Bloggfærslur mánaðarins, mars 2011
31.3.2011 | 21:12
Gönguferð um Árbæ, Elliðaárdal og Bústaðahverfi
Í gær kom eg við á Ábæjarsafni til að bera undir starfsmenn grun minn um að bútar af járnbrautarteinum hafargerðarinnar í Reykjavík á árunum væru enn til. Eins og kunnugt er var járnbraut byggð vegna hafnargerðarinnar á árunum 1913-17 og voru fluttar inn 2 eimreiðar Minör og Pionér ásamt fjölda flutningavagna. Af öllum þessum hlutum hafa einungis eimreiðarnar verið varðveittar. Er önnur sú elri í Árbæjarsafni en hin hefur prýtt gömlu höfnina yfir sumartímann. Svo er máli vexti að fyrir nokkru var eg á ferð um hlað á bæ einum í grennd við Reykjavík og þar kemur í ljós að járnbrautateinabútar höfðu verið sveigðir sitthvoru megin við hliðstólpa þeim til styrktar. Myndir sendi eg Árbæjarsafni og e.t.v. kemur í ljós við vettvangskönnun sem og rannsókn heimilda og samtöl við heimildafólk að grunurinn sé staðfestur.
Eftir stutt en gott samtal hélt eg áfram um stífluna yfir Elliðaárnar. Á lóninu fyrir ofan stífluna voru nokkrar álftir, grágæsir og stökkendur. Auk þerra mátti telja um tug dugganda. Áfram hélt eg niður með Kermóafossi sem skartaði sínu fegursta og öðru sinni yfir Elliðaárnar um göngubrúna í Elliðahólma. Þessi skógur er dæmi um hve vel getur tekist til við skógrækt. Mun hún hafa hafist um miðja síðustu öld að frumkvæði Steingríms Jónssonar rafmagnsstjóra. Mikið var gaman að sjá hversu skógur þessi er vel hirtur, hann hefur verið grisjaður og snyrtur og er hinn fegursti. Gekk eg víða um til að skoða einstök tré og sjá hvernig unnið hefur verið, allt eftir réttum og viðurkenndum aðferðum. Undir einu vöxtulegu grenitré gekk eg fram á nýdauða branduglu. Það var fremur dapurlegt að sjá hana þarna en eitthvað hafði komið fyrir. Gott tækifæri gafst að skoða ugluna nákvæmlega: hvassan ránfuglsgogginn og sterkar klær þar sem fiðrið nær að þekja fæturna. Fjaðrir og fiður skrautlegt leirgráir flekkir um ljósgráan grunn.
Lét eg fuglafræðinga Náttúrustofnunar vita af þessu, lýsti staðnum hvernig finna mætti hana. Vegna anna þeirra, þá gerði eg mér leið aftur í Elliðaárdalinn fyrir myrkur í gærkveldi og sótti fuglinn. Súld var og rigndi dálítið. Eg hafði ástæðu til að ætla að mýs, hundar, rottur, minkur og jafnvel refur gætu spillt hræinu og af þeim ástæðum fannst mér ekki rétt að bíða næsta morguns.
Í nótt sem leið var branduglan í frysti heima hjá mér eftir að hafa fengið leiðbeiningar fuglafræðings um æskilega meðferð. Athyglisverð voru viðbrögð kattanna á heimili mínu, annar kötturinn leit ugluna ekki viðlits eins og hann hugsaði með sér: séð hefi eg annað eins! Hinn varð skelfingin uppmáluð og læðupokaðist framhjá með skottið milli lappanna. Í dag var uglan afhent sérfræðingum Náttúrufræðistofnunar til rannsóknar og verður hún væntanlega krufin til að finna út dánarorsök hennar.
Branduglur eru tignarlegir fuglar. Fyrir tæpum 8 árum tjaldaði eg með fjölskyldu minni að áliðnu sumri 2003 í Vaglaskógi. Veður var hið fegursta eins og það best gerist á Íslandi og um kvöldið gengum við víða um skóginn fram í ljósaskipti. Þegar draga fór úr birtu heyrðum við kvak nokkuð og vængjatök, litum upp og þar voru branduglur tvær og hnituðu hringa yfir okkur. Þær vildu greinilega fylgjast gjörla með ferðum okkar, kannski vorum við nærri ungunum eða góðum veiðistað.
Mjög gott tækifæri var að virða ugluna fyrir sér. Sterklegar klær og kjaftur, mjög fallegar fjaðrir með skrautlegu munstri.
Um daginn gekk eg um Bústaðaveg og kom að brunarústum Birkihlíðar sem kveikt var í á dögunum. Húsið er að sjá illa farið og spurning hvort gert verði við það. Arkitektúr þessa húss er mjög fallegur og samræmist vel bæði hæð og stærð. Og í umhverfið fellur það nánast fullkomlega. Birkihlíð lét byggja merkur maður, Hákon Guðmundsson að nafni sem gegndi um allanga hríð starfi hæstarréttarritara. Margir eldri borgarar minnast vinsælla þátta hans í útvarpi um nýgengna hæstaréttardóma. Fjölmargir höfðu gagn og gaman af enda var starf hans frábært. Aðaltómstundastarf hans var skógrækt ásamt fjölskyldu sinni og má gjörla sjá ávöxt þeirrar iðju í næsta nágrenni. Oft var þeim nöfnum ruglað saman Hákoni Guðmundssyni og Hákoni Bjarnasyni skógræktarstjóra en þeir skildu eftir sig djúp spor á sviði skógræktar á Íslandi sem vonandi fennir aldrei yfir.
Vonandi verður ekki byggt stærra hús á lóðinni né trjágarðurinn eyðilagður eins og sumir vilja þegar þeir sjá barrtré. Í skógræktinni má sjá fegurstu hliðar einkaframtaksins þó svo skuggahliðarnar hafi verið allt of áberandi með kolröngum ákvörðunum á undanförnum árum. En það er önnur saga.
Kínverskt máltæki segir, að sá sem plantar trjám, lifi lengi. Ekki svo að skilja að maðurinn sem lífvera lifi lengi, heldur fremur sá góði hugur sem að baki býr. Gildir einu hvort um lauftré eða barrtré sé að ræða.
Góðar stundir!
Mosi
Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.4.2011 kl. 08:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.3.2011 | 22:28
Einræði er blindgata
Hernaðarárás á loftvarnastöðvar og herstöðvar eftir samþykki Öryggisráðs SÞ eru ekki hryðjuverk. Það má hins vegar telja árás vopnaðra sveita Gaddafís á misjafnlega vopnaðra óbreyttra borgara sem gagnrýna hann og krefjast afsagnar hans af valdastóli.
Þessi furðufugl er fjarri raunveruleikanum. Hann hefur ríkt í skjóli valdaklíku sem rændi völdum fyrir langt löngu. Þjóðin hefur fengið nóg af svo góðu og vill efla lýðræði. Á undanförnum árum hafa vopnasalar makað krókiinn og selt Gaddafí og valdaklíku hans vopn fyrir margar milljónir evra. Hverjir skyldu þar eiga hlut að máli?
Í stað þess að stíga til hliðar og gefa líbísku þjóðinni eftir að ráða málum sínum hefur þessi einræðisherra orðið mikilmennskunni að bráð. Hann er eins og hvert annað afskræmi einræðisins sem á sér enga framtíð né velvild og skilning. Hann tilheyrir að öllum líkindum brátt öskuhaugi sögunnar.
Mosi
Líkir árásum við hryðjuverk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.3.2011 | 12:09
Einfeldni öfgamanna
Það kom að því að öfgamenn grípa til sama örþrifaráðsins: að náttúruhamfarir séu hefnd einhvers yfirnáttúrulegs refsiglaðs guðs. Þetta nær ekki nokkurri átt en svona þekktust víða um lönd nákvæmlega sömu viðhorf, meira að segja hér á landi. Jón Steingrímsson eldklerkur taldi svo vera á dögum Móðuharðinda en hann var auðvitað gegntekinn heittrúarstefnu þeirri sem nefnd hefur verið píetismi og hafði gríðarmikil áhrif í Evrópu á 18.öld. Þá voru raunvísindi í bernsku og engin eðlisfræðileg fullnægjandi skýring fyrir hendi hvernig náttúruhamfarir áttu sér stað, oft með hræðilegum afleiðingum.
Við fyrirgefum gömlu mönnunum sem vissu ekki betur. Hins vegar er ámælisvert að nú á tímum vaði uppi þeir sem með lævíslegum aðferðum reyna að koma svona skýringum á framfæri. Það eru fyrst og fremst einfaldar sálir sem kannski eru ekki of vel menntaðar sem eru opnar fyrir svona þvættingi.
Japönum er enginn greiði gerður með svona aðferðum. Þeir eru hörkuduglegir og úræðagóðir, rétt eins og við Íslendingar og fleiri þjóðir. Þeir þurfa núna talsverða aðstoð við að koma í lag því sem aflaga hefur farið og kannski koma atvinnulífi aftur af stað á hörmungarsvæðunum.
Mosi
Telja jarðskjálftann refsingu guðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 20.3.2011 kl. 22:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.3.2011 | 00:11
Íslendingar eru úrræðagóðir
Að öllum líkindum eru veðurskilyrði við Ísland einhver þau varhugaverðustu í heiminum. Hér er veðrið síbreytilegt og sjálfsagt ekkert sældarbrauð að spá rétt fyrir veðrinu.
Sjómenn og flugmenn hafa aðlagað sig einnig mjög erfiðum skilyrðum og hafa oft sýnt hve þeir hafa aflað mikillrar og traustrar reynslu.
Það er ekki undarlegt að erlendir aðilar hafi leitað til íslenskra veðurfræðinga og annarra sérfræðinga með víðtæka reynslu að spá í veður á fjarlægum slóðum. Fyrstu veðurfræðingarnir voru miklir reikningshausar þar sem taka þurfti inn í útreikningana ýmsar breytur sem gátu verið á flökti, allt eftir því hvaða forsendur áttu til að breytast skyndilega. Með aukinni tækni og betri möguleikum að afla upplýsinga er unnt með meiri nákvæmni en áður að segja fyrir um þróun veðursins.
Við megum vera stolt af okkar fólki og með þeirri ósk að störf þeirra verði sem farsælust og komi sem flestum að gagni.
Góðar stundir
Mosi
Vinna veðurspá fyrir Fukushima | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.3.2011 | 00:00
Hrekkur
Mér brá í brún: Var Jón Ásgeir umdeildur athafnamaður búinn að festa kaup á Morgunblaðinu - MBL og nefna það að auki Group eins og Baugur group? Þá væri illa komið fyrir Íslandi, svipað ástand og hjá Ítölum þar sem Berluskóní á nánast alla fjölmiðla og stýrir þeim með harðri hendi.
Mér létti sannarlega þegar annað kom í ljós. Annars var miður að Vilhjálmi Bjarnarsyni og öðrum hjá Samtökum fjárfesta tókst ekki að kaupa Morgunblaðið allra landsmanna á sínum tíma. Núna hefur gengið fjöllunum hærra og sagt að ýmsir athafnamenn á hægri kantinum hafi fengið það fyrir lítið hérna um árið. Voru það ekki nýju hálaunuðu bankaberserkirnir sem þar tóku ákvörðun?
Kannski er enn von! Þá kaupi eg aftur áskrift!
Mosi
MBL Group til sölu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.3.2011 | 09:06
Hvert áfallið á fætur öðru
Fyrst varð þessi gríðarlegi jarðskjálft. Þessi gríðarleg flóðbylgja, síðan keðjuverkandi óhöpp í kjarnorkuverinu, þá öflugt eldgos handan við Tokyo með gríðarlegu öskufalli sem hefur áhrif á samgöngur bæði í lofti og láði og nú kveða fréttir af miklu verðfalli á verðbréfamarkaði í Tokyo enda hefur atvinnulíf gjörsamlega lamast.
Nú reynir á innviði samfélagsins hvernig það er við búið þessum erfiðleikum í kjölfar náttúruhamfara.
Við eigum hiklaust að leggja okkar af mörkum við aðstoð enda þekkjum við til náttúruhamfara af völdum jarðskjálfta og eldgosa. Þó okkar skerfur verði broslega lítill þar sem við Íslendingarnir eru fámenn þjóð miðað við aðrar þjóðir sem fjölmennari og auðugri en við, þá hefur það alltaf góð áhrif og sýnir samhug okkar með þeim sem nú eiga í erfiðleikum.
Mosi
Sprenging í kjarnorkuveri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.3.2011 | 10:20
Óábyrgir fjárglæframenn
Þessir bræður eru sagðir reiðir. Ætli það megi ekki segja um milljónir manna sem hafa orðið fyrir fjárhagslegu tjóni sem tengist fjárglæfrum þessara bræðra. Eftir lánabókum Kaupþings tengdust tæplega helmingur viðskipta við þá bræður. Það mikla fé virðist ekki mega rannsaka hvert notað var ef bræðurnir fengju ráðið. En öll þessi umsvif er núna í rannsókn hjá efnahagsbrotadeild Scotland Yard og þar tengjast landar okkar sem stýrðu bönkunum. Þá er ekki ólíklegt að fjármálabrask fleiri viðskiptavina Kaupþings verði einnig rannsökuð.
Ágirndin stjórnaði gerðum þessarra manna. Þeir taka endalaus lán til að leggja í ný fyrirtæki í þeirri von að græða. Aðferðin er einföld: Hlutabréf eru keypt oft á yfirverði til þess að komast í stjórnir og jafnvel meirihluta fyrirtækja. Hlutabréfin eru veðsett fyrir meiri lánum til að kaupa enn fleiri bréf sem aftur eru veðsett til kaupa á enn fleirum.
Þessir aðilar stýra fyrirtækjunum með skammtímamarkmiðum, háar arðgreiðslur eru greiddar út þó svo innistæður séu ekki fyrir hendi. Lausafé fyrirtækja hverfur og þannig fjarar undir rekstyri margra þeirra. Þannig fór fyrir Atorku, Exista, Glitni, Kaupþingi, Landsbanka og mörgum fleiri fyrirtækjum.
Þannig rekur hvert annað, menn eru orðnir stórir hluthafar í fyrirtækjum án þess að nettóeign þeirra sé nokkurn tíma yfir 0. Og þegar hlutabréfin falla í verði, vilja lánveitendur fá betri veð en hlutabréfin, lánstraustið fer fjandans til og allt hrynur.
Til að efla aftur traust á fyrirtækjum á að taka upp einfalda reglu: takmörkun atkvæðaréttar. Þannig á atkvæðaréttur á hluthafafundur vera bundinn því skilyrði að raunveruleg greiðsla hafi verið greidd til fyrirtækisins fyrir hlutabréf og að þau séu ekki veðsett. Þannig má draga úr þeirri miklu hættu að braskarar og óráðsíumenn komist til valda í fyrirtækjum og valdi þjóðfélaginu og efnahagslífinu skaða.
Mosi
Tchenguiz-bræður reiðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.3.2011 | 19:17
Óábyrgt lýðskrum?
Mörg mjög hörð orð hafa verið viðhöfð um þessa samninga. Hér morar allt í Icesave svikurum segir t.d. í einu bloggi þar sem mér finnst tekið allt of djúpt í árina. Ótrúlega margt er sagt sem betur væri ósagt í þessum efnum.
Þetta andóf gegn þessum Æseif samningum skilar ekki nokkrum sköpuðum hlut. Hvernig ætlið þið að byggja upp traust? Eða ætlið þið að læðast með veggjem eins og ótýndur glæpalýður? Nei við eigum að hafa góð samskipti við Breta og Hollendinga og fá þá til aðstoðar við að rannsaka þessi málog hafa upp á ránsfengnum.
Annað er heimska - í mínum augum, ómerkilegt lýðskrum ættað frá vissum aðilum sem vilja grafa undan ríkisstjórninni.
Eigum við ekki að hlusta á sjónarmið Alisstair Darling í þættinum Blekkingar í kvöld eftir seinni kvöldfréttir? Voru þessir svikarar ekki þeir sem vissu hvað var að gerast í aðdraganda bankahrunsins?
Mosi
Stofna samtök gegn Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.3.2011 | 18:08
Jákvæðar fréttir
Eldgos hafa að jafnaði valdið mikillri skelfingu víðast hvar í heiminum, einkum þéttbýlum svæðum þar sem fólk hefur ekkert of mikið milli handanna. Oft fylgja eðjuflóð og aðrar hörmungar sem við Íslendingar höfum verið að mestu laus við.
Undantekning eru Móðuharðindin 1783-84. Þá gaus á 25 km langri sprungu á Síðuafrétti sem þeyttu um 120 milljónum tonnum af brennisteinsvetni út í andrúmsloftið að því sem jarðfræðingar telja. Þá urðu langvarandi og afdrifarík áhrif ekki aðeins á Íslandi heldur einnig um alla Norðurálfu. Það kom fram í erindi Haraldar Briem sóttvarnarlæknis á Fræðaþingi landbúnaðarins á Hótel Sögu nú í morgun.
Fræðaþingið er áhugavert, salurinn var þéttsetinn af fólki fullu áhuga fyrir því sem er að gerast á svið landbúnaðar og tengslum manns við náttúru landsins.
Nú á síðustu misserum hafa dunið yfir þjóðina fregnir sem nánast eru um málefni þar sem eintóm og allt að því endalaus vandræði eru tengd. Loksins fáum við einhverjar jákvæðar fréttir sem í eðli sínu ættu að vekja hjá okkur von um að ekki sé með öllu illt að ekki boði eitthvað gott. Við búum í erfiðu landi og eigum að nýta okkur kosti landsgæða, ekki aðeins virkja fossa og sprænur upp um öll firnindi heldur einnig gríoðursetja skóga í fjallshlíðar og þar sem það á vel við til að stuðla að við höfum aðgang að fleiri náttúruauðlindum í framtíðinni en nú er.
Mosi
Lítil áhrif eldgoss á heilsufar búfjár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.3.2011 | 22:39
Meinloka prófessorsins
Nú var eg að hlusta á dr. Pétur líffræðing og fyrrum prófessor við Kaupmannahafnarskóla í Kilju Egils Helgasonar. Þessi þáttur er að vanda mjög góður en hefur þó þann augljósa galla að ekki er möguleiki á að leiðrétta meinlokur sem kunna að koma þar fram, eins og hjá dr. Pétri um meinta nitureitrun Þingvallavatns vegna barrtrjáa.
Lífríkið í Þingvallavatni er við bestu heilsu að best er vitað og vatnið tært eins og best verði á kosið.
Nú hefur dr.Bjarni Diðrik Sigurðsson prófessor við Hvanneyrarháskóla komist að þveröfurgri niðurstöðu við dr.Pétur enda er ekki að sjá að minnsta hætta stafi af barrtrjánum lífríki vatnsins. Svo er máli vaxið að dr. Pétur miðar sínar fullyrðingar við allt aðra jarðvegsgerð en algengust er á Íslandi. Hér á landi er jarðvegur mjög niturrýr vegna þess hve gjóskuefni eru ríkjandi í jarðveginum hérlendis. Þannig kemst Bjarni Diðrik að þeirri niðurstöðu að barrtré hafi fullt í fangi að halda í niturbúskapinn en er ekki aflögufær að miðla honum út frá sér eins og dr. Pétur heldur fram.
Um þetta fróðlega efni er vikið að í fróðlegri grein um Þingvallaskóg í síðasta Skógræktarriti. Það ætti að vera aðgengilegt á öllum betri bókasöfnum landsins sem og fást keypt hjá Skógræktsrfélagi Íslands.
Mosi
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 243586
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar