Stofnum fyrirtæki um hreindýramosann

Eigum við að stofna fyrirtæki?

Á ferðum mínum um landið sem leiðsögumaður er eg iðulega spurður um hreindýramosann sem þýskir nefna Islandsmos.

Þeir þýsku horfa agndofa á hreindýramosann með undrun að ekki skuli hann nytjaður sem annar jarðar gróður.

Það er ábyggilega grundvöllur að reka fyrirtæki t.d. á Austfjörðum við að tína fjallagrös þ. á m. hreindýramosa. Þá þarf að hreinsa, meðhöndla, vinna og pakka varninginn með útflutning og sölu til ferðamanna í huga. Hreindýramosinn nýtist til margs kyns skreytinga t.d. í þýsku jólajötuna, Krippe eins og þeir þýsku segja og finnst vera ómissandi á öllum kristnum heimilum þýskum. Auk þess er vinsælt að hafa Ísalandsmosa á leiði ættingja og hann þykir ómissandi sem ígildi trjágróðurs við gerð umhverfis leikfangalesta (Modelbahn). Í lyfjaframleiðslu er hreindýramosi einnig mjög mikilvægur enda ýms eftirsótt virk efni í honum. Þá er unnt að útbúa te og aðra heilsudrykki úr hreindýramosa og öðrum fjallagrösum.

Hugmynd væri að selja ferðafólki te með hreindýramosa sem og hæfilega stórar neytendapakkningar á Seyðisfirði á fimmtudagsmorgnum þegar beðið er eftir að aka um borð í Norrænu.

Kostnaður við að koma þessu fyrirtæki á koppinn gæti varla verið meira en útgerð trillubáts.

Við gætum orðið rík á þessu og vaðið í peningum eins og útrásarvíkingarnir forðum. Kannski að fyrirtæki sem þetta myndi skila umtalsvert meiri arðsemi en til samans álverið á Reyðarfirði og Kárahnjúkavirkjun sem kostuðu okkur gríðarlegar náttúrufórnir á Austurlandi og kollvörpuðu íslenskum efnahag með hruni bankakerfisins.

Mosi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Símon Ólason

Sæll og blessaður Mosi góður og gamli skólabróðir.

Þessi hugmynd þín er gulls í gildi. Ég hef áhuga á að leggja henni lið eftir mætti, ef mér gefst kostur á.

Kveðja og þakk fyrir skemmtilegt og áhugavert blogg.

Símon Ólason

Netfang: skuddi@internet.is

Símon Ólason, 22.9.2009 kl. 20:24

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þakka þér Símon. Sendi þér einnig línu á veffangið þitt.

Er hvorki sjálfur með reynslu af stofnun og rekstur fyrirtækis né annarrar forréttingar og læt því öðrum að koma þessari hugmynd á flot. En auðvitað væri gaman að vera með í rekstri lítils en arðvæns fyrirtækis.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 23.9.2009 kl. 07:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 242914

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband