Bloggfærslur mánaðarins, mars 2011
9.3.2011 | 21:58
Loksins, loksins....
Loksins, loksins er eitthvað markvert að gerast í þessum málum. Þeir fjárglæframenn sem áttu þátt í að eta Kaupþing að innan hafa flestir verið handteknir og teknir í grafalvarlega yfirheyrslu.
Þessir örfáu einstaklingar áttu sinn þátt í því ásamt þeim hópi manna sem ættu undir venjulegum kringumstæðum að hafa Icesave á samviskunni, að hafa valdið bankahruninu á Íslandi. Brask þeirra með hlutabréf og völd í samfélaginu er skelfilegt dæmi um hvað örfáir einstaklingar geta gert heilli þjóð, án þess að vopnum hafi verið beitt.
Nú hafa sönnunargögn hlaðist upp og réttvísin er komin af stað. Oft er talað um að þessi réttvísi taki seint við sér en nú er tíminn kominn að þessir fjárglæframenn verða látnir standa reikningsskap gerða sinna.
Fram að þessu hafa aðstandendur Kaupþing gert allt sem í þeirra valdi stóð að koma í veg fyrir að yfirvöld kæmust yfir nauðsynleg rannsóknargögn í Luxembourgh. Yfirvöld þar voru lengi tvístígandi enda er það land sem virðir bankaleynd út í ystu æsar. En er tilgangur bankaleyndar að hilma yfir afbrot? Yfirvöld þar í landi stóðu frammi fyrir þessari erfiðu spurningu.
Nú er mikilsvert að fá út úr þessu útrásarliði hvar ránsfengurinn er niðurkominn. Icesave auðurinn liggur einhvers staðar og eins peningarinir sem Kaupþingsmennirnir, Existamennirnir og allt það lið komu og hvert þeir beindu því til. Stund uppgjörsins mikla er upprunninn! Nú dugar hvorki nauð né nú, efnahag íslensku þjóðarinnar þarf að endurreisa og rétta hag þeirra sem töpuðu aleigu sinni í hruninu sem þessir menn bera ábyrgð á.
Mosi
Kaupþingsmenn handteknir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.3.2011 | 10:29
Skuggalegar staðreyndir
Því miður hefur glæpatíðni orðið meiri, glæpaverk verða auk þess grófari en oft áður. Af hverju virðist þessi starfsemi vaxa ásmegin? Skyldi það vera vegna bankahrunsins og því tómarúmi sem það olli?
Ágirndin er ein af dauðasyndunum sjö. Þeir sem svifust einskis við að féfletta fólk í bankahruninu og skilja þjóðina eftir í skuldasúpu Æseifs málsins eru allir með tölu frjálsir menn. Þeir eru hvítflybbar og telja sig vera með þeim vammlausu Svo koma uppivöðslumenn og smákrimmanir sem færa sig upp á skaftið. Lögreglan er vanbúin, búið að skera niður ríkisútgjöld til að hagræða í stað þess að skera herör gegn þessu glæpahyski, hvort sem eru hvítflybbar eða klæddir leðri skreyttu Heljarenglum eða eitthvað í þá áttina.
Spurning hvenær venjulegt fólk grípur til eigin ráða. Nú munu vera nálægt 20.000 skotleyfi á Íslandi en sjálfsagt eru vopn víða fyrir hendi. Hvenr fólk fer að verjast glæpalýðnum skal ósagt látið en þá er ekki von á góðu.
Alltaf er von að úr rætist og að hrammur laganna grípi fram fyrir hendurnar á athafasömu glæpahyski sem best fengi hvergi að þrífast. Ögmundur innanríkisráðherra er á hárréttri leið. Oft er þörf en nú er nauðsyn að stemma á að ósi og koma lögum yfir þessa þokkapilta. Og ekki má gera lítið úr hlutverki fjölmiðla sem þurfa að fylgjast gjörla með þessum málum og gera þessum aðilum eins erfitt fyrir að athafna sig til glæpaverka.
Mosi
Glæpasamtök á yfirborðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.3.2011 | 16:01
Þar fór stór biti fyrir lítið
Margir töpuðu sparnaði sínum með falli Atorku og Geysi grín energy. Fjárglæframenn höfðu sparnað hundraða og tugþúsunda lífeyrisþega í formi hlutafjár. Erlendur braskari fékk að láta greipar sópa án þess nokkuð væri aðhafst. Nú er sá sami að færa sig upp á skaftið og nú eru þessar reitur Íslendinga sem áður áttu HS Orku eins og hvert annað góss í höndunum á erlendum aðilum.
Því miður var engin pólitísk samstaða um þetta mikla hagsmunamál. Allur krafturinn fór í Æseif og einkum til að koma höggi á ríkisstjórnina. Hún mátti taka af skarið og stoppa þetta HS Orku brask.
Mosi
Magma í samruna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 8.3.2011 kl. 06:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.3.2011 | 15:53
Skynsamleg tillaga
Stjórnmál og samfélag | Breytt 8.3.2011 kl. 07:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.3.2011 | 19:01
Hvað kostar svona ævintýramennska?
Alla síðustu viku var vitað að gera mætti ráð fyrir versnandi veðri þegar líða tæki að helgi. Samt fara menn á vit ævintýranna, að vísu vel búnir að eigin sögn, en hvernig færi ef eitthvað færi úrskeiðis og öðru vísi verði en að er stefnt.
Fyrir um áratug var skipulögð ferð á vegum þáverandi stærstu ferðaskrifstofu landsmanna, Samvínnuferða-Landsýn með ferðahóp þvert yfir Vatnajökul. Vitað var um að veður færi versnandi og fyrirsjáanlegt snarvitlaust veður á fjöllum og jöklum þó um hásumar væri. Ferðahópurinn lenti í miklum hrakningum, eftirmál urðu og málaferli. Ferðaskrifstofan varð gjaldþrota og voru margir sem söknuðu þessa fyrirtækis. En fyrirhyggjan virðist hafa verið takmörkuð eða jafnvel engin.
Björgunarsveitir byggja fjárhagslega afkomu sína á umdeildri sölu flugelda sem bæði hafa mikla slysahættu í för með sér sem og mjög mengandi. Í öllum siðmenntuðum löndum eru björgunarsveitir með taxta fyrir aðstoð sem tryggir þeim að fá fyrir útlagðan kostnað og jafnvel eitthvað meira. Hérna á Íslandi er sami hugsunarhátturinn eins og hjá verstu afglöpum: þetta reddast!
Svona var staðið að einkavæðingu bankanna, sama kæruleysið og hugsunaleysið án þess að gera sér minnstu hugmynd um mögulega afleiðingu ef eitthvað fer úrskeiðis.
Æskilegt er að björgunarsveitir geri aðstoð upp fjárhagslega og semdi þeim aðilum reikning sem málið varðar eins og venja er erlendis.
Mosi
Sækja skíðamenn á jökul | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.3.2011 | 18:16
Farsæl fyrirtæki
Félag ferðaþjónustubænda og samtökin Beint frá býli eru vel að þessum viðurkenningum komin. Bæði hafa sýnt og sannað að þar er byggt á traustum grunni með framtíðarsýn í fyrirrúmi.
Sjálfur hefi eg haft langa og góða reynslu af Ferðaþjónustu bænda bæði sem viðskiptavinur eða kaupandi þjónustu sem og tímabundinn starfsmaður Bændaferða sem leiðsögumaður innanlands.
Erlendu ferðamennirnir eru mjög ánægðir með þá margvíslegu þjónustu sem bændur veita, hvort sem það er gisting og fæði eða ýms þjónusta eins og hestasýningar og sitt hvað fleira.
Ferðaþjónusta hefur því miður verið mjög vanmetin í íslensku samfélagi en er að sanna sig. Þar er starfið byggt á frumkvæði heimamanna og mikil atvinnusköpun fylgir. Ferðaþjónustan styrkir landsbyggðina enda verður arðsemin eftir að verulegum hluta í heimabyggð.
Mosi
Fengu landbúnaðarverðlaun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.3.2011 | 12:06
Furðulegt fyrirbæri
Það má segja að margt sé einkennilegt í mannlegu samfélagi. Sumir þurfa að láta á sér bera og svo er með þá aðila sem vilja skjóta öðrum skelk í bringu.
Nú hafa lögregluyfirvöld bæði erlendis sem hér á landi ítrekað bent á, að áhangendur Hells engels tengist margsinnis glæpsamlegum saknæmu athöfnum þar sem eiturlyfasala, misneyting, mútustarfsemi, ofbeldi, vændi og ýmsir fleiri saknæmar athafnir koma við sögu. Spurning er hvers vegna slík starfsemi er ekki upprætt enda segir í stjórnarskránni að félag megi stofna í sérhverjum löglegum tilgangi. Með gagnályktun er öll félagastarfsemi sem hefur ólöglega starfsemi í för með sér því ólögleg og nýtur af þeim ástæðum ekki friðhelgi stjórnarskrár.
Í mörgum löndum gæti svona starfsemi ekki þrifist. Kannski vegna þess að í þeim löndum ríkir einræði eins stjórnmálaflokks og sá stjórnmálaflokkur þolir enga samkeppni í glæpaverkum sínum.
En hvað með þetta lið, Hells engels? Nýtur það skilnings eða velvildar einhverra í samfélaginu? Af hverju eru svona félög ekki upprætt og aðstandendur þeirra ekki látnir sæta ábyrgð?
Ein skýringin kann að vera sú, að töluverð hætta sé á að svona starfsemi myndi skjóta rótum í neðanjarðarhagkerfinu ef upprætt yrði og valda þar mun meiri skaða en ella. Að mörgu leyti er æskilegra að hafa svona þokkapilta sjáanlega fremur en að lögregluyfirvöld missi sjónar af þeim. En tölvutækni nútímans gefur möguleika á að fylgjast gjörla með athöfnum þeirra sem liggja undir grun um afbrot og aðra ólöglega starfsemi.
Á dögum Al Capone, eins frægasta afbrotamanns bandarískrar glæpasögu, tókst lögreglunni aldrei að sanna neitt á hann persónulega þó mjög sterkar líkur væru á því að hann fyrirskipaði morð á tugum ef ekki hundruðum andstæðinga sinna. En það voru skattyfirvöld sem komu honum loksins undir réttvísina og hann var dæmdur fyrir skattsvik og til þungrar refsingar. Gott ef hann hafi ekki verið vistaður í því fræga Sing-sing fangelsi. Í skattamálum er sönnunarbyrðin yfirleitt töluvert léttari enda víða unnt að finna átyllur til skattrannsókna og sá sem liggur undir grun getur ekki alltaf þurrkað út slóðina. Tölvurnar gleyma engu.
Kannski Hells engels verði loksins komið undir réttvísina fyrir tilstuðlan skattyfirvalda.
Í mínum friðsömu augum finnst mér þetta fyrirbæri vera aumkunnarverð sýndarmennska. Sumir stjórnmálamenn vilja gjarnan slá um sig og vera stöðugt í sviðsljósinu. Það veitir þeim jú völd og athygli.
Sjálfsagt fá atferlisfræðingar nóg að gera í nánustu framtíð og óskandi er að lögreglan njóti sérfræðiþekkingu þeirra. Hells engels er fyrirbæri sem er hreint furðulegt, fyrirbæri sem ætti í raun að vera engum til framdráttar.
Mosi
Úr landi í lögreglufylgd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.3.2011 | 10:37
Atvinnuskapandi
Sjálfsagt þykir mörgum að skógræktarfólk fari nokkuð bratt með yfirlýsingum sínum. En skoðum málið betur:
Skógrækt hefur sannað sig að fleira er mögulegt á Íslandi en fyrr var talið. Landfræðilega erum við í barrskógabeltinu sem teygir sig þvert yfir hnöttinn milli nokkurn veginn 55 og 70 breiddargráðu. Nokkur lönd eins og Grænland og Ísland, hafa vegna síðustu ísaldar verið undanskilin en á ísöldinni urðu barrtrén í þessum löndum útdauð í fimbulvetrinum mikla. Framboð á fræi eftir náttúrulegum leiðum eftir ísöldina með vindum og fuglum, voru nánast útilokaðar.
Nú hafa barrtré verið ræktuð á Íslandi meira en öld. Fyrst fóru fram tilraunir þar sem tilviljun réð hvaðan efniviðurinn kom. Markvisst starf að leita uppi tegundir og kvæmi sem gátu þrifist hér hófst fyrst og fremst með starfi Hákonar Bjarnasonar skógræktarstjóra og samstarfsmanna hans. Það hefur borið mjög góðan ávöxt sérstaklega eftir að sjónum hafði verið beint að sunnanverðu Alaska þar sem loftslag er mjög líkt og hér á landi.
Við getum haft gríðarleg not af skógi og skógarhöggi. Nú sem stendur eru um 30 ársverk tengdu skógarhöggi og við skógarstarf eru um 140 ársverk talin vera á Austurlandi eingöngu. Það er um 30% af þeim störfum sem álbræðslan á Reyðarfirði veitir. En þau störf voru mjög dýru verði keypt.
Skógrækt og skógarnytjar geta orðið mun meira atvinnuskapandi í okkar samfélagi. En þar þarf að huga snemma að undirbúingi til að tryggja sem bestan ávinning.
Við flytjum inn allt of mikið af jólatrjám sem við Íslendingar getum auðvitað ræktað sjálfir. Okkar ræktun hefur verið mjög umhverfisvæn þar sem nánast engin eiturefni eru notuð sem geta valdið náttúrunni skaða. Þess má geta, að innflutt jólatré eru ræktuð með aðferðum sem ekki hefur verið beitt hér á landi. Þar er töluverð notkun eiturefna sem ekki hafa góð áhrif hvorki þá sem kunna að hafa viðkvæma húð eða eiga við önnur ofnæmisviðbrögð að stríða.
Mikill hugur er í mörgum sem tengjast skógrækt, að við getum jafnvel snúið þessu við og flutt út jólatré. Til þess þarf að standa vel faglega að verki til þess að árangur verði sem mestur.
Ef okkur Íslendingum hefði borið sú gæfa að stjórnvöld okkar hefðu haft rænu á að koma í veg fyrir alla þá kollsteypu sem við lentum í vegna bankahrunsins og einhverju af því mikla fé sem fór í súginn hefði verið beint í aukna skógrækt á Íslandi, ættu næstu kynslóðir okkar greiðan aðgang að nýrri og stórkostlegri náttúrurauðlind þar sem skógarafurðir eru. Við erum því miður enn í fyrsta bekk hvað nýtingu á þessari náttúruauðlind viðkemur. Skógrækt er ekki ávísun á skjótfenginn gróða, tréð vex hægt til að byrja með en þegar það hefur komið sér vel fyrir í jarðveginum og umhverfinu fer að togna úr því. Talið er að arðsemi skógræktar sé um 2-3% sem mörgum skyndigróðamönnum þykir allof lítið. Þess vegna hefur skógrækt oft verið töluð niður.
En gott er að huga betur að þessu þó seint sé.
Með bestu óskum til allra sem vilja auka skógrækt á Íslandi!
Mosi
Ætla að flytja út jólatré | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 243586
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Mjög skynsamlegt er að þessi tillaga komi fram á búnaðarþingi. Hótelbyggingin og fjárfestingin öll nýtist betur allri aðstöðu sem fyrir er, veitingasalir, eldhús og þjónusta af ýmsu tagi.
Um þessar mundir er mjög víða autt skrifstofuhúsnæði sem unnt er að kaupa eða að leigja mun hagkvæmar en í Bændahöllinni.
Mosi