Óábyrgir fjárglæframenn

Þessir bræður eru sagðir reiðir. Ætli það megi ekki segja um milljónir manna sem hafa orðið fyrir fjárhagslegu tjóni sem tengist fjárglæfrum þessara bræðra. Eftir lánabókum Kaupþings tengdust tæplega helmingur viðskipta við þá bræður. Það mikla fé virðist ekki mega rannsaka hvert notað var ef bræðurnir fengju ráðið. En öll þessi umsvif er núna í rannsókn hjá efnahagsbrotadeild Scotland Yard og þar tengjast landar okkar sem stýrðu bönkunum. Þá er ekki ólíklegt að fjármálabrask fleiri viðskiptavina Kaupþings verði einnig rannsökuð.

Ágirndin stjórnaði gerðum þessarra manna. Þeir taka endalaus lán til að leggja í ný fyrirtæki í þeirri von að græða. Aðferðin er einföld: Hlutabréf eru keypt oft á yfirverði til þess að komast í stjórnir og jafnvel meirihluta fyrirtækja. Hlutabréfin eru veðsett fyrir meiri lánum til að kaupa enn fleiri bréf sem aftur eru veðsett til kaupa á enn fleirum.

Þessir aðilar stýra fyrirtækjunum með skammtímamarkmiðum, háar arðgreiðslur eru greiddar út þó svo innistæður séu ekki fyrir hendi. Lausafé fyrirtækja hverfur og þannig fjarar undir rekstyri margra þeirra. Þannig fór fyrir Atorku, Exista, Glitni, Kaupþingi, Landsbanka og mörgum fleiri fyrirtækjum.

Þannig rekur hvert annað, menn eru orðnir stórir hluthafar í fyrirtækjum án þess að nettóeign þeirra sé nokkurn tíma yfir 0. Og þegar hlutabréfin falla í verði, vilja lánveitendur fá betri veð en hlutabréfin, lánstraustið fer fjandans til og allt hrynur.

Til að efla aftur traust á fyrirtækjum á að taka upp einfalda reglu: takmörkun atkvæðaréttar. Þannig á atkvæðaréttur á hluthafafundur vera bundinn því skilyrði að raunveruleg greiðsla hafi verið greidd til fyrirtækisins fyrir hlutabréf og að þau séu ekki veðsett. Þannig má draga úr þeirri miklu hættu að braskarar og óráðsíumenn komist til valda í fyrirtækjum og valdi þjóðfélaginu og efnahagslífinu skaða.

Mosi


mbl.is Tchenguiz-bræður reiðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 242935

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband