Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009
4.4.2009 | 12:33
Burt með íslensku krónuna
Síðastliðin ár hefur það verið sérstakt baráttumál Sjálfstæðisflokksins að dubba upp á íslensku krónuna. Þegar gervigóðærið sem var samfara byggingu Kárahnjúkavirkjunar var íslenska krónan einn sterkasti gjaldmiðill heims. Þar sem dýrtíð var töluverð einkum vegna gríðarlegs innflutnings á lúxúsvörum og léttúðar í lánamálum, þá sköpustu aðstæður vegna hárra stýrivaxta að hingað leituðu braskarar víða um heim.
Nú höfum við verið að súpa seyðið af þessari léttúð. Bankarnir hrundu sem spilaborg, nánast á einni nóttu. Íslenska krónan hefur fallið gríðarlega og vart unnt að finna aumkunarverðari gjaldmiðil í heiminum um þessar mundir.
Í gær, föstudag var haldinn aðalfundur HBGranda, stærsta útgerðarfyrirtækis á Íslandi. Árni Vilhjálmsson stjórnarformaður fyrirtækisins og fyrrum prófessor við Viðskiptadeild HÍ, flutti ársskýrslu að venju. Hann kom víða við í skýru máli og athygli viðstaddra vakti hann á því hve eiginfjárstaða fyrirtækisins var slök ef gert hefði verið upp í íslenskum krónum eins og verið hefur fram að þessu. Eigið fé fyrirtækisins í ársbyrjun 2008 var 35% en hefði lækkað niður í 6% hefði verið gert upp í íslensku krónunni og hefði haft slæmar afleiðingar í för með sér. Sú ákvörðun var því tekin að færa ársreikninginn yfir í evrur eftir þeim bókhaldsreglum sem ráð er fyrir gert. Tekjur fyrirtækisins er að langmestu leyti í þessum gjaldmiðli og útgjöld að umtalsverð leyti. Með þessari aðferð jókst eigið fé úr 35% í 42% sem er mun greinilegri staðfesting að fyrirtækið er vel rekið þrátt fyrir ýmsa erfiðleika einkum af völdum gríðarlegs falls krónunnar og aflabrests, einkum loðnu.
Þegar eitt af undirstöðufyrirtækum Íslendinga hentar ekki þessi veiki gjaldmiðill þá er spurning hvort ekki eigi að hvetja fleiri að taka upp evrur í reikningsskilum sínum?
Þá er spurning hvort upptaka evru ásamt ósk um inngöngu í Efnahagsbandalag Evrópu gjörbreyti ekki mörgu í okar samfélagi? Hvergi í heiminum þekkist t.d. verðbótareikningur á húsnæðislán nema í Brasílíu og Ísrael. Í þessum löndum situr fólk uppi með ónýtan gjaldmiðil eins og við.
Stéttarfélög eiga að krefjast þess að skjólstæðingar sínir fái greitt í evrum. Með því er unnt að hverfa frá vítahring dýrtíðarreikninga sem engum gagnast nema ef vera skyldi hagspeki andskotans. Með evru í höndunum leysum við fjölmörg mál. Lykillinn að því er auðvitað beiðni um inngöngu í EBE. Við Íslendingar verðum að láta reyna á að okkar hagsmunir á sviði fiskveiða verði virtir og að við höfum þann rétt sem við teljum að okkur ber fram yfir aðrar þjóðir.
Mosi
Enn hefur ekki verið sett fram nein opinber skýring á því hvers vegna Bretar beittu Íslendinga umdeildum hryðjuverkalögum.
Að öllum líkindum er atburðarásin þessi:
Allt síðastliðið ár er eins og yfirvöld beggja landanna hafi verið ljóst að í óefni stefndi hjá íslensku bönkunum. Skýrslur virtra og varfærinna bankamanna og sérfræðinga frá London school of economy benda til þess að þær hafi verið lesnar og teknar alvarlega af yfirvöldum beggja landanna.
Þegar Glitnir kemst í þrot undir lok september og hann er þjóðnýttur, veldur það strax tortryggni Breta gagnvart Geir Haarde og Sjálfstæðisflokknum. Þeir vilja viðræður þar sem yfirvöld beggja landa hafi til ákvörðunar hvernig leysa skuli þessi mál. Ekki líður á löngu en hinir bankarnir, Kaupþing og Landsbanki lenda í sömu vandræðum. Búið var að eta bankana innanfrá og gríðarlegu fé hafði verið komið undan í skattaskjól. Athygli vekur að breskur ríkisborgari er einn helsti örlagavaldur falls Kaupþings.
Þegar Geir Haarde ákveður að fara séríslenska leið sem fólgin er í því að hunsa Breta og gera það sem þeir töldu best í stöðunni. Það er setning Neyðarlaganna 6.október sem var tilefni fyrir Breta að beita hermdarverkalögunum. Þeim var ljóst að Davíð og Geir ætluðu sér að hunsa með öllu sjónarmið breska ljónsins. Nú féll allt íslenska bankakerfið saman öllu venjulegu fólki á Íslandi til mikillrar undrunar enda hafði sæluríki þeirra Davíðs og Geirs staðið traustum stoðum og ekki haft nein merki að svo skjótt hryndi það til grunna.
Því miður var íslenskur almenningur blekktur allt fram að bankahruninu mikla. Fjármálaeftirlitið gefur út heilbrigðisvottorð um bankana 14. ágúst. Sjálfstæðisflokkurinn byggði upp einkennilega spilaborg sem einungis grundvallaðist á fagurgala frjálshyggjunnar sem ekki mátti trufla á neinn hátt með því að setja bindisskyldu eða skynsamlega fjármálastjórn. Það var glæsimennskan, ævintýramennskan og skyndigróðinn hafður í hávegum. Minnsta tortryggni og efasemdir voru sungnar í strangt bann.
Sæluríkið féll og fall þess var mikið!
Mosi
Hryðjuverkalög of harkaleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.4.2009 | 11:29
Flókið mál
Fremur höfum við börnin okkar meðan þau eru ung og undir okkar umsjá þar sem okkur bera mjög ríkar samfélagsskyldur að ala þau upp.
Í gamla Íslandi var rætt um að ala þau upp í kristilegu samfélagi en nú virðist sem ekki megi minnast á neitt sem tengir okkur við trúmál af neinu tagi.
Í þessu tilfelli væri móðir dótturinnar orðin amma barnsins. Kærastinn er bæði barnsfaðir hennar og einnig dóttur hennar! Erfðaréttur gæti t.d. orðið ansi snúinn og það eru fyrst og fremst ástæðurnar fyrir því að þegar á mðöldum amaðist kaþólska kirkjan við nágifti. Þá voru vísindin ekki komin á það stig að ljós væru annmarkar og fylgikvillar þegar nánir ættingar eigi börn saman.
Við Íslendingar eigum eitt dæmi um áþekkt tilfelli: Guðmundur frá Miðdal eignaðist barn með dóttur eiginkonu sinnar erlendrar og gott ef hún varð ekki seinni eiginkona hans. Þó er þetta tilfelli ekki alveg sambærilegt þar sem hann var ekki faðir dótturinnar heldur annar maður.
Það er auðvitað mjög ámælisvert í þessari frétt frá Bandaríkjunum að konan virðist hafa notað áfengi og lyf í þeim tilgangi að sljófga dótturina til að ná fram einbeittum vilja sínum.
Mosi
Vildi að kærastinn barnaði dóttur sína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.4.2009 | 12:40
Til hvers er bankaleynd?
Upphaflega var bankaleynd til að fá frið fyrir skattyfirvöldum. Núna er svo komið að allar upplýsingar um innistæður og viðskipti fara sjálfvirkt til skattyfirvalda og auðvelda þannig öllu heiðarlegu fólki að telja fram á sem auðveldastan og hagkvæmastan hátt.
Að braskaralýðurinn vaði núna uppi og nái að beita Fjármálaeftirlitinu fyrir sig til að klekkja á blaðamönnum er með öllu óþolandi.
Óheiðarlegir viðskiptamenn og braskarar eiga að vera með öllu óalandi og óferjandi. Það er sjálfstætt rannsóknarefni blaðamanna að kanna hvernig þau tengsl eru. Hafa braskaranir einhver hreðjatök á Fjármálaeftirlitinu? Það skyldi ekki vera.
Bankaleyndin er smám saman að heyra sögunni til. Bankarnir eiga ekki að vera staðir þar sem skattsvik, peningaþvottur og önnur glæpastarfsemi á að geta sótt skjól í. Sá sem vill fela skal ekki stela!
Allt skynsamt og heiðarlegt fólk vill að þessi mál séu upplýst. Rannsóknablaðamenn eiga mikla þökk fyrir að hafa farið í þessi mál.
Mosi
Viðskiptaráðherra vill blaðamenn úr snörunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.4.2009 | 12:22
Einkadót Sjálfstæðisflokksins
Gagnrýni Sjálfstæðisflokksins
Áður fyrr þegar forystumenn Sjálfstæðisflokksins lentu undir í valdabaráttunni í Valhöll, var þeim gjarnan fengin dúsa sem fólst í því að endurskoða stjórnarskrána. Yfirleitt kom sáralítið út úr þessu starfi enda hafa halaklipptir stóðhestar sig ekki mikið í frammi.
Nú þegar ákveðið hefur verið af núverandi ríkisstjórn ásamt Frtamsóknarflokknum að ráðast í heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar, þá rís Sjálfstæðisflokkurinn upp og mótmælir stöðugt, organdi og veinandi sem óþægur krakki. Kannski Sjálfstæðisflokkurinn telji stjórnarskrána og endurskoðun á henni einkamál Sjálfstæðisflokksins. Er stjórnarskráin dótið hans sem engir aðrir krakkar mega leika sér að?
Í stað þess að auðvelda Íslendingum að upplýsa bankahrunið og gefa upp viðhlítandi skýringar á því hvers vegna Bretar beittu Íslendinga hryðjuverkalögunum, þá láta þingmenn sig hafa það að haga sér eins og óþægir krakkar.
Kannski Gordon Brown hefði átt að beita hryðjuverkalögunum gegn Sjálfstæðisflokknum?
Mosi
Harðar deilur á Alþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.4.2009 | 12:06
Fyrir 40 árum
Ástandið í smafélaginu minnir að mörgu leyti á hinstu ár Viðreisnarstjórnarinnar. Vorið 1969 varð langvinnt verkfall Dagsbrúnar, öll millilandakaupför voru bundin við bryggju hlaðin varningi frá útlöndum.
Þá var loksins samið um miðjan júní. Við menntaskólanemendur hópuðumst hundruðum saman ásamt gömlu köllunum á Eyrina í þeirri von að fá einhver snöp. Verið var að undirbúa losun og affermingu skipanna. Verksstjórar með gula hjálma gengu fram og aftur um Sprengisand og pikkuðu út þá sem þeir þekktu. Tugir ef ekki hundruðir gengu í humátt á eftir þeim í þeirri von að verða útvalinn og fá vinnu. Þetta var sérkennileg og áhrifamikil sjón. Kolakraninn var minnir mig enn uppistandandi og var rifinn þá um sumarið.
Þá var það að einn kunningi pikkar í mig og segir mér að koma með sér, þetta væri hvort sem er alveg vonlaust. Við fórum í grænmálaðan skúr sem var við ausanverða Bugtina hjá Togarabryggjunni og Ingólfsgarði. Þar stóð skrifað skírum stöfum: Togaraafgreiðslan. Okkur var kippt upp í rútubíl vel við aldur, eða var það vörubíll, þetta er farið að gleymast. Svo var okkur ekið vestur á Ægisgarð en þar var bundið við bryggju Arnarfell eitt af skipum Skipadeildar Sambandsins. Við unnum kappsamlega langt fram á kvöld, þetta var erfitt verk fyrir skólapilt sem aldrei hefur talist vera mikill verkamaður. Úr hverri lest skipsins voru tvær bómur og vindur notaðar. Þurfti oft að gæta sín aðekkert dytti niður í lestina þegar heysið rakst í við lestaropið. Vindurnar voru nefnilega miskraftmiklar. Þetta var á þeim tíma þegar stórir og öflugir bílkranar voru notaðir við affermingu. Við þessar aðstæður urðu oft alvarleg slys, stundum dauðaslys. Oft stafaði þessi slys sökum þess að vindukallarnir höfðu fengið sér af pyttlu að lítið bar á, eða lúgumaðurinn sem benti ekki nógu vel þeim sem hafði taugarnar í hendi sér.
Óskandi er að sem flestir námsmenn fái vinnu við sitt hæfi í vor. En nú er ekki að vænta neinna uppgripa eins og á veltiárunum. Nú má láta sér nægja e-ð sem minni launum fylgir. Skógrækt og ýmiskonar umhirðustörf í náttúrunni þyrfti að efla. Sjálfur starfaði eg öll skólaárin mín í Garðyrkjunni í Reykjavík. Þar var unnið við að raka saman grjóti og aka því burtu í hjólbörum, sá í flög og sitthvað fleira. Þá var einnig unnið við sitthvað annað sem starfa þurfti, var eitt sumarið í Hljómskálagarðinum undir stjórn Sveinbjarnar garðyrkjumanns. Þar voru tveir synir eins af ágætustu prófessorunum í Háskólanum sem einnig sat á Alþingi Íslendinga. Hann hafði mikil áhrif sem hagfræðingur en því miður urðu áhrif annarra smám saman meiri. Iðni, nægjusemi og sparsemi voru meginlífsviðhorf eldri kynslóðar áður en allt var látið vaða á súðum.
Margt er líkt með tímunum þegar betur er að gáð. Endurtekur sagan sig ekki öðru hvoru?
Mosi
Spurst fyrir um sumarannir á Alþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 243585
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar