Bloggfærslur mánaðarins, september 2009
3.9.2009 | 19:53
Af hverju hrundi fjármálakerfið?
Margar ástæður má draga fram til að lýsa hvað gerðist.
Agaleysi, léttúð, græðgi og ævintýramennska þar sem menn týndu sér í siðlausri gróðafíkn.
Eitt er það sem mér fannst vera mjög einkennilegt sem snéri að Fjármálaeftirlitinu. Fyrir nokkrum árum var afnumið að opinbera tilkynningar um innherjaviðskipti. Fram að þeim tíma var öllum opnar upplýsingar sem fylgjast vildu með fjármálamarkaðinum. Ef innherji var að kaupa eða selja hlutabréf sem hann tengdist, var það sett á vef Fjármálaeftirlitisins.
Fullyrða má að viss vatnaskil verða þegar hætt er að birta þessar upplýsingar. Nauðsynlegar upplýsingar sem nýttust okkur litlu hluthöfunum var beinlínis haldið frá okkur. Hvers vegna? Var það þjónusta við þá sem vildu fá óbundnar hendur til að fá að valsa frjálslegar um fjármálakerfið?
Við gátum dregið okkar ályktanir af þegar við sáum að einhver innherji væri að kaupa eða selja. Eftir að hætt var að birta þessar upplýsingar, gátu þessir innherjar verið mun stórtækari en áður í græðgi sinni og blekkingum. Þeir keyptu hlutabréf gegn veði í öðrum hlutabréfum og smám saman varð til einhver blekkingarvefur sem nú er verið að reyna að vinda ofan af.
Mosi
3.9.2009 | 19:35
Hver er réttarstaða litlu hluthafanna?
Þegar Búnaðarbankinn var einkavæddur, keyptu um 30.000 Íslendingar hlutabréf í bankanum. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks vildi selja svonenfdu kjölfestum bankann og svo var reyndar með Landsbankann. Þessir kjölfestufjárfestar léku illan leik. Í stað þess að greiða eins og litlu hluthafarnir með beinhörðum peningum, þá breyttu þeir bönkunum í afgreiðslu þar sem sjálftaka á gríðarlegum fjármunum var talin hinn mesti hetjuskapur! Í raun hafði bönkunum verið breytt í ræningjabæli og bankarnir lentu í þroti.
Í dag sitja margir litlir hluthafa uppi með hlutabréf sem virðast vera einskis virði. Hver ber ábyrgð á þessum ránskap?
Eigum við sem greiddum fyrir hlutabréfin fullu verði ekki rétt á hlutabréfum í þessum nýja banka?
Mosi
Kröfuhafar gætu eignast Kaupþing | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.9.2009 | 18:42
Erum við sigruð þjóð?
Icesafe brjálæðið hefur legið eins og mara á þjóðinni.
Stjórnendur Landsbankans hafa gefið ýmislegt í skyn og augljóst er að þeir hafa kappkostað að keyra þessa reikninga áfram undir einkennilegu flaggi sem sennilega má telja að hafi verið til að nota í blekkingaskyni.
Eftir Sigurði Líndal prófessor var haft fyrr á þessu ári að við Íslendingar yrðum að gera okkur ljóst að við værum sigruð þjóð. Yfirvöld okkar sem áttu að bera ábyrgð á þessum málum, voru steinsofandi. Mikilvægara var að sitja sem fastast og að hafast ekkert til að koma í veg fyrir öll þessi ósköp. Því miður hefur Sigurður að öllum líkindum rétt fyrir sér.
Nú verðum við að semja enda engir aðrir góðir kostir í boði.
Með fyrirvörunum sem Alþingi setti, þá erum við að sporna við algjörri niðurlægingu okkar sem Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa stofnað til með kærulausri einkavæðingu á sínum tíma. Þá voru bankarnir afhentir ævintýramönnum sem betur hefðu átt að koma hvergi nálægt stjórnun banka. Sumir þeirra höfðu meiri áhuga fyrir fótboltasparki á Englandi fremur en að stýra bönkunum af þeirri varfærni sem alltaf er nauðsynleg.
Við VERÐUM að fá bresk og hollensk yfirvöld í lið með okkur að endurheimta sem mest af því mikla fé sem fóru í þessa Icesafe reikninga og að koma lögum yfir þessa þokkapilta sem ábyrgð bera á þessari dæmalausu og einstöku léttúð.
Mosi
Bréf til Hollands og Bretland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 243587
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar