Náttúruvernd og skógrækt

Ekki sat eg þetta þing enda leiðast mér öll ferðalög í leiðinlegu veðri.

Við búum í erfiðu, köldu, vindasömu og umhleypingasömu landi. Í mínum huga er náttúruvernd aukin skógrækt í þessu skóglausa landi. Við skulum minnast þess að í byrjun 12. aldar er Íslandi lýst sem landi sem „var viði vaxið milli fjalls og fjöru“. Á dögum Ara fróða (1067-1148) var með öðrum orðum orðin umtalsverð eyðing skóga.

Víða mætti nú á dögum bæta landsgæði með aukinni skógrækt, öryggi, vatnsbúskap, afköst og meiri arðsemi í landbúnaði. Þá mætti með öflugum skjólbeltum draga úr varhugaverðum veðuraðstæðum við fjöll eins og í Melasveit undir Hafnarfjalli, Kjalarnesi, Eyjafjöllum og Öræfum þar sem oft hafa orðið óhöpp jafnvel stórslys vegna vindstrengja. Kornrækt er mjög háð veðri. Við getum stuðlað að meiri kornþunga, hraðari þroska korns og þar með aukinni uppskeru til hagsbóta bændum og landsmönnum öllum.

Því miður líta ýmsir á skógrækt með tortryggni og benda á í gagnrýni sinni að skógræktarfólk vilji oft planta erlendum trjátegundum. Nú er það svo að sumar þessara tegunda eins og sitkagreni og stafafura hafa alið af sér nokkrar kynslóðir. Hvað þurfa tré að þrífast lengi og hversu margar kynslóðir þess teljast að tegundin sé innlend?

Stafafura er talin vera ágeng tegund af náttúrufræðingum. Hún er dugleg að sá sér en er mjög verðmæt náttúruafurð sem mörgum yfirsést. Greni, þinur, aspir og ýmsar fleiri tegundir vaxa með góðri umhyggju og geta orðið til mikils yndisauka.

Hefði íslensku þjóðinni borið sú gæfa að leggja meiri áherslu á skógrækt undanfarin ár fremur en að hrífast með stórgróða frjálshyggjunnar sem hófst með byggingu Kárahnjúkavirkjunar og einkavæðingu bankanna sem endaði með bankahruni og allsherjarupplausn í boði vissra stjórnmálamanna, þá ætti næsta kynslóð aðgang að gríðarlegum náttúruauðlindum.

Með Kárahnjúkavirkjun var land lagt sem nemur um 15% þess lands sem hefur verið ræktað upp með skógi undanfarna öld. Það land er í dag með öllu glatað um aldur og ævi. Skógurinn dafnar og grær, verður síðar að verðmætum.

Mosi


mbl.is Fjölmenni á Umhverfisþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

Hjartanlega sammála. Fleiri tré, fleiri skóga, takk! Eins og það er núna, þá er landslagið allt of hrjóstrugt og bert.

Vendetta, 14.10.2011 kl. 21:02

2 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Fór í gær um það eyðilega land Reykjanes. Um það ortu amrískir dátar innilokaðir á vellinum m.a. svona: Á ljótasta stað sem á landinu hægt var að finna þeir leigðu sér skika og þar var svo byrjað að vinna. (Ísl þýðing DÞ) Þarna voru þeir að yrkja um það framtak sinna eigin stjórnvalda að hasla sér völl á Miðnesheiðinni og dæla erlendu fjármagni inn í íslenskt þjóðfélag í gegnum þær framkvæmdir.

En það sem vakti athygli mína er hve víða þetta eyðihraun og örfokasandar hafa gróið upp með mosa, lyngi, runnum og grasi meira en nokkurn hefði mátt gruna þegar ég fór þarna um í fyrsta sinn fyrir sex áratugum eða svo, í skólaferðalagi. -- Fyrir utan þá hugsun mína hve bágt þeir eiga sem sjá ekki fegurðina í hrauni og hrjóstrum -- og bara hve steinn getur verið fallegur.

Sigurður Hreiðar, 16.10.2011 kl. 14:43

3 Smámynd: Vendetta

Jú, mosagróið hraun getur verið fallegt, og heldur ekki hægt að planta trjám þar. En það er ekkert heillandi við urð og grjót og eyðilegt þúflendi.

Vendetta, 16.10.2011 kl. 18:17

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þakka ykkur fyrir athugasemdir.

Ef við skoðum merka heimild frá ofanverðri 18. öld: Lýsing Gullbringu- og Kjósarsýslu eftir Skúla Magnússon landfógeta þá segir hann um Vatnsleysuströnd að hvergi á gjörvöllu Íslandi sé jafnhagstætt að halda sauðfé og þar! Ekki myndi nokkrum heilvita manni detta það í hug nú á dögum. En fyrir meira en 200 árum voru hraunin sérstaka í svonenfdum Almenningi sunnan og vestan álbræðslunnar verið grónari en nú. Þá hefur sauðféð lifað á útigangi, etið og nagað birkið niður í rót og þá hefur það fengið sitt lítið af þara og öðru góðgæti í fjörunni.

Annars mætti gera mikið í að græða landið skógi. Ekki veitir af enda Ísland eitt fátækasta land í heiminum af skógi. Apeins Grtænland og einhver örfá önnur eru enn fátækari.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 17.10.2011 kl. 11:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband