Bloggfærslur mánaðarins, desember 2010

VG er lýðræðislegur flokkur

Þar sem lýðræði er að fullu virt, þar fá allir að setja fram skoðanir sínar. Sú var tíðin að í Sjálfstæðisflokkur var einn maður sem réð öllu með harðri hendi og ef einhver hafði aðra skoðun en foringinn, þá mátti hann taka pokann sinn og hverfa á braut. Man nokkur eftir þegar Ólafur F. Magnússon kom með tillögu á landsfundi Sjálfstæðisflokksins og „foringinn“ gerði lítið úr Ólafi sem sagði sig úr Sjálfstæðisflokknum að svo komnu máli ásamt nokkrum fleirum. Hefði verið betur að fleiri hefðu gert það enda var lýðræðið ekki upp á marga fiska hjá þeim stjórnmálaflokki sem lengi vel bar haus og herðar yfir aðra stjórnmálaflokka á Íslandi.

Ljóst er, að einhver erfiðasta ákvörðun um fjárlög eru nú. Eftir bankahrunið hafa tekjur ríkissjóðs skroppið mjög mikið saman og spurning er hvaða leið er farsælust. Margir telja rétt að ráðast á stærstu útgjaldaliðina en þess ber að gæta að þar er vegið að grunnstoðum samfélagsins. Mikil hætta er á því, að ef skorið er ótæpilega niður í heilbrigðismalum,menntamálum og samgöngumálum, verði það jafnvel til frambúðar. Margir óttast að við lendum þá í sama fari og Bandaríkin en harkalegur niðurskurður á kreppuárunum olli því að opinber heilbrigðisþjónusta nánast hrundi saman og hefur aldrei náð fyrra þjónustustigi enda náði einkarekin heilbrigðisþjónusta undirtökunum. Fyrir vikið standa borgarar þar vestra misjafnlega að vígi þar sem aðgengi að góðri heilbrigðisþjónustu í Bandaríkjunum er háð efnahag sem vinstri menn vilja alls ekki.

Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn hvetur íslensku ríkisstjórnina til að koma ríkisfjármálum sem fyrst í æskilegt horf, þ.e. hallalaus fjárlög. Þetta er auðvitað góðra gjalda vert en má ekki verða til þess að mismuna borgurunum þegar fram líða stundir. Við sem höfum borgað skattana okkar í áratugi teljum okkur eiga rétt á þeirri þjónustu sem við höfum kostað þegar við þurfum á henni að halda en ekki að þurfa að borga aleiguna okkar fyrir það sem við höfum kostað þó til.

VG er vel treystandi til að ráða fram úr þessum vanda. Það mun kannski taka eitthvað lengri tíma að komast upp úr þessum erfiðleikum sem léttúð Sjálfstæðisflokksins olli og leiddi til bankahrunsins. En auðvitað verður að vona það besta enda margt afbragðs gott fólk sem nú stýrir landsstjórninni sem hugsar meira um fólkið en braskarana.

Mosi


mbl.is Mikil átök hjá VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru ungir íhaldsmenn gengnir af göflunum?

Oft hafa komið kostulegar hugmyndir frá ungum íhaldsmönnum. Þeir eru sérstaklega hugmyndaríkir hvernig skera megi niður og er greinilegt að nú vilja þeir láta hendur standfa fram úr ermum. Þeir setja á oddinn að loka leikhúsum, listasöfnum og ýmissi menningarstarfsemi eins og sinfóníuhljómsveit. Þá leggja þeir til að ýmsar stofnanir á borð við Ríkissáttasemjara, Neytendastofu, Jafnréttisráð, Ferðamálastofa, Skógrækt ríkisins og ýmsar nauðsynlegar stofnanir í opinberum rekstri verði lagt niður með einu pennastriki ef þeir einir fengju að ráða!

Eru verðandi arftakar Sjálfstæðisflokksins með öllum mjalla? Hafa þeir lagt sig fram að finna jarðsamband við raunveruleikann?

Af hverju hafa þeir ekki Varnarmálastofnun á útrýmingarlistanum? Þetta er dæmi um vitaóþarfa stofnun hvers verkefni gæti verið ágætlega sinnt af Landhelgisgæslunni og á mun ódýrari hátt. Kannski mætti þakka þessum þokkapiltum að þeir vilji ekki leggja niður Alþingi, Stjórnarráðið, dómstólana og ríkissaksóknara. Og kannski Háskóla Íslands í leiðinni? Það væri köld kveðja á 100 ára afmæli Háskóla íslands sem fóstrað hefur þó flestar íhaldssálir landsmanna.

Svonefnd „stuttbuxnadeild“ Sjálfstæðisflokksins ætti að taka sér einhver ærleg störf fyrir hendur og kynnast störfum þjóðarinnar betur. Þeir mættu kynna sér fjölbreytt störf til lands og sjávar, framleiðslustörf ýms, umönnun barna, sjúklinga, fatlaðra og eldri borgara,  en á þeim vettvangi þarf að skipta á bleyjum, þrífa óhreinindi og aðstoða við að baða og við aðrar þarfir. Þá gætu þeir unnið við erfiða girðingavinnu, grisjun í skógum landsins sem mikil þörf er fyrir og sitt hvað fleira. Nú þeir gætu að ógleymdu fengið sér störf við sífellt fleiri álbræðslur landsins þar sem þeir vinna í há-rafmögnuðu umhverfi þar sem segulsviðið eyðileggur öll rafræn kort og er sennilega af þeim ástæðum ekki heldur hollt mannslíkamanum. Þá gætu þeir gætt og annast fanga sem ratað hafa vitlausu megin við lögin.

Af nægu er af að taka, hugmyndir að störfum fyrir þessar villuráfandi sálir eru óþrjótandi til að fá jarðtengingu við daglegt líf íslensku þjóðarinnar!

Talið er að listir skilji okkur frá dýrum merkurinnar. Heimdellingarnir vilja draga úr valkostum okkar að njóta listar og menningar í nútímasamfélagi í frístundum okkar. Hlutskipti okkar annarra en Heimdellinga er puð, endalaust puð helst á lágmarkslaunum svo þeir geti sjálfir hrifsað til sín í skjóli valdagleði og hroka Sjálfstæðisflokksins eftirsóknarverðustu og best launuðu störfin.

Mosi


mbl.is Leggja til að útgjöld lækki um 49,9 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er skynsemi í þessu?

Á sínum tíma líkti Vilmundur Gylfason vissum framleiðsluháttum við „sósíalisma andskotans“. Þá tíðkaðist að sauðfjárbændur framleiddu lambakjöt um tvöfalt eða þrefalt meira en nam sölu innanlands. Sauðfé var nánast friðheilagt og fékk að darka nánast eftirlitslaust út um allt land, öllu ræktunarfólki til mikillrar hrellingar, jafnvel í húsgörðum fólks. Var sauðfé beitt miskunnarlaust jafnvel á gróðurvana viðkvæm svæði t.d. Reykjanesskaga með hugmyndafræði gegndarlausrar rányrkju í hávegum. Þannig var fyrir um 30 árum að vetrarfóðrað sauðfé var um tvöfalt fleira en nú. Gríðarlegar niðurgreiðslur úr ríkissjóði gengu til framleiðenda sem einkum fóru til milliliða. Þá voru greiddar umtalsverðar „útflutningsbætur“ þannig að kostnaður við útflutning var greiddur úr ríkissjóði.

Síðan hefur sitthvað breyst, bæði hafa neysluvenjur landsmanna orðið fjölbreyttari og dregið hefir stórlega úr fjölda sauðfjár. Enginn heilvita maður finnst réttlætanlegt að sauðfjárbúskapur eigi að vera rétthærri en önnur starfsemi í landinu, allir þegnar landsins eiga að sitja við sama borð.

Framleiðsla lamakjöts er mun dýrari en annarar framleiðslu. Þannig er talið að hvert kg lambakjöts kosti bóndann um 10 fóðureiningar en hvers kg af eldisfisk einungis 1 fóðureiningu. Samt er fiskeldi nánast í andarslitrunum þar sem það borgar sig ekki.

Óskandi er að „sósíalismi andskotans“ verði ekki endurvakinn á Íslandi. Við eigum fremur að auka hagkvæmni í þessum atvinnugeira en sauðfjárbændur eru ekki öfundsverðir. Þeir hafa of lítil bú og óhagkvæm, auk þess sem kostnaður er of mikill.

Nú er mikill þrýstingur á ríkissjóð að skera sem mest niður. Heilbrigðisþjónustan hefur verið mikið í deiglunni og hefur verið á það bent og það með góðum rökum að ekki verði skorið meira niður á þeim vettvangi. Komið er að þolmörkum og hætta á að opinber heilbrigðisþjónusta bókstaflega hrynji saman með skelfilegum afleiðingum.

Lambakjötsútflutningur á kostnað skattborgara á sér fáa formælendur og vonandi verður tekið fyrir slíka sóun. Hins vegar ef framleiðendur lambakjöts gera það á eigin kostnað er auðvitað ekkert við það að athuga svo framarlega sem sauðfé valsar ekki um lönd annarra en viðkomandi jarðeigenda.

Mosi


mbl.is Meira flutt út af lambakjöti en seldist heima
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjófaræði var á Íslandi

Á dögunum kynnti einn kunningi minn mér nýtt hugtak: Þjófaræði sem er n.k. þýðing á erlenda hugtakinu „Krimokratie“. Fyrri liðurinn vísar á háttsemi sem varðar við refsilög en þjófnaður er eitt elsta fyrirbæri sem tengist háttsemi sem varðar refsiábyrgð. Með þessu hugtaki er því átt við að þjófar og aðrir álíka misyndismenn ráði þjóðfélaginu en ekki meirihluti þings eða meirihluti þegnanna sem sem vilja sýna af sér heiðarleika og árverkn i í störfum sínum öllum þar sem ekki er gert neitt á kostnað annarra.

Á undanförnum árum á tímum hinnar frjálsu óheftrar einkavæðingar voru nokkrir tugir fjárglæframanna nánast ofvirkir í íslensku samfélagi. Þeim var hampað og þeir voru dýrkaðir enda sáu margir ofsjónum yfir óvenjulegri snilld þeirra að komast í álnir. En síðar kom í ljós að þeir voru að höndla með eigur almennings, lífeyrissjóða og grunlausra smáhluthafa sem freistuðust að leggja sparifé sitt í hlutabréfakaup ýmissa forréttinga.

Nú hefur þjófaræðið verið upprætt að mestu. Enn sprikla sumir þeirra eins og þeir sem juku hlutafé í almenningshlutafé einu um 50 milljarða án þess að ein einasta króna var greidd inn í félagið! En það er fremur spurni9ng um hvenær fremur en hvort slíkir fjárglæframenn komast upp með svona blekkingar og svik.

Tími stóru uppgjöranna er upprunninn. Nú skulu þeir sem stóðu sig að svikum og prettum standa reikningsskap gjörða sinna frammi fyrir guði og mönnum.

Mosi


mbl.is Reikningar bankanna þriggja rannsakaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er spilling vaxandi á Íslandi?

Fyrir nokkrum árum var fullyrt að Ísland væri eitt minnst spillta land heims!!! Eðlilega kom þessi fullyrðing mörgum spánskt fyrir sjónir enda er vitað að spilling hefur lengi tíðkast á Íslandi. Með einkavæðingu bankanna var kannski þjófaræði innleitt á Íslandi, þ.e. að þjófar fái ráðið flestu.

Það er auðvitað mjög einkennilegt hversu svonefndir “útrásarvíkingar“ sem kannski væru betur nefndir „útrásarvargar“ enda taka þeir ekkert tillit til annarra.

Bönkunum var stjórnað af fjárglæframönnum eftir einkavæðinguna sem höfðu dygga aðstoðarmenn bæði meðal endurskoðenda sem annarra sem tengdust þeim fjárhagslega eða hagsmunalegra.

Félag löggiltra endurskoðenda hafa siðareglur. Þær eru mjög opnar og götóttar að ekki sé meira sagt. Í einni greininni segir:

 „100.20 Ef ekki tekst að leysa úr álitamáli, getur endurskoðandi kosið að fá ráðgjöf hjá viðkomandi fagfélagi endurskoðenda eða löglærðum ráðgjafa og fá þar með leiðsögn um siðferðileg álitaefni án þess að brjóta trúnað. Til dæmis kann endurskoðandi að hafa komist á snoðir um fjársvik en tilkynning um þau gæti brotið gegn trúnaðarskyldu hans. Endurskoðandinn ætti að íhuga að fá lögfræðiráðgjöf til að ákvarða hvort tilkynningarskylda sé fyrir hendi“.

Heimild: http://www.fle.is/fle/upload/files/frettir/sidareglur_endurskodenda_-_loka.pdf

Fróðlegt væri að vita hversu oft hafi reynt á þessa grein. Hún gefur alla vega tilefni til, að endurskoðendur fá fyrstir manna vitneskju vegna sérfræðiþekkin gar sinnar um að maðkar eru í mysunni.

Spillingin hefur vaxið gríðarlega í íslensku samfélagi að undanförnu. Hrunskýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis sýnir það og sannar. Við þurfum að velta fleiri steinum og finna hvar meinsemdin liggur.

Við verðum að treysta núverandi stjórnvöldum að þessi mál  verði krufin til mergjar enda eru þau líklegri að ná betri árangri en þeir stjórnmálamenn sem tengdust spillingunni nánum böndum.

Mosi


mbl.is 53% segja spillingu hafa aukist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hóflega og sanngjarna skattheimtu

Hófleg og sanngjörn skattheimta til að bæta ferðamannastaði er af því góða. En tryggja þarf að þessi nýja skattheimta nýtist þeim tilgangi sem stefnt er að.

Það er oft fremur auðvelt að leggja á ný gjöld á landsmenn. En hafa þau alltaf skilað sér?

Við erum enn að borga 2% virðisauka vegna eldgossins á Heimaey 1973. Um tíma var lagður eignaskattsauki til þess að unnt væri að ljúka byggingu Landsbókasafns (Þjóðarbókhlöðu). Þessum tekjustofnum var nánast „stolið“, þeim fyrri í þessu almennu skatthit eftir að búið var að greiða allt tjón af völdum eldgossins og þeim síðari tímabundið af nokkrum ríkisstjórnum kringum 1990.

Við borgum t.d. há gjöld vegna eldsneytis á ökutæki. Verulegur hluti af þessum gjöldum eiga að fara í vegasjóð, lagningu nýrra vega og viðhald þeirra. Þegar svonefnd Sundabraut var fyrst kynnt til sögunnar var rætt um að hún yrði tekin í notkun í síðasta lagi árið 2006. Með öðrum orðum átti Sundabrautin sem styttir leiðina frá miðbæ Reykjavíkur vestur og norður í land um heila 10 km. Enn hefur ekki einn einasti metri Sundabrautar verið lagður og spurning hvort ekki mætti fara að byrja á þessari gagnlegu vegagerð. Á meðan hefur framlagi til Vegasjóðs verið varið til fjölmargra verkefna sem gagnast mun færri veganotendum.

Við viljum hófsama, sanngjarna en umfram allt markvissa skattheimtu.

Mosi


mbl.is Ferðalangar skattlagðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aldrei aftur útrásarvarga

 

Eins og kom fram í Kastljósi þá standa málin á fyrrum stjórnendum Landsbanka sem og PrivatHouseCooper að standa reikningsskap gerða sinna.

Það mætti fá þessa aðila til að gangast undir ok Icesave enda báru þessir aðilar ábyrgð á klúðrinu.

Þá mætti rifja upp að í frægasta gjaldþrotamáli kreppuáranna, gengust eigendur og stjórnendur Kveldúlfs í persónulegar ábyrgðir fyrir greiðslu himinháu skuldanna í Landsbankanum. Mætti þessir útrásavargar taka sér slíka heiðursmenn sér til fyrirmyndar.

Enn hafa aðeins örfáir viðurkennt mistök sín og afglöp.

Af viðbrögðum stjórnarandstöðunnar virðast þeir vera sáttir með stöðu mála.

Þá má geta þess að  frystar innistæður í vörslum Englandsbanka vegna afborgana og vaxta af útistandandi lánum Landsbanka á Bretlandi bera enga vexti. Mætti því á móti strika út með góðri samvisku reiknaða vexti vegna Icesaveklúðursins sem best verður vitað íslenskum skattborgurum óviðkomandi.

Mosi


mbl.is Kostnaður 50 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umsögn umdeildasta háskólakennarans

Afturhaldsmaðurinn er við sama heygarðshornið. 

Einhver hefði í sporum Katrínar Jakobsdóttur, núverandi menntamálaráðherra haft sem forgangsverkefni að hreinsa Háskóla Íslands af þessari óværu. Aðspurð kvaðst hún hafa fremur viljað að háskólayfirvöld hefðu sjálf tekið af skarið eftir dómsmál um höfundarrétt þar sem fjölskylda Halldórs Laxness fór í mál við hægrimanninn sem taldi sig vera í fullum rétti að hagnýta sér höfundarrétt sem öðrum tilheyrði.

Þessi afstaða er eðlileg enda á æðra stjórnvald ekki að grípa fram fyrir hendurnar á lægra stjórnvaldi jafnvel þó ákvörðun þess kunni að orka tvímælis en í þessu máli reyndi auðvitað á mannréttindi manns sem líklega á ekki auðvelt með að fá vinnu annars staðar, nema ef vera skyldi á Morgunblaðinu nú.

Um ráðningu Hannesar í HÍ var mjög mikið deilt á sínum tíma, m.a. á þingi. Voru áhöld hvort Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki beitt Háskólann sérkennilegri valdníðslu. Það var nefnilega svo að á þeim tíma þegar HHG var troðið með pólitísku valdboði í Félagsvísindadeild, voru aðrar óskir um fjárveitingu til HÍ vegna annarra brýnni verkefna. Rökstuðningur þáverandi menntamálaráðherra Sjálfstæðisflokksins voru þau að allt of margir vinstri menn væru við kennarastóla þar! Með sömu rökum hefði mátt fjölga vinstri mönnum við aðrar deildir Háskólans sem þekktastar eru fyrir hægri menn og íhaldsskoðanir.

HHG er ekki þekktur fyrir viðurkenndar vísindalegar aðferðir í störfum sínum. Hann afber viðhorf og kenningar þýska félagsfræðingsins Max Webers um hlutleysi vísindamannsins til viðfangsefna sinna. HHG gefur sér alltaf niðurstöðuna fyrirfram sem yfirleitt alltaf byggist á skoðunum og viðhorfum mjög íhaldssömum og allt að því ólýðræðislegum. Síðan færir hann rök fyrir máli sínu andstætt aðferðafræði venjulegra vísindamanna.

Mosi


mbl.is Undrast að Bandaríkin skuli ekki gæta skjala betur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á réttri leið

Vinstri stjórn Jóhönnu og Steingríms hefur ekki átt dagana sæla að undanförnu. Þrátt fyrir að töluvert hafi áunnist eftir gríðarlega vinnu og þrautseygju, þá er auðvitað enn nokkuð í land. Við eigum eftir að koma fjármálalífi þjóðarinnar aftur í gott lag með minna atvinnuleysi.

Það sem hefur áunnist er EKKI stjórnarandstöðunni að þakka. Því miður hefur hún reynst mjög óhæf til samvinnu og verið að sama skapi hávær. Ýmsar leiðir sem hún lagði til hefði reynst okkur mun kostnaðarmeiri og hefði dýpkað kreppuna enn meir auk þess að koma fyrst og fremst stórbröskurum að gagni. Þannig hugðist formaður Framsóknarflokksins slá um sig með yfirlýsingu um 20% flatan niðurskurð til allra skuldara. Þessi leið hefði verið kærkomin bröskurunum sem rakað hafa saman ógrynni fjár á kosntnað þeirra sem minna máttu sín. Lífeyrissjóðir og smáhluthafar hafa tapað gríðarlegu fé í hruninu og eru öll líkindi til að réttindi lífeyrisþega lífeyrissjóðanna verði færð niður sem bitnar mest á ríkissjóði og skattgreiðendum.

Hrunmennirnir eiga sér marga sporgöngumenn meðal ýmissa þingmanna stjórnarandstöðunnar og hægri sinnaðra bloggara sem þverskallast að kynna sér fleiri hliðar málsins en þær en sem koma þeim að gagni.

Ljóst er að í þrotabúi gamla Landsbankans eru fjármunir sem nema 93% skuldanna vegna Icesave. Þrátt fyrir þessa staðreyndir telja margir að Steingrímur sé að svíkja land og þjóð. Nú eru meiri líkindi að jafnvel enn meir eigi eftir að skila sér eftir að fleiri skúmaskot eignatilfærslna hrunmanna koma í ljós. Það er nefnilega svo að hrunmenn eiga sér ýmsa meðreiðarsveina sem kappkosta að gera uppljóstranir erfiðari.

Það var gæfa íslensku þjóðarinnar að loksins hafi verið mynduð hrein vinstri stjórn þar sem gömlu spillingarflokkanir í íslenskum stjórnmálum var gefið frí. Meðan engin iðrun og yfirlýsing um yfirbót frá þessum aðilum eiga þeir fátt annað gott skilið annað en tortryggni og þess vegna að þeir verði að sætta sig við að vera fjarri Stjórnarráðinu í bráð.

Vinstri stjórn hefur gert meira á undanförnum 22 mánuðum við mjög erfiðar aðstæður en hægri stjórn á áratugum í góðæri! En góðæri hverra? Voru það ekki braskaranir sem nutu þess undir skjóli pilsfaldakapítalismans? Þeir jusu gríðarlegum fjármunum í þessa spillingarflokka sem þeir vilja ekki gera opinber nema að litlu leyti!

Mosi


mbl.is Icesave samkomulag áhugavert fordæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikilvæg yfirlýsing

Forysta Samfylkingarinnar á hrós skilið fyrir að taka þetta skref. Mjög alvarleg mistök voru gerð í aðdraganda bankahrunsins og ef tekið hefði verið á þessu máli föstum tökum, hefði verið unnt að draga verulega úr því tjóni sem reyndin varð.

Sjálfstæðisflokkurinn virðist ekki kannast við nein mistök. Ekki heldur Framsóknarflokkurinn. Á þeim bæjum telja  menn sig hafna yfir gagnrýni. Í stað þess að leggja sitt á mörkum að leysa þann vanda sem við stöndum frammi fyrir hafa þessir aðilar sett fram mjög umdeildar hugmyndir sem eru að öllum líkindum mun dýrari en ríkisstjórnin hefur valið.

Þannig hefur formaður Framsóknarflokksins sífellt haldið fram svonefndri 20% leið um flatan niðurskurð á öllum lánum og talið hana þá einu réttu. Ef slík leið hefði verið farin hefðu fyrst og fremst fjármunabraskaranir hagnast einna mest á henni en ekki þeir sem raunverulega þurfa á stuðning og skilning á að halda. Af hverju hefðu stórbraskarar á borð við Finn Ingólfsson og Ólaf Ólafsson meðal vildarvina Framsóknarflokksins að þurfa á 20% niðurfellingu skulda umfram aðra að halda?

Þessir aðilar eru ekkert ofgóðir að standa reikningsskap gjörða sinna í aðdraganda hrunsins, rétt eins og aðrir sem sýndu vítavert kæruleysi. Þessir aðilar eiga að gera upp skuldir sínar rétt eins og annað sómakært fólk sem vill helst af öllu ekki skulda neinum neitt.

Samfylkingin á heiður skilið að gera upp við fortíðina sem aðrir mættu taka alvarlega sér til fyrirmyndar!

Mosi

 


mbl.is Samfylkingin biðst afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 242940

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband