Ýmsar spurningar vakna

1. Hvaða ástæður eru fyrir því að sigla tiltölulega litlu skipi um úthaf milli landa á versta tíma ársins þegar von er á verstu veðrum? Oft eru skip sem eru á leið í brotajárn dregin af öðru skipi sem eru vel útbúin.

2. Skip sem er á leið í hinstu för á leið í brotajárn er væntanlega ekki vel útbúið. Spurning er hvort það hafi haft fullgild haffærisskírteini. Hvenær var haffærisskírteinið gefið út og voru einhver skilyrði sett?

3. Er möguleiki að eigandi skipsins fái meira fyrir skipið í formi tryggingabóta en það sem brotajárnssalinn var tilbúinn að greiða fyrir skipið?

Ef einhverri þessara þriggja spurninga er svarað jákvætt er fyllsta ástæða til að gruna skipseigandann um að hann hafi ekki góða samvisku.


mbl.is Hallgrímur SI fórst
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Umrenningur

Ég held að rétt sé að bíða með svona hugrenningar opinberlega a.m.k. þar til leit hefur verið hætt. Það er ekki einu sinni víst og reyndar ólíklegt að búið sé að ná í alla aðstandendur.

Umrenningur, 25.1.2012 kl. 20:42

2 Smámynd: Umrenningur

Aðstandendur þeirra sem er saknað átti að standa þarna.

Umrenningur, 25.1.2012 kl. 20:43

3 identicon

Björgunarþyrlurnar eru enn á lofti og bloggararnir eru farnir að smíða samsæriskenningar!

Ósmekklegt, Mjög ósmekklegt 

Benni (IP-tala skráð) 25.1.2012 kl. 21:11

4 identicon

Það væri óskandi að þú værir í sjónum á þessu svæði í þessum aðstæðum. Held hreinlega að þú sért mesti skíthæll og ritsóði sem sést hefur á blogginu. 

Samúel Guðmundur Sigurjónsson (IP-tala skráð) 25.1.2012 kl. 21:24

5 identicon

Ef þetta er ekki klárlega ósmekklegasta, jafnvel ógeðfeldasta, blog sem ég hef séð.

Dóri (IP-tala skráð) 25.1.2012 kl. 21:37

6 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Hafið býr yfir hundrað hættum. Ég held að þú ættir þín sjálfs vegna að eyða þessari bloggfærslu. Það er ekki boðlegt að vera með svona bollaleggingar meðan leitað er að 3 íslenskum sjómönnum í kolvitlausu veðri. Þetta verður rannsakað eins og önnur sjóslys. Ég held að þú ættir frekar að biðja fyrir þessum mönnum og aðstandendum þeirra. kveðja af sjónum. Hreinn

Hreinn Sigurðsson, 25.1.2012 kl. 22:43

7 Smámynd: ViceRoy

Þvílíkt og annað eins! Að þér skuli detta í hug að skrifa svona á svona stundu er manni alveg óskiljanlegt!

Þriggja manns er leitað á sjó úti, og þú talar um tryggingamál og hugsanlega græðgi eiganda skipsins og mun þess að selja skipið í brotajárn eða fá tryggingafé!??

 Hefur þér dottið í hug að eigandi skipsins gæti lesið þetta? Kona hans? Systkyn eða foreldrar? Og verst af öllu, börn og jafnvel barnabörn??  

Þetta er tilfinningarsnauður "pistill" og með öllu ógeðfelldur! Held þú ættir að sjá að þér og eyða þessu út kallinn og jafnvel gerast stærri en svo og biðjast afsökunar á þessum ummælum

ViceRoy, 25.1.2012 kl. 23:45

8 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Mér finnst miður ef eg hefi gengið fram af einhverjum. Það er ekki ætlun mín og eðlilega ber að harma þetta sjóslys. En þessar spurningar eru eðlilegar. Og við þær má sjálfsagt bæta. Það er með öllu óskiljanlegt af hverju ekki mátti hafa annan hátt á: sigla með skipið á öðrum árstíma og þá í fylgd skips í fullkomnu lagi. Svo virðist að aðeins einn flotgalli hafi verið um borð sem var í lagi sem sá sem bjargaðist var í. Þetta bendir til að undirbúningi þessarar feigðarfarar hafi verið áfátt. Spurning hvort annað hafi verið í ólagi? Sjópróf munu vonandi svara þeim spurningum.

Guðjón Sigþór Jensson, 26.1.2012 kl. 08:03

9 identicon

Sjópróf svara þessum spurningum, EKKI ÞÚ og að henda fram svona pistli á þessum tíma er bæði siðlaust og ósmekklegt og sýnir algert virðingaleisi við aðstandendur þeirra sem enn eru ófundnir!

Benni (IP-tala skráð) 26.1.2012 kl. 09:53

10 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Benni: Ljóst er að þessi för hefði betur verið ófarin en farin miðað við aðstæður. Auðvitað er mikill harmur meðal aðstandenda þeirra sem týndust í þessu hörmulega sjóslysi. Því miður er oft verið að taka óþarfa áhættu og svo virðist vera í þessu tilfelli.

Rannsókn á vonandi eftir að leiða í ljós hvað fór úrskeiðis. Það er alveg ljóst að skip sem er á leið í brotajárn er jafnvel illa undirbúið fyrir veðravíti eins og búast má við bæði fyrir ströndum Íslands sem annarra landa, hvað þá á úthafinu þar sem talið er að hafi verið allt að 15 metra ölduhæð eins og þeir norsku telja hafi verið á þessum slóðum.

Í góðu upplýsingasamfélagi á að vera unnt að koma í veg fyrir nánast öll slys. En hvað var það sem kom mönnum að taka þessa miklu áhættu? Var unnt að koma í veg fyrir þessa feigðarför?

Ef eg hefi gengið fram af þér þá biðst eg velvirðingar. Öll þjóðin ber mikinn harm yfir þessu sjóslysi sem auðveldlega hefði verið unnt að koma í veg fyrir. En því miður er oft kappið meira en fyrirhyggjan. Við megum ALDREI gleyma því að Ísland og Íslandsálar eru þekkt veðravíti og við eigum heldur ALDREI að storka örlögunum eins og þekktur sjóari Stjáni blái gerði í sinni hinstu för.

Og eg vil endurtaka að eg vil sýna öllum vandamönnum og vinum þeirra týndu innilegustu samúðar á erfiðri stund.

Guðjón Sigþór Jensson, 26.1.2012 kl. 10:41

11 identicon

Þú veist ekkert um ástand skipsins en gefur þér að það sé í lélegu ástandi, björgunargallar í ólagi, sakar menn um hugsanleg tryggingasvik og gáleysi að fara á þessum árstíma og það þegar mennirnir eru enn ófundnir!

Skipið hafði haffæri og sigling út tekur 4-5 daga, veður geta breyst mikið á þeim tíma!

Annars ræði ég þetta ekki frekar við þig hér, sé að það er tilgangslaust þar sem þú ert gjörsamlega siðblindur

Benni (IP-tala skráð) 26.1.2012 kl. 14:11

12 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Heyrðu Benni: Það er mjög alverleg ásökun að núa öðrum um nasir fyrir siðblindu. Og getur verið jafnvel mjög ámælisvert.

Sem skattborgara og frjálsum borgara þessa samfélags má eg setja fram spurningar. Eg er ekki að fullyrða neitt eins og þú ert að gefa í skyn að eg sé að gera.

Mér finnst margt vera einkennilegt við undirbúning þessarar feigðarfarar. Tel vera mjög óvenjulegt að verið sé að stefna að óþörfu mannslífum í hættu við að koma ónýtu skipi í brotajárn með því að sigla því yfir úthafið.

Við höfum horft upp á sitthvað í þessu samfélagi sem betur mætti fara. Og ef verið er að taka óþarfa áhættu með því að stefna mannslífum í augljóslega hættu án þess að öryggi þeirra sé nægjanlega tryggt þá eru hlutaðeigandi sem ábyrgð bera ekki með góð kort á hendi.

Í fréttunum eru mjög greinilegar vísbendingar að ekki hafi verið allt með felldu sem væntanlegur sjódómur mun finna út úr. Eg frábið mér að eg sé að breyta vísvitandi rangt þó svo að eg leyfi mér að hafa skoðanir á þessu máli. Við eigum ALDREI að taka óþarfa áhættu með því að leggja menn í lífsháska. Við skulum einnig hafa hugfast að björgunarmenn setja sig einnig í mikinn lífsháska við að leita og reyna björgun.

Og vona eg að þar með hafi eg útskýrt þetta nægjanlega.

Með þeirri von að við getum dregið einhvern lærdóm af þessu sjóslysi að ógleymdum öllum þeim þúsundum slysa sem orðið hafa, stundum vegna þess að menn voru að taka óþarfa áhættu. Við eigum ætíð að hafa vaðið fyrir neðan okkur en ekki vaða út í óvissuna án þess að gera okkur minnstu grein fyrir hugsanlegum afleiðingum.

Guðjón Sigþór Jensson, 26.1.2012 kl. 17:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 9
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 242932

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband