Bloggfærslur mánaðarins, október 2011
13.10.2011 | 22:24
Yfirklór stjórnar Bankasýslu ríkisins
Svarbréf stjórnar Bankasýslu ríkisins er lofrulla um Pál Magnússon frá upphafi til enda. Það var greinlegur einbeittur ásetningur þessarar sömu stjórnar að ráða framsóknarmanninn Pál Magnússon sem forstjóra Bankasýslunnar, mann sem hafði átt verulegan þátt í undirbúningi og framkvæmd umdeildrar einkavæðingar ríkisbankanna á sínum tíma. Það eitt ætti að vera næg ástæða að gera Pál Magnússon vanhæfan til að gegna þessari stöðu.
Stjórn Bankasýslu ríkisins á þegar að leysa frá störfum enda hefur hún sýnt íslensku þjóðinni með ráðningu Páls Magnússonar í þetta trúnaðarstarf að hún er gjörsamlega vanhæf.
Burt með stjórn Bankasýslu ríkisins!
Mosi
Telja Pál hæfastan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.10.2011 | 22:07
Oft er betra að vera varkár
Sönnunarbyrði er mjög mikilvæg í sakamálum. Að dæma menn til þungrar fangelsisvistar án óyggjandi sannana er og verður ætíð vafasamt. Oft er betra að la´ta sekan mann sleppa en dæma saklausan. Það hefur sannast í þessu tilfelli.
Merkilegt má telja að DNA rannsókn hafi fyrst núna leitt í ljós að hinn dæmdi hafði verið saklaus. En svona er nú það. Kannski betra seint en aldrei.
Ef maðurinn hefði fengið dauðadóm og honum verið fullnægt, þá hefði verið framið réttarmorð.
Mosi
Sat saklaus í fangelsi í 25 ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.10.2011 | 19:25
Merkileg tíðindi
Ótrúlegt er að frétt á borð við þessa hverfur bókstaflega bak við leiðindafréttir af harmleikum sem tengjast ýmsum fjölskyldum. Mér finnst fjölmiðlar verða að gæta hófs en beina athyglinni fremur að því sem mun athyglisverðara er.
Surtseyjargosið vakti heimsathygli á sínum tíma. Það er ekki á hverju ári sem eldgoss á hafsbotni verður vart, hvað þá tvö á sama tíma.
Þess má geta að oft virðist hafa gosið neðansjávar við strendur Íslands þó ekki hafi alltaf orðið frétt um það. Þó vakti athygli a.m.k. tvívegis hlóðust upp eyjar, Nýjaey 1783 og við Mánáreyjar norður af Tjörnesi 1862. Báðar þessar eyjar hurfu í hafið.
Mosi
Tvö neðansjávargos á Kanaríeyjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.10.2011 | 19:07
Hver er rökstuðningur málspjöllunnar?
Vigdís Hauksdóttir vekur athygli á sér orðið margsinnis. Þegar hún er ekki að nauðga gömlum og góðum orðatiltækjum kemur hún með þingmál sem líklega eru til þess fólgin að reyna að afla sér vinsælda.
Að hverfa frá mjög góðu fyrirkomulagi varðandi veitingu ríkisborgararéttar þá vill VH að Alþingi hafi ekkert með það að gera lengur, það verði alfarið verkefni Innanríkisráðuneytisins.
Nú er svo, að gott er að halda í fyrirkomulag sem reynst hefur vel. Alþingi hefur virkað sem eftirlitaðili með framkvæmdarvaldinu. Telur VH það vera til eftirbreytni að einn aðili þrígreinds ríkisvalds geti á forsvaranlegan hátt haft þennan hátt á?
Þessi hugmynd getur opnað varhugaverð fordæmi þar sem þrýstingur ráðherra geti orðið til þess að farið sé aftan að góðum reglum og venjum. Það gerðist einmitt í tíð eins Framsóknarráðherra ekki fyrir alls löngu. Sennilega er Vigdís Hauksdóttir búin að steingleyma þeirri furðulegu uppákomu.
Mosi
Ráðherra veiti ríkisborgararétt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.10.2011 | 18:46
Brenglun
Ótrúlegt er að nokkirum heilvita manni detti svona fáranlegt í hug. Óskandi verður þetta stoppað enda frekleg móðgun við venjulegt fólk. En Frjálshyggjan vill leyfa allt til að græða á.
Ofbeldisleikir eru félagslega séð undarleg tegund tómstunda.Hvers vegna ekki að nota tímann, frelsið og tækifærin til að gera eitthvað annað mikilvægara?
Mosi
Tölvuleikur um fjöldamorðin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.10.2011 | 11:15
Hverju er verið að mótmæla?
Skilja má á fréttinni að verið sé að mótmæla einhverju. Og tilefnið meint fjöldamorð fyrir 519 árum. Er ekki eitthvað galið við þetta? Kannski að þýðingin sé ekki rétt.
Er hér ekki líklegra að um sé að ræða hópfund þar sem krafist er betri og aukinna mannréttinda með vísun í þessa voðaatburði fyrir 519 árum?
Góðar stundir.
Mosi
Minnast blóðugrar arfleifðar Kólumbusar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.10.2011 | 10:59
Pólitískur óþefur
Af þessu máli öllu er pólitískur óþefur. Að dæma fyrrum forsætisráðherra í 7 ára fangesi fyrir að leysa vandræði og höggva á erfiðan hnút er reginhneyksli og lyktar af lýðskrumi.
Þarna er hefndarþorstinn alger.
Varðandi reikistefnuna hvort dæmi eigi Geir Haarde er ekki sambærilegt. Hann er ákærður fyrir óskiljanlegt afskiptaleysi að gera ekkert í aðdraganda bankahrunsins þrátt fyrir boð Breta að aðstoða.
Auðvitað er erfitt að verja Geir en af hverju ekki að biðja þjóðina afsökunar á afglöpunum og óska sér vægðar og miskunnar eins og gert er ráð fyrir í kristilegu samfélagi?
Í mínum augum er Geir augljóslega sekur sem þáverandi yfirmaður Stjórnarráðsins en það á ekki að dæma hann hart. Einhverjar sektir og afnám réttinda t.d. súpereftirlauna. Þau á hann auðvitað ekki skilið.
Mosi
Tímósjenkó í sjö ára fangelsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.10.2011 | 19:27
Ísland var fyrst að afnema dauðarefsingar
Dauðarefsingar hafa alltaf verið umdeildar. Margir hafa verið drepnir eftir sýndarréttarhöld, kannski engin allt fram á þennan dag.
Dauðarefsing var fyrst innleidd í íslensk refsilög með svonenfdum Stóradómi skömmu eftir miðja 16. öld eða 1565. Refsingar voru óhóflega strangar, háar fésektir, búslóðamissir, líkamlegar refsingar og jafnvel dauðadómur ef miklar sakir voru, sumar sem okkur þykir vera mjög saklausar og dauðarefsingar með öllu óskiljanlegar. Þannig voru 18 ungar konur drepnar fyrir það eitt að eiga það sameiginlegt að vera fátækar og að ala börn utan hjúskapar. Ekki fer neinum sögum um að feðurnir hafi þurft að gjalda fyrir þátttöku sína í þunganum og er því eigi útilokað að konurnar hafi verið látnar sæta kynferðislegri misnotkun af versta tagi á bæjunum þar sem þær bjuggu, sjálfsagt við harðan kost. Mennirnir voru jú yfirleitt þokkalega velstæðir bændur sem hafa átt eitthvað undir sér og hafa að öllum líkindum mútað sýslumönnum og hreppsstjórum fyrir að hlífa sér. Annars er merkilegt að þessir dauðadómar frá 17. öld og fram undir miðja þá 18. voru einungis bundnir við konur. Þessi kvennadráp áttu sér stað við Drekkjngarhyl á Þingvelli.
Síðasta aftaka átti sér stað 1830 þegar Friðrik og Agnes voru hálshöggvin við Þrístapa í Vatnsdal. Dauðadómar voru dæmdir áfram fram ytir 1900 enda var dauðadómur í hegningarlögunum frá 1869. Sennilega var síðasti dauðadómurinn felldur fyrir tæpum 100 árum þegar kona ein var dæmd fyrir að myrða bróður sinn 1913.
Í Skandinavíu var dauðadómur afnuminn úr refsilögum skömmu eftir aldamótin 1900 en tekin aftur í lög t.d. í Noregi í uppgjörinu eftir heimsstyrjöldina síðari. Þannig var sá umdeildi Quisling tekinn af lífi og var refsiheimildin umdeild enda reyndi þar á spurninguna hvort refsilög mættu vera afturvirk. Almennt er slíkt fordæmt enda á að vera klárt þegar refsiverður verknaður er framinn, beri að refsa eftir gildandi hegningarlögum. Hvað Ísland varðar var dauðarefsing endanlega afnumin 1928 úr íslensku refsilögunum sem var gjörbreytt í ársbyrjun 1940.
Við megum vera stolt af því að vera með allra fyrstu löndum að afnema dauðarefsingu og í raun fyrsta þjóðin sem hættir við að framkvæma dauðarefsingar.
Góðar stundir
Mosi
Krefjast afnáms dauðarefsinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
6.10.2011 | 23:33
Umdeildur þingmaður
Einar Guðfinnsson er einn af umdeildustu þingmönnum Sjhálfstæðisflokksins. Hans verður sennilega einna lengst minnst fyrir að hafa skilið eftir sig tímasprengju í ráðherrastólnum áður en hann yfirgaf hann snemma árs 2009: Hann leyfði umdeildar hvalveiðar án þess að taka slíka ákvörðun við aðra hvort sem var við ríkisstjórn eða Alþingi.
Hvalveiðar hafa ekki neina viðskiptalega þýðingu lengur fyrir íslenska þjóðarbúið. Mikil breyting sem áður var. Hins vegar hefur þessi leyfisveiting valdið ferðaþjónustu landsins sennileg mun meiri skaða en efnislegur ávinningur hvalveiða. Er ferðaþjónusta þó einn mikilsverðasti, varanlegasti og verðmætast vaxtabroddurinn í íslensku atvinnulífi.
Þessi þingmaður hefur lengi verið iðinn við að krýna sig til riddara af ýmsu tilefni. Nú á að efna til andófs og tortryggni gegn Efnahagsbandalagi Evrópu en kvótakóngum er EBE mjög mikill þyrnir í augum. Kannski að innan EBE leynist mun farsælli lausn en Einar Guðfinnsson og félagar telji sig hafa tök á. Auðvitað er langur vegur þangað til Ísland sé komið alla leið þangað. Þannig fullgildum við ekki einu einasta meginskilyrði um inngöngu sem komið er, nefnilega að hafa hallalaus fjárlög, skuldir innan tiltekinna marka og að verðbólga sé ekki hætti en ásættanlegt er.
Einar er popularisti. Hann sækir atkvæði sín til Vestfjarða þar sem kjósendum er mjög umhugað um útgerðarhagsmuni. Einar er glúrinn að stilla strengi sína við þær væntingar sem hann telur sig sækja fylgi sitt til. En kannski þetta sé allt meira og minna blekkingarleikur. Leikur kattarins að músinni.
Óskandi er að sem flestir sjái gegnum glansinn og glamuryrðin.
Góðar stundir!
Mosi
Erfiðustu kaflarnir ekki opnaðir á næstunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.10.2011 | 16:18
Tímamót?
Líklega hefur formaður Sjálfstæðisflokksins aldrei fyrr verið sammála forystu ASÍ. Lengi voru þetta andstæðir pólar í íslenskri pólitík sem jafnvel börðust á banaspjótum.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur ætíð verið málsvari atvinnurekenda, fjármagnseigand og þar með ýmiskonar hópa, þ. á m. braskara sem formaður Sjálfstæðisflokkurinn er prýðilegur fulltrúi fyrir.
ASÍ hefur lengi verið á öndverðum meiði. Samband þetta hefur verið samnefnari verkalýðsfélaga og jafnan tekið málstað þeirra sem minnst mega sín. Hvaða sögulega skýring kann að vera að baki skyndilegs gagnkvæms skilnings fulltrúa atvinnurekenda, braskara og verkalýðshreyfingarinnar, er ekki gott að segja. En væntanlega á sagan eftir að skýra þennan skyndilega samhug.
Góðar stundir.
Mosi
Bjarni sammála ASÍ í einu og öllu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 243585
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar