Atvinnuskapandi

Sjálfsagt þykir mörgum að skógræktarfólk fari nokkuð bratt með yfirlýsingum sínum. En skoðum málið betur:

Skógrækt hefur sannað sig að fleira er mögulegt á Íslandi en fyrr var talið. Landfræðilega erum við í barrskógabeltinu sem teygir sig þvert yfir hnöttinn milli nokkurn veginn 55 og 70 breiddargráðu. Nokkur lönd eins og Grænland og Ísland, hafa vegna síðustu ísaldar verið undanskilin en á ísöldinni urðu barrtrén í þessum löndum útdauð í fimbulvetrinum mikla. Framboð á fræi eftir náttúrulegum leiðum eftir ísöldina með vindum og fuglum, voru nánast útilokaðar.

Nú hafa barrtré verið ræktuð á Íslandi meira en öld. Fyrst fóru fram tilraunir þar sem tilviljun réð hvaðan efniviðurinn kom. Markvisst starf að leita uppi tegundir og kvæmi sem gátu þrifist hér hófst fyrst og fremst með starfi Hákonar Bjarnasonar skógræktarstjóra og samstarfsmanna hans. Það hefur borið mjög góðan ávöxt sérstaklega eftir að sjónum hafði verið beint að sunnanverðu Alaska þar sem loftslag er mjög líkt og hér á landi.

Við getum haft gríðarleg not af skógi og skógarhöggi. Nú sem stendur eru um 30 ársverk tengdu skógarhöggi og við skógarstarf eru um 140 ársverk talin vera á Austurlandi eingöngu. Það er um 30% af þeim störfum sem álbræðslan á Reyðarfirði veitir. En þau störf voru mjög dýru verði keypt.

Skógrækt og skógarnytjar geta orðið mun meira atvinnuskapandi í okkar samfélagi. En þar þarf að huga snemma að undirbúingi til að tryggja sem bestan ávinning.

Við flytjum inn allt of mikið af jólatrjám sem við Íslendingar getum auðvitað ræktað sjálfir. Okkar ræktun hefur verið mjög umhverfisvæn þar sem nánast engin eiturefni eru notuð sem geta valdið náttúrunni skaða. Þess má geta, að innflutt jólatré eru ræktuð með aðferðum sem ekki hefur verið beitt hér á landi. Þar er töluverð notkun eiturefna sem ekki hafa góð áhrif hvorki þá sem kunna að hafa viðkvæma húð eða eiga við önnur ofnæmisviðbrögð að stríða.

Mikill hugur er í mörgum sem tengjast skógrækt, að við getum jafnvel snúið þessu við og flutt út jólatré. Til þess þarf að standa vel faglega að verki til þess að árangur verði sem mestur.

Ef okkur Íslendingum hefði borið sú gæfa að stjórnvöld okkar hefðu haft rænu á að koma í veg fyrir alla þá kollsteypu sem við lentum í vegna bankahrunsins og einhverju af því mikla fé sem fór í súginn hefði verið beint í aukna skógrækt á Íslandi, ættu næstu kynslóðir okkar greiðan aðgang að nýrri og stórkostlegri náttúrurauðlind þar sem skógarafurðir eru. Við erum því miður enn í fyrsta bekk hvað nýtingu á þessari náttúruauðlind viðkemur. Skógrækt er ekki ávísun á skjótfenginn gróða, tréð vex hægt til að byrja með en þegar það hefur komið sér vel fyrir í jarðveginum og umhverfinu fer að togna úr því. Talið er að arðsemi skógræktar sé um 2-3% sem mörgum skyndigróðamönnum þykir allof lítið. Þess vegna hefur skógrækt oft verið „töluð niður“.

En gott er að huga betur að þessu þó seint sé.

Með bestu óskum til allra sem vilja auka skógrækt á Íslandi!

Mosi


mbl.is Ætla að flytja út jólatré
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórir Kjartansson

Sæll Guðjón.  Ég er einn af þeim sem hef sett mikið spurningamerki við það hvort það sé alltaf af hinu góða að rækta skóg hvar sem er án allrar hugsunar um til hvers það hugsanlega leiði.  ,,Klæðum landir skógi"  hefur verið slagorð sem einhvern vegin hefur verið hafið yfir alla gagnrýni.  Enda bregðast skógræktarmenn nú hinir verstu við ef hugsanlega á að setja þeim einhverjar skorður.  Er eitthvað samræmi í því að bóndi út í sveit má ekki byggja hundakofa að húsabaki án þess að öllum leyfum varðandi skipulags og byggingareglugerða sé fullnægt en hann má aftur á móti gróðursetja skóg í öllu sínu landi án nokkurra leyfa.  Hvort skyldi nú breyta ásýnd landsins meira?  Síðan hlýtur þú sem leiðsögumaður að hafa fundið fyrir því hvað útlendum ferðamönnum finnst mikilsvert að sjá eitthvað í kringum sig en ekki bara að keyra í einhverjum trjágöngum eins og víða er erlendis.  Það eru kannski ekki svo ýkja mörg ár þangað til að á meirihluta leiðarinnar milli Hellu og Hvolsvallar byrgir skógur sýn upp til Heklu og hálendisins.  Þá er Skógafoss einnig að hverfa séð frá þjóðvegi eitt.  Skógrækt er ágæt þar sem hún á við  en  hún á ekki að vera eitthvað heilagt málefni sem er hafið yfir alla gagnrýni.  Við ræðum þetta svo betur þegar þú kemur í heimsókn. 

Þórir Kjartansson, 5.3.2011 kl. 11:55

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sæll Þórir og þakka þér fyrir góð kynni á liðnum árum.

Nú er það meginregla að hverjum og einum er frjálst að gera hvað sem er við land sitt án þess að einhverjir aðrir séu að agnúast út í hann svo framarlega sem öðrum stafar ekki einhver hætta eða ógn af.

Varðandi skógrækt þá er rétt að hafa í huga: rétt trjátegund á réttum stað við réttar kringumstæður. Bestu aðstæður til skógræktar eru neðri hluti fjallshlíða. Þar er yfirleitt gott skjól, aðstæður til skógræktar yfirleiit góðar og skógurinn fellur vel að landslagi. Á þessum stöðum er skógurinn ekki að þrengja að öðrum möguleikum til annarra landnytja nema ef vera skyldi beit. En þarf það að vera nema tímabundið meðan skógurinn er að koma til og hann getur orðið öðrum landnytjum til mikils gagns t.d. með skjóli og betri aðstæðum til ræktunar?

Annars er skiljanleg tortryggni til skógræktar. Mörgum finnst hann skyggja á annað sem þeim finnst mikilvægt og trufla útsýni eins og Þórir bendir réttilega á. En verðum við ekki að líta á þessa eiginleika skógarins sem „eðlilegt“ ástand alla vega tímabundið meðan við erum að venjast breytingunni? Fuglar laðast mjög að skógi sem of sitthvað annað sem bæði gleður augað og eyrað.

Varðandi slagorðið „Klæðum landið“ þá hófst það árið 1957 í tilefni af að 50 ár voru liðin frá gildistöku fyrstu skógræktarlaganna. Þau voru mikilsverður áfangi við að snúa við mjög slæmri öfugþróun í gróðursamfélagi landsins. Fram yfir aldamótin 1900 og eiginlega mun lengur var gegndarlaus rányrkja hér gagnvart gróðursamfélagi landsins. Víða voru víðáttumikil örfokasvæði sem nú hafa mörg hver verið gróin með mikillri fyrirhöfn. Rætur trjánna eru mjög góðar til að binda jarðveginn og skýla lágvaxnari gróðri. Það má víða sjá dæmi þess.

Góðar stundir

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 5.3.2011 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 242924

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband