Af hverju er ekki auglýst?

Morgunblaðið átti sér sinn besta tíma undir farsælli ritstjórn þeirra Matthíasar Johannesen og Styrmis Gunnarssonar. Þeir tóku þá góðu ákvörðun að breyta blaðinu með því að sveigja það frá strangtrúaðri flokkslínu Sjálfstæðisflokksins og opna það smám saman fyrir aðsendu efni. Á þennan hátt varð Morgunblaðið blað allra landsmanna og gróf strax undan öðrum dagblöðum sem voru á strangri flokkslínu.

Nú hafa ýmsir „flokkseigendur“ Sjálfstæðisflokksins talið að nú er tími kominn til að breyta þessu aftur og gera Morgunblaðið að trúarlegu flokksblaði á nýjan leik með því að ráða politískan ritstjóra að blaðinu. Nöfn nokkurra alkunnra hægri manna hefur verið nefnt í þessu sambandi: Davíð Oddsson, Björn Bjarnason og sjálfsagt fleiri. Ef þessi leið verður valin, má reikna með að mjög margir sem hafa litið á Morgunblaðið sem blað okkar allra Íslendinga, verði áskriftum þúsundum saman sagt upp. Mun Mosi ekki hafa mikinnn áhuga fyrir að fá einhliða áróður og sjónarmið eins flokks inn um blaðalúguna hjá sér, jafnvel þó það væri borið út ókeypis.

Mun farsælli leið væri að auglýsa eftir ritstjóra fyrst skráður eigandi Morgunblaðsins taldi Ólaf Stephensen ekki nógu góðan. Ólafur hefur fylgt stefnu þeirra Matthíasar og Styrmis og hefur stýrt penna ritstjóra blaðsins mjög faglega. Það er eftirsjá að víðsýnum og þrautreyndum blaðamanni sem honum.

Á Íslandi eru mjög margir ritfærir Íslendingar. Þeir eru eðlilega mjög misjafnir eins og geta má nærri, bæði hvað menntun, reynslu, þekkingu, bakgrunn og hvernig þeir taka á efninu.

Sjálfsagt væri erfitt að velja úr þann sem myndi vera heppilegastur ef auglýst væri eftir ritstjóra. Margir munu sjálfsagt telja sig kallaða til slíks trúnaðarstarfs, kannski vegna sterkra tengsla við ákveðna hagsmunaaðila í samfélaginu. En hvað skyldu margir líta á hlutverk sitt sem ritstjóra í þjónustu í þágu alls samfélagsins?

Það er ögurstund í íslensku samfélagi. Ef „flokkseigendur“ Sjálfstæðisflokksins telja að þeir eigi Morgunblaðið, þá vaða þeir illilega í villu og reyk. Það yrði eins og að skvetta vatni á gæs að ráða pólitískan ritstjóra að blaði sem á sér jafnvaltan fjárhagslegan grundvöll og í ljós hefur komið í íslensku samfélagi.

Ef til vill hefði verið farsælla að blaðið hefði verið í eigu félags sem Vilhjálmur Bjarnason stendur fyrir en hann hafði hug á að kaupa Morgunblaðið gegnum félag það sem hann hefur forystu fyrir: Félag fjárfesta.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur legið undir mjög þungri gagnrýni vegna ábyrgðar á bankahruninu og því sem komið er í íslensku samfélagi. Því verður ekki breytt með því að berja í brestina og koma ábyrgðinni og skömmina yfir á aðra. Það væri heimska að ná vopnum sínum aftur á þennan hátt og myndi auka tortryggni enn meir gagnvart þeim vinnubrögðum sem þar virðast viðgangast, - að tjaldabaki.

Í sögu mannkyns má hnjóta um málgagn Kommúnistaflokks Ráðstjórnarríkjanna, Pravda sem útleggst „sannleikur“. Hvort Morgunblaðið verði að íslenskri Prövdu skal ósagt látið. En sporin hræða óneitanlega.

Mosi


mbl.is Ekki búið að ráða nýjan ritstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 242898

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband