Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2011
18.1.2011 | 18:59
Menntunin og askarnir
Ýmsir ráðamenn á undanförnum árum hafa viðhaft stór orð: að vissar íslenskar menntastofnanir eins og Háskóli Ísleands verði meðal 100 bestu háskóla heims!
Það hefir lengi þótt stórt orð Hákot! Háskólar og aðrar menntastofnanir þurfa fé til starfseminnar, oft mikið fé ekki aðeins til kennslu heldur einnig til rannsókna. Menntunin á að vera með því besta en hún má helst ekki kosta meira en einhver meðalmennska.
Áður var oft haft gjarnan að orði að lærdómurinn eða bókvitið verði ekki í askana látið. Með þessu átti gamla fólkið við að vinnan væri það sem ætti að ganga fyrir en ekki bóklesturinn. Svona var nú það áður en ætli menntunin hafi ekki gert lífið ólíkt léttara með aukinni verklegri þekkingu og reynslu?
Mosi
Orkuskólinn gjaldþrota | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
17.1.2011 | 12:32
Búið spil?
Jón Ásgeir og fleiri athafnarmenn reistu sér hurðarás um öxl. Með ódýru lánsfé tókst þeim að byggja upp fjármálaveldi sem ekki tókst að bjarga þegar greiða þurfti lán til baka og ekki tókst lengur að njóta ódýra lánsfjársins.
Sennilega er þetta búið spil.
Kyrrsetningarmál eru rándýr en njóta forgangs í dómskerfinu. Gerðarbeiðandi (kröfuhafar) verða að leggja fram háar fjárhæðir til tryggingar ef þeir tapa máli. Með kyrrsetningunni eru lagðar hömlur á meðferð eigna, þær má hvorki ráðstafa á nokkurn hátt t.d. með því að selja þær, gefa eða afhenda né veðsetja. Þá verða kröfuhafarnir að höfða mál á hendur gerðarþola (skuldara) innan tilskilins tíma til staðfestingar kyrrsetningunni.
Þessi kyrrsetningarmál eru fremur sjaldgæf vegna mikils kostnaðar og umtalsverðrar áhættu. Þannig getur farið fram uppboð á kyrrsettri eign vegna veðskulda eða eldri dóms og fellur þá eignarréttur skuldara niður á viðkomandi eign ef eigendaskipti verða við nauðungarsölu.
Mosi
Kyrrsetningin stendur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.1.2011 | 11:58
Allir Íslendingar geta tekið undir með Ólafi
Þetta er réttmæt hvatning Ólafs Ragnars til Gordon Brown að sá síðarnefndi biðji íslensku þjóðina afsökunar.
Þessi yfirlýsing Gordon Browns á sínum tíma olli gríðarlegum áhrifum á Íslandi. Hins vegar hafði hann sér til afsökunar og það kom síðar í ljós, að bresk stjórnvöld vildu viðræður við þáverandi ríkisstjórn um lausn Icesave sem greinilega var að mati Breta. litið grafalvarlegum augum. Íslenska ríkisstjórnin undir forsæti Geirs Haarde þverskallaðist við og vildi ekki taka á þessu máli. Á meðan hélt vitleysan áfram, bankarnir og mörg fyrirtæki voru etin að innan, stórlán voru veitt án viðhlýtandi trygginga.
Gordon Brown á sér því góða málsvörn en Geir Haarde glutraði þar niður góðu tækifæri að leysa þessi mál í tíma. Unnt hefði verið að takmarka tjónið ef fyrr hefði verið tekið á vandanum. Perhaps I should be! eða var það ekki þannig sem forsætisráðherrann ógæfusami lét hafa eftir sér þegar allt var komið í verstu óreiðu?
Sjálfsagt væri rétt af Gordon Brown að biðja íslensku þjóðina afsökunar, fyrst og fremst til að treysta betur annars gott samband milli landanna. Hann yrði talinn maður að meiri. En hvort það skiptir einhverju máli úr þessu nú, er óljóst en þetta væri fyrst og fremst mikilvæg staðfesting á því að breski forsætisráðherrann þáverandi mun hafa gengið skrefi of langt með þessari niðurlægjandi yfirlýsingu sinni.
Verði Gordon Brown við áskorun Ólafs Ragnars, væri þá Gordon Brown ekki að biðja jafnframt þá Íslendinga einnig afsökunar sem þó áttu sök á því sem fór? Braskarana og þá stjórnmálamenn sem ábyrgð báru á einkavæðingu bankanna sem endaði með græðgisvæðingu og síðar falli þeirra? Það væri kannski eins og að stökkva vatni á gæs.
Mosi
Brown ætti að biðjast afsökunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.1.2011 | 10:32
Taka verður á fortíðinni!
Í hugmyndum iðnaðarráðherra um nýtingu jarðhitaréttinda eru margar góðar hugmyndir sem hafa margar hverjar áður komið fram í fyrri drögum um sama efni.
Við verðum þó að gera ráð fyrir því að mistök fortíðarinnar verði ekkji sópað undir teppið og látin liggja þar óafgreidd. Eignahald á fyrirtækjum og öðrum forréttingum sem fengust við jarðhitanýtingu hefur verið mjög umdeilt. Þessi fyrirtæki voru mörgum hverjum stýrt af fjármálamönnum en ekki sérfræðingum á svið jarðhitarannsókna. Þeir stýrðu þessum fyrirtækjum með skammsýn markmið og áður en það komust í þrot var reksturinn ærið skrautlegur að ekki sé dýpra tekið í árina.
Erlendur aðili hefir nýtt sér aðstöðuna, keypt aflandskrónur og hyggst gera jarðhitaauðlindir að féþúfu. Þessi aðili hefir lýst því yfir að hann hyggist ekki eiga 98,5% í HS Orku, heldur innleysa verulegan hagnað sinn með því að selja til annað hvort innlendra aðila eða erlendra, þess vegna kínverskra. Allt þetta er vægast sagt mjög umdeilt og er mjög dapurlegt að fyrrum stærsti stjórnmálaflokkur landsins, Sjálfstæðisflokkurinn, hefur róið að því öllum árum, einkum sveitarstjórnarmenn á Suðurnesjum, að koma þessu í kring, þrátt fyrir mikla andstöðu tugþúsunda Íslendinga. Hafa mjög margir gengið til liðs við sjónarmið Bjarkar Guðmundsdóttur en hún hefir þegar safnað nálægt 50.000 undirskriftum þar sem farið er fram á þjóðaratkvæði um þessi mikilvægu mál.
Það er umhugsunarvert fyrir hvaða sjálfstæði Sjálfstæðisflokkurinn stendur nú undir nafni? Upphafleg markmið flokks þessa var að standa heilshugar að sjálfstæðisbaráttu Íslendinga. Nú er öldin önnur, sjálfstæði þeirra sem hafa fjármuni undir höndum virðist vera meira virði en önnur góð og viðurkennd gildi.
Við Íslendingar verðum að takast á við fortíðina, horfast í augu við þau gríðarlegu mistök sem einkavæðing bankanna var, bankahrunið og afleiðingar þess. Þessi kanadíski fjármálamaður hefir nýtt sér úrræðaleysi Íslendinga á erfiðri stundu þegar allt virtist stefna í strand undir fyrri stefnu Sjálfstæðisflokksins. Nú þarf að taka á þessum málum!
Mosi
Afnotaréttur verði til hóflegs tíma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.1.2011 | 12:03
Rannsóknin mjakast og hefur sig upp á nýtt stig
Sjálfsagt hafa ýmsir furðað sig á því að ekki var hafist fyrr að rannsaka aðdragann að Icesave martröðinni sem Sigurjón Árnason sagði að væri tær snilld í viðtali í sjónvarpinu fyrir röskum 2 árum.
Nú hefur sérstakur saksóknari greinilega fengið í hendur óyggjandi sönnunargögn sem eru grundvöllur fyrir því að harðar verði gengið. En ljóst er að enginn telst sekur fyrr en ákæra hefir verið birt og dómur genginn. Á meðan hafa viðkomandi stöðu grunaðra.
Mjög líklegt er að þessar aðgerðir séu þáttur í að krefja yfirvöld í Luxembourgh gagna sem þau liggja á og vilja ekki láta af hendi við rannsókn málsins. Nú þegar þessi mál eru komin ná þetta stig eru þessum sömu yfirvöldum stillt upp við vegg og þeim ber að gera sér ljóst að með þessu eru þau í skjóli bankaleyndar að hafa reynt að hilma yfir afbrotum þeirra sem grunaðir eru.
Á 19.öld var eftirfarandi kveðið:
Faktorar í svartri sál
samvizkuna fela.
Hjarta þeirra hart sem stál,
hlakkar til að stela.
Hvort þessi ferskeytla geti einnig átt við yfirvöld í Luxembourgh sem nú ættu væntanlega að vera meðvitaðir um afbrot bankamanna sem leiddi til einna verstu martraðar íslensku þjóðarinnar skal ósagt látið.
En vísan á hins vegar vel við þann verknað þeirra samviskulitlu manna sem fólst í því að eta banka og fyrirtæki að innan eins og gamli bekkjarbróðir minn, Vilhjálmur Bjarnason komst vel að orði þegar ljóst var að allt var farið fjandans til og engu bjargandi við óbreyttar aðstæður.
Vísuna rakst eg á í endurminningum Guðmundar Hannessonar prófessors þá hann var héraðslæknir í Skagafirði undir lok 19. aldar. Eru þessar minningar prentaðar 1945 í Glóðafeyki, en sú bók er VI. bindi í ritröðinni Skagfirsk fræði.
Góðar stundir
Mosi
Landsbankamaður yfirheyrður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.1.2011 | 17:04
Samráðshópurinn
Samráðshópurinn er samur við sig. Varla má heyra um örlitla hækkun erlendis að öll olíufélögin hafi ekki hækkað dropann með því sama.
Hvernig bregst Samkeppnisstofnun við þessu? Líklega ekkert neitt.
Rétt er að sem flestir taki sig saman um samnýtingu bíla, gangi, hjóli og taki strætó í vinnu eftir því sem veður leyfir sem og aðstæður.
Við eigum að draga sem mest úr notkun bíla, það væri æskilegt.
Mosi
Orkan hækkar eldsneytisverð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.1.2011 | 19:46
Formaður Sjálfstæðisflokksins á hálum ís
BB blandar saman tveim gjörólíkum málum. Annars vegar er einstaklingur, Birgitta Jónsdóttir sem komið hefir við sögu Wikileaks og sem jafnframt situr á þingi.
Hins vegar er um fyrrum forsætisráðherra sem aðhafðist ekkert, nákvæmlega ekkert til að koma í veg fyrir gríðarlega kollsteypu þegar honum var ljóst eða mátti vera ljóst fyrir hrunið að ekki væri allt í felldu með bankakerfið á Íslandi og að rekstur bankanna var ekki í neinu eðlilegu skynsemi.
Útrásarvargarnir mokuðu stórfé í kosningasjóði Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, líklega fleiri flokka vegnaeinkavæðingar bankanna á sínum tíma. Einnig var stórfé ausið af útrásarmönnum í prófkjör valinna þingmanna eins og Guðlaugs Þórs.
Bjarni áttar sig greinilega ekki á þessum reginmun. Birgitta nýtur almenns skilnings og stuðnings meðan Geir var n.k. ábyrgðarmaður að hrunvíxlinum sem leidddi til mestu hörmungar íslensku þjóðarinnar á nýliðnum misserum.
Mosi
Bandaríkjamenn beita lögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.1.2011 | 11:57
Yfirhafnarvörður - yfirhafnavörður
Já þetta hlýtur að vera óvenjulega há ölduhæð, 12 metrar jafnast á við 4ra hæða hús með kjallara.
Þegar eg rekst á orðið yfirhafnarvörður þá verð eg stundum að brosa smá. Minnist nefnilega að hafa rekið mig einu sinni í það að sá sem ritaði textann hafði yfirsést r- í miðju orðinu og úr varð yfirhafnavörður rétt eins sá starfsmaður væri ráðinn til að sjá um fatageymslu í samkomuhúsi.
Í fréttinni hefir blaðamaðurinn varast þetta þannig að Grímseyingar hafa ekki verið að vandræðast með yfirhafnir sínar í veðurofsanum.
Prentvillur geta verið broslegar en aðrar dáldið klaufalegar. Þannig var á dögunum frétt um að meðverð á túnfiski væri mjög hátt um þessar mundir. Þetta nýyrði meðverð hefur sennilega ekki fengið hljómgrunn. Auðvitað átti að standa þarna metverð og hefir fyrirsögnin verið leiðrétt.
Mosi
12 m ölduhæð á Grímseyjarsundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.1.2011 | 10:37
Munur á einræði og lýðræði
VG er stjórnmálaflokkur sem byggir á lýðræði og varðveislu samfélagslegra gilda. Á tímum þegar erfiðleikar steðja að og það eru ekki neinir smáerfiðleikar sem við höfum ratað í eftir að dekurdrengir Íhaldsins átu að innan hvert fyrirtækið á fætur öðru, hvern bankann á fætur öðrum. Lagaumhverfið var sérstaklega aðlagað hugmyndasömum athafnamönnum sem mergsugu þjóðina.
Það gleymdist að setja þessum athafnamönnum sanngjarnar en eðlilegar leikreglur. Þeir höfðu einfalda aðferð að koma betur ár sinni fyrir borð. Þeir öfluðu sér lansfjár, keyptu hlutabréf og jarðir, margseldu sjálfum sér til að skrúfa upp markaðsverðið í þeim tilgangi að komast yfir meirihlut í fyrirtækjum og bönkum. Þá átti eftirleikurinn að verða þeim auðveldari.
En svo kom alþjóðlega fjármálakreppann. Ekki var unnt að fá ódýrt lánsfé lengur til að fjármagna áfram vitfirringuna.
Bæði Samfylking og VG hafa staðið sig virkilega vel í endurreisninni. Fyrsta raunverulega vinstri stjórnin eftir stríð hefur unnið gott en mjög erfitt starf.
Auðvitað eru menn og konur ekki alltaf sammála um leiðir. Þess vegna er VG mun stærri og betri stjórnmálaflokkur en raunin er af því að þar má fólk hafa sjálfstæðar skoðanir. Þremenningunum þótti niðurskurðurinn á samneyslunni vera of brattur og vildu skera á öðrum sviðum. Ljóst er að utanríkisþjónustan hefur vaxið óhóflega á dögum íhaldsstjórnarinnar enda þurfti að sinna mörgum sjónarmiðum vegna helmingaskiptareglu Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins.
Þessi tímabundnu erfiðleikar hjaðna vonandi og verða til að þjappa þingmönnum VG þéttar saman. Engin tími er kominn að stökkva fyrir borð á miðri leið. Viðfangsefnin eru mörg og eruy mörg krefjandi. Nú þarf t.d. að rannsaka Magma málið ofan í kjölinn og kanna hvaða hagsmunatengsl við fyrri valdhafa tengist rökstuddum grun um viðamikla spillingu.
Eða á að gleyma öllu saman og leyfa spillingunni að dafna?
Er þá ekki stutt í einræðislega stjórn á Íslandi sem vonandi enginn vill fá yfir sig.
Mosi
Skammast og vilja aga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.1.2011 | 08:46
Aldrei aftur fjárfesti eg í hlutabréfum
Í fréttinni er greint frá fyrirhuguðu hlutafjárútboði væntanlegs banka.
Mig hryllir við nýjum fjármálavafningum eftir hremmingar sparifjáreigenda sem fjárfestu í hlutabréfum.
Í bankahruninu og kollsteypunni fóru ýmsir fram úr sér í vægast sagt mjög óskynsömum ráðstöfunum. Þeir náðu völdum með gríðarlegum kaupum á hlutafé með lánsfé veðsettu meira og minna í hlutabréfum. Dæmi voru meira að segja um að fyrirtæki væru stofnuð í þessu skyni til að auðvelda sér þessa valdagleði. Þannig stofnuðu vissir bræður fyrirtæki hvers verðmæti var kjaftað upp úr öllu valdi í því skyni að það ætti hlutafjáraukningu í fyrirtækinu Exista upp á 50 milljarða. Með þessu móti náðu bræðurnir eignarhaldi á Exista án þess að ein einasta króna væri lögð til fyrirtækisins.
Íslensku hlutafélagalögin eru meingölluð. Engin skilyrði eru fyrir atkvæðisrétti. Þannig eru engin skilyrði fyrir því að andvirði hluta hafi verið greidd inn í fyrirtækið. Þannig er opið skv. 6. gr. að unnt sé að greiða fyrir hluti hlutafé í öðru fyrirtæki enda hafi endurskoðandi skrifað upp á það! Ekki eru heldur neinar hömlur á veðsetningu hlutafjár, þannig eru veðsettir hlutir jafn réttháir við hlutafé sem aldrei hefir verið veðsett. Er nokkur skynsemi með þessu? Eitt er að fjárfesta í fyrirtæki og hætta fé sínu sem er í mikillri hættu að verða að engu í höndum á þeim sem ná völdum og yfirhöndinni í fyrirtæki með brögðum þar sem lagaumhverfið kveður á að allt skuli vera frjálst.
Á undanförnum árum hefi eg lagt fyrir tillögur á hluthafafundum um takmörkun atkvæðaréttar en án árangurs. Stjórnnedur fyirirtækja sem eigja jafnvel minna en ekkert í þeim tegar tekið er til veðsetningar, hafa ríka tilhneygingu að stjórna fyirtækjum með skammtímamarkmið í huga. Sá vill fjárfesta lítur almennt fremur til langtímasjónarmiða enda skiptir fjárfesti mun meir hvernig hagur fyrirtækisins er eftir 10-30 ár en hvort því verði bjargað milli mánaða, jafnvel daga.
Þessir fyrirvarar um takmörkun atkvæðisréttar þurfa að rata inn í hlutafélagalögin. Einstök félög geta tæplega sett slíkar takmarkanir inn í samþykktir sínar.
Af framangreindum sjónarmiðum verður heilbrigður hlutabréfamarkaður í skötulíki á Íslandi. Þúsundir skynsamra Íslendinga töpuðu sparnaði sínum ásamt lífeyrissjóðunum í fjárglæfrum nokkurra tuga braskara.
Mosi
Ráðin bankastjóri Sparibankans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 243586
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar