Er skynsemi í þessu?

Á sínum tíma líkti Vilmundur Gylfason vissum framleiðsluháttum við „sósíalisma andskotans“. Þá tíðkaðist að sauðfjárbændur framleiddu lambakjöt um tvöfalt eða þrefalt meira en nam sölu innanlands. Sauðfé var nánast friðheilagt og fékk að darka nánast eftirlitslaust út um allt land, öllu ræktunarfólki til mikillrar hrellingar, jafnvel í húsgörðum fólks. Var sauðfé beitt miskunnarlaust jafnvel á gróðurvana viðkvæm svæði t.d. Reykjanesskaga með hugmyndafræði gegndarlausrar rányrkju í hávegum. Þannig var fyrir um 30 árum að vetrarfóðrað sauðfé var um tvöfalt fleira en nú. Gríðarlegar niðurgreiðslur úr ríkissjóði gengu til framleiðenda sem einkum fóru til milliliða. Þá voru greiddar umtalsverðar „útflutningsbætur“ þannig að kostnaður við útflutning var greiddur úr ríkissjóði.

Síðan hefur sitthvað breyst, bæði hafa neysluvenjur landsmanna orðið fjölbreyttari og dregið hefir stórlega úr fjölda sauðfjár. Enginn heilvita maður finnst réttlætanlegt að sauðfjárbúskapur eigi að vera rétthærri en önnur starfsemi í landinu, allir þegnar landsins eiga að sitja við sama borð.

Framleiðsla lamakjöts er mun dýrari en annarar framleiðslu. Þannig er talið að hvert kg lambakjöts kosti bóndann um 10 fóðureiningar en hvers kg af eldisfisk einungis 1 fóðureiningu. Samt er fiskeldi nánast í andarslitrunum þar sem það borgar sig ekki.

Óskandi er að „sósíalismi andskotans“ verði ekki endurvakinn á Íslandi. Við eigum fremur að auka hagkvæmni í þessum atvinnugeira en sauðfjárbændur eru ekki öfundsverðir. Þeir hafa of lítil bú og óhagkvæm, auk þess sem kostnaður er of mikill.

Nú er mikill þrýstingur á ríkissjóð að skera sem mest niður. Heilbrigðisþjónustan hefur verið mikið í deiglunni og hefur verið á það bent og það með góðum rökum að ekki verði skorið meira niður á þeim vettvangi. Komið er að þolmörkum og hætta á að opinber heilbrigðisþjónusta bókstaflega hrynji saman með skelfilegum afleiðingum.

Lambakjötsútflutningur á kostnað skattborgara á sér fáa formælendur og vonandi verður tekið fyrir slíka sóun. Hins vegar ef framleiðendur lambakjöts gera það á eigin kostnað er auðvitað ekkert við það að athuga svo framarlega sem sauðfé valsar ekki um lönd annarra en viðkomandi jarðeigenda.

Mosi


mbl.is Meira flutt út af lambakjöti en seldist heima
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góðan dag

Útflutningsbætur á lambakjöt voru aflagðar 1991 með búvörusamningi. Við gerðum þetta á undan flestum öðrum og víða er svoa fyrirkomulag ennþá. Útflutningurinn er því góð viðbót við innanlandsmarkað og á orðið talsverðan þátt í því að menn geta stundað þessa grein. Styrkir almennt hafa farið mjög þverrandi í raun á undanförnum árum.

Elvar Eyvindsson (IP-tala skráð) 13.12.2010 kl. 10:44

2 Smámynd: Jón Finnbogason

Fínt að geta flutt út mat og glæsileg frétt ef útflutningur er orðinn meiri en innanlandsneysla.

Nú er bara spurning hvert verðmæti útflutningsins er, í samanburði við framleiðslukostnað. Þeirri spurningu svaraðir þú ekki alveg Guðjón, þú ýjaðir hins vegar að svarinu án heimilda.

Jón Finnbogason, 13.12.2010 kl. 11:04

3 identicon

Miðað við það sem kemur fram í yfirliti hagstofu íslands var útflutningsverðmæti kindakjöts það sem af er þessu ári 1658 milljónir á FOB verði, það eru gjaldeyristekjur, gjaldeyriskostnaður við það er kannski eitthvað nálægt 180 milljónum. Þannig eftir standa í landinu 1,4 milljarður, það vegur eitthvað upp í niðurgreiðslur ríkisins. Þannig aukum útflutninginn, þá aukast gjaldeyristekjur.

hef þó fyrirvara á þessum tölum.. sló á þetta í fljótheitum..

Sigurður Þór Guðmundsson (IP-tala skráð) 13.12.2010 kl. 11:54

4 Smámynd: Kommentarinn

Jújí Sigurður 1,4 milljarðar vega eitthvað upp í niðurgreiðslur ríkissins. En hver er sá kostnaður? Þurfum við ekki að átta okkur á honum áður en við komum með einhverjar fullyrðingar um að auka beri útflutninginn?

Kommentarinn, 13.12.2010 kl. 12:55

5 Smámynd: Kommentarinn

Mér dettur alltaf þessi síða í hug:

http://www.rikiskassinn.is/hvad-kostar/

Þar kemur fram að kostnaður vegna landbúnaðar 2006 hafi verið 8,5 milljarðar. Ég held að þessi tala hljóti samt að hafa hækkað því innflutt fóður hefur hækkað mikið en íslenskt kjöt lifir aðallega á innfluttu fóðri.

Kommentarinn, 13.12.2010 kl. 13:00

6 Smámynd: Kommentarinn

Ok hérna kemur fram að sauðfjárframleiðsla kostar skattgreiðendur 4,2 milljarða á ári en þetta er skrifað í dag:

http://www.pressan.is/m/Article.aspx?catID=7&ArtId=10768

Er ekki málið að sætta okkur við að það er hægkvæmara að framleiða ýmsann mat í útlöndum. Fóðrið er hvort eð er innflutt og það er ódýrara að flytja inn 1 kg af kjöti en einhverja tugi/hundruð kílóa af fóðri sem þarf til að framleiða kjötið hér?

Að tryggja fæðuöryggi er míta sem stenst ekki því ef samgöngur til landssins stöðvast þá drepast hvort eð er öll dýrin úr hungri vegna fóðurskorts.

Kommentarinn, 13.12.2010 kl. 13:09

7 identicon

Svo við höfum nú allt á hreinu þá landbúnaður eitt og sauðfjárrækt annað, samt hluti af landbúnaði. Langt innan við 1% af fóðri sauðfjár er innnflutt, smávegis af kjarnfóðri sem í raun þarf ekki að flytja inn. Framlög ríkist til sauðfjárræktar eru nálægt 4,7 milljarðar minnir mig. Innflutt aðföng til sauðfjárræktar eru fyrst og fremst olía, áburður og plast. kannski samtals 100 kr/kg kjöts, afgangurinn veltur innanlands. Það er kannski hagkvæmara að framleiða ýmsan mat erlendis, en þá þarf að kaupa hann fyrir gjaldeyri og þá þarf að flytja eitthvað annað meira út? 

Mér finnst þetta bara spurning um að hámarka gjaldeyristekjur landsins, og ég er þess fullviss að lambakjöt getur lagt þar verulega af mörkum. Kannski bara flytja allt út og éta svo ódýrt svínakjöt frá Pólandi hér heima.. Kannsi kemur það bara betur út..

Sigurður Þór Guðmundsson (IP-tala skráð) 13.12.2010 kl. 13:40

8 Smámynd: Kommentarinn

M.v. greinina hjá mér að ofan greiðir ríkið 4,2 milljarða vegna sauðfjárframleiðslu. Helmingurinn af því er fluttur út svo niðurgreiðslan af því er 2,1 milljarðar. Þú nefnir að tekjurnar séu 1,4 milljarðar. Það þýðir að ríkið tapar 700 milljónum á þessum útflutningi. Ég sé ekki gróðann í þessu. Það er þó rétt að sauðfé lifir nánast eingöngu á innlendu fóðri svo við erum ekki að spandera gjaldeyri í þetta eins og með beljur, kjúklinga og svín.

Persónulega finnst mér að við ættum að flytja inn kjúkling og svín. Ég held það yrði hagkvæmara og þetta hvíta kjöt er nákvæmlega eins á bragðið allstaðar í heiminun.

Kommentarinn, 13.12.2010 kl. 16:17

9 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þakka margar góðar athugasemdir. Þó skil eg ekkert í Sigurði Þór í aths. 7 ,sem segir að „landbúnaður sé eitt og suðfjárrækt annað, samt hluti af landbúnaði“. Er þetta ekki eitthvað sem telst vera hundalógík?

Það er alveg á hreinu að kostnaður við framleiðslu lambakjöts er umtalsvert meiri og jafnvel margfaldur en annarrar matvöru. Munurinn er tífaldur sé miðað við fiskeldi sem ekki nýtur neins stuðnings og reksturinn hefur lengi verið í járnum. Er eðlilegt að ríkið styðji sumt en annað ekki?

Ef eg væri í sporum ríkisstjórnar sem þyrfti að velja á milli lokunar á spítala eða niðurskurðar á landbúnaðarstyrkjum sem hafa verið eins og mara á þjóðinni allt of lengi, þá held eg að flestir myndi vilja setja sjúkrahúsið á vetur en fella hitt niður. Það kann að vera auðvitað sárt fyrir viðkomandi en styrkjakerfi til vissra greina landbúnaðar er ekki réttlátt fyrirkomulag.

Margir framleiðendur landbúnaðarvara njóta engra styrkja eins og svínakjötsframleiðendur og er þetta fyrirkomulag því ranglátt.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 13.12.2010 kl. 16:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband