Bloggfærslur mánaðarins, september 2009
29.9.2009 | 22:25
Er Gordon Brown lýðskrumari?
Þetta Icesafe mál er hvorki breskum né íslenskum yfirvöldum til framdráttar. Hvorki Gordon Brown né Geir Haarde gerðu ekkert til að koma í veg fyrir að allt þetta svínarí kringum Icesafe gæti þrifist. Eftirlit með umsvifum íslenskra bankabraskara var ekkert, því fór sem fór.
Að Gordon Brown sé að hefja sig til skýjanna á kostnað íslenskra skattgreiðenda er honum síst til framdráttar. Hann ber ábyrgð á þessu Icesafemáli sem breskur forsætisráðherra ekki síður en Geir Haarde sem virðist hafa verið steinsofandi meðan þessi ósköp gengu yfir.
Það væri mjög sanngjarnt að bresk yfirvöld tækju upp á að semja að nýyju við Íslendinga um þessi mál. Eins og fram hefur komið hefur orðið gríðarlegt trúnaðarbrot fyrrverandi ríkisstjórnar gagnvart Íslendingum varðandi stöðu máli. Beitt var vísvitandi blekkingum að allt væri í besta lagi þó annað væri að komu fram.
Því miður verður að segja að flestir hafa gullfiskaminni. Þeir gleyma auðveldlega kvölulurum sínum og eru tilbúnir að hlusta á fagurgala þeirra. Að Davíð Oddsson sem einna manna mest ber ábyrgð á afglöpunum er hafinn til æðstu metorða og honum fenginn ritstjórn Morgunblaðsins á silfurbakka er með öllu óskiljanlegt. Braskaranir sem hurfu á brott með gullið úr Glitni, Kaupþingi og Landsbankanum vilja hafa þennan mann í þessu starfi. Ekki gengur of vel að hafa hendur í hári þessara manna sem hafa lagt ofurkapp að hylja slóð mestu fjármálamisferla Íslandssögunnar.
Af ávöxtunum skulum við þekkja þá:
Þessir herramenn eru ekki líklegir til að öðlast annað en fremur dapurlega umsögn sögunnar fyrir að vera kaldrifjaðir valdafíklar og einstaklega næmir hvernig eigi að spila á fínustu hvatir manneskunnar til að halda völdum með vafasömum og siðlausum yfirlýsingum.
Gordon Brown er fremur auðvirðulegur lýðskrumari og sennilega á sagan eftir að setja hann á stall með fremur ómerkari stjórnmálamönnum sögunnar á borð við Davíð Oddsson og Geir Haarde.
Mosi
Þakkaði Brown fyrir að bjarga Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.9.2009 | 18:09
Rauðavatnssprungurnar
Í aðdraganda borgarstjórnarkosninganna 1982 lagði Davíð Oddsson sem leiðtogi $jálf$tæði$flokk$in$ megináherslu á að byggja fremur inn með Sundum en við Rauðavatn eins og fyrri vinstri meirihlutinn vildi gjarnan. Mikið gekk á hjá Davíð þá að stórhættulegt væri að byggja á þessum voðalegu sprungum sem gætu opnast fyrirvaralaust í næsta jarðskjálfta og gleypt byggingar og allt sem í þæm kynni að vera.
Þrátt fyrir aðvaranir Davíðs virðast þessar aðvaranir hans ekki vera taldar meira virði en svo að ákveðið er af þeim Morgunblaðsmönnum á sínum tíma að byggja þrátt fyrir allt á vestustu sprungunni. Húsið reis á ógnarhraða enda Íslendingar yfirleitt fljótir að því sem þeir ráða vel við.
Nú er Davíð fluttur inn á þetta stórvarasama sprungusvæði sem ritstjóri Morgunblaðsins þó svo hættunni hafi aldrei verið aflýst. Spurning er hvort sprungurnar séu jafnhættulegar í huga Davíðs nú og vorið 1982, skal ósagt látið. En augljóst er að hann starfar núna á sprungu hvort sem hún kann að gleypa allt sem á henni er byggt og allt sem í byggingunni er.
Svona er pólitíkin einkennileg. Hræðsluáróður Davíðs átti sinn þátt í að hann vinnur umtalsverðan sigur í kosningum, hann komst til æðstu metorða á Íslandi fyrst sem borgarstjóri og síðar formaður $jálf$tæði$flokk$in$ og forsætisráðherra og pólitískur bankastjóri þó ekki hafi allir verið ánægðir með hann. Davíð hefur aldrei verið par hrifinn af gagnrýni hvort sem hún er málefnaleg eða af miður góðum rótum. Hann er ógjarn að vilja ræða málin nema hafa fengið spurningarnar með góðum fyrirvara og áskilja sér rétt að svara ekki nema því sem hann kærir sig um. Hann slær og slær, um sig og beinir sérstaklega orðum sínum til klappliðsins sem stendur að baki honum og er tilbúið að klappa hvenær sem þess er óskað.
Svona leiðtogar voru gjarnan valdir í þeim ríkjum þar sem lýðræði var ekki upp á marga fiska.
Það er spá Mosa að Davíð endist ekki lengi í stormasömum ritstjórnarstól Morgunblaðsins. Til þess er hann of viðkvæmur fyrir gagnrýni sem sennilega verður mun meiri og kröftugri en verið hefur fram að þessu.
Mosi
25.9.2009 | 22:28
Of seint
Bann við bankabónusum hefði mátt setja á strax við einkavæðingu bankanna fyrir 6-7 árum. Þeim var breytt í ræningjabæli í boði $jálfstæði$flokk$in$ og Fram$óknarflokk$in$ sem kunnugt er.
Það er því of seint að byrgja skuldabrunnin þá barnið, þ.e. þjóðin er dottin ofan í hann.
Mosi
Ráðast gegn bankabónusum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.9.2009 kl. 17:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.9.2009 | 19:39
Eignaupptaka eða hvað?
Þessi nýjasti dómur Hæstaréttar sem er staðfesting á úrskurði Óbyggðanefndar er að mörgu leyti líkur fyrri dómum um áþekk eignamál. Ljóst er að ekki eru allir sáttir og er margt aðfinnanlegt um suma þessa dóma. Þannig eru skjöl sem tengjast sölu Stafafells í Lóni, afsal frá Landssjóði til þáverandi ábúanda, að efni þess var gjörsamlega hafnað. Þannig er skýrt tekið fram að afrétti á Lónsöræfum væri hluti þess selda. Óbyggðanefnd kaus að gera þá setningu marklausa.
Nú er verið að dæma um Brúaröræfi þar sem Kárahnjúkavirkjun var byggð. Eignarrétti Brúarmanna er alfarið hafnað. Nú verður fróðlegt að rýna betur í forsendur dómsins en ljóst er að þessi niðurstaða sparar Landsvirkjun umtalsverðar fjárhæðir enda koma engar bætur til landeigenda.
Óbyggðanefnd starfar í umboði landsstjórnarinnar. Með sérstökum lögum sem Davíð Oddsson átti meginþátt í að sett væru.
Er um að ræða mestu eignaupptöku í sögu þjóðarinnar? Hvað finnst fólki um þessi mál?
Mosi
Þjóðlenda á Brúaröræfum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.9.2009 | 18:32
Hryðjuverk gagnvart íslensku þjóðinni
Í dag er dapur fyrir venjulega Íslendinga. Að ráða þann mann sem mest hefur haft áhrif á Íslandi sem leiddi tilefnahagshruns og hörmungar eru afglöp sem ekki verða fyrirgefni. Þetta er ekki aðeins eins og kjaftshögg: eigandi Morgunblaðsins skvettir úr hlandpotti hrunadansins framan í Íslendinga!
Fremur þann versta en þann næstbesta leggur Halldór Laxness Snæfríði Íslandssól í munn þá hún fékk ekki að eiga þann mann sem hún elskaði. Hún giftist júnkéranum í Brautartungu, svolamenni og óreiðumanni. Þó Davíð sé að öllum líkindum hvorugt þá er hann sístur þeirra sem eigandi Morgunblaðsins hefði átt að velja sem ritstjóra.
Mosi ætlar að segja upp áskrift strax. En hann hyggst gerast áskrifandi strax og Davíð hættir!
Segjum upp ÁSKRIFT AÐ MOGGANUM!
ÞETTA ER REGINHNEYKSLI!
Mosi
Davíð og Haraldur ritstjórar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.9.2009 | 07:47
Er þetta réttlætanlegt?
Þessi mikli kostnaður er tortryggilegur. Hann slagar hátt í ársveltu Mosfellsbæjar eins af mikilvægustu sveitarfélögum landsins. Þegar deilt er í þessa tölu með íbúafjölda landsins fáum við að sendiráð þetta kosti hvert mannsbarn 5.000 krónur. Það er vel í látið. Hvað skyldi sendiráðsrekstur Bandaríkjanna vera hár í samanburði við þetta?
Spurning hvort ekki mætti draga stórlega úr kosntaði og semja við hinar þjóðirnar á Norðurlöndunum um að fá að vera með faxtæki og tölvu í einhverju horninu? Það gæti varla verið nema hagstæðara en þessi hrikalegi kostnaður.
Þegar ákveðið var að efna til sendiráðsreksturs í Japan var þá þegar ljóst að það yrði dýrt spaug. Hins vegar var sú ákvörðun réttlætt að miklar tekjur kæmu á móti, bæði fyrir sölu á vörum og þjónustu auk vaxandi fjölda ferðamanna frá Japan til Íslands.
Getur verið að ástæðan fyrir því að ekki hefur dregið úr kostnaði við sendiráð þetta sé kominn til vegna hvalveiðanna? Þær hafa sem kunnugt er ekki verið óumdeilanlegar og margar fullyrðingar verið látnar fara út á ljósvakann, sumar nokkuð vafasamar. Sendiráð eru jú til að kynna land og lýð auk þess að gæta hagsmuna bæði íslenskra ferðamanna sem viðskiptasambanda erlendis.
Mosi
Sendiráð upp á 1,5 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.9.2009 | 09:53
Af hverju er ekki auglýst?
Morgunblaðið átti sér sinn besta tíma undir farsælli ritstjórn þeirra Matthíasar Johannesen og Styrmis Gunnarssonar. Þeir tóku þá góðu ákvörðun að breyta blaðinu með því að sveigja það frá strangtrúaðri flokkslínu Sjálfstæðisflokksins og opna það smám saman fyrir aðsendu efni. Á þennan hátt varð Morgunblaðið blað allra landsmanna og gróf strax undan öðrum dagblöðum sem voru á strangri flokkslínu.
Nú hafa ýmsir flokkseigendur Sjálfstæðisflokksins talið að nú er tími kominn til að breyta þessu aftur og gera Morgunblaðið að trúarlegu flokksblaði á nýjan leik með því að ráða politískan ritstjóra að blaðinu. Nöfn nokkurra alkunnra hægri manna hefur verið nefnt í þessu sambandi: Davíð Oddsson, Björn Bjarnason og sjálfsagt fleiri. Ef þessi leið verður valin, má reikna með að mjög margir sem hafa litið á Morgunblaðið sem blað okkar allra Íslendinga, verði áskriftum þúsundum saman sagt upp. Mun Mosi ekki hafa mikinnn áhuga fyrir að fá einhliða áróður og sjónarmið eins flokks inn um blaðalúguna hjá sér, jafnvel þó það væri borið út ókeypis.
Mun farsælli leið væri að auglýsa eftir ritstjóra fyrst skráður eigandi Morgunblaðsins taldi Ólaf Stephensen ekki nógu góðan. Ólafur hefur fylgt stefnu þeirra Matthíasar og Styrmis og hefur stýrt penna ritstjóra blaðsins mjög faglega. Það er eftirsjá að víðsýnum og þrautreyndum blaðamanni sem honum.
Á Íslandi eru mjög margir ritfærir Íslendingar. Þeir eru eðlilega mjög misjafnir eins og geta má nærri, bæði hvað menntun, reynslu, þekkingu, bakgrunn og hvernig þeir taka á efninu.
Sjálfsagt væri erfitt að velja úr þann sem myndi vera heppilegastur ef auglýst væri eftir ritstjóra. Margir munu sjálfsagt telja sig kallaða til slíks trúnaðarstarfs, kannski vegna sterkra tengsla við ákveðna hagsmunaaðila í samfélaginu. En hvað skyldu margir líta á hlutverk sitt sem ritstjóra í þjónustu í þágu alls samfélagsins?
Það er ögurstund í íslensku samfélagi. Ef flokkseigendur Sjálfstæðisflokksins telja að þeir eigi Morgunblaðið, þá vaða þeir illilega í villu og reyk. Það yrði eins og að skvetta vatni á gæs að ráða pólitískan ritstjóra að blaði sem á sér jafnvaltan fjárhagslegan grundvöll og í ljós hefur komið í íslensku samfélagi.
Ef til vill hefði verið farsælla að blaðið hefði verið í eigu félags sem Vilhjálmur Bjarnason stendur fyrir en hann hafði hug á að kaupa Morgunblaðið gegnum félag það sem hann hefur forystu fyrir: Félag fjárfesta.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur legið undir mjög þungri gagnrýni vegna ábyrgðar á bankahruninu og því sem komið er í íslensku samfélagi. Því verður ekki breytt með því að berja í brestina og koma ábyrgðinni og skömmina yfir á aðra. Það væri heimska að ná vopnum sínum aftur á þennan hátt og myndi auka tortryggni enn meir gagnvart þeim vinnubrögðum sem þar virðast viðgangast, - að tjaldabaki.
Í sögu mannkyns má hnjóta um málgagn Kommúnistaflokks Ráðstjórnarríkjanna, Pravda sem útleggst sannleikur. Hvort Morgunblaðið verði að íslenskri Prövdu skal ósagt látið. En sporin hræða óneitanlega.
Mosi
Ekki búið að ráða nýjan ritstjóra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.9.2009 | 15:01
Stofnum fyrirtæki um hreindýramosann
Eigum við að stofna fyrirtæki?
Á ferðum mínum um landið sem leiðsögumaður er eg iðulega spurður um hreindýramosann sem þýskir nefna Islandsmos.
Þeir þýsku horfa agndofa á hreindýramosann með undrun að ekki skuli hann nytjaður sem annar jarðar gróður.
Það er ábyggilega grundvöllur að reka fyrirtæki t.d. á Austfjörðum við að tína fjallagrös þ. á m. hreindýramosa. Þá þarf að hreinsa, meðhöndla, vinna og pakka varninginn með útflutning og sölu til ferðamanna í huga. Hreindýramosinn nýtist til margs kyns skreytinga t.d. í þýsku jólajötuna, Krippe eins og þeir þýsku segja og finnst vera ómissandi á öllum kristnum heimilum þýskum. Auk þess er vinsælt að hafa Ísalandsmosa á leiði ættingja og hann þykir ómissandi sem ígildi trjágróðurs við gerð umhverfis leikfangalesta (Modelbahn). Í lyfjaframleiðslu er hreindýramosi einnig mjög mikilvægur enda ýms eftirsótt virk efni í honum. Þá er unnt að útbúa te og aðra heilsudrykki úr hreindýramosa og öðrum fjallagrösum.
Hugmynd væri að selja ferðafólki te með hreindýramosa sem og hæfilega stórar neytendapakkningar á Seyðisfirði á fimmtudagsmorgnum þegar beðið er eftir að aka um borð í Norrænu.
Kostnaður við að koma þessu fyrirtæki á koppinn gæti varla verið meira en útgerð trillubáts.
Við gætum orðið rík á þessu og vaðið í peningum eins og útrásarvíkingarnir forðum. Kannski að fyrirtæki sem þetta myndi skila umtalsvert meiri arðsemi en til samans álverið á Reyðarfirði og Kárahnjúkavirkjun sem kostuðu okkur gríðarlegar náttúrufórnir á Austurlandi og kollvörpuðu íslenskum efnahag með hruni bankakerfisins.
Mosi
21.9.2009 | 11:57
Tökum upp umhverfisskatta
Sífellt erum við Íslendingar minntir á vaxandi vandræði vegna koltvísýringsmengunar. Það á að hvetja okkur til að taka upp umhverfisskatta á alla mengandi starfsemi.
Í Evrópu eru umhverfisskattar n.k. neysluskattar þar sem sá sem stuðlar að mengun, beri að greiða fyrir það. Í sænska blaðinu Dagens nyheter er í fjármálakálfi skrá yfir losunarkvóta á CO2. Í úrklippu frá 25.8.2008 kostar 25,06 hvert tonn miðað við ár. Áætlað er í þessari úrklippu sem eg hefi undir höndum að þessi kvóti verði kominn í tæpar 30 evrur, eða 29,27 á ári eftir 3 ár.
Leggja ber umhverfisskatt á alla mengandi starfsemi eftir góða reynslu víðast hvar í Evrópu. Þar er eldsneyti efst á blaði, tóbak, flugeldar, nagladekk og nánast hvað sem er sem hefur mengun í för með sér. Skattkerfi þarf að aðlaga sig breyttum tíðaranda og viðhorfum í samfélaginu.
Ef Landsvirkjun ætti að greiða 25 evrur fyrir hvert tonn, þá væri reikningurinn upp á 1.900.000 sem þetta fyrirtæki ætti að greiða.
Álbræðslunar á Íslandi með framleiðslu upp á um milljón tonn áls bæri eftir því að greiða um 50 milljónir evra en þumalputtareglan er að um tvöfalt meira magn af CO2 verður við framleiðslu á hverju tonni. Þessi fjárhæð er hátt í 10 milljarða og það mætti gera ýmislegt með þennan mikla auð sem fyrri ríkisstjórnir hafa bókstaflega gefið. Það mætti stórefla skógrækt í landinu, efla heilbrigðiskerfið og skólana. Ljóst er að bæta þarf íslenskum skólanemendum upp þann menntunarskort sem þeir hafa farið á mis við en rík áhersla er lögð á umhverfismennt í öllum nágrannalöndum okkar.
Sinnuleysi íslenskra stjórnvalda gagnvart stóriðjunni er mjög varhugavert. Líklegt er að álver hér geti selt mengunarkvóta frá sér ef sú hugmynd kemur að leggja niður starfsemi. Svona gjafakvóti er með öllu óþolandi, rétt eins og fiskveiðikvótinn sem var afhentur nokkrum kvótagreifum á sínum tíma.
Sumarið 2007 var eitt mál á þinginu sem hafði í för með sér að skattar á álbræðslunni í Straumsvík leiddu til hálfs milljarðs lækkun á skattgreiðslum til íslenska ríkisins. Því máli var frestað af þáverandi ríkisstjórn fram yfir vorkosningarnar 2007 til að styggja ekki kjósendur!
Mosi
Kolefnislosun Landsvirkjunar 1,3% af heildarlosun Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
19.9.2009 | 23:41
Skelfilegur arfur fortíðar
Æðibunugangurinn á fyrstu árum þessarar aldar hefnir sín. Ákvörðunin um Kárahnjúkavirkjun og einkavæðingu bankanna var illa ígrunduð, alla vega hefði þurft að vanda betur til þeirra ákvarðana. Alltaf var vitað að þenslan vegna virkjunarinnar yrði til þess að lendingin yrði mjög hörð en sjálfsagt hefur enginn búist við þvílíkum ósköpum sem við íslendingar höfum upplifað síðastliðin misseri.
Þessi mistök verða alfarið skrifuð á Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk. Þessir stjórnmálaflokkar hafa reynst okkur Íslendingum þannig, að þeir eru í innviðum sínum nokkuð mikið spilltir og verður að fara langt út fyrir fyrir lýðræðisríki Vestur-Evrópu að finna einhverjar hliðstæður.
Fyrir nokkrum árum voru sett lög um fjármál stjórnmálaflokkanna. Það gekk ekki þrautalaust fyrir sig að koma þáverandi stjórnvöldum í skilning að slíkt fyrirkomulag væri nauðsynlegt. Fullyrt var af þáverandi ráðamönnum að Ísland væri minnst spillta land í Evrópu, gott ef ekki í öllum heiminum! Annað hefur komið á daginn. Spillingin virðist hafa verið inngróin og nær inn í helgustu vé Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks.
Nú koma ráðamenn þessara flokka fram og gefa það ótrúlega í skyn, að núverandi ríkisstjórn sé að kenna hvernig komið sé fyrir þjóðinni! Er þetta ekki eins og að tefja og trufla björgunarliðið við nauðsynleg störf?
Á undanförnum áratugum öfluðu Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur gríðarlegs fjár til starfsemi sinnar. Fastráðnir starfsmenn flokkanna voru í því að senda reikninga í fyrirtækin og síðar gíróseðla eftir að þeir komu til sögunnar. Ef greiðslur skiluðu sér ekki var haft samband við viðkomandi aðstandenda fyrirtækis og hann spurður hvort hann ætlaði ekki að greiða. Ef út af bar, þá fór ýmsum sögum um hvaða yfirlýsingar voru gefnar og hverjar afleiðingar þær kunnu að hafa. Þessar aðferðir minna óneitanlega á aðferð Mafíunnar á Ítalíu og sjálfsagt víðar hvernig hún aflar fjár auk tekjustofna sem tengjast sölu eiturlyfja, vændi og aðra ólöglega starfsemi sem ekki þolir að vera dregið fram í dagsljósið.
Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur bókstaflega áttu bankana. Enginn bankastjóri né neinn yfirmaður var skipaður nema hafa flokksskírteini þessara stjórnmálaflokka. Veiting lána var eftir þessu. Meira að segja lóðaúthlutun þeirra sveitarfélaga þar sem þessir stjórnmálaflokkar voru við völd, var mjög liðuð af pólitík.
Svona var Ísland og er það að miklu leyti enn. Hvenær við losnum við þessa sögulegu meinsemd er ekki gott að fullyrða. Eftir því sem tortryggni gagnvart þessu fyrirkomulagi eykst, þá er vonin nokkur.
Við þurfum að glíma við gríðarlega fortíðardrauga sem þessir stjórnmálaflokkar hafa veitt okkur í arf.
Mosi
Atvinnuleysistryggingasjóður að tæmast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 243587
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar