Mistök Hæstaréttar

Þessi hæstaréttardómur er Hæstarétti til vansa. Í stað þess að lægja öldurnar, magnar hann deilurnar í samfélaginu, öfgaöflunum til hvatningar. Er það hlutverk Hæstaréttar?

Auðvitað voru hnökrar á framkvæmd kosninganna en ekki kom það að sök eða hafði áhrif á niðurstöður. Þess vegna átti kosningin ekki að vera dæmd ónýt. Fremur hefði mátt láta niðurstöðurnar standa en taka undir annmarkanna enda var enginn sem varð sannanlega fyrir tjóni vegna ágallanna.

Mosi


mbl.is Meiriháttar áfall fyrir Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

Stjórnlagaþingið var andvana fædd hugdetta ónýtrar ríkisstjórnar, sem nú hafa kastað 200 milljónum á glæ. Ef Jóhanna velur að hunza dóm Hæstaréttar, þá er hún að brjóta landslög.

Vendetta, 26.1.2011 kl. 19:53

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Mikill meirihluti þjóðarinnar vill nýja stjórnarskrá. Meirihluti þingsins vildi fara þessa leið. Með þessu er Hæstiréttur pólitísk stofnun sem gfrípur fram fyrir löggjafarvaldið.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 27.1.2011 kl. 09:38

3 Smámynd: Vendetta

"Mikill meirihluti þjóðarinnar vill nýja stjórnarskrá."

Geturðu rökstutt þessa hæpnu staðhæfingu?

Vendetta, 27.1.2011 kl. 12:23

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Margsinnis hefir komið fram að flestir vilja nýja stjórnarskrá. Á endurskoðun hennar að vera áfram einkamál Sjálfstæðisflokksins eins og lengi var á þeim bæ?

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 27.1.2011 kl. 14:21

5 Smámynd: Vendetta

Þú hefur ekki rökstutt þessa staðhæfingu þína með t.d. áreiðanlegum og afgerandi skoðanakönnunum framkvæmdar af mismunandi aðilum. Ég hef sjálfur ekki orðið var við þetta sem þú nefnir, samt fylgist ég með öllum þannig fréttum.

Á meðan þú getur ekki sýnt fram á það að meirihluti þjóðarinnar vilji nýja stjórnarskrá, þá leyfi ég mér að draga það stórlega í efa. Þetta kemur Sjálfstæðisflokknum ekkert við.

Vendetta, 27.1.2011 kl. 14:29

6 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sjálfsagt hafa verið einhverjar skoðanakannanir en yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem buðu sig fram til stjórnlagaþings höfðu mjög ákveðnar skoðanir og hugmyndir um hvað skyldi endurskoða. Íslenska stjórnarskráin er með þeim elstu í heimi en ákaflega gamaldags og hefir ekki fylgt tímans straumi.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 27.1.2011 kl. 15:52

7 Smámynd: Vendetta

Íslenzka stjórnarskráin er kannski gömul, en allar stjórnarskrár í Vestur-Evrópu og Norður-Ameríku eru eldri. Danska stjórnarskráin er líka gamaldags og úrelt, en það hefur aldrei verið nein þörf á að endurskoða neitt frá því 1953. Það er engin þörf á því að vera sífellt að endurskoða stjórnarskrár, svo fremi sem aðalatriðin breytast ekki (stjórnarform og réttindi þegnanna). Það eru bara naïv manneskjur sem halda að tilgangur Jóhönnu og Össurar með stjórnlagaþinginu sé heiðvirður. Ertu svilítið naïv, Guðjón?

Auðvitað vildu flestir þeir sem buðu sig fram breyta einhverju. En þeir eru ekki dæmigerðir fulltrúar þjóðarinnar, því að þeir byðu sig varla fram til að gera engar breytingar (með fáeinum undantekningum). Hvað með restina af þjóðinni (ca. 250 þús.), sem hefur náð 18 ára aldri. Hvað finnst þeim?

Það er þörf á því að gera nokkrar óháðar skoðanakannanir frá mismunandi aðilum með slembiúrtak upp á ca. 3.000 manns í hverri könnun, sem svara spurningunum:

1. Hefurðu kynnt þér íslenzku stjórnarskrána?

2. Ef  við sp. 1, viltu breyta einhverju í stjórnarskránni?

3. Ef við sp. 2, hvaða grein viltu breyta og hvernig?

Þannig fengjust svör sem hægt væri að byggja á. Þannig má gera ráð fyrir, að þeir sem ekki einu sinni hefðu lagt það á sig að kynna sér stjórnarskrána, hefðu heldur neinn áhuga á neinum breytingum.

Þegar nokkrar stofnanir og fjölmiðlar hafa gert svona kannanir á viðeigandi hátt (með hlutleysi og slembiúrtaki) þá er hægt að sjá á hversu margir (plús/mínus 3%) eru á móti breytingum (og stjórnlagaþingi) og hversu margir vilja breytingar. Það sem myndi þó vera áhugaverðast við svona könnun væru svör við sp. 3. Þá kæmi örugglega á daginn, að fæstir vildu breytingar, sem fælu í sér afsal sjálfstæðis en flestir vildu breytingar sem tækju fyrir spillingu í þjóðfélaginu. Þannig myndu huldar fyrirætlanir og plön Jóhönnu falla um sig sjálf.

Svörin við sp. 3 finnst mér líka að allir frambjóðendur ættu að svara löngu fyrir kosningar og ekki þessu loðnu skýringar og klisjur sem flestir skreyttu sig með án þess að nokkur maður vissi hvað persónan hugðist leggja til. Ímyndaðu þér frambjóðendur til alþingiskosninga sem svöruðu í sífellu: "Við ætlum okkur að gera eitthvað á Alþingi sem okkur finnst rétt að gera, við vitum bara ekki hvað". Hver myndi vilja kjósa þá?

Vendetta, 27.1.2011 kl. 17:13

8 Smámynd: Vendetta

Ég vil benda þér á þessa færslu Jóns Vals un nýlega könnun Bylgjunnar:

http://jonvalurjensson.blog.is/blog/jonvalurjensson/entry/1137254/

Þar segir m.a.: "Í skoðanakönnun á vef Bylgjunnar og Reykjavíkur síðdegis telja 71% að stjórnvöld beri ábyrgð á stjórnlagaþingsmálinu

Könnun á Reykjavík síðdegis frá í gær gaf þessa niðurstöðu úr þremur valkostum: 

  • 54% vildu hætta við stjórnlagaþingið.
  • 27% vildu kjósa aftur.
  • 19% vildu láta alþingi kjósa stjórnlagaþingmenn."

Þú sérð þarna að aðeins 46% (27% + 19%) vilja þetta stjórnlagaþing og þar með vilja breyta stjórnarskránni. Ekki neinn mikill meirihluti eins og þú heldur fram.

Vendetta, 27.1.2011 kl. 18:29

9 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sat tíma heilan vetur og hlustaði á Gunnar Thoroddsen útlista stjórnskipunarrétt og stjórnarskrána. Það voru áhugaverðar stundir þar sem þessi mælskumaður útskýrði þaula þessi grundvallarlög.

Til að leiðrétta þig „Blóðhefndarmaður“ (Vendetta er ítalska og merkir blóðhefnd), þá eru mörg ríki Evrópu og reyndar um görvallan heim með nútímalegri stjórnarskrá en þá íslensku. Einkum hafa ríki sem hafa nýlega losað sig við einræðisstjórnir eða lent í kollsteypum, sett sér nýja stjórnarskrá. Vestur-Þýskaland er eitt af þessum ríkjum en ný stjórnarskrá mjög nútímaleg var sett nokkrum árum eftir stríð. Portúgal, Spánn, Chile, Mexico, Suður Afríka: þessi lönd eiga sér öll mjög góðar og vandaðar stjórnarskrár. Er líklega stjórnarskrá Suður Afríku ein sú merkasta enda átti Nelson Mandela einna mestan þátt í að semja hana.

Fullyrðingar þínar huldumaður um „naiv“ eða eitthvað í þá áttina skil eg ekki. Þetta orð er einkum notað yfir list sem kannski kann að þykja barnaleg. En hún er einlæg og yfirleitt mjög falleg. Það er því ekki slæmur eiginleiki.

Það er ekki á færi einstaklings sem auk þess er atvinnulaus að fara út í skoðanakannanir. Það er auðveldara að segja það en framkvæma ef rétt er að staðið. Það er ekki áhlaupaverk enda eru margir pyttir sem varast þarf ef skoðanakönnunin eigi að vera marktæk.

Góðar stundir

Mosi   

Guðjón Sigþór Jensson, 27.1.2011 kl. 18:38

10 Smámynd: Vendetta

Það er rétt, að naïvety getur verið kostur í mannlegum samskiptum, þegar það samsvarar einlægni en sjaldan þegar það samsvarar trúgirni. Í pólítík er naïvety alltaf ókostur, því að stjórnmálamenn (og stjórnmálakonur til að hafa kynjajafnrétti) eru sízt þekkt fyrir hreinskilni og notfæra sé auðskiljanlega þá sem láta blekkjast. Þeir sem trúa blint á að ríkisstjórn eða önnur yfirvöld séu alltaf að gera það rétta, verða auðveldlega stimplaðir sem useful idiots (nytsamir fábjánar?). Þetta hugtak kannastu örugglega við, enda mikið notað á dögum kalda stríðsins. 

Vendetta, 27.1.2011 kl. 19:08

11 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Mér finnst þú Vendetta vera barnslega trúr pólitískri sannfæringu þinni rétt eins og vissir stjórnmálamenn á ysta kanti íslenskra stjórnmála voru ýmist á bandi herranna í Kreml eða Washington.

Frjáls hugsun hefir þann kost að hafa þann eiginleika um að efast um alla skapaða hluti. Er það „naiv“? Ætli það?

Ein síðasta barnslega tilraunin til þessa var þegar stuðningur Davíðs og Dóra um innrásina í Írak var til umræðu á Alþingi. Þá setti Halldór Ásgrímsson fram furðulega kenningu um að annaðhvort væri maður á með eða á móti, rétt eins og engir aðrir valkostir væru fyrir hendi. Margir efuðust um þennan stjórnmálamann eftir þessa vægast sagt furðulegu ræðu sem ekki höfðu áður efast.

Læt eg svo lokið umræðu þessari.

Mosi

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 28.1.2011 kl. 10:24

12 Smámynd: Vendetta

Nei, frjáls hugsun og efahyggja er ekki naïv, heldur þvert á móti.

Tilvist Halldórs Ásgrímssonar er móðgun við mannkynið sem slíkt. Með þessu spakmæli læt ég líka staðar numið.

Vendetta, 28.1.2011 kl. 13:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband