Dýr dómur

Stjórnlagaþingskosningarnar voru mjög dýrar, jafnvel dýrari í framkvæmd en sveitastjórnarkosningar og þingkosningar. Það er dapurlegt að Hæstiréttur hafi talið að ágallarnir væru það mikilir að ekki hefði verið talið að unnt væri að horfa í fingur sér við þá.

Umboð kjörinna fulltrúa fellur væntanlega niður.

Nú þarf væntanlega að endurtaka kosninguna og vonandi verður unnt að þræða fram hjá öllum skerjum og boðum þannig að Hæstiréttur ógildi þær ekki öðru sinni. Spurning er hvort rétt sé að setja auknar kröfur t.d. að fjölga meðmælendum en einungis þurfti 30 undirskriftir. Nota verður hefðbundna kjörkassa og hanna kjörseðla í samræmi við gerð þeirra. Þá þarf líklega að breyta einhverju varðandi talningu atkvæða.

Líklegt er að stjórnarandstaðan kætist enda er allt reynt til að grafa undan ríkisstjórninni sem á níu líf eins og kötturinn.

Ein örlítil leiðrétting að lokum: fyrsta stjórnarskráin var sett 5.júní 1849 í Danmörku en ekki 1848. Þessi dagur, Grundlovsdagen hefur síðan verið þjóðhátíðardagur Dana, svo mikils virði er þeim þessi dagsetning.

Mosi


mbl.is Ómar: „Erum að flýta okkur of mikið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Stjórnlagaþingmenn sem hefur verið veitt kjörbréf með pom og pragt til setu á stjórnlagaþingi skunda nú líklega til Alþingis til að skila kjörbréfinu.

Eðlilega væri fyrir þá að láta fylgja reikning fyrir útlögðum kostnaði.

Það er miklu betra fyrir þingið að greiða  þessa reikninga sem hverja aðra risnu frekar en að fá á sig 25 skaðabótarmál.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 25.1.2011 kl. 17:23

2 identicon

Það er dapurlegt að Hæstiréttur hafi talið að ágallarnir væru það miklir að ekki hefði verið talið að unnt væri að horfa í fingur sér við þá.

Alls ekki. Það er mjög ánægjulegt að Hæstiréttur vinni vinnuna sína. Það hefði verið mjög dapurlegt ef Hæstiréttur hefði farið út fyrir ramma laganna til að þóknast tískunni. 

Það sem er dapurlegt við þetta allt saman er hversu illa það var staðið að þessum kosningum og að þær hafi ekki verið lögum samkvæmt.

Kristinn (IP-tala skráð) 25.1.2011 kl. 17:31

3 Smámynd: Vendetta

Það er rétt hjá þér Guðjón, að fyrsta danska stjórnarskráin er frá 1849 og þær síðari annars vegar frá 1915/1920 og 1953.

Það er heldur ekki rétt hjá Ómari Ragnarssyni, að Danir kljáist með einhver vandamál af því að stjórnarskráin þeirra er ekki alveg uppfærð. Það hefur engin áhrif á stjórnsýsluna, því að mikilvægustu ákvæðin (þ.á.m. varðandi persónu- og tjáningafrelsi) standa óhögguð. Að það standi t.d. ennþá í stjórnarskránni að kóngurinn útnefni ráðherra, þótt allir viti að það er forsætisráðherrann sem gerir það í dag, kippir énginn sér upp við. Danir og danska þjóðfélagið eru að upplagi mjög íhaldssamt og stundum er það gott, stundum ekki. Ýmsar atrennur hafa verið gerðar af sócialdemokrötum og öðrum miðju- og vinstriflokkum í Danmörku til að láta breyta stjórnarskránni undir því yfirskini að hún sé úrelt hvað varðar hlutverk konungsins/drottningarinnar, en í þeim raunverulega tilgangi að grafa undan dönskum hefðum og sjálfstæði. Það er alveg hægt að bíða þangað til einhver róttæk breyting gerist áður en stjórnarskránni er breytt.

Það ber að athuga (það eru ekki allir sem vita það) að stjórnarskrá er grunnskjal yfir stjórnsýslu- og þjóðfélagsform ásamt skjalfestingu á grundvallarréttindum og -skyldum. Öll lög verða að vera í samræmi við stjórnarskrána, en það eru lög sem afgreidd eru frá þinginu ásamt stjórnsýslureglum sem breytast, er bætt við eða niðurfelld, enda varðar það daglegan rekstur þjóðfélagsins. Það gerir stjórnarskráin ekki. Það má jafnvel deila um það hvort allar breytingarnar á íslenzku stjórnarskránni árið 1995 hafi verið nauðsynlegar. Ég stórefast um það.

Vendetta, 25.1.2011 kl. 18:53

4 Smámynd: Vendetta

"Það er alveg hægt að bíða þangað til einhver róttæk breyting gerist áður en stjórnarskránni er breytt."

Hér á ég t.d við ef Danir leggja niður konungdæmið og setja á laggirnar lýðveldi, sem mun sennilega gerast innan næstu 500.000 ára. Eins og ég skrifaði hér áður, þá eru Danir mjög íhaldssamir. En það er meira lýðræði þar heldur en nokkurn tíma hér á landi.

Vendetta, 25.1.2011 kl. 18:58

5 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þakka ykkur fyrir aths.

Það sem gerir þennan hæstaréttardóm mjög sérstakan er að enginn hefir sýnt fram á að hann hafi orðið af hagsmunum eða gengið hafi verið á réttindi hans við framkvæmd þessara kosninga. Nú hefi eg ekki skoðað dóminn en ef kærendur telja sig hafa orðið fyrir skaða hvernig vilja þeir að komið verði á móts við þá?

Snýst deilan kannski um eitthvað sem skiptir engu máli? Eða eru kærendur að vekja athygli á sjálfum sér?

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 25.1.2011 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 242914

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband