Auðveldara fyrir íslensk stjórnvöld

Þegar Eva Joli hefur tjáð sig um íslensk bankahrunið, dregið fram upplýsingar sem eru keimlíkar þeim sem varða umfangsmiklum fjársvikum Madoffs, þá er auðveldara fyrir íslensk stjórnvöld að gefa út yfirlýsingar.

Vandamálið er að meðan Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn voru við völd, var spillingin í algleymi og akkúrat ekkert mátti aðhafast sem truflað gætu þessa svonenfdsu útrásarvíkinga.

Í ljós hefur komið að þeir hafi sýnt af sér einbeittan brotavilja og unnið linnulaust við að koma gríðarlegum fjármunum úr landi á undanförnum árum. Þeir breyttu bönkunum í ræningjabæli og höfðu velvilja þáverandi ráðamanna. Þegar ný ríkisstjórn tekur við 1. febrúar s.l. þá er valin sú aðferð að doka fremur og leita að óvéfengjanlegum sönnunum þó vísbendingar séu hvarvetna. Veruleg hætta er á að þeir sem eru grunaðir um græsku hafi með öllum tiltækum ráðum kappkostað að hylja slóðina með því að eyða sönnunargögnum, hafa áhrif á vitni og það sem mestu máli skiptir, að koma ránsfengnum undan.

Ríkisstjórnin fer væntanlega brátt á kreik við að kyrrsetja eigur grunaðra manna og jafnvel þá sjálfa. Vandamálið er einfaldlega það hversu margir tengjast þessum málum og ekki alveg á hreinu hvar þræðirnir liggja nákvæmlega. En unnt er með tölvutækninni að komast að furðanlega mörgu enda er bókhald bankanna meira og minna tölvuvætt og tekin reglulega afrit. Háar færslur grunaðra eiga því einhvers staðar að vera varðveittar á tölvutæku formi, mikilvæg og óvéfengjanleg sönnunargögn.

Við verðum því að doka um hríð og leyfa stjórnvöldum að rannsókn geti haldið áfram í þessum málum. Þessi brot verða seint fyrnd eða jafnvel aldrei enda um svo stórkostlega brotastarfsemi að ræða að annað verður vart líkt við.

Í viðtali Sunday Times leggur Eva Jolin fram mjög ákveðna gagnrýni gagnvart breskum og hollenskum yfirvöldum. Þau virðast hafa verið jafnilla sofandi á verðinum og íslenska Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn. Þar virðast helstu ráðamenn ýmist verið steinsofandi í vinnunni eða látið sér nægja að láta sjá sig á göngunum með kaffibolla.

Mosi

 


mbl.is Bankahrun líkist máli Madoffs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 242947

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband