Er Gordon Brown lýðskrumari?

Þetta Icesafe mál er hvorki breskum né íslenskum yfirvöldum til framdráttar. Hvorki Gordon Brown né Geir Haarde gerðu ekkert til að koma í veg fyrir að allt þetta svínarí kringum Icesafe gæti þrifist. Eftirlit með umsvifum íslenskra bankabraskara var ekkert, því fór sem fór.

Að Gordon Brown sé að hefja sig til skýjanna á kostnað íslenskra skattgreiðenda er honum síst til framdráttar. Hann ber ábyrgð á þessu Icesafemáli sem breskur forsætisráðherra ekki síður en Geir Haarde sem virðist hafa verið steinsofandi meðan þessi ósköp gengu yfir.

Það væri mjög sanngjarnt að bresk yfirvöld tækju upp á að semja að nýyju við Íslendinga um þessi mál. Eins og fram hefur komið hefur orðið gríðarlegt trúnaðarbrot fyrrverandi ríkisstjórnar gagnvart Íslendingum varðandi stöðu máli. Beitt var vísvitandi blekkingum að allt væri í besta lagi þó annað væri að komu fram.

Því miður verður að segja að flestir hafa „gullfiskaminni“. Þeir gleyma auðveldlega kvölulurum sínum og eru tilbúnir að hlusta á fagurgala þeirra. Að Davíð Oddsson sem einna manna mest ber ábyrgð á afglöpunum er hafinn til æðstu metorða og honum fenginn ritstjórn Morgunblaðsins á silfurbakka er með öllu óskiljanlegt. Braskaranir sem hurfu á brott með gullið úr Glitni, Kaupþingi og Landsbankanum vilja hafa þennan mann í þessu starfi. Ekki gengur of vel að hafa hendur í hári þessara manna sem hafa lagt ofurkapp að hylja slóð mestu fjármálamisferla Íslandssögunnar.

„Af ávöxtunum skulum við þekkja þá“:

Þessir herramenn eru ekki líklegir til að öðlast annað en fremur dapurlega umsögn sögunnar fyrir að vera kaldrifjaðir valdafíklar og einstaklega næmir hvernig eigi að spila á fínustu hvatir manneskunnar til að halda völdum með vafasömum og siðlausum yfirlýsingum.

Gordon Brown er fremur auðvirðulegur lýðskrumari og sennilega á sagan eftir að setja hann á stall með fremur ómerkari stjórnmálamönnum sögunnar á borð við Davíð Oddsson og Geir Haarde.

Mosi

 

 


mbl.is Þakkaði Brown fyrir að bjarga Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband