Bloggfærslur mánaðarins, október 2011
6.10.2011 | 16:09
Versta niðurlægingin
Það er alvarlegt þegar einstaklingar taka líf sitt þegar ekki nein von er framundan.
Stígamót á mikið lof skilið fyrir baráttu undanfarinna áratuga að fletta ofan af þeirri skelfilegu niðurlægingu sem tengist vændi og öðru því tengdu. Því miður er ekki öllum þetta ljóst: Á tíma einkavæðingar og frjálshyggju þótti sjálfsagt að gera niðurlægingu kvenna að söluvöru og féþúfu. Og spillingin grasseraði á þessu sviði með vitund og vilja hægri stjórnmálamanna sem töldu ekkert vera sjálfsagðara.
Misneyting, misnotkun áfengis og jafnvel eiturlyfja og undirferli hafa átt sinn þátt til að koma þessari starfsemi af stað með velvild þeirra stjórnvalda sem litu ekki á þetta með neinni tortryggni.
Einkennilegt er að enginn bloggi um þetta viðkvæma efni, þrátt fyrir að frétt þessi njóti mesta athygli.
Mosi
Tvær nektardansmeyjar sviptu sig lífi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.10.2011 | 13:02
Stjórn Bankasýslu segi af sér!
Greinilegt er að markmið stjórnar Bankasýslunnar hafi verið að styrkja hagsmuni Framsóknarflokksins með því að ráða mann sem tók þátt í undirbúningi umdeildrar einkavæðingar á ríkisbönkunum.
Ef stjórn Bankasýslu ríkisins segir ekki sjálf af sér ætti að leysa hana þegar frá störfum og ógilda annarlega ákvörðun hennar við ráðningu í starf forstjóra Bankasýslu ríkisins. Þetta starf á ekki að vera á vegum Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins né annarra flokka, heldur að vera hafið yfir pólitískt hagsmunapot sem átti meginþáttinn í bankahruninu.
Við megum ekki við fleiri áföllum eftir bankahrunið og miklir hagsmunir eru fyrir þjóðina að landinu verði aldrei aftur stjórnað af fámennri klíku valdamanna sem hafa hagsmuni heildarinnar ekki í fyrirúmi.
Góðar stundir.
Mosi
Segir ráðninguna hneyksli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.10.2011 | 18:23
Skammsýni ungliða Sjálfstæðisflokksins
Á Íslandi hefur þróast mikið og að mörgu leyti mjög merkilegt menningarlíf. Gríðarleg starfsemi tengist því. Að hætta öllum fjárstuðningi við Sinfóníuhljómsveit Íslands væri alvarlegt tilræði við menningarlífið á Íslandi. Hvað yrði næst? Einkavæðing og meiri einkavæðing?
Sjálfstæðisflokkurinn hefur leitt þjóðina langleiðina til glötunar. Hann kappkostar að grafa sem mest úr öllu viðreisnarstarfi eins og það sé einkamál hans. Ekki má endurskoða stjórnarskrána nema gegnum blind gleraugu einkavæðingarmanna í Sjálfstæðisflokknum. Ekki má breyta Stjórnarráðinu enda ruglar það allar hugmyndir þeirra um helmingaskiptastjórn við Framsóknarflokkinn sem byggst hefur á spillingu og blekkingum.
SUS mætti gjarna vera útlistað: Skammsýni ungliða Sjálfstæðisflokksins.
Góðar stundir en án vondra hugmynda SUS!
Mosi
SUS fagnar mögulegu verkfalli Sinfóníunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.10.2011 | 10:24
Gamla framsóknarklíkan styrkir völdin
Einkennilegt má það heita að vefsíða Morgunblaðsins hefur ekki enn birt frétt eða tilkynningu um að Páll Magnússon BA í guðfræði hafi verið ráðinn forstjóri Bankasýslu ríkisins. Páll þessi var í áraraðir tengdur innsta hring Framsóknarflokksins, var m.a. aðstoðarmaður Valgerðar Sverrisdóttur þá einkavæðingarpestin var einna verst eða þegar bankarnir voru einkavæddir sem aldrei hefði átt að gerast miðað við það sem á eftir gekk.
Mjög líklegt er að stjórn Bankasýslu ríkisins hafi ekki verið sammála um ráðningu meðal umsækjenda en þeir virðast allir hafa haft bæði betri og lengri menntun og starfsreynslu en Páll sem fram að þessu virðist ekki hafa komið nálægt starfsemi banka nema sem aðstoðarmaður Valgerðar. Kannski að stjórn Bankasýslunnar hafi því fremur valið þann versta meðal umsækjenda fremur en þann næst besta þá ekki var samhugur um að ráða þann allra besta. Ein af aðalpersónum Íslandsklukkurnar valdi fremur þann versta en næstbesta biðilinn eins og kunnugt er.
Ljóst er að ráðning Páls verður hvalreki á fjörur Framsóknarflokksins enda er hann margtengdur valdaklíkunni á þeim bæ.
Um þetta er fjallað í DV í dag sem allt hugsandi fólk um landsins gagn og nauðsynjar ætti að skoða.
Ljóst er að stjórn Bankasýslu ríkisins ætti að leysa þegar frá störfum og ógilda annarlega ákvörðun hennar við ráðningu í starf forstjóra Bankasýslu ríkisins. Þetta starf á ekki að vera á vegum Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins né annarra flokka, heldur að vera hafið yfir pólitískt hagsmunapot sem átti meginþáttinn í bankahruninu.
Við megum ekki við fleiri áföllum eftir bankahrunið og miklir hagsmunir eru fyrir þjóðina að landinu verði aldrei aftur stjórnað af fámennri klíku valdamanna sem hafa hagsmuni heildarinnar ekki í fyrirúmi.
Góðar stundir.
Mosi
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.10.2011 | 18:41
Hver skipuleggur?
Þegar mótmælt var aðgerðarleysi ríkisstjórnar Geirs Haarde komu mótmælendur á eigin forsendum með potta, pönnur og annað til að slá með. Nú endurtekur sig sagan að einhver hagsmunaaðili útvegar tugi tunna til að berja í. Hvaða aðili skyldi þetta vera? Og hverju er verið að mótmæla?
Mér finnst mótmæli vera góð og gild svo framarlega sem einhverjar góðar forsendur eru fyrir þeim og eins að þau fari fram án skrílsláta. Mótmælin við þingsetninguna voru fljótlega orðin að ómerkilegum skrílslátum sem eru engum til sóma.
Góðar stundir.
Mosi
Stilla upp tunnum á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.10.2011 | 18:22
Hvers vegna?
Hvers vegna var enginn fulltrúi Hæstaréttar viðstaddur setningu Alþingis á dögunum?
Er það í fyrsta sinn sem það gerist, að sögn Helga Bernódussonar, skrifstofustjóra Alþingis. Hann bætir við, að ástæður þess hefðu verið persónulegar.
Fróðlegt væri að fá nánari upplýsingar um hvaða persónulegar ástæður liggja að baki. Eða má ekki setja málið þannig upp að rík venja sé að Hæstiréttur sem stofnun, beri að senda fulltrúa sinn við setningu þingsins.
Ef eg væri þingmaður þá óskaði eg eftir opinberri skýringu á þessu. Það sýnist vera lítilfjörlegt en þarna var verið að víkja frá ríkri venju.
Góðar stundir!
Mosi
Fulltrúar Hæstaréttar mættu ekki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.10.2011 | 18:01
Áhrifalaus þingmaður
Mikil eftirsjá var að Atla þegar hann sagði sig úr þingliði ríkisstjórnarinnar. Mér hefur alltaf fundist mikið til Atla koma og var einn af þeim mörgu sem sáu eftir honum í hóp óánægðra gagnvart ríkisstjórninni.
Ljóst er að þingmaður sem stendur utan stjórnar verði áhrifalaus. Meðan ríkisstjórn heldur meirihluta, þá ræðst í nefndir eftir vilja þeirra sem með valdið hafa.
Kannski væri æskilegt að Atli endurskoði afstöðu sína og verði stuðningsmaður ríkisstjórnarinnar sem hefur mjög nauman meirihluta. Með því gæti hann breytt stöðu sinni innan þingsins frá því að vera áhrifalítill í að hafa áhrif.
Góðar stundir
Mosi
Refsa mér fyrir að vera óþekkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.10.2011 | 17:46
Ábyrgð kapteinsins í brúnni
Þó svo að tveim liðum hafi verið vísað frá, þá stendur meginákæran gegn Geir Haarde eftir sem áður. Hann sýndi af sér ámælisvert athafnaleysi og sinnuleysi sem forsætisráðherra í aðdraganda hrunsins. Hann átti meginsökina að ekkert var aðhafst til að koma í veg fyrir bankahrunið.
Þó svo að Mosi sé ekki refsiglaður maður er þó deginum ljósara að koma hefði mátt í veg fyrir hrunið með nauðsynlegum björgunaraðgerðum í tíma. Taka átti tilboði Breta að vinda ofan af vitleysunni og grípa fram fyrir hendurnar á útrásarvörgunum áður en allt fór á versta veg. Þdeir fengu að féfletta samborgarna, hreins fyrirtækin og stofnanir að innan eins og engisprettur og skilja allt eftir í rústum. Geir hefur fram að þessu gefið í skyn að hann hafi ekkert vitað en sem sérfræðingur á sviði hagfræði átti honum að vera ljóst að ekki var allt með felldu. Hann er sérfræðingur á svið þjóðarhagfræði, menntun sem tiltölulega fáir hafa. Annað hvort er hann kæruleysið uppmálað eða gerir sér upp einhverja vankunnátta sem jaðrar við heimsku.
Ekki er ósennilegt að sagan dæmi Geir Haarde mun harðar en Landsdómur sem að öllum líkindum dæmir hann til málamyndarefsingar. Kannski Geir fái þann stimpil í sögu Íslands að vera einn lakasti forsætisráðherra landsins sem gerði ekkert til að koma í veg fyrir bankahrunið sem hann þó hafði möguleika að koma í veg fyrir.
Bankahrunið snertir hvern Íslending. Flestir töpuðu mestu á því að skuldir uxu hraðar en efni stóðu til enda hefur allt hagkerfið verið þanið út meðan Sjálfstæðisflokkurinn var við völd samfellt í 17-18 ár. Þá voru þúsundir sem töpuðu sparifé sínu í formi hlutabréfa og innistæðna sem erfitt er að gera kröfu um nú. Og tap lífeyrissjóða er gríðarlegt sem að öllum líkindum verður til þess að lífeyrisréttindi verða stýfð. Og margir hafa misst atvinnuna - allt í boði Sjálfstæðisflokksins!
Góðar stundir!
Mosi
Niðurstaða landsdóms áfangasigur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.10.2011 | 14:41
Fridsamleg motmaeli eda skrilslaeti?
Um leid og fyrsta egginu er kastad, breytast fridsamleg motmaeli i skrilslaeti sem eru engum til soma.
Godar stundir! Fyrirgefid ad eg er ekki i tolvu med islenskum stofum enda staddur i Skotlandi.
Godar stundir!
Mosi
,,Eggið hæfði mig á vondan stað" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 2.10.2011 kl. 19:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 243586
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar