Burt með íslensku krónuna

Síðastliðin ár hefur það verið sérstakt baráttumál Sjálfstæðisflokksins að dubba upp á íslensku krónuna. Þegar gervigóðærið sem var samfara byggingu Kárahnjúkavirkjunar var íslenska krónan einn sterkasti gjaldmiðill heims. Þar sem dýrtíð var töluverð einkum vegna gríðarlegs innflutnings á lúxúsvörum og léttúðar í lánamálum, þá sköpustu aðstæður vegna hárra stýrivaxta að hingað leituðu braskarar víða um heim.

Nú höfum við verið að súpa seyðið af þessari léttúð. Bankarnir hrundu sem spilaborg, nánast á einni nóttu. Íslenska krónan hefur fallið gríðarlega og vart unnt að finna aumkunarverðari gjaldmiðil í heiminum um þessar mundir.

Í gær, föstudag var haldinn aðalfundur HBGranda, stærsta útgerðarfyrirtækis á Íslandi. Árni Vilhjálmsson stjórnarformaður fyrirtækisins og fyrrum prófessor við Viðskiptadeild HÍ, flutti ársskýrslu að venju. Hann kom víða við í skýru máli og athygli viðstaddra vakti hann á því hve eiginfjárstaða fyrirtækisins var slök ef gert hefði verið upp í íslenskum krónum eins og verið hefur fram að þessu. Eigið fé fyrirtækisins í ársbyrjun 2008 var 35% en hefði lækkað niður í 6% hefði verið gert upp í íslensku krónunni og hefði haft slæmar afleiðingar í för með sér. Sú ákvörðun var því tekin að færa ársreikninginn yfir í evrur eftir þeim bókhaldsreglum sem ráð er fyrir gert. Tekjur fyrirtækisins er að langmestu leyti í þessum gjaldmiðli og útgjöld að umtalsverð leyti. Með þessari aðferð jókst eigið fé úr 35% í 42% sem er mun greinilegri staðfesting að fyrirtækið er vel rekið þrátt fyrir ýmsa erfiðleika einkum af völdum gríðarlegs falls krónunnar og aflabrests, einkum loðnu.

Þegar eitt af undirstöðufyrirtækum Íslendinga hentar ekki þessi veiki gjaldmiðill þá er spurning hvort ekki eigi að hvetja fleiri að taka upp evrur í reikningsskilum sínum?

Þá er spurning hvort upptaka evru ásamt ósk um inngöngu í Efnahagsbandalag Evrópu gjörbreyti ekki mörgu í okar samfélagi? Hvergi í heiminum þekkist t.d. verðbótareikningur á húsnæðislán nema í Brasílíu og Ísrael. Í þessum löndum situr fólk uppi með ónýtan gjaldmiðil eins og við.

Stéttarfélög eiga að krefjast þess að skjólstæðingar sínir fái greitt í evrum. Með því er unnt að hverfa frá vítahring dýrtíðarreikninga sem engum gagnast nema ef vera skyldi hagspeki andskotans. Með evru í höndunum leysum við fjölmörg mál. Lykillinn að því er auðvitað beiðni um inngöngu í EBE. Við Íslendingar verðum að láta reyna á að okkar hagsmunir á sviði fiskveiða verði virtir og að við höfum þann rétt sem við teljum að okkur ber fram yfir aðrar þjóðir.

Mosi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 242941

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband