Rannsóknin mjakast og hefur sig upp á nýtt stig

Sjálfsagt hafa ýmsir furðað sig á því að ekki var hafist fyrr að rannsaka aðdragann að Icesave martröðinni sem Sigurjón Árnason sagði að væri „tær snilld“ í viðtali í sjónvarpinu fyrir röskum 2 árum.

Nú hefur sérstakur saksóknari greinilega fengið í hendur óyggjandi sönnunargögn sem eru grundvöllur fyrir því að harðar verði gengið. En ljóst er að enginn telst sekur fyrr en ákæra hefir verið birt og dómur genginn. Á meðan hafa viðkomandi stöðu grunaðra.

Mjög líklegt er að þessar aðgerðir séu þáttur í að krefja yfirvöld í Luxembourgh gagna sem þau liggja á og vilja ekki láta af hendi við rannsókn málsins. Nú þegar þessi mál eru komin ná þetta stig eru þessum sömu yfirvöldum stillt upp við vegg og þeim ber að gera sér ljóst að með þessu eru þau í skjóli bankaleyndar að hafa reynt að hilma yfir afbrotum þeirra sem grunaðir eru.

Á 19.öld var eftirfarandi kveðið:

Faktorar í svartri sál
samvizkuna fela.
Hjarta þeirra hart sem stál,
hlakkar til að stela.

Hvort þessi ferskeytla geti einnig átt við yfirvöld í Luxembourgh sem nú ættu væntanlega að vera meðvitaðir um afbrot bankamanna sem leiddi til einna verstu martraðar íslensku þjóðarinnar skal ósagt látið.

En vísan á hins vegar vel við þann verknað þeirra samviskulitlu manna sem fólst í því að „eta banka og fyrirtæki að innan“ eins og gamli bekkjarbróðir minn, Vilhjálmur Bjarnason komst vel að orði þegar ljóst var að allt var farið fjandans til og engu bjargandi við óbreyttar aðstæður.

Vísuna rakst eg á í endurminningum Guðmundar Hannessonar prófessors þá hann var héraðslæknir í Skagafirði undir lok 19. aldar. Eru þessar minningar prentaðar 1945 í Glóðafeyki, en sú bók er VI. bindi í ritröðinni Skagfirsk fræði.

Góðar stundir

Mosi

 

 


mbl.is Landsbankamaður yfirheyrður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 242984

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband