Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2011

Nauðsyn grannavörslu

Spurning hvort unnt hefði verið að koma í veg fyrir þetta tjón ef grenndarvarsla hefði verið virk? Ljóst er að ræktun þessara kannabisplantna þarfnast ýmiss sérbúnaðar og líklegt er að einhverjar vísbendingar og grunur um e-ð óeðlilegt hafi komið fram. Þessi ræktun kallar t.d. á lýsingu nánast nótt og dag, einhver tortryggileg lykt kann að hafa borist út og hvað með mannaferðir?

Allt þetta á lögreglan væntanlega eftir að rannsaka og komast að því hvaða aðilar þarna áttu hlut að máli. Þetta er mjög bíræfið og spurning hvort tjónþolar megi vænta einhverra bóta úr hendi tryggingafélaga en helst þeirra sem ollu þessum ósköpum.

Grannavarsla sem byggist á sameiginlegri hagsmunagæslu og þá í samvinnu við lögreglu og tryggingafélög er mikilsvert í nútímasamfélagi. Um þetta málefni ner nauðsynleg umræða enda mikið í húfi að svona starfsemi sé stoppuð strax.

Mosi


mbl.is Ræktunarbúnaður gaf sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frjálshyggjan sem endaði í glundroða

Einu sinni var frjálshyggjan talin vera allra bóta mein. Ríkisstjórn tók þessa frjálshyggju upp á sína arma sem kenndi að víða væri „dautt fé“  að finna í hagkerfinu sem mnætti nýta til einhvers gagns. Jú það voru fundvísir útrásarpiltar sem Mosi vill gjarnan nefna „varga“ fremur en „víkinga“. Féð nýttu þeir í margs konar brask þ. á m. voru fjölmargar framkvæmdir settar á flot og fluttir voru erlendir farandverkamenn.

Í ljós kom að „dauða féð“ var í eigu sparifjáreigenda og lífeyrissjóða. Einkum eldra fólk og þeir sem eru komnir yfir miðjan aldur vilja gjarnan eiga sparifé til að grípa síðar til. Mest allt þetta mikla fé varð að engu, það tapaðist einkum það sem var í formi hlutabréfa.

Nú höfum við verið að súpa seyðið afleiðinga hrunsins sem varð vegna óráðsíu sem verður að vera skrifuð á þá stjórnmálaflokka sem ábyrgð báru á einkavæðingu bankanna og bankahruninu. Sjálfur missti eg allt mitt sparifé í formi hlutafjár, það slagaði upp í andvirði jarðar! Þá hefi eg verið atvinnulaus síðastliðna vetur. Eg deili hlutskiptum við þúsundir sem misst hafa atvinnuna en bjargast á atvinnuleysisbótum.

Mörg fyrirtæki urðu undir af öðrum orsökum. Þannig hefir ruðningsáhrif álbræðslna haft veruleg áhrif. Skógrækt á núna á brattan að sækja er er t.d. stærsta skógræktarstöð landsins Barri í umtalsverðum erfiðleikum. Á Austurlandi hafa á undanförnum áratugum orðið gríðarlegar breytingar. Þar eru að vaxa hávaxnir skógar sem í nánustu framtíð munu skapa af sér mikil verðmæti í formi timburs. Rekstur þessarar starfsemi er aðeins lítið brot sem álbræðsla hefir hins vegar kostað okkur. Þar var frjálshyggjan sem stýrði för, ekki mannleg skynsemi.

Af hverju má ekki hlúa betur að þessari starfsemi og auka atvinnu við að bæta gróðurfar Íslands?

Mosi


mbl.is 70,3 milljarðar í bætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mistök Hæstaréttar

Þessi hæstaréttardómur er Hæstarétti til vansa. Í stað þess að lægja öldurnar, magnar hann deilurnar í samfélaginu, öfgaöflunum til hvatningar. Er það hlutverk Hæstaréttar?

Auðvitað voru hnökrar á framkvæmd kosninganna en ekki kom það að sök eða hafði áhrif á niðurstöður. Þess vegna átti kosningin ekki að vera dæmd ónýt. Fremur hefði mátt láta niðurstöðurnar standa en taka undir annmarkanna enda var enginn sem varð sannanlega fyrir tjóni vegna ágallanna.

Mosi


mbl.is Meiriháttar áfall fyrir Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju er Hæstiréttur að magna upp deilur í samfélaginu?

Þessi hæstaréttardómur er Hæstarétti til vansa. Í stað þess að lægja öldurnar, magnar hann deilurnar í samfélaginu, öfgaöflunum til hvatningar. Er það hlutverk Hæstaréttar?

Auðvitað voru hnökrar á framkvæmd kosninganna en ekki kom það að sök eða hafði áhrif á niðurstöður. Þess vegna átti kosningin ekki að vera dæmd ónýt.

Mosi


mbl.is Stjórnlagaþing verið þrætuepli flokkanna frá upphafi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yfirgengilega há laun

Ekki kemur fram hversu mikinn tími liggur að baki þessari kaupkröfu. En hér er um nálægt 3-4 árslauna venjulegs fólks.

Sumir hafa mjög há laun en hvað skyldi maðurinn hafa haft á tímann?

Mosi


mbl.is Greiðslum Baugs til lögmanns rift
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nauðvörn?

Nú hefir margt verið gagnrýnt með fyrirtæki þetta. Aflandskrónur voru gjörnýttar til að kaupa hagsmuni tengdum aðgangi að íslenskum orkulindum. Íslenskir ríkisborgarar hafa ekki sama rétt og var því þarna um grófa mismunun milli aðila. Þessi staðreynd virðist vera eigendum Magma fyllilega ljós.

Íslenskir hagsmunir mæla með því að við yfirtökum þessi gæði á þann hátt að viðkomandi fái greitt fyrir í samræmi við það sem hann hefir lagt í fyrirtækið auk sanngjarnar þóknunar sem gæti verið t.d. vextir af kaupverði en ekki eyri fram yfir það.

Geysir Green Energy var vægast sagt furðulegt fyrirtæki en einn af upphafsmaður þess og stjórnarformaður var Hannes Smárason, sá sami sem átti vægast sagt skrautlegan feril í viðskiptalífi Íslendinga og geta margir minnst þess að hafa glatað ævisparnaði sínum í braski hans og hans félaga með hlutabréf og ýmsa furðulega fjármálavafninga í ölduróti sem varð í bankahruninu.

Lífeyrissjóðir töpuðu auk þess offjár sem líklega seint verður tíundað.

Sitthvað bendir til að þeir Magma menn vilji reyna að sigla inn á kyrrari sjó.

Mosi

 


mbl.is Magma reiðubúið til viðræðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dýr dómur

Stjórnlagaþingskosningarnar voru mjög dýrar, jafnvel dýrari í framkvæmd en sveitastjórnarkosningar og þingkosningar. Það er dapurlegt að Hæstiréttur hafi talið að ágallarnir væru það mikilir að ekki hefði verið talið að unnt væri að horfa í fingur sér við þá.

Umboð kjörinna fulltrúa fellur væntanlega niður.

Nú þarf væntanlega að endurtaka kosninguna og vonandi verður unnt að þræða fram hjá öllum skerjum og boðum þannig að Hæstiréttur ógildi þær ekki öðru sinni. Spurning er hvort rétt sé að setja auknar kröfur t.d. að fjölga meðmælendum en einungis þurfti 30 undirskriftir. Nota verður hefðbundna kjörkassa og hanna kjörseðla í samræmi við gerð þeirra. Þá þarf líklega að breyta einhverju varðandi talningu atkvæða.

Líklegt er að stjórnarandstaðan kætist enda er allt reynt til að grafa undan ríkisstjórninni sem á níu líf eins og kötturinn.

Ein örlítil leiðrétting að lokum: fyrsta stjórnarskráin var sett 5.júní 1849 í Danmörku en ekki 1848. Þessi dagur, Grundlovsdagen hefur síðan verið þjóðhátíðardagur Dana, svo mikils virði er þeim þessi dagsetning.

Mosi


mbl.is Ómar: „Erum að flýta okkur of mikið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Noregur: heimaland friðarverðlauna Nóbels

Norðurlönd hafa lengi verið talin með þeim löndum þar sem mannréttindi hafa verið metin einna mest. Nú hafa norsk yfirvöld komið því í kring að hrekja úr landi unga konu sem fluttist sem kornabarn með foreldrum sínum til Noregs og uppalin þar. Hvernig má þetta vera? Eru strangtrúarmenn á bókstaf laganna að taka fram fyrir hendurnar á allri skynsemi og sanngirni?

Á 17. öld var einn ágætur hugsuður íslenskur, sem kallaður var Vísi-Gísli og lét hafa eftir sér: „Betri er góður embættismaður en góð lög“. 

Þessi ákvörðun norskra yfirvalda er þeim til mikils vansa. Líklegt kann að vera að sá embættismaður sem ábyrgð tekur á þessari umdeildu ákvörðun sé að gangast fyrir einhverjum „popularisma“ en víða er tortryggni og jafnvel hatur gagnvart útlendingum víða versnandi ástand.

Furðulegt verður að teljast að þessi unga kona sem hefir þegar orðið landsfræg fyrir afburða vel ritaða bók sé flæmd úr landi vegna uppruna síns. Getur verið að rithöfundurinn ungi hafi komið illa við einhver viðkvæm kaun? Landið er Noregur, heimaland friðarverðlauna Nóbels!

Það reynir á réttarríkið. Er það kannski að líða undir lok?

Mosi


mbl.is Rithöfundi vísað frá Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverjir voru flugumenn?

Flugumenn hafa verið á ferðinni a.m.k. 1000 ár í íslenskum heimildum. Þeir voru morðingjar sem myrtu á laun.

Eigi minnist eg þess að flugumenn hafi verið á ferðinni sem njósnarar eða í öðrum leynilegum sendiferðum nema sem laumumorðingjar.

Mosi


mbl.is Vill rannsaka hvort flugumaður hafi aðstoðað lögreglu hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikilvægur vaxtarbroddur

Við eigum að fagna þessum góðu fregnum. Vegna hækkunar hitastigs um nokkrar gráður er að vænta breytinga á lífkerfinu í sjónum sem og á landi. Loftslagsbreytingin er að þessu leyti til góðs. En reikna má með að sumar tegundir lífvera hverfi úr náttúru landsins og má benda á haftyrðilinn sem mun einungis verpa í Grímsey nú orðið.

Auðvitað verðum við Íslendingar að kappkosta að hámarka verðmæti makrílsins eftir megni. Það á aðeins að setja allra lakasta hráefnið í bræðslu, 40% er of mikið.

Mosi


mbl.is Makríll seldur til 27 landa fyrir 7,9 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 243585

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband