Nauðsyn sátta

Í þessu máli kemur augljóslega fram hvað mikilvægt er að kröfur séu skýrt settar fram. Undirbúningi málsóknar virðist vera að einhverju leyti áfátt og því hafi málið tapast.

Fyrrum voru erfðadeilur mjög algengar og eins landamerkjamál þar sem bændur flugust á vegna nokkurra þumlunga lands. Eftir að fjölmiðlar urðu algengari og með setningu fyrstu prentlaganna um miðja 19. öld urðu málaferli vegna ærumeiðinga algeng. Ritstjórar blaða voru iðnir við kolann og storkuðu hvorum öðrum, mörgum til mikillrar skemmtunar. Í slíkum málaferlum er oft sitthvað rifjað upp sem flestir vildu gleyma í hita leiksins.

Oft er því betra að láta ýmislegt yfir sig ganga en að fara í málssókn. Málaferli eru vandasöm, dýr og oft seinleg. Sjaldan hefst nokkuð úr þeim annað en fyrirhöfnin og tapað fé. Þá er allur tíminn og ergelsið sem fer í þetta þras sem maður gæti sparað sér.

Er ekki oft betra að kappkosta að ná einhverjum skynsamlegum sáttum en að láta kanónurnar tala? 

Mosi


mbl.is Máli Jónínu vísað frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bendi á að hægt er að horfa á upptöku af fundi bæjarstjórnar Álftanes í gær þar sem Sigurður hélt langa ræðu um ástandið í bæjarstjórninni, á þessari slóð:

//media.nepal.is/fundargerdir?clip=Skra_0036900.wmv

Magnús (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 242948

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband