Spillingaráhættan

Þessi uppákoma hjá Sjálfstæðisflokknum er sennilega upphaf mikils uppgjörs í íslenskri pólitík.

Vitað er að stórfyrirtæki hafi haft gríðarleg áhrif með fjárstreymi í þá stjórnmálaflokka sem þeim er þóknanlegir. Þetta er alþjóðlegt vandamál og þekkist víða. Fyrirtæki hafa nánast keypt stjórnmálamenn og jafnvel heilu stjórnmálaflokkana sér þóknanlega.

Í mörgum löndum þar sem virkt lýðræði er virt þá er í stjórnarskrá ákvæði um skyldu stjórnmálaflokka til að gera opinberlega grein fyrir uppruna og not þess fjár sem þeir hafa undir höndum. Um þessi mál ritaði undirritaður greinar í Morgunblaðið fyrir nokkrum árum og fékk fyrsta greinin fremur dræmar undirtektir. Þar gaf meira að segja gjaldkeri Framsóknarflokksins það út að óþarfi væri að setja reglur um þessi mál. Þau væru hvort sem er lítilfjörleg og skiptue engu máli.

Það fór þó svo að lög voru sett um fjármál stjórnmalaflokkanna að vísu var ekki gengið alla leið en þó það langt að nú hriktir í fjárhagslegum stoðum Sjálfstæðisflokksins.

Nú hafa nokkrir tugir milljóna valdið því að óvenjumikill taugatitringur er í Sjálfstæðisflokknum vegna greiðslan frá nokkrum fyrirtækjum í kosningasjóð flokksins.

Nú má spyrja hvort alþjóðleg stórfyrirtæki á borð við Alcoa og Impregilo hafi greitt háar fjárhæðir til Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins á þeim árum sem framkvæmdir á Austurlandi voru í undirbúningi? Þar voru gríðarlegir hagsmunir. Fyrir Impregilo var svo ástatt um mitt ár 2002 að til stóð að það yrði tekið til gjaldþrotaskipta vegna skulda. Það hafði ratað í ýms hneykslismál, m.a. mútuhneyksli í Lesoto í Suður Afríku og víðar. Alcoa hefur misjafnt orð á sér og mjög sennilegt er að þessi fyrirtæki hafi greitt vænar fúlgur í sjóði þeirra stjórnmálaflokka íslenskra sem sinntu hagsmunum þeirra hér á landi mjög vel.

Kannski Kjartan Gunnarsson minnist þessa og geti upplýst þjóðina hvað viðkemur Sjálfstæðisflokknum. Kannski það þurfi ekki endilega að minnast einnhverra manna en hversu háar fjárhæðir kunna aðhafa streymt í Sjálfstæðisflokkinn skiptir mestu máli.

Fyrirgreiðsla stórfyrirtækja og mútur til stjórnmálamanna er nánast sama fyrirbærið. Það var óvenjumikill völlur á forystumönnum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins haustið 2002 þegar örlög hálendis Austurlands voru ráðin. Þá giltu engin lög um fjármnál stjórnmálaflokka og þeir sem þeim réðu komust upp með nánast hvað sem er, rétt eins og í spilltustu ríkjum heims.

Mosi

 

 

 


mbl.is Upplýsir ekki hverjir leituðu styrkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 242837

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband