Bloggfærslur mánaðarins, september 2009
18.9.2009 | 18:41
Er fólk með öllum mjalla?
Því miður brást Sjálfstæðisflokkurinn þjóðinni gjörsamlega í að'draganda bankahrunsins. Ekkert var gert til að koma í veg fyrir gríðarlega fjármálaspillingu og blekkingum var meira að segja beitt, t.d. gegnum Fjármálaeftirlitið. Þar virðist eins og allir hafi sofið í vinnunni frá því eldsnemma á morgnana og þangað til menn sluskuðust heim seint á kvöldin.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur ásamt Framsóknarflokknum verið spillingarbæli. Þeir létu afskiptalaust að bönkunum var breytt í ræningjabæli með einkavæðingu þeirra.
Hvað er það fólk að hugsa sem vill kjósa þessa flokka? Vill það að rannsókn á bankahruninu verði stöðvað, Eva Jolin og saksóknari rekinn, grunaðir menn gefnar upp allar sakir? Líklegt er að svonefnd frjálshyggja verði aftur það leiðarljós sem hefur reynst okkur djöfullega. Þeir sem aðhyllast frjálshyggju bera enga samfélagslega ábyrgð, þar er aðalatriðið að koma ár sinni svo vel fyrir borð með því að græða á kostnað annarra.
Foruysta Sjálfstæðisflokksins veit ekkert hvað hún vill annað en að komast aftur til valda. Því miður yrði sá litli ávinningur sem fram að þessu hefur náðst hjá núverandi ríkisstjórn að engu hafður. Ætli það yrði ekki fyrsta verk Bjarna Benediktssonar hins ístöðulausa formanns Sjálfstæðisflokksins að reka Evu Joly ráðgjafa ríkisstjórnarinnar og alla saksóknarna og gefa þessum vandræðamönnum sem ábyrgð bera á bankahruninu upp allar sakir?
Það væri slæmt ef sú þróun yrði. Frjálshyggjan er ein sú versta sending sem við höfum fengið. Þar er ábyrgðarleysið, spillingin, sérhagsmunapotið og allt svínaríið. Er það sem við viljum?
Er fólk með öllum mjalla sem vill þessa stjórnmálaflokka aftur til valda?
Mosi
Sjálfstæðisflokkurinn stærstur á ný | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.9.2009 | 15:56
Breytingar eru nauðsynlegar
Eitt umdeildasta tómstundagaman margra landa okkar eru veiðar. Rjúpur hafa lengi verið vinsælar, einkum voru það einkum þeir fátækari sem veiddu sér rjúpu á jólaföstunni til að hafa í matinn á jólum. Var þá sú venja að ekki var veitt meira en sem næmi að nóg væri fyrir alla til einnar máltíðar.
Á tímbili var virkileg græðgisvæðing í þessum efnum og voru veiðimenn töldu sig ekki vera með mönnum nema láta mynda sig í bak og fyrir með alklyfjaðir rjúpum sem þeir töldu sig hafa veitt. Vonandi er sá tími liðinn og að veiðimenn beri meiri virðingu fyrir veiðibráðinni.
Undanfarin ár hafa verið ýmsar reglur um þessi rjúpnaveiðimál og hafa margir lagt þar orð í belg. Nú hefur umhverfisráðherra ákveðið hvernig þessi mál verði að þessu sinni.
Óskandi er að þeir sem hyggjast fara á rjúpnaveiðar útbúi sig vel, hlusti vandlega á veðurfréttir, kynni sér allar reglur varðandi veiðar og jafnvel tryggi sig í bak og fyrir að geta greitt björgunarsveitunum og þyrluþjónustu ef út af ber og á þjónustu þeirra þarf að halda.
Eitt mætti ennfremur benda veiðimönnum á:
Þeir sækja yfirleitt í náttúruna með þeim ásetningi að sækja í náttúruna en skilja ekkert eftir. Á þessu mætti verða breyting ekki síður en á fyrirkomulagi veiða. Hvernig væri að safna dálitlum slatta af birkifræi í poka og hafa með sér út í náttúuna og dreifa þar? Kunnugt er að rjúpan heldur sig gjarnan við snælínuna, þar sem snjór er nærri og hún hefur einhver snöp. Rjúpan er frææta sem kunnugt er. Hún heldur sig töluvert í birkiskógum og kjarri þar sem þokkalegt framboð er á fræjum.
Með því að dreifa birkifræi eru veiðimenn að skilja aftur til náttúrunnar einhverju sem getur orðið náttúrunni og þar með rjúpunni að gagni. Við getum vænst þess að töluvert af fræjunum nái spírun. Og af einhverjum fræjum vaxa birkiplöntur sem aftur veita rjúpunni aukið fæðuframboð auk þess skjóls sem henni er nauðsynlegt á köldum og næðingssömum vetrardögum sem nóttum.
Gangi ykkur vel!
Mosi
Breytingar gerðar á veiðitímabili | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.9.2009 | 12:19
Auðveldara fyrir íslensk stjórnvöld
Þegar Eva Joli hefur tjáð sig um íslensk bankahrunið, dregið fram upplýsingar sem eru keimlíkar þeim sem varða umfangsmiklum fjársvikum Madoffs, þá er auðveldara fyrir íslensk stjórnvöld að gefa út yfirlýsingar.
Vandamálið er að meðan Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn voru við völd, var spillingin í algleymi og akkúrat ekkert mátti aðhafast sem truflað gætu þessa svonenfdsu útrásarvíkinga.
Í ljós hefur komið að þeir hafi sýnt af sér einbeittan brotavilja og unnið linnulaust við að koma gríðarlegum fjármunum úr landi á undanförnum árum. Þeir breyttu bönkunum í ræningjabæli og höfðu velvilja þáverandi ráðamanna. Þegar ný ríkisstjórn tekur við 1. febrúar s.l. þá er valin sú aðferð að doka fremur og leita að óvéfengjanlegum sönnunum þó vísbendingar séu hvarvetna. Veruleg hætta er á að þeir sem eru grunaðir um græsku hafi með öllum tiltækum ráðum kappkostað að hylja slóðina með því að eyða sönnunargögnum, hafa áhrif á vitni og það sem mestu máli skiptir, að koma ránsfengnum undan.
Ríkisstjórnin fer væntanlega brátt á kreik við að kyrrsetja eigur grunaðra manna og jafnvel þá sjálfa. Vandamálið er einfaldlega það hversu margir tengjast þessum málum og ekki alveg á hreinu hvar þræðirnir liggja nákvæmlega. En unnt er með tölvutækninni að komast að furðanlega mörgu enda er bókhald bankanna meira og minna tölvuvætt og tekin reglulega afrit. Háar færslur grunaðra eiga því einhvers staðar að vera varðveittar á tölvutæku formi, mikilvæg og óvéfengjanleg sönnunargögn.
Við verðum því að doka um hríð og leyfa stjórnvöldum að rannsókn geti haldið áfram í þessum málum. Þessi brot verða seint fyrnd eða jafnvel aldrei enda um svo stórkostlega brotastarfsemi að ræða að annað verður vart líkt við.
Í viðtali Sunday Times leggur Eva Jolin fram mjög ákveðna gagnrýni gagnvart breskum og hollenskum yfirvöldum. Þau virðast hafa verið jafnilla sofandi á verðinum og íslenska Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn. Þar virðast helstu ráðamenn ýmist verið steinsofandi í vinnunni eða látið sér nægja að láta sjá sig á göngunum með kaffibolla.
Mosi
Bankahrun líkist máli Madoffs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.9.2009 | 16:12
Nauðsyn fyrirvara
Við verðum víst að sætta okkur við að í þessu máli eru það kröfuhafarnir erlendu sem hafa allt í hendi sér. Þar er ekkert spurt um rétt af öðru tagi.
Ljóst er að hér er fyrst og fremst um uppgjörsmál við kröfuhafa að ræða en ekki um réttarstöðu þeirra sem kunna að hafa réttarstöðu grunaðra bankahrunsins.
Því má ekki blanda saman gjörólíkum málum eins og sumir vilja tengja saman t.d. rétti skuldara bankans og almenn mannréttindi eða refsiábyrgð þeirra sem hlut eiga að falli bankanna.
Einnig að þeir sem skulda íbúðalán, verði að greiða hærra en þeir upphaflega gerðu ráð fyrir.
Óskandi setur ríkisstjórnin eðlilega og sanngjarna fyrirvara um þessi atriði áður en gengið verður formlega frá endanlegu samkomulaginu við erlendu kröfuhafana.
Rökstuðningur þessa kom fram í máli Gunnars Tómassonar hagfræðings í Kastljósi nú á dögunum:
Við gjaldþrot bankanna er miðað við vissa dagsetningu. Þá eru allar skuldir og eignir bankanna gerðar upp miðað við ákveðna dagsetningu. Óeðlilegt er, að útistandandi skuldir, þ.e. lán til íslenskra lántakenda, verði allt í einu mun verðmeiri við afhendingu bankanna en miðað við uppgjörsdagsetningu. Þessi mismunur fjárhæða er eðlilega EIGN skuldaranna og ber að draga frá kröfunni!
Þegar ríkisstjórnin áskilur sér að halda 5% eftir af hlutafé íslandsbanka þá finnst mér sem smáhluthafa í bönkunum ansi súrt að þessir bankakarlar sem stýrðu bönkunum hafi gert fé mitt að engu. Þeir sem keyptu stóra hluti með láni fá hvorutveggja strikað út. Hvað með okkur sem staðgreiddum fyrir okkar hluti með beinhörðum peningum? Er jafnræði með borgurunum?
Við verðum og eigum að leggja áherslu á að þetta gangi eftir!
Mosi
Heldur 5% hlut í Íslandsbanka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.9.2009 | 19:56
Nauðsyn sátta
Í þessu máli kemur augljóslega fram hvað mikilvægt er að kröfur séu skýrt settar fram. Undirbúningi málsóknar virðist vera að einhverju leyti áfátt og því hafi málið tapast.
Fyrrum voru erfðadeilur mjög algengar og eins landamerkjamál þar sem bændur flugust á vegna nokkurra þumlunga lands. Eftir að fjölmiðlar urðu algengari og með setningu fyrstu prentlaganna um miðja 19. öld urðu málaferli vegna ærumeiðinga algeng. Ritstjórar blaða voru iðnir við kolann og storkuðu hvorum öðrum, mörgum til mikillrar skemmtunar. Í slíkum málaferlum er oft sitthvað rifjað upp sem flestir vildu gleyma í hita leiksins.
Oft er því betra að láta ýmislegt yfir sig ganga en að fara í málssókn. Málaferli eru vandasöm, dýr og oft seinleg. Sjaldan hefst nokkuð úr þeim annað en fyrirhöfnin og tapað fé. Þá er allur tíminn og ergelsið sem fer í þetta þras sem maður gæti sparað sér.
Er ekki oft betra að kappkosta að ná einhverjum skynsamlegum sáttum en að láta kanónurnar tala?
Mosi
Máli Jónínu vísað frá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.9.2009 | 19:20
Engin friðhelgi?
Ljóst er að nauðsyn kann að vera að yfirvöld hafi alla möguleika til að upplýsa glæpi. En hvar eru mörkin og hver kann að vera tilgangurinn?
Ef yfirvöld eru að koma á einræði eða styrkja það, þá er þessi heimild þeim sjálfsagt kærkomin og þá notuð mjög frjálslega. Í frjálsu réttarríki þarf hinsvegar að hafa þessar heimildir mjög þröngar og þær aðeins nýttar þegar um rökstuddan grun um alvarlega glæpi er að ræða.
Upplýsingar í farsímum, tölvum og öðrum rafeindatækjum kunna að vera mjög viðkvæmar og persónulegar. Hvað með ef þessar upplýsingar lendi í höndum óviðkomandi, jafnvel misyndismanna og glæpamanna? Þær gætu orðið vegna eðlis þeirra óbætanlegar þeim sem missa slíkar upplýsingar í hendur þeirra sem kunna að misnota þær.
Kunnugt er að Bush stjórnin afnam mjög mikilvæga siðareglu starfsmanna bókasafna sem kvað um að þeim væri ekki heimilt að gefa öðrum upplýsingar um útlán einstakra lánþega. Bush stjórnin taldi mikilvægt í þágu rannsóknar vegna hugsanlegra hermdarverka, að bókasöfn skyldu afhenda yfirvöldum slíkar upplýsingar ef óskað væri eftir.
Ætli CIA fái gegnum bresk yfirvöld slíkar upplýsingar um íslenska lánþega bókasafna eftir að Íslendingar voru beittir bresku hermdarverkalögunum? Það skyldi ekki vera?
Fróðlegt væri að fá vitneskju um það. Svo virðist að ekkert sé ómögulegt þegar tölvutæknin er annars vegar.
Mosi
Tollurinn getur afritað harða diskinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.9.2009 | 10:50
Góður bæjarstjóri hættir
Því miður er vinstri meirihlutinn á Álftanesi fallinn. Mjög hæfur og góður bæjarstjóri hættir eftir erfitt en farsælt starf. Sigurður hefur ætíð verið sanngjarn í þeim störfum sem hann hefur tekið sér fyrir höndum. Hann hefur viljað stýra bæjarfélaginu með hagsmuni allra bæjarbúa í huga en ekki dregið hagsmuni eins fram yfir og á kostnað annarra. Má t.d. geta um deilu vegna lóðar þar sem eigandi hennar vildi byggja á lóðinni sem var þvert á fyrri ákvarðanir um verndun fjörunnar. Af þessu urðu háværar deilur sem því miður rötuðu í fjölmiðla. Sigurður setti niður þessa alvarlega deilu áður en verra stóð af. Mátti viðkomandi nokkuð vel við una en hann hafði teygt sig nokkuð langt í hagsmunagæslu sinni.
Í Reykjavík er svipaða sögu að segja: forystumenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt ofurkapp á að endurheimta meirihlutastjórn. Því miður verður að segja að borginni hafi verið fremur slælega stýrt á þessu kjörtímabili, a.m.k. með hliðsjón af löngu en krefjandi starfi vinstri meirihlutans í borginni.
Nú hafa forystumenn Sjálfstæðisflokksins með sínum alkunna bægslagangi sprengt upp nauman vinstri meirihlutann á Álftanesi. Þessi flokkur ætti nú um þessar mundir að láta sem minnst á sér bera enda er hneyksli hvernig hann stýrði landinu í nær 18 ár sem endaði næstum með þjóðargjaldþroti. Því miður virðast þeir ekki kunna sér neitt hóf en eru alltaf til að taka slaginn í nýtt valdaævintýri.
Það er greinilegt að þessir valdamenn láta sér ekkert fyrir brjósti brenna. Þeir halda áfram að sprengja og sundra í þeim eina tilgangi að komast til valda á þann hátt sem ekki er sæmandi stjórnmálaflokki á 21. öld sem þó telur sig vera fylgjandi lýðræði.
Svona vinnubrögð þekkjast í löndum þar sem lýðræðið á í varnarbaráttu. Valdagræðgin leiðir marga út á varhugaverðar brautir og eru víða vítin til að læra af. Kannski að forysta Sjálfstæðisflokksins sé gjörsamlega blind á söguna í reikulli baráttu fyrir tilveru sinni.
Mosi
Sigurður lætur af störfum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.9.2009 | 11:53
Neytendastofa á réttri leið
Málefni neytenda hafa lengi vel ekki verið í hávegum á Íslandi. Fyrir rúmlega hálfri öld var Sveinn Ásgeirsson hagfræðingur einn mikilvægasti baráttumaður fyrir neytendavernd. Hann átti verulegan þátt í að koma Neytendasamtökunum á fót og starfa þau enn. Núverandi formaður er Jóhannes Gunnarsson sem hefur skilað drjúgu dagsverki. Málgagn félagsins er Neytendablaðið og hefur það verið mjög gott upplýsingarit um neytendamál.
Ekki kemur fram í þessari frétt til hversu margra íslenskra heimasíðna könnun Neytendastofu nær til. Dregur það úr vissulega úr upplýsingagildi fréttarinnar.
Meinleg stafsetningarvilla kemur frmur fram í fréttinni. Internetið og stytting þess netið ber að rita með litlum staf en ekki stórum. Þetta hugtak er ekki sérheiti enda eru internetin mörg og upplýsingalindir margvíslegar.
Netið er tækniorð, rétt eins og bíll, sími, gervihnöttur, flugvél og þota svo eitthvað sé talið upp. Engum myndi detta í hug að rita þessi orð með stórum staf nema í upphafi setningar.
Því miður hefur þessi stafsetningavilla ratað inn í orðabækur, t.d. Stafsetningaorðabók þá sem nú er hvað víðast notuð. Við næstu útgáfu þyrfti að leiðrétta þetta.
Mosi
Tveir uppfylltu skilyrði laga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.9.2009 | 11:38
Hvað kemur fólki til?
Einkennilegt er að til skuli vera fólk sem í skjóli myrkurs eyðileggur eða stórskemmir sem öðrum tilheyrir. Þetta er með öllu óskiljanlegt og enginn getur vænst þess að einhað geti réttlætt slíkan verknað.
Í frjálsu þjóðfélagi er okkur heimilt að hafa skoðanir á öllu milli himins og jarðar. En okkur er ekki heimilt að setja þær fram á meiðandi hátt eða að vaða í að skemma það sem öðrum tilheyrir. Slíkt er grófleg misnotkun á þessari heimild. Umburðarlyndi hefur verið mikið í samfélaginu ekki síst gagnvart þessum svonefndu útrásarvíkingum sem þegar á botninn er hvolft, ráku bankana og mörg fyrirtæki eins og hvert annað ræningjabæli.
Samfélagið á auðvitað að gera eigur viðkomandi upptækar upp í þann mikla kostnað sem við höfum tekið á okkur. Það tekur auðvitað sinn tíma að koma lögum yfir þessa herramenn.
Þeir þokkapiltar og hugsanlega konur sem ganga um í skjóli myrkurs, stórskemma eigur annarra, verða auðvitað að standa reikningsskap gjörða sinna.
Mosi
Miklar skemmdir unnar á vinnuvélum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.9.2009 | 19:44
Ófyrirgefanleg mistök
Furðulegt er, að þrátt fyrir allt og allar forrannsóknir í þágu umhverfis, fornleifa og gróðurs, skuli svona handvömm geta orðið.
Íslendingar eru ótrúlega sinnulausir um sögu sína og umhverfi. Má mörg dæmi draga fram í dagsljósið í þessu sambandi.
Fyrir rúmlega 3 áratugum átti Mosi margar ánægjustundir að rekja gamlar grónar götur vestan Krísuvíkurvegar og sunnan álbræðslunnar í Straumsvík. Þarna voru örmjóar götur sem gömlu mennirnir höfðu í fyrndinni þrætt um hraunin milli seljanna sem eru mörg á Reykjanesskaganum. Á einum stað hafði verið borið að grjót og hlaðið upp í sprungu svo fara mætti með trússhest þar um millji seljanna. Þetta var mjög áhugavert og skemmtilegt tómstundagaman sem eg stundaði eins oft og þegar tími gafst og veður hagstætt. Eitt sinn er eg kom þangað og hugðist ganga göturnar grónu, blasti við glórulaus eyðilegging: Allt hraunið þar sem gatan hafði verið um aldir, hafði verið sléttað með jarðýtu og verið var að reisa fiskhjalla til að verka skreið. Þetta var undir lok þess tímabils sem skreið var unnin í stórum stíl á markað í Nígeríu. Fátt fékkst fyrir skreiðina upp úr þessu og gott ef kröfurnar á hendur innflytjendum þessarar framleiðslu í Afríku hafi ekki verið afskrifaðar. Hvað skyldi hafa legið á að afmá sögu tengdri atvinnu og samgöngum til að sinna skammtímagróðasjónarmiðum?
Svo fór um sjóferð þá. Íslendingar hafa allt of oft verið uppteknir af skyndigróðanum og svo virðist það ekki vera endasleppt. Skammsýnin virðist oft vera helst til mikil og er það miður.
Fyrir um 12-15 árum gekk Mosi aðrar gamlar grónar götur frá Stíflisdalsvatni framhjá Selkoti yfvir Kjálká og svonenfda Kjósarheiði í átt að Þingvöllum. Þessi leið var á miðöldum einn helsti þungaflutningaleiðin frá Maríuhöfn í Hvalfirði og austur á Þingvöll en þar var sem kunnugt er, einn stærsti markaður landsins í þá tíð. Á nokkrum stöðum mátti sjá fallnar vörður en furðu mína vakti að þá nýverið hafði verið farið um leiðina með ýtu og gamla reiðgatan þar með eyðilögð. Hestamönnum dugði ekki að ríða í halarófu eins og tíðkast hefur verið um aldir, heldur urðu þeir að ríða samsíða og því var fengin jarðýta og leiðin rudd. Auðvitað var þetta kært og í ljós kom að hestamannafélag eitt á höfuðborgarsvæðinu átti hlut að máli. Þetta félag hafði fengið opinbera styrki til að bæta reiðvegi en svo illa tókst til að fornum leiðum var spillt.
Frægt var þegar gröfur á vegum Gunnars Birgissonar bæjarstjóra í Kópavogi ruddust gegnum skóglendi Heiðmerkur fyrir nokkrum misserum og ollu miklum spjöllum.
Nú er enn merkum fornleifum spiltt og að öllum líkindum verður það ekki í síðasta skiptið sem það verður gert ef ekki verði spornað við þessu.
Mín tillaga er sú, að þegar svo stendur á að þegar verktaki kynnir sér ekki nægjanlega upplýsingar um fornminjar og annað sem máli skiptir, verði hann ekki einungis bótaskyldur og skaðabótaskyldur, heldur einnig útilokaður um tiltekinn tíma að hafa heimild að taka þátt í opinberum framkvæmdum. Þetta ætti að verða verktökum mjög alvarleg aðvörun að þeim beri að gæta í hvívetna nærgætni gagnvart umhverfi því þar sem þeir eru að vinna.
Við verðum að varðveita allar þær merkustu minjar sem tök eru á. Dæmi er Gamli Þingvallavegurinn sem víða er afarilla farinn. Það þarf að friða hann enda er skelfilegt að sjá hvernig jeppaökumenn og aðrir hafi stórskemmt hann á löngum köflum.
Mosi
Fornleifum spillt á Hellisheiði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 243586
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar