Bloggfærslur mánaðarins, október 2011

Vonbrigði álbræðslufrúarinnar

Nú er grátur og gnístran tanna meðal áhuga- og atvinnumanna um aukin umsvif álbræðslna á Íslandi. Ljóst er að vatnaskil eru í þessum málum. Við Íslendingar getum ekki greitt niður rafmagn fyrir þessa starfsemi né haldið áfram að gefa mengunarkvóta eins og álfrúin hefur beitt sér fyrir.

En er ekki unnt að byggja upp atvinnulíf án álbræðslna?

Þegar eg er á ferð sem leiðsögumaður um Austurland með ferðahópa og segi þeim frá hreindýrum, vaknar mikill áhugi fyrir að fá að skoða þau. Það er unnt einungis á einum stað, Klausturseli en kostar töluverðan krók frá hringvegi og auk þess dýrmætan tíma þannig að þangað hefi eg aldrei getað komist. Mér skilst að þartilbær yfirvöld hafi ekki verið par hrifin af þessu framtaki bóndans þar enda virðist vera auðveldara að fá leyfi fyrir að byggja álbræðslu og reka hana fremur en að hafa nokkur hreindýr til að sýna ferðafólki.

Í sumar sem leið kom eg tvívegis við á Möðruvöllum og í bæði skiptin gátu ferðamenn séð íslenskan ref sem þar var. Þessi yrðlingur vakti óskipta athygli útlendingsins og voru mörg hundruð ljósmynda teknar af dýrinu.

Aldrei hefi eg verið spurður um að fá að skoða álbræðslur. Skiljanlega. En útlendir ferðamenn vilja sjá íslensk dýr sem þeir hafa ekki tækifæri heima hjá sér.

Unnt er að sjá hreindýr í Húsdýragarðinum í Reykjavík auk framangreindu Klaustursseli. Einkennilegt er að svo virðist sem enginn hafi áhuga fyrir að auka ferðaþjónustu á Austurlandi með því að sækja fast að fá leyfi fyrir að halda nokkur hreindýr í gerði til að sýna ferðafólki. Eitt er víst að það myndi draga vel að og unnt væri að byggja upp fjölbreytta þjónustu fyrir ferðafólk sem skapað gæti kannski tug manns atvinnu yfir sumartímann með ýmsu tengdu eins og handverki og listiðnaði. En það er kannski ekki það sem hávaðamenn meðal áltrúboðsins mikla vilja. Það er eins og ekki sé unnt að byggja upp atvinnulíf á Austurlandi án þess að álbræðslur komi við sögu.

Góðar stundir - en án fleiri álbræðslna!


mbl.is Vonbrigði að Alcoa skuli hafa hætt við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skynsamleg ákvörðun

Alvarleg afglöp fráfarandi stjórnar Bankasýslu ríkisins var að ráða þann sem átti verulegan þátt í slæmum undirbúning einkavæðingar ríkisbankanna og enn verri sölu þeirra. Það átti að vera nægjanleg ástæða fyrir því að Páll Magnússon væri vanhæfur að vera valinn forstjóri Bankasýslu ríkisins.

Eðlilegt er að Páll segi einnig af sér enda verður hann vart talinn hlutlaus að taka afstöðu til mála sem tengist einkavæðingunni. Hann ætti því að segja af sér og vera fljótur að því!

Góðar stundir!

Mosi


mbl.is Stjórn Bankasýslu vill hætta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Betri er skattur og hafa öryggi

Sjálfstæðisflokkurinn beitti sér á 17 ára samfelldu valdaskeiði sínu fyrir miklum skattalækkunum einkum gagnvart þeim sem betur máttu sín. Afleiðingin var sú að þúsundir lögðu sparnað sinn til hliðar og keyptu m.a. hlutabréf.

Sami flokkur átti ásamt Framsóknarflokknum forgöngu í að undirbúa illa ígrundaða einkavæðingu ríkisbankanna og ákváðu með enn verri undirbúning að afhenda bankana vandræðamönnum.

Allt hrundi sem hrunið gat enda töldu allir hlutaðeigandi að þeir bæru enga ábyrgð.

Nánast allir sem áttu hlutabréf og hugsuðu um langtímasparnað í formi þeirra töðuðu áratuga sparnaði, í boði Framsóknarfloksins og Sjálfstæðisflokksins.

Fyrir mitt leyti vil eg fremur borga nokkra þúsund kalla til viðbótar í skatta til að leggja mitt af mörkum til reksturs þjóðfélagsins. Með því get eg vænst þess að hafa öryggi sem hvorki Framsóknarflokkurinn né Sjálfstæðisflokkurinn hefur boðið.

Forysta Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins eru nátengdir bröskurunum og spillingaöflunum sem ábyrgð bera á bankahruninu!

Mosi


mbl.is Skattarnir lækki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju ekki að sigla á kyrrari sjó?

Þingmaðurinn á fullan rétt að gagnrýna forsetann. Því miður hefur Ólafur Ragnar klofið þjóðina fremur en að sameina hana. Þetta nýjasta leikrit er ekki til að laga ástandið, öðru nær.

Mér finnst að hann mætti taka Ögmund innanríkisráðherra sér til fyrirmyndar. Í stað þess að hefja rannsóknir og efna til átaka varðandi innkaupamál ríkislögreglustjóra, þá vill Ögmundur bera klæði á vopnin. Hann vill sættir.

Ólafur Ragnar mætti læra að sigla á kyrrari sjó. Það hefur engan tilgang að rugga sífellt þjóðarskútunni. Má hún við því?

Mosi


mbl.is Forsetinn friðarspillir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landsvirkjun verður að reka eins og fyrirtæki

Viðtalið við Hörð forstjóra Landsvirkjunar í Kastljósi á dögunum upplýsir okkur landsmenn um sitthvað í rekstri þessa mikilvæga fyrirtækis. Kárahnjúkavirkjun reyndist þessu fyrirtæki vera of stór biti. Nú er reksturinn í járnum, annað sem áður var en fyrir áratug var fyrirtækið nánast skuldlaust. Nú eru skuldir þess himinháar, lán tvöfölduðust í bankahruninu rétt eins og aðrar erlendar skuldir.

Þeir sem trúðu á fagurgala þeirra stjórnmálamanna sem lofuðu gulli og grænum skógum með tilkomu álbræðslna byggðu málflutning sinn á sandi. Nú er hann fokinn út í veður og vind, kannski út í hafsauga. Þessi háttur, að lofa atvinnuuppbyggingu einungis á álbræðslum jaðrar við að vera lýðskrum af versta tagi. Og nú eru ýmsir ævir af reiði. Í stað þess að taka þá til bæna sem buðu upp á virkjanapartý með álbræðslum, þá eru þau Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur Jóhann Sigfússon skömmuð fyrir að hafa svikið! Ekki hafa þau lagt einn einasta stein í götu þeirra álbræðslumanna síður en svo. Þau hafa verið fyrst og fremst raunsæir stjórnmálamenn sem hafa áttað sig á þeim breytingum sem er að gerast í kringum okkur. Álbræðslumenn gera sér einning grein fyrir því að þeir þurfa að keppa við endurvinnslu sem er mjög vaxandi einkum í Bandaríkjunum en Bandaríkjamenn eru að vakna við vondan draum að þeir hafa verið öðrum fremur í óhemju sóun á verðmætum.

Álbræðslumenn vilja ef þeir ætla að byggja fleiri álbræðslur að fá hagkvæmari aðstæður í landinu, annað hvort lægra rafmagnsverð, lóðir jafnvel gefins og helst lækka kaupið hjá starfsmönnum. Eru menn tilbúnir að vinna við þessi erfiðu störf á lægra kaupi? Eru Norðlendingar tilbúnir að greiða hærra verð fyrir rafmagn svo unnt sé að lækka verðið til álbræðslumanna?

Af hverju treysta Norðlendingar og jafnvel fleiri þessum skýjakastala hugmyndafræðingum? Hvers vegna ekki þeim sem sáu gegnum þetta glys og gjálfur? Eru menn virkilega svona auðtrúa og einfaldir?

Landsvirkjun verður að fá a.m.k. það verð sem kostar að framleiða orkuna, flutning sem og annan kostnað. Annað gengur ekki.

Góðar stundir!

Mosi


mbl.is Landsvirkjun liggur undir ámæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fulltrúar fortíðarinnar

Um hvað ætla þessir sjálfskipuðu riddarar fortíðarinnar að ræða við þá Alkóamenn? Oft hafa þeir fyrr hlaupið á sig en viðræðugrundvöllur nú er ekki fyrir hendi um fleiri álver á Íslandi.

Aðstæður í heiminum eru gjörbreyttar: orkuverð hefur hækkað mikið, unnt er að endurvinna mun meira ál en verið hefur og eru Bandaríkjamenn að átta sig á því. Mengunarkröfur eru einnig meiri en áður. Um hvað ætla þessir Bakkabræður að semja? Lækkað rafmagnverð og hækka á almenningsveitur?

Þessir þingmernn eru sjálfskipaðir riddarar fortíðar. Við erum á leiðinni út úr kreppunni sem m.a. var vegna byggingar Kárahnjúkavirkjunar og kolrangrar einkavæðingar bankanna. Við erum að sigla út á lygnari sjó en alltaf eru menn til í einhver furðuleg ævintýri.

Góðar stundir

Mosi


mbl.is Vilja fund um Alcoa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju Íslendingar!

Erfiðistu og flóknustu mál sem koma fyrir Alþingi eru viðskiptasamningar á borð við þá sem tengjast stóriðju. Frumvarp til þingsályktunar um að heimila ríkisstjórn að gera samning við stórfyrirtæki er kannski ekki nema ein setning. Fylgiskjölin geta skipt tugum á þúsundum síðna þar sem eru mjög flóknir samningar á oft erfiðri ensku sem hafa komið okkur síðar í koll.

Ef Íslendingar bæru þá gæfu að geta tengst betur Evrópuríkjunum eftir að hafa fullnægt skilyrðum Maastricht samningunum, þá væri það kontór í Brussel sem myndi sjá um þessi erfiðu mál. Þar væru kontóristarnir með tékklista yfir það sem fyrirtæki þyrftu að uppfylla til að koma á fót mengandi stóriðju. Þar væri ekki nóg að vera með samninga um landsafnot og aðgang að raforku, heldur einnig að hafa tryggt sér mengunarkvóta. Það hafa þessi fyrirtæki fengið ókeypis í boði Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins! Kannski þeir hafi fengið að njóta sérstakra umbuna fyrir slíkt en það er algengt að stórfyrirtæki umbuni þeim sem hafa sérstakan skilning á sjónarmiðum þeirra.

Áliðnaðurinn er að gjörbreytast. Í BNA eru menn að vakna við vondan draum við að öskuhaugar eru að fyllast og umhverfisfræðingar hafa bent á hve endurvinnsla í Evrópuríkjunum gengur vel. Í ruslinu leynast verðmæti sem unnt er að nýta aftur og aftur eins og einnota álumbúðir. Rafmagnsverð fer hækkandi í heiminum nema í hugum þeirra sem vilja semja við álbræðslurnar á Íslandi.

Við getum óskað okkur til hamingju góðir hálsar yfir þeirri skynsemi sem þeir Alkóamenn hafa sýnt okkur. Þeir vilja reka þessa forréttingu með hagnað en kannski að þeir sem gráta mest núna vilji semja um rafmagnsverð sem er ekki í neinu skynsömu samræmi við kostnað við að framleiða orkuna og dreifa henni.

Trú þeirra á einfaldri atvinnuuppbyggingu var mikil en hún var byggð á sandi sem nú er rokinn út í veður og vind. Þeir standa berstrípaðir gagnvart þeim einföldu staðreyndum að atvinnu er unnt að byggja upp á margfalt fleiri stoðum en þeim sem tengjast álbræðslum.

Góðar stundir!

Mosi


mbl.is Bakkadraumur var villuljós
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimska að leggja öll eggin í sömu körfuna

Ástæður ákvörðunar Alkóamann um að hætta við að byggja álbræðslu við Húsavík eru tvennskonar: Annars vegar að ekki er nægjanleg orka fyrir hendi og hin ástæðan er orkuverðið.

Þá er vitað að vegna mikillrar jarðskjálftahættu á Tjörnesi þá hræða sporin þá álbræðslumenn. Vitað er að mjög harðir jarðskjálftar hafa leikið Tjörnes grátt og má t.d. nefna árið 1872 sem áhugamenn um álbræðslur mættu kynna sér betur. Tjörnesið er eitt virkasta jarðskjálftabelti landsins og eftir harkalega jarðskjálftann í Japan vilja þeir Alkóamenn fara varlega í þessum málum.

Það er deginum ljósara að ekki er unnt að afhenda orku á því lága verði sem þeim álbræðslumönnum hentar. Ætla þeir sem hafa vælt mest um álbræðslur sjálfir að borga með orkunni? Er ekki nóg komið? Að ósi skal á stemma!

Árið 2009 voru framleiddar 16.835 Gwst í landinu. Þar af fóru 13.277 Gwst til stóriðjunnar eða 78,9%. Þessar upplýsingar má finna á heimasíðu Orkustofnunar sem og á Hagstofu. Fyrir hverja eina Mwst eða 1.000 kwst voru meðaltalstekjur Landsvirkjunar sama ár tæplega $27 eða um 3.000 krónur af raforku afhentar stóriðjunni. Þessar tölur má finna á heimasíðu Landsvirkjunar.

Nú má reikna með að ríki grátur og gnístran tanna meðal þeirra sem hafa verið sérstaklega áhugasamir um fleiri álbræðslur á Íslandi.Sumir þeirra vilja kenna ríkisstjórninni en er það sanngjarnt? Það held eg ekki. Ríkisstjórnin hefur ekki lagt einn einasta stein í götu álbræðslumanna.

Ákvörðun Alkóamanna er byggð á ísköldu mati án tillits til séróska áláhugamanna á Íslandi!

Góðar stundir 

Mosi


mbl.is Erum miður okkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Náttúruvernd og skógrækt

Ekki sat eg þetta þing enda leiðast mér öll ferðalög í leiðinlegu veðri.

Við búum í erfiðu, köldu, vindasömu og umhleypingasömu landi. Í mínum huga er náttúruvernd aukin skógrækt í þessu skóglausa landi. Við skulum minnast þess að í byrjun 12. aldar er Íslandi lýst sem landi sem „var viði vaxið milli fjalls og fjöru“. Á dögum Ara fróða (1067-1148) var með öðrum orðum orðin umtalsverð eyðing skóga.

Víða mætti nú á dögum bæta landsgæði með aukinni skógrækt, öryggi, vatnsbúskap, afköst og meiri arðsemi í landbúnaði. Þá mætti með öflugum skjólbeltum draga úr varhugaverðum veðuraðstæðum við fjöll eins og í Melasveit undir Hafnarfjalli, Kjalarnesi, Eyjafjöllum og Öræfum þar sem oft hafa orðið óhöpp jafnvel stórslys vegna vindstrengja. Kornrækt er mjög háð veðri. Við getum stuðlað að meiri kornþunga, hraðari þroska korns og þar með aukinni uppskeru til hagsbóta bændum og landsmönnum öllum.

Því miður líta ýmsir á skógrækt með tortryggni og benda á í gagnrýni sinni að skógræktarfólk vilji oft planta erlendum trjátegundum. Nú er það svo að sumar þessara tegunda eins og sitkagreni og stafafura hafa alið af sér nokkrar kynslóðir. Hvað þurfa tré að þrífast lengi og hversu margar kynslóðir þess teljast að tegundin sé innlend?

Stafafura er talin vera ágeng tegund af náttúrufræðingum. Hún er dugleg að sá sér en er mjög verðmæt náttúruafurð sem mörgum yfirsést. Greni, þinur, aspir og ýmsar fleiri tegundir vaxa með góðri umhyggju og geta orðið til mikils yndisauka.

Hefði íslensku þjóðinni borið sú gæfa að leggja meiri áherslu á skógrækt undanfarin ár fremur en að hrífast með stórgróða frjálshyggjunnar sem hófst með byggingu Kárahnjúkavirkjunar og einkavæðingu bankanna sem endaði með bankahruni og allsherjarupplausn í boði vissra stjórnmálamanna, þá ætti næsta kynslóð aðgang að gríðarlegum náttúruauðlindum.

Með Kárahnjúkavirkjun var land lagt sem nemur um 15% þess lands sem hefur verið ræktað upp með skógi undanfarna öld. Það land er í dag með öllu glatað um aldur og ævi. Skógurinn dafnar og grær, verður síðar að verðmætum.

Mosi


mbl.is Fjölmenni á Umhverfisþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gamall draugur vakinn upp

Við Íslendingar hafa verið blessunarlega lausir við hernaðarstúss. Í því liggur kannski mesti hernaðarstyrkur okkar. Við höfum lögreglu og landhelgisgæslu. Það dugar yfirleitt öllum menningarþjóðum þar sem réttarríki er.

Hernaðarumsvif hentar yfirleitt þeim best sem selja hergögn. Þeir sjá alls staðar tviðskiptatækifæri og eru ætíð viðbúnir að beita mútum og byggja upp spillingarkerfi valdhafa til að halda völdum.

Mosi


mbl.is Þreföld kreppa á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 243585

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband