Skyldi einhver hafa gaman af svona fíflaskap?

Við Íslendingar erum lánsamir að hér er unnt að telja á fingrum annarrar handar uppákomur þar ofbeldi og átök koma að einhverju leyti við sögu:

1. Hvíta stríðið vegna rússnesks drengs sem talinn væri haldinn alvarlegum sjúkdómi. Hann var sóttur af yfirvöldum á heimili Ólafs Friðrikssonar ritstjóra.

2. Gúttóslagurinn 7.nóv.1932 þegar meirihluti bæjarstjórnar í Reykjavík hugðist lækka tímakaupið í atvinnubótavinnunni. Fundurinn var haldinn í Góðtemplarahúsinu við Vonarstræti þar sem nú eru bílastæði þingmanna sunnan þinghússins. Á þessum degi var Ísland á barmi borgarastyrjaldar en var sennilega afstýrt vegna skyldurækni kennara: Brynjólfur Bjarnason var hugmyndafræðingur þeirra sem yst voru til vinstri en fór af vettvangi til að kenna í Menntaskólanum. Nemendur hans kváðu síðar að þetta hefði verið einna styssta kennslustund í sögu MR því Brynjólfur fór strax til baka og hugðist að öllum líkindum leiða byltinguna. En þá voru flestir farnir endu hugsuðu flestir: fyrst Brynjólfur er farinn þá frestum við byltingunni. Björn Þorsteinsson söguprófessor sagði síðar að byltingunni hefði yfirleitt alltaf verið frestað, - vegna veðurs!

3. Austurvallarslagurinn 30.mars 1949 vegna inngöngu í NATO. Þessi innganga var undirbúin með mikillri leynd af þáverandi stjórnvöldum og kom á óvart hversu allt samfélagið fór í baklás og mjög alvaræleg átök urðu af. Nú er verkefni hjá sögumönnum: Hvað fór úrskeiðis og hefði mátt með betri undirbúningi koma þessu máli í annan friðsamari farveg?

4. Mótmæli á Lækjartorgi 1973 vegna áreksturs breskrar freigátu á íslenskt varðskip sem augljóslega var ákveðinn af ásetningi. Stór hópur manna hélt að breska sendiráðinu í nyrðri Sturluhöllinni við Laufásveg og braut nánast hverja einustu rúðu í húsinu. Þetta var okkur til mikils vansa og maður sem staddur var í húsinu var í lífshættu en skreið undir borð meðan grjótkastið stóð yfir.

5. Mótmæli síðustu ára vegna bankahrunsins voru að mörgu leyti eðlilegt framhald og viðbrögð vegna þess að þáverandi ríkisstjórn undir forsæti Geirs Haarde aðhafðist EKKERT til að afstýra hruninu. Ríkisstofnanir brugðust eftirlitshlutverki sínu.

Þessi uppákoma við Stjórnarráðið nú í morgunsárið kemur okkur til að huga betur að öryggi við Stjórnarráðið. Fyrrum var girðing kringum húsið og spurning hvort ekki verði að koma slíku mannvirki upp þó það kann e.t.v. að vera til lýta. En við verðum að huga betur að öryggi ráðamanna meðan einhverjir vitleysingar ganga lausir.

Ofbeldi hvort sem það er augljóst eða falið er engum málstað að gagni!

Góðar stundir!


mbl.is Mikill viðbúnaður vegna sprengjuleifa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Skyldi einhver hafa gaman af svona fíflaskap? spyr bloggari. Svarið er já, löggan og sprengjuliðið hjá Gæslunni.

corvus corax, 31.1.2012 kl. 11:44

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þú álítur semsagt einn þessara atburða "eðlilegt framhald og viðbrögð", en hina ekki?

Guðmundur Ásgeirsson, 31.1.2012 kl. 13:23

3 Smámynd: Óskar

Þetta er eitthvað hægra öfgafíflið sem vill verða hinn Islenski Breivik.  Það þarf að fara að fylgjast með því hvað fer fram i Valhöll á síðkvöldum.

Óskar, 31.1.2012 kl. 15:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband