Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Eftir kosningar

Sjálfstæðisflokkurinn er efalaust ásamt Frjálslynda flokknum þeir stjórnmálaflokkar sem tapað hafa kosningum. Þegar þeir sleiktu sárin í morgunsárið hlaust þeim dálítil sárabót að fá strákinn Jón Gunnarsson innan sinna raða, upphlaupsmann sem telur hvalveiðar vera hafnar yfir gagnrýni. Fremur hefði Mosi viljað sjá Lúðvík Geirsson, mikið víðsýnan baráttujaxl fyrir betra samfélagi sem hefur stýrt Hafnarfjarðarbæ með mikilli farsæld.

Framsóknarflokknum tókst ætlunarverk sitt með þennan nánast óþekkta formann sinn. Nú er spurning hvort gamla flokkseignarfélagið í Framsóknarflokknum fjarstýri honum og krefist 20% niðurfellinga skulda á fjárglæframönnum flokksins.

VG að kosningum loknum er orðinn allstór flokkur á Alþingi Íslendinga. Flokkurinn stækkar þingmannahópinn um meira en helming eða ríflega 50%. Sérstaklega er ánægjulegt hve unga fólkið á tiltölulega auðvelt að hasla sér völl innan raða VG. Hjá öðrum stjórnmálaflokkum einkum á hægri hliðinni á ungt fólk ekki upp á pallborðið nema með silfurskeið,jafnvel gullskeið í munni sem ekki nema örfáir útvaldir hafa fram að þessu náð.

Ásmundur sem eini bóndinn á þingi, mun ábyggilega leggja margt gott til þjóðmálanna. Verkefnin eru mörg og hlúa þarf betur að landbúnaði en verið hefur í tíð Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins þegar megináherslan var lögð á stóriðju.

En sitthvað er miður, dapurlegt er að hræðsluáróður hægrimanna gegn Kolbrúnu Halldórsdóttur hafi borið tilætlaðan árangur. Við sjáum á eftir langbesta umhverfisráðherranum sem við höfum haft. Kolbrún var mjög ötul baráttukona fyrir hag íslenskrar náttúru. Það er annars ótrúlegt að henni hafi tekist á þessum örstutta tíma á ferli sínum sem ráðherra náð að stækka umtalsvert Vatnajökulsþjóðgarð þannig að nú er stór hluti Ódáðahrauns ásamt stærstu dyngju landsins, Trölladyngju ásamt Öskju hluti af þessum merka þjóðgarði. Hafi hún þakkir fyrir! Við sjáum á efir heiðarlegri en nokkuð opinskárri þingkonu sem vildi þó öllum vel og þá sérstaklega að við getum notið sem best íslenskrar náttúru.

VG deilir sætum sigri með Borgarahreyfingunni í þessum kosningum sem er algjörlega nýr flokkur með óskrifaða framtíð og sýn á fjölda þjóðmála. Innan raða hennar er margt dugnaðarfólk en spurning er hvort þjóðin líti ekki á sem einhvers konar skemmtikrafta fremur en stjórnmálamenn.

Mosi

 

 


mbl.is Ásmundur yngstur þingmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Oft er þörf en nú er nauðsyn

Stjórnmálaflokkarnir hafa heldur en ekki verið í smásjðánni síðustu vikurnar og mánuðina. Fjármál þeirra hefur enn ekki verið skrautleg að ekki sé meira sagt. Fyrir nokkrum árum montuðu forystumenn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins að hér á landi tíðkaðist engin spilling e svo virðist sem annað hefur komið á daginn þó ekki sé fariðnema örfáar vikur aftur til ársins 2006.

Ítalska fyrirtækið Impregiló hefur fengið á sig sérstakan spillingarstimpil. Þegar það var að sinna verkefnum í Lesotho, Suður Afríku, þá vakti spillingin þar mikla athygli. Spurning hvort eitthvað áþekkt eigi eftir að koma í ljós hér á landi enda er sitt hvað sem er vægast sagt mjög einkennilegt:

Starfsemi starfmannaleigna var með öllu óþekkt hér á landi. Greinilegt var að þáverandi stjórnvöld voru gjörsamlega úti á þekju hvað skattamál erlendra launþega viðkom. Íslenska ríkiði gjörtapaði máli fyrir íslenskum dómstólum vegna deilu um skattgreiðslur starfsmanna sem sannanlega voru á vegum Impregíló hér.

Erlend stórfyrirtæki eru þekkt fyrir að beita öllum tiltækum ráðum til að kaupa stjórnmálamenn og jafnvel heilu stjórnmálaflokkana. Var eitthvað áþekkt uppi þegar Alkóa og Imprégíló voru með starfsemi hér? Voru íslenskir stjórnmálamenn og jafnvel heilu stjórnmálaflokkarnir falir?

Oft er þörf en nú er mikil nauðsyn að rannsaka skattamál einstakra stjórnmálamanna og jafnvel heilu stjórnmálaflokkanna!

Víða kann að vera maðkar í mysunni enda hafa stjórnmálamenn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins verið á undanförnum áratugum sérstaklega iðnir við ýmsa iðju sem er á ystu mörkum pólitískrar spillingar. Nægir þar t.d. að nefna hermangið og sitthvað sem tengist stórfyrirtækjum. Að svo stöddu er rétt að taka fyrir síðasta áratug enda eru möguleg lagabrot sem fyrr eru framin, fyrnd.

Mosi

 

 


mbl.is Taka undir að Ríkisendurskoðun skoði fjármál flokkanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn eitt hneykslið!

Verður er verkamaðurinn launa sinna - segir í Biflíunni. En hvað með ótrúan þjón sem gerir ekkert til að hindra að hagur húsbónda hans verði illa sinnt?

Fyrir hvað fær þessi náungi svimandi fjárhæðir?

Þessar himinháu fjárhæðir, 14.3 milljónir norskra króna í starfslokaþóknun nær ekki nokkurri átt. Líklega hefur verið samið viðmanninn þegar allt virtist vera í góðu lagi. Ljóst er að þeir sem stjórnuðu íslensku bönkunum voru allt of bjartsýnir á velgengnina og gerðu sér ekki neina grein fyrir að greiða þyrfti skuldir til baka. Bankaeigendurnir voru þvílík börn að þeir virtust hafa meiri áhuga fyrir fótboltasparki erlendis en raunverulegum rekstri viðskiptabanka.

Af hverju maðurinn var ekki látinn einfaldlega fara fyrst hann gat ekki sinnt þessu starfi betur? Rekstur Glitnis í Noregi gekk ekki betur en svo að reitur bankans í Noregi og í Svíþjóð voru yfirteknar af þarlendum bönkum og var það einungis lítið brot af því sem kostað var til sem skilaði sér aftur.

Ef bankarnir hefðu verið látnir sæta gjaldþrotameðferð hefði þrotabúið haft alla möguleika á að rifta svona umdeildum samningum.

Enn eitt hneykslið!

Hvenær líkur þessari vitleysu?

Mosi


mbl.is 270 milljónir í starfslokagreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Miskunnarleysi og grimmd borgar sig aldrei

Aðferðir CIA við yfirheyrslur eru sama marki brenndar og aðferðir annarra húfuyfirvalda sem nú heyra sem betur sögunni til. Yfirheyrslumenn Spánska rannsóknarréttarins, Gestapo og Stasi voru þekktir fyrir einstaka grimmd gagnvart þeim sem knýja þurfti til játninga þeirra sem grunaðir voru um græsku.

Miskunnarleysi og grimmd hefur aldrei borgað sig. Það skiptir engu máli hversu tilgangurinn kunni að vera göfugur eða merkilegur, mannréttindi allra eru það sem mestu skiptir.

Obama forseti sýnir sitt rétta andlit með því að opinbera þau skjöl sem skipta máli.

Mosi


mbl.is Skýrt frá aðferðum CIA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leggjum Sjálfstæðisflokkuinn niður!

Meirihluti Alþingis var fyrir því að stjórnarskrármálið ásamt fyrirhugðuðu þjóðþingi skyldi fram ganga.

Nú hefur Sjálftstæðisflokkurinn sýnt sitt rétta andlit í því hvernig hann vill praktíséra lýðræði á Íslandi: Það sem þeir á þeim bæ ákveða skal gilda fyrir alla þjóðina!

Þó Sjálfstæðisflokkurinn sé í minnihluta þá hefur hann með málþófi tekist að koma í veg fyrir að þetta mikilsverðasta málið sem nú liggur fyrir á þingi, fái þinglega meðferð og afgreiðslu.

Fyrir langt löngu var þekktur ræðuskörungur í Rómaborg, Markús Porsíus Kató að nafni sem lauk ræðum sínum með eftirfarandi setningu: Auk þess legg eg til að Karþagó verði í eyði lögð!

Mætti breyta þessu ögn: Auk þess legg eg til að Sjálfstæðisflokkurinn verði lagður niður.

Þessi stjórnmálaflokkur spillingar og ólýðræðislegra stjórnarhátta er tímaskekkja í því samfélagi sem við nú lifum í!

Mætti það vera öðrum spillingaöflum alvarleg aðvörun!

Mosi


mbl.is Slegið á sáttahendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn ein sagan úr spillingunni

Einkennilegir viðskiptahættir 

Í morgun bárust með póstinum tvö nákvæmlega eins umslög frá lögfræðistofunni Logos. Var annað stílað á eldri son minn en hitt á mig. Efni bréfanna var samhljóða: heilmikil lesning, með öllu óskiljanleg venjulegu fólki en í ljós kom að nokkrir athafnamenn og braskarar vilja yfirtaka eign okkar í tryggingafyrirtækinu Exista. Okkur eru boðnir 2 aurar fyrir hverja krónu í þessu fyrirtæki sem aðstofni til eru tvö af þrem stærstu vátryggingafyrirtækjum landsmanna. Eignir okkar tljast ekki vera miklar en námu nokkuð á annað þúsund krónur að nafnvirði.

Braskaranir meta hluti okkar þannig að sonur minn á von á hvorki meira né minna en 3 krónum úr vasa braskfyrirtækis. Undirritaður á von á 22 krónum! Samtals eigum við feðgar því von á 25 krónum úr sjóði þessara örlátu manna! Þetta dugar ekki einu sinni fyrir frímerki, hvað þá burðargjöld fyrir bæði bréfin aðekki sé minnst á rándýravinnu lögfræðistofu sem selur útselda vinnu sína með virðisaukaskatti! Það er hreint ótrúlegt að það þurfi að hafa svona smávægileg viðskipti um nokkrar krónur gegnum lögfræðistofu!

Nú finnst mér ekki vera rétt að gera þessum bröskurum til geðs að taka svona smánarboði. Upphaflega fengum við feðgar þessi hlutabréf í Exista gegnum Kaupþing en þar áttum við töluvert sparifé í formi hlutabréfa sem nú er allt glatað.

Svona hafa braskarar leikið þjóðina: ekkert er þeim heilagt, hvorki eignarréttur annarra sem þó á að vera varinn af stjórnarskrá en helst eðlilega ekki þar sem braskarar hafa beitt bolabrögðum með fremur ógeðfelddum meðulum í skjóli yfirburðastöðu sem meirihluti í hlutafélagi.

Ef einhver hefði áhuga fyrir að skoða eða sjá þessi bréf, þá skal það vera öllum frjálst að fá aðgang að þeim enda er um almenningshlutafélag að ræða.

Tryggingafélagið Exista er þannig tilkomið að þegar Framsóknarmenn fóru að braska með Smavinnutryggingar þá fengu þeir afhent á silfurfati gegnum vini sína í Stjórnarráðinu Brunabótafélag Íslands sem rann með manni og mús inn í þessa svikamyllu. Brunabótafélag Íslands var stofnað 1905 og var því þar með eitt elsta og traustasta fyrirtæki landsins sem hafði verið rekið með miklum myndarskap í nær heila öld. Alltaf hafði það skilað ríkinu, eiganda sínum arði af rekstri og auk þess byggt upp brunavarnir í landinu.

Þessi umdeilda afhending Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins til vildarvina meðal Framsóknarmanna og Sjálfstæðismanna verður því að teljast mjög einkennileg.

Hvernig sagan kemur til með að skýra þessa einkennilegu viðskiptahætti verður framtíðin ein að leiða í ljós.

Mosi


Er formaður Sjálfstæðisflokksins veruleikafirrtur?

Ætla mætti að formaður Sjálfstæðisflokksins sé gjörsamlega veruleikafirrtur.

Ástæðan fyrir því að gengið fellur er vegna þess hve háar fjárhæðir í eigu erlendra aðila féllu í gjalddaga núna þessar vikurnar. Það eru því engin tengsl milli núverandi stjórnvalda og lækkandi gengis krónunnar.

Við Íslendingar stöndum uppi með handónýtan gjaldmiðil og handónýta hagstjórn síðustu ára. Þær ógöngur eru fyrst og fremst runnar undan köldum rifjum Sjálfstæðisflokksins sem hefur verið musteri spillingar í landinu. Bönkunum var breytt í ræningjabæli með tilheyrandi afleiðingum.

Formaður sjálfstæðisflokksins virðist ætla að falla í sama pyttinn og Sveinn afi hans í mjög harkalegum deilum norður á Siglufirði. Afi hans var forstjóri Síldarverksmiðjanna og þótti óvenjuharður í horn að taka. Lenti hann í mjög erfiðum og afdrifaríkum deilum við verkalýðsforystuna á Siglufirði.

Árið er 1932, erfiðasta ár kreppuáranna á Íslandi. Með hverjum deginum sem leið á þessu ári krafsaði kreppan stöðugt kröftugum krumlunum um kverkar landsmanna. Sveinn Benediktsson forstjóri og Guðmundur Skarphéðinsson formaður Verkamannafélagsins á Siglufirði deila mjög hart sín á milli. Í júní þetta ár ritar Sveinn mjög óbilgjarna grein gegn Guðmundi og dregur ekkert undan. Í viðtali við Alþýðublaðið ber Guðmundur af sér það sem Sveinn ber á hann. Urðu deilurnar harðari og dýpra var tekið í árina og ekkert gefið eftir. Einkum finnst okkur sem nú lifum hve persónulegar deilan var og einstaklega rætin. Var t.d. borið á Guðmund óheilindi, skattsvik og rógburður en ekki er að sjá annað en þarna hefur Sveinn hlaupið heldur en ekki á sig.

Þessari lauk á þann hátt að Guðmundur hverfur undir lok júní. Leituðu tugir hans næstu daga án árangurs, milli fjalls og fjöru og um allan fjörð. Slætt var meðfram bryggju en ekki fannst Guðmundur né lík hans fyrr en kafarar frá Akureyri fundu lík hans í höfninni um miðjan ágúst.

Þegar hafði Sveinn yfirgefið Siglufjörð enda var honum vart vært þar stundinni lengur.

Aldrei fékkst skýring á hvarfi Guðmundar og gengu ýmsar sögur af láti hans sem ekki verða rifjaður upp í öðrum sóknum.

Um þessi mál má lesa í ýmsum ritum: Ár og dagar: upptök og þróun alþýðusamtaka á Íslandi 1875-1934, sem Gunnar M. Magnús tók saman; Öldin okkar í ritstjórn Gils Guðmundssonar; Vor í verum eftir Jón Rafnsson og fjöldi annarra rita, blaða og tímarita.

Þegar gríðarlegir erfiðleikar koma upp í samfélaginu eiga allir auðvitað að leggja sitt af mörkum að leggja hönd á plóginn við að leysa þá erfiðleika. Formaður Sjálfstæðisflokksins á ekki gegn betri vitund að kenna öðrum um þær raunir sem við er nú að etja. Sjálfstæðisflokkurinn gerði sára lítið ef nokkurn skapaðan hlut að forða okkur Íslendingum frá þeim hörmungum sem nú einkenna samfélagið.

Hlutverk formanns Sjálfstæðisflokksins á ekki að vera að ausa olíu á eldinn og magna deilurnar og erfiðleikana. Ef nokkur dugur væri í honum, ætti hann fremur að upplýsa betur hvað hann sjálfur vissi eða vita mátti um það sem nú skiptir mái: Hvernig gat þetta farið svona hörmulega?

Mosi


mbl.is Krónan veikst með nýrri stjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Betra hefði verið að fara með gát!

Ljóst er að allt of geyst var farið í þessi mál. Meðan Íslendingar voru að þreifa sig áfram í nýtingu jarðhitans, þá var nánast óstöðvandi framfaraalda í þessum málum.

Með útrásarvíkingunum varð einhver óskiljanlegur flubrugangur í þessum málum. Nú átti bókstaflega að gleypa allan heiminn, stofnað til nýrra fyrirtækja sem áttu að hafa það hlutverk að hasla sér völl erlendis. Ein kostulegasta hliðin á þessu máli var þegar einn fyrrum bankastjóri Íslandsbankans gerir samning um skyndigróða sér til handa. Þetta er eins og bakaranir ætla sér að skipta fyrirhugaðri köku sem þeir þó eiga eftir að baka!

Þetta óðagot hefur dregið þann dilk á eftir sér að ásamt bankahruninu er nánast allt samfélagið flemtri slegið og lamað. Ekki er unnt að sjá fyrir endann á þessum ósköpum. Og Sjálfstæðisflokkurinn sem áður fyrr lagði mikla áherslu á trausta fjármálastórnun og varkárni, reynist vera gróðrarstía fjármálaspillingar og sukks.

Íslendingar eiga kröfu á að þessi mál verði öll upplýst til að unnt verði að gera sér fyllilega grein fyrir hvar meinsemdin er. Skera þarf hana upp fjarlægja rétt eins og um hættulegt krabbamein sé um að ræða.

Eitt sinn galaði Guðlaugur Þór mikið um fjárfestingastefnu Orkuveitunnar í svonefndu Línu-net máli. Nú hefur ekki heyrst hósti né stuna frá þessum stjórnmálamanni sem ætlar sér að leiða sjálfstæða spillingaflokkinn í öðru kjördæmi Reykjavíkur. Nú malar nefnilega Lína-net gull meðan gyllingin á óðagoti Sjálfstæðisflokksins fölnar með hverri örskotsstund sem líður.

Hvað verður næst og efst á baugi í spillingasögu Sjálfstæðisflokksins er ekki gott að segja á þessari stundu.

Mosi


mbl.is Orkuútrásin og Fl Group
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrirlitleg sýndarmennska

Með þessum tilgangslausa verknaði er þetta fólk eiginlega að auka álagið á heilbrigðiskerfi viðkomandi lands og það verður eðlilega frá vinnu um einhvern tíma meðan það grær sára sinna.

Í mínum augum er þetta eins og hver önnur einskisverð sýndarmennska.

Ef þetta fólk er raunverulega trúað, þá ætti það fremur að láta e-ð gott af sér leiða í samfélagslegum málefnum fremur en að láta krossfesta sig í einhverri leiksýningu.

Mosi


mbl.is Þrjátíu krossfestir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spillingaráhættan

Þessi uppákoma hjá Sjálfstæðisflokknum er sennilega upphaf mikils uppgjörs í íslenskri pólitík.

Vitað er að stórfyrirtæki hafi haft gríðarleg áhrif með fjárstreymi í þá stjórnmálaflokka sem þeim er þóknanlegir. Þetta er alþjóðlegt vandamál og þekkist víða. Fyrirtæki hafa nánast keypt stjórnmálamenn og jafnvel heilu stjórnmálaflokkana sér þóknanlega.

Í mörgum löndum þar sem virkt lýðræði er virt þá er í stjórnarskrá ákvæði um skyldu stjórnmálaflokka til að gera opinberlega grein fyrir uppruna og not þess fjár sem þeir hafa undir höndum. Um þessi mál ritaði undirritaður greinar í Morgunblaðið fyrir nokkrum árum og fékk fyrsta greinin fremur dræmar undirtektir. Þar gaf meira að segja gjaldkeri Framsóknarflokksins það út að óþarfi væri að setja reglur um þessi mál. Þau væru hvort sem er lítilfjörleg og skiptue engu máli.

Það fór þó svo að lög voru sett um fjármál stjórnmalaflokkanna að vísu var ekki gengið alla leið en þó það langt að nú hriktir í fjárhagslegum stoðum Sjálfstæðisflokksins.

Nú hafa nokkrir tugir milljóna valdið því að óvenjumikill taugatitringur er í Sjálfstæðisflokknum vegna greiðslan frá nokkrum fyrirtækjum í kosningasjóð flokksins.

Nú má spyrja hvort alþjóðleg stórfyrirtæki á borð við Alcoa og Impregilo hafi greitt háar fjárhæðir til Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins á þeim árum sem framkvæmdir á Austurlandi voru í undirbúningi? Þar voru gríðarlegir hagsmunir. Fyrir Impregilo var svo ástatt um mitt ár 2002 að til stóð að það yrði tekið til gjaldþrotaskipta vegna skulda. Það hafði ratað í ýms hneykslismál, m.a. mútuhneyksli í Lesoto í Suður Afríku og víðar. Alcoa hefur misjafnt orð á sér og mjög sennilegt er að þessi fyrirtæki hafi greitt vænar fúlgur í sjóði þeirra stjórnmálaflokka íslenskra sem sinntu hagsmunum þeirra hér á landi mjög vel.

Kannski Kjartan Gunnarsson minnist þessa og geti upplýst þjóðina hvað viðkemur Sjálfstæðisflokknum. Kannski það þurfi ekki endilega að minnast einnhverra manna en hversu háar fjárhæðir kunna aðhafa streymt í Sjálfstæðisflokkinn skiptir mestu máli.

Fyrirgreiðsla stórfyrirtækja og mútur til stjórnmálamanna er nánast sama fyrirbærið. Það var óvenjumikill völlur á forystumönnum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins haustið 2002 þegar örlög hálendis Austurlands voru ráðin. Þá giltu engin lög um fjármnál stjórnmálaflokka og þeir sem þeim réðu komust upp með nánast hvað sem er, rétt eins og í spilltustu ríkjum heims.

Mosi

 

 

 


mbl.is Upplýsir ekki hverjir leituðu styrkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 243586

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband