Skuggalegar staðreyndir

Því miður hefur glæpatíðni orðið meiri, glæpaverk verða auk þess grófari en oft áður. Af hverju virðist þessi starfsemi vaxa ásmegin? Skyldi það vera vegna bankahrunsins og því tómarúmi sem það olli?

Ágirndin er ein af dauðasyndunum sjö. Þeir sem svifust einskis við að féfletta fólk í bankahruninu og skilja þjóðina eftir í skuldasúpu Æseifs málsins eru allir með tölu frjálsir menn. Þeir eru hvítflybbar og telja sig vera með þeim vammlausu Svo koma uppivöðslumenn og smákrimmanir sem færa sig upp á skaftið. Lögreglan er vanbúin, búið að skera niður ríkisútgjöld til að hagræða í stað þess að skera herör gegn þessu glæpahyski, hvort sem eru hvítflybbar eða klæddir leðri skreyttu Heljarenglum eða eitthvað í þá áttina.

Spurning hvenær venjulegt fólk grípur til eigin ráða. Nú munu vera nálægt 20.000 skotleyfi á Íslandi en sjálfsagt eru vopn víða fyrir hendi. Hvenr fólk fer að verjast glæpalýðnum skal ósagt látið en þá er ekki von á góðu.

Alltaf er von að úr rætist og að hrammur laganna grípi fram fyrir hendurnar á athafasömu glæpahyski sem best fengi hvergi að þrífast. Ögmundur innanríkisráðherra er á hárréttri leið. Oft er þörf en nú er nauðsyn að stemma á að ósi og koma lögum yfir þessa þokkapilta. Og ekki má gera lítið úr hlutverki fjölmiðla sem þurfa að fylgjast gjörla með þessum málum og gera þessum aðilum eins erfitt fyrir að athafna sig til glæpaverka.

Mosi


mbl.is Glæpasamtök á yfirborðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 242951

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband