. Haarde. Skyldi ekki vera meiri þekking á mannréttindum og stjórnskipunarrétti meðal dómenda í Landsdómi en víðast hvar annars staðar? Ef ákæran verður dregin til baka þá verður Geir og Sjálfstæðisflokknum sjálfsagt endalaust núið um nasir um undirferli og pukur gagnvart þjóðinni. Ef Landsdómur fær frið fyrir hamagangi Bjarna Ben. og fleiri vina og vandamanna Geirs þá verður hann annað hvort dæmdur sekur eða sýknaður að bestu manna yfirsýn. Þessi uppákoma virðist öll því marki brennd að Sjálfstæðisflokkurinn kappkosti með öllum ráðum og dáðum að koma í veg fyrir að Landsdómur dæmi í þessu vægast sagt einkennilega máli.
Áherslur fjölmiðla eru eðlilega mismunandi. En Hádegismóastefnan á sér fáa formælendur.
Með þeirri frómu ósk að Bjarni sjái sóma sinn í að draga þingsályktun sína til baka. Hún er mjög vanhugsuð enda ekki í samræmi við sjónarmið Bjarna í máli 9 menninganna. Þar fer hann í gróft manngreiningarálit og honum til mikils vansa.
Þá er óskandi að þeir þúsundir landar okkar nái í áfangastað heilir á höldu gegnum miskunnarlausan veðurofsa og ófærð.
Vinsamlegast og góðar stundir!
Mosi
Þingið getur afturkallað ákæruna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
25.1.2012 | 20:28
Ýmsar spurningar vakna
1. Hvaða ástæður eru fyrir því að sigla tiltölulega litlu skipi um úthaf milli landa á versta tíma ársins þegar von er á verstu veðrum? Oft eru skip sem eru á leið í brotajárn dregin af öðru skipi sem eru vel útbúin.
2. Skip sem er á leið í hinstu för á leið í brotajárn er væntanlega ekki vel útbúið. Spurning er hvort það hafi haft fullgild haffærisskírteini. Hvenær var haffærisskírteinið gefið út og voru einhver skilyrði sett?
3. Er möguleiki að eigandi skipsins fái meira fyrir skipið í formi tryggingabóta en það sem brotajárnssalinn var tilbúinn að greiða fyrir skipið?
Ef einhverri þessara þriggja spurninga er svarað jákvætt er fyllsta ástæða til að gruna skipseigandann um að hann hafi ekki góða samvisku.
Hallgrímur SI fórst | |
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana. |
25.1.2012 | 13:12
Verra var það á árum „kalda stríðsins“
Brennimerking var viðhöfð víða í Evrópu með sama tilgangi og sakavottorð. Þeir sem höfðu brotið lögin voru oft dæmdir til refsingar og brennimerkingar öðrum illum skálkum til strangrar aðvörunar eins og segir í einum dómi frá því rétt fyrir miðja 18. öld.
Á dögum kalda stríðsins voru allir þeir sem þáverandi yfirvöldum stóð stuggur af, stimplaðir kommúnistar og þar með álitnir vera hinir verstu þrjótar. Dæmi um slíkt voru rithöfundar sem þorðu að gagnrýna þessi sömu yfirvöld sem óspör voru á refsivöndinn. Eitt ráðið var rógurinn. Annað að svipta viðkomandi ýmsum hlunnindum eins og skáldastyrkjum. Og ef vel bar í veiði, þá voru menn sviptir mannréttindum ýmsum eins og kosningarétti og sundum frelsi og stungið í steininn. Þannig mátti góðkunningi Morgunblaðsins, Magnús Kjartansson ritstjóri Þjóðviljans oft sæta slíkri meðferð.
Í dag hefur Jóhanna forsætisráðherra verið að halda utan um veikan meirihluta og sem hún kallar að smala köttum. Sennilega er lýðræði og að hafa eigin skoðun meiri innan stjórnarflokkanna en í Sjálfstæðisflokknum. Í þeim flokki hefur oft verið aðeins ein skoðun, einn vilji, einn foringi.
Mér finnst Styrmir skjóta dáldið framhjá markinu að þessu sinni. Það verður að líta á söguna, aðdraganda þess ástands sem nú er og hvaða aðstæður það eru sem nú eru í samfélaginu. Engin ríkisstjórn í sögu lýðveldisins hefur setið uppi með aðra eins óreiðu, fjármálaóstjórn og spillingu eftir einkavæðingu Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins.
Sjálfur get eg ekki annað en dáðst að þessari konu, Jóhönnu Sigurðardóttur sem ásamt Steingrími J. hafa vaðið áfram í moldviðri sem núverandi stjórnarandstaða hefur þeytt upp, kannski situr forysta stjórnarandstöðunnar einna fastast fyrir á Bessastöðum. Enda eru tengsl allra þessara aðila við hrunfólkið mjög mikil og virðist ekki sjá að neitt skilji þá að.
Styrmir: Þingmenn brennimerktir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.1.2012 | 12:49
Hrunmaður ver annan hrunmann
Karl Axelsson var í stjórn Atorku sem var almenningshlutafélag. Stór hluthafi var auk þess lífeyrissjóðir sem áttu mann í 5 manna stjórn. Undir lokin voru skuldir umtalsvert meiri en eignir sem voru nánast strikaðar út. Má t.d. nefna að fyrirtækið Promens sem var aðaleign Atorku lýst einskis virði undir árslok 2008. Ári seinna var það talið vera tæpra 12 milljarða virði!
Karl afhenti ásamt öðrum í stjórn Atorku kröfuhöfum fyrirtækið í formi nauðasamnings. Með því var aðgangur almennra hluthafa í gegnum þrotabú Atorku lokað gjörsamlega.
Mjög athyglisvert er að í stjórn Atorku voru tveir hæstaréttarlögmenn. Þeim hefur væntanlega verið fullkomlega ljóst að sitthvað við ákvarðanir stjórnar félagsins í aðdraganda hrunsins var á veikum grunni. Þannig var ákveðið að selja Geysi Green Energy fyrirtækið Jarðboranir sem ætíð hefur verið mjög vel rekið fyrirtæki. Yfirleitt er venja að bera slíkar mikilsverðar ákvarðanir undir hluthafafund.
Þess má geta að einn af stjórnarmönnum Atorku, Örn Andrésson, seldi öll sín hlutabréf í Atorku nákvæmlega sömu daga og Baldur Guðlaugsson seldi sín hlutabréf í Landsbankanum (17. og 18.sept.2008). Sennilegt er að þau viðskipti hafi dregið þann dilk á eftir sér að fleiri vildu selja en gengi í Atorku fór í 11.4 þegar REI málið kom upp en fór niður í nánast ekkert neitt undir árslok 2008 þegar ákveðið var að draga Atorku út úr Kauphöllinni.
Innherjaviðskipti hafa ekki farið hátt en reikna má með að Sérstakur saksóknari muni skoða þessi mál betur þegar þræðir viðskiptalífsins koma betur í ljós.
Það kæmi mér ekki á óvart að Karl verði kominn í svipaða stöðu og sá sem hann er að verja fyrir dómi áður en langt um líður.
Ekki vil eg að nokkur saklaus maður sé látinn sæta refsingu. Hinu er ekki að leyna að markaðurinn féll m.a. eftir að innherjar notfæri sér upplýsingar sem enginn annar venjulegur maður getur haft aðgang að. Enda byggist vörn Karls fyrst og fremst á því hálmstrái að unnt sé að krefjast frávísunar vegna formgalla. En sökin liggur augljóslega fyrir. Þar verður fátt um varnir.
Það mun taka töluverðan tíma að grafast fyrir um alla vitleysuna á bak við hruninu. Þar glataðist gríðarlegt fé í formi sparnaðar einkum eldra fólks sem og lífeyrissjóða sem treystu á að fjárfestingar væru í lagi og þær gætu orðið til góðs en ekki ills.
Málinu beri að vísa frá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.1.2012 | 11:53
Fær fólk frí til að fara út að labba?
Einkennilegt er að fólk fái frí til þess að fara í þessar svitastöðvar. Eg hefi aldrei skilið það hvers vegna þessar svonefndu heilsuræktarstöðvar, ganga eða hlaupa á færibandi, lyfta einhverju lóðadóti svo dæmi sé nefnt.
Sama gagn og jafnvel hollara er að fara út og ganga. Þórbergur Þórðarson er sennilega einn frægasti labbari Reykjavíkur allra tíma. Í samtalsbók Matthíasar Jóhannsen við Þórberg, Í kompaníi við allífið segir Þórbergur frá heilsubótargöngum sínum. Sjálfur man eg eftir Þórbergi í Hljómskálagarðinum kringum 1970 þegar eg starfaði þar sumarlangt í Garðyrkjudeild Reykjavíkurborgar. Á nákvæmlega sama tíma birtist Þórbergur og studdist við staf sinn. Öðru hvoru stoppaði hann og tók upp vasaúrið því greinilegt var að hann vildi halda áætlun á ferðum sínum um bæinn. Venjulega gekk hann 2 klukkutíma og jafnvel lengur.
Mættu aðrir taka sér Þórberg sér til fyrirmyndar. Og kosturinn er augljós: Kostar ekkert nema nýja skósóla öðru hvoru og engin svitalykt af næsta manni.
Eg hvet sem flesta vinnustaði að gefa fólki frí öðru hvoru til að labba. Það mætti ganga saman um bæinn,hafa með sér sögufróðan mann og t.d. lesa hús í leiðinni.
En sleppum svitalyktaslömmunum. Það er unnt að byggja upp góða heilsu án þeirra!
Góðar stundir!
Sumir fá frí til að fara í ræktina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.1.2012 | 09:49
Landlæknir grípi til neyðarréttar
Ljóst er að töluvert er um vitaóþarfa aðgerðir. Brjóstastækkanir ungra kvenna á þannig að vera gjörsamlega óþarfar. Brjóstin stækka þegar náttúran segir til sín þegar tíminn er upprunninn. Öðru máli er í þeim tilfellum þar sem krabbamein hafa valdið konum þjáningum og böli.
Hversu margar aðgerðir skyldu vera þarflausar?
Í dag standa málin þannig, að umsvifamesti læknirinn í brjóstastækkunum sem er jafnframt innflytjandi iðnaðarsilikons sem hefur verið notað í brjóstastækkanir er kominn í veikindafrí. Á meðan bíða hundruðir kvenna í fullkominni óvissu um stöðu mála. Landlækni ber að nálgast þau gögn nú þegar sem umræddur læknir hefur undir höndum enda er um mjög þýðingarmiklar upplýsingar um aðgerðir sem þessar konur gengust undir. Hér getur verið um líf að tefla enda er óvissan það versta sem einstaklingurinn lendir í.
Spurning er hvort þessi gögn séu háð eignarrétti viðkomandi læknis eða þeirra kvenna sem hann framkvæmdi aðgerðir á? Í öllu falli á landlæknir að grípa til neyðarréttar og fá afhent nú þegar þau gögn og upplýsingar sem varða skjólstæðinga þessa læknis enda er hann virðist vera í löngu veikindafríi.
Einnig er ljóst, að einkarekin þjónusta skrapar saman tímabundnum gróða en samfélagið ber skaða af þegar mistök verða.
Mér finnst mjög einkennilegt, að sá stjórnmálaflokkur sem lengst af var stærstur og umsvifamestur í samfélaginu, lætur þetta mál ekki ganga fyrir flestum öðrum. Hann beitti sér lengi í þágu frelsis og þjóðfélasgslegs öryggis. Kannski það séu orðin tóm. En afglöp eins manns eru flokknum mikilvægari en hagsmunir almennings. Ef til vill er þetta mál honum erfitt.
Hvað skyldi styrkjakóngurinn Guðlaugur Þór, fyrrum heilbrigðisráðherra segja um þessi mál? Hann hefur tjáð sig fjálglega um flest mál önnur en þau sem varða heilbrigði og öryggi allra þegnanna.
Þegar um heilbrigði og öryggi landsmanna er að ræða þá ber að krefjast þess að viðkomandi læknir afhendi landlækni öll gögn sem varða sjúklinga hans. Ef ekki, þá ber landlækni hiklaust að beita neyðarrétti til að tryggja varðveislu og aðgengni þessara gagna.
550 brjóstaaðgerðir á ári | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar