Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009
13.11.2009 | 18:36
Tilefni að bæta viðskiptasiðferði
Oft hefur verið ástæða til að bæta viðskiptasiðferði . Hér á Íslandi eru þessi mál vægast sagt á mjög hálum ís. Þegar fiskveiðikvóta var úthlutað byggt á veiðireynslu eingöngu, kom mörgum á óvart og sérstaklega þegar herimilt var að framselja, selja og veðsetja kvótann. Kvótabrask varð blómleg starfsemi og margir urðu vel loðnir um lófana. Margir af þessum kvótagreifum komust á bragðið. Í stað þess að veiða fisk fóru þeir að kaupa sér stóra hluti í fyrirtækjum og með veðsetningu á hlutabréfum mátti kaupa enn meiri og stærri hlut en áður. Dæmi eru um að kvótabraskarar hafi keypt gríðarlega stóra hluti í fyrirtækjum sem nú eru mörg hver gott svo vel farin veg allrar veraldar.
Hlutafé almenmnings sem keypti smám saman sitt hlutafé fyrir spraifé sitt situr uppi með sárt ennið. Ævisparnaðurinn er farinn veg allrar veraldar og kemur aldrei aftur.
Þegar lög um hlutafélög verða næst endurskoðuð sem verður vonandi innan skamms, verður ekki vanþörf á að koma í veg fyrir að fyrirtæki verði bröskurum að féþúfu. Nauðsynlegt er að binda atkvæðarétti á hluthafafundi þeim eðlilegu skilyrðum að hlutafé hafi raunverulega greitt inn til félagsins og einnig að hlutafé hafi ekki verið veðsett. Sá sem á gríðarlega háan hlut t.d. vegna þess að hann hefur keypt stóra hluti og veðsett hlutabréf til að kaupa meira í félaginu er mjög óeðlilegt. Slíkur hluthafi hefur hagsmuni af að fá sem fyrst arð af eign sinni til að mæta vöxtum af skuldum sínum. Venjulegur hluthafi gerir sér grein fyrir að óhófleg arðsgreiðsla rýrir hag félagsins og er ekki samsvarandi sjónarmiðum um langtímafjárfestingu.
Braskarinn hugsar aðeins um hag sinn frá degi til dags. Honum er þannig farið eins og drykkjumanninum sem hugsar eingöngu um að hafa fé til að kaupa brennivínsflösku.
Samfélagið þarf að verja sig gagnvart spákaupmennsku. Það verður aðeins gert með betra lagaumhverfi og regluverki ásamt VIRKU fjármálaeftirliti.
Til þess eru vítin að varast þau: Bankahrunið var fyrirsjáanlegt. Þjóðin var blekkt stórlega og þáverandi stjórnvöld beittu Fjármálaeftirliti og Seðlabanka fyrir sér að láta í veðri vaka að allt væri í himnalagi. Hrunið varð fyrir vikið mun alvarlegra og afdrifaríkara.
Við súpum seyðið af afglöpum og andvaraleysi ríkisstjórna Davíðs Oddssonar, Halldórs Ásgrímssonar og Geirs Haarde.
Mosi
Danmerkurmeistari í gjaldþrotum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.11.2009 | 11:45
Allir þurfa á góðri íslenskukennslu að halda
Sú var tíðin að Ríkisútvarpið gegndi þýðingarmiklu hlutverki í þjóðlífinu að veita Íslendingum fræðslu og aðhald varðandi íslenskuna. Í hverri viku var Íslenskt mál um hálftíma í senn og endurfluttur nokkrum dögum seinna. Þá voru starfsmenn Orðabókar Háskólans á höttunum eftir betri upplýsingum um sjaldgæf íslensk orð, orðasambönd og orðanotkun.
Á hverjum virkum degi var mjög lengi stuttur 5 mínútna málfarsþáttur, Daglegt mál sem undir lokin var stytt í eina mínútu vegna sparnaðar. Málfarsmínútun var sá þáttur nefndur en brátt kom að því að enn var sparað og þessi eina mínúta í daglegu máli var strikuð út úr dagskrá Ríkisútvarpsins. Það voru afdrifarík og ófyrirgefanleg mistök enda voru þeir íslenskufræðingar sem fengnir voru til starfans bæði sprenglærðir og spaugsamir.
Þegar litið er á dagskrá Ríkisútvarpsins einkum sjónvarps, þá vekur athygli hve bandarískar bíómyndir hafa verið algengar gegnum tíðina. Þá eru þessir endalausu framhaldsþættir hreinasta plága. Má furðu geta að þessi stefna sé lífseigari en að yrkja okkar gamla góða tungumál.
Af og til kemur gott og fræðandi efni.
Í gær hugðist eg ásamt spúsu minni fylgjast með Vísindaþættinum sem Ari Trausti Guðmundsson er umsjónarmaður. Þessir vinsælu þættir hafa verið sýndir fyrir 10 fréttir á fimmtudagskvöldum. Strax í byrjun þáttarins mátti varla heyra stjórnanda þáttarins, Ara Trausta mæla með sinni alkunnu háttvísi. Í Guðmundi Halldórssyni skógfræðingi og skordýrafræðing heyrðist nánast ekkert. Það var spiluð hávær tónlist sem alls ekki átti við, rétt eins og einhver hefði rekið sig í rangan takka við útsendingu þáttarins. Þetta var frekleg móðgun við áhorfendur en þá sérstaklega við þá Ara Trausta og Guðmund.
Þetta var hreint skelfilegt enda kom brátt að því að alkunnugt merki frá sokkabandsárum sjónvarpsins var brugðið upp á skjáinn: Afsakið hlé! Og þar með var þessi góði þáttur blásinn af!
Þórbergur Þórðarson benti á sínum tíma á með mikilli vandlætingu í bréfi til Maju vinkonu sinnar:
Ríkisútvarpið hefur tekið að sér forystu í þessari eyðileggingu á mannfólkinu. Meiri partur dagskrárinnar er orðinn músík af plötum og aftur músík af plötum, þindarlaus músík af plötum, og nú er tekin upp sú siðbót, að margslíta í sundur útvarpserindi með fíflslegu músíkdinti. Og ætli að verða örstutt þögn milli þáttaskipta, þá er kíttað upp í hana með músíkgóli. Það má aldrei þegja.
Ríkisútvarpið má virkilega athuga sinn gang. Það mætti stórlega strika út eitthvað af erlendu efni og þar væri sennilega minnsta eftirsjáin af bandarískum hasarmyndum. Efla mætti innlenda dagskrárgerð af ýmsu tagi. Við Íslendingar eigum mikinn fræðasjóð og gamalt tungumál sem margar aðrar þjóðir öfunda okkur af. Okkur ber að stuðla sem best að varðveislu tungunnar.
Við skulum lesa aðeins meira í fræðum Þórbergs:
Það er alltaf verið að færa sig lengra og lengra niður í lágkúruna til móts við heimskingjana og þá andlega lötu og úthaldslausu, mikið af dagskránni miðað við sálarástandi þeirra, í staðinn fyrir að reyna að tosa þeim upp á svolítið hærra plan. Heimild: Bréf til Maju, prentað í ritgerðasöfnum Þórbergs.
Óskandi væri að stjórnendum Ríkisútvarpsins beri sú gæfa að stýra þessari einni mikilvægustu menningarstofnun Íslendinga áfram gegnum öldurót fjármálalífsins sem nú hefur dregið hvert fyrirtækið af öðru niður í hafdjúpin. Einkavæðing þessarar stofnunar er eitthvað sem á að vera jafnfjarri og þau stjörnukerfi sem fjarlægust eru.
Ríkisútvarpið getur verið margfalt betra og ódýrara í rekstri - fyrir okkur Íslendinga!
Mosi
Staða íslenskrar tungu 2009 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.11.2009 | 17:59
Oft er reynslan bitur
Ef allt væri með felldu með stóriðjustefnuna, ættu tekjur Landsvirkjunar og Orkuveitu Reykjavíkur að vera til að vega upp á móti þessum himinháu skuldum. Sumarið 2002 voru báðar þessar mikilvægu stofnanir nánast skuldlausar!
Greinilegt er að þeir stjórnmálamenn sem ábyrgð bera á þessum hrikulegu mistökum hafa reist sér hurðaás um öxl. Við þessu vöruðu hagfræðingar á sínum tíma en það var blásið á allar gagnrýnisraddir.
Nú æpa stóriðjudýrkendur enn hærra en áður eins og frekir krakkar sem vilja meira af áldóti til að leika sér með.
Svona er nú það! Við eigum eftir að súpa lengi af þessu bitra álseyði sem þjóðinni hefur verið bruggað.
Mosi
Lánshæfi OR í ruslflokki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.11.2009 | 17:08
Dapurlegt
Mörgum hefur fundist Hugo Chavez mjög litríkur sem forseti Venezúela. Hann flutti eftirminnilega ræðu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem frægt er rétt eins og þegar Kruschew dró skó af fótum sér til að berja í ræðupúltið orðum sínum til aukinnar áherslu.
Nú hafa orðið einhverjar landamæraerjur milli Kolumbíu og Venezúela. Það kann að vera vegna bófahasara sem kókaínbarónarnir kunna að hafa aðild að.
Stríðsátök hafa oft orðið af litlu tilefni. Fyrir um aldarfjórðungi braust út stríð í Mið Ameríku og ekki var tilefnið neitt sérstakt: fótboltaleikur milli ríkjanna!
Að vera þjóðhöfðingi og vera í þeirri aðstöðu að stýra her fylgir eðlilega mikil siðferðisleg ábyrgð. Sagan hefur margsinnis sýnt það og sannað að þeir sem ekki geta hamið skap sitt eiga ekki að hafa stjórn á öðrum. Þeir ættu síst af öllu að vera falin yfirstjórn herafla.
Stríð í norðanverðri Suður Ameríku getur orðið Bandaríkjastjórn tilefni til íhlutunar sem því miður hefur oft endað með skelfingu. Má þar nefna Kóreu deiluna og Víetnam stríðið. BNA beið afhroð fyrir tæpum 50 árum í tilraun að brjóta aftur uppreisn Castró á Kúbu, innrás sem kennd var við Svínaflóa.
Við verðumað vona það besta. Stríð boðar aldrei neitt gott.
Mosi
Kólumbía leitar til SÞ vegna stríðshættu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.11.2009 | 11:02
Betra er seint en aldrei
Við verðum að átta okkur á því að algjört stjórnleysi peningamála virðist hafa verið í landinu á þessum tíma. Ríkisstjórn Geirs Haarde vissi eða mátti vita ekki seinna en í febrúar 2008 að framundan væri algjör kollsteypa í efnahagsmálum ef ekkert yrði að gert!
Þessar aðvaranir voru gjörsamlega hundsaðar, bæði í Stjórnarráðinu sem Seðlabanka. Forstjóri Fjármálaeftirlitisins virðist hafa verið steinsofandi í vinnunni upp á hvern einasta dag ársins 2008 og frá þessum dæmalausa forstjóra er send 14. ágúst 2008 n.k. heilbrigðisvottorð um að allt væri í besta lagi í bankakerfinu!
Það liðu einungis 6-7 vikur að allir bankarnir voru rjúkandi rústir!
Fjármálaeftirlitið var opinber stofnun til að beita almenningi á Íslandi vísvitandi blekkingum. Allt árið 2008 fram að hruni bankanna hafði þeim verið breytt í ræningjabæli. Einn bankaræninginn gekk út t.d. með 280 miljarða með bros á vör 3 vikum fyrir fall Kaupþings. Engin veð, engar tryggingar! Hvert skyldi það mikla fé hafa farið? Þessi braskari er breskur þegn og sjálfsagt gæti Scotland Yard verið okkur innan handar að hafa upp á þessum gríðarlegu fjármunum og skilað í okkar hendur.
Er von að maðkar séu í mysunni?
Mosi
Kroll rannsakar Glitni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.11.2009 | 09:59
Mikilhæfur leiðtogi
Eftir kínverska spekinginn Lao Tse er haft að stýra ríki er eins og að sjóða marga mismunandi stóra fiska í sama potti.
Óhætt má segja að Rússlandi hefur ætíð verið erfitt að stýra, ríki sem nær yfir 10 tímabelti jarðar. Gildir þá engu þó land þetta hafi gengið undir öðrum heitum um tíma Ráðstjórnarríki eða Sovétríki.
Mikhaíl Gorbatsjof var rétti maðurinn á réttum stað og á réttum tíma að koma í veg fyrir gerræðisákvörðun sem flestir valdamenn hefðu gripið til, þegar allt var að bresta. Austur Þjóðverjar höfðu krafist aukinna mannréttinda þegar komið var fram á haust 1989 og í öðrum löndum Austur Evrópu var sama uppi á teningnum. Í Austur Berlín um hálfrar stundar gang í norðurátt frá Alexandersplatz er kirkja ein, kennd við garðinn Getsemane, þar sem Kristur átti hinstu samverustundir sínar með lærisveinum sínum. Í kirkju þessari þjónaði prestur einn sem hvatti fólk í Berlín eindregið til að krefjast aukinna mannréttinda, en bætti við: Farið varlega, farið með friði og styggið ekki yfirvöldin með ósæmilegri framgöngu. Þessi prestur mun hafa haft gríðarleg áhrif endu voru messurnar í kirkjunni hans mjög vel sóttar. Kirkjunnar menn eru svo sannarlega miklir mannvinir en vilja ekki fara óðslega.
Gorbatsjof átti ekki auðvelt með að sigla milli skers og báru við stjórnun Ráðstjórnarríkjanna. Sjálfsagt hefur aldrei verið neitt sældarbrauð fyrir mannvin að vera í þessari erfiðu stöðu. Hann var ætíð varkár, rétt eins og klerkurinn góði í Berlín, og forðaðist að beita valdi þó nóg hefði verið af liðsafla og vopnum. Kommúnisminn var alltaf alvarleg blindgata í mannkynssögunni þó svo kapítalisminn hafi sýnt mjög margar varhugaverðar hliðar og margar þær eru skuggalegar að ekki sé dýpra tekið í árina.
Síðastliðið sumar var Mosi ásamt fjölskyldu sinni nokkra daga í Berlín. Þessi borg sem var nánast gjöreydd í stríðinu er mikið ævintýri. Hún á sér fjölda margar hliðar, sumar fagrar, aðrar verri. Við sigldum klukkutímum saman um árnar Spree og Havel og gegnum gamla Landvarnarskurðinn sunnan við miðborgina. Við gengum víða um borgina, gegnum Unter der Linden, virtum fyrir okkur minnismerkið um bókabrennuna miklu á gamla háskólatorginu þaðan gengum gegnum Brandenburger hliðið og út á Potzdamer torg. Þaðan var stutt í Hohle Zahn en svo nefna Berlínarbúar leifarnar af minningarkirkju Vilhjálms keisara sem hefur verið n.k. minnismerki um þessa gríðarlegu eyðileggingu sem hlaust af í þessu tilgangslausa stríði, sem skildi mörg lönd Evrópu og Asíu sem sviðna jörð. Ættu kirkjurústir þessar að vera öllum leiðtogum ævarandi áminning um að fara sér hægt og alls ekki óðslega við að taka afdrifaríkar ákvarðanir sem síðar kunna að reynast rangar.
Heimurinn stendur í mikillri þakkarskuld við Mikhaíl Gorbatsjof. Og Þjóðverjar meta þennan merka þjóðarleiðtoga mjög mikils. Sennilegt er að mannkynssagan eigi eftir að skrifa hann sem einn af mikilhæfustu einstaklingum sögunnar sem farið hafa með gríðarleg völd og farið varfærnislega með þau. Á meðan Gorbatsjof var ráðamaður í Ráðstjórnarríkjunum átti hann t.d. aldrei þátt í að beitt væri hervaldi og hann vildi ætíð leysa erfið mál með lipurð og samningum.
Mosi
Íhlutun hefði getað leitt til kjarnorkustríðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.11.2009 | 11:02
Einkennileg aðferðafræði
Þessir þokkapiltar misnotuðu aðstöðu sína í bönkunum með því að taka lán fyrir fjárfestingum og eyðslu. Varla var nokkuð keypt en það var óðara veðsett til meiri umdeildra athafna, oft kaup á misjafnlega góðum forréttingum og oftast á allt of háu verði. Langtímamarkmið verða ekki fjármögnuð með skammtímalánum, er haft eftir þekktum bandarískum lögfræðingi, sérfræðing í gjaldþrotum í þætti BBC um bankahrunið í Bandaríkjunum og sýndur var 1. þáttur í síðustu viku. Lehmann Brothers bankinn var kominn af fótum fram. Honum hafði verið stýrt mjög gáleysislega rétt eins og íslensku bönkunum.
Það er furðulegt að íslensk stjórnvöld aðhöfðust ekkert. Meira að segja var Fjármálaeftirlitið notað til að beita blekkingum til að gefa í skyn að allt væri í himnalagi.
Venjulegt fólk safnar sér fyrir fjárfestingu og reynir að taka eins lítil lán og unnt er, helst engin. Sparnaður þessa fólks hefur verið dreginn inn í fjárglæfri þessara þokkapilta sem þeir hafa gert að engu.
Mosi
Skulda milljarð út á jarðakaup | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.11.2009 | 14:42
Lygileg launakjör
Stundum hefur verið sagt um Sigmund Davíð að hann hafi komið, séð og sigrað - í Framsóknarflokknum. Hann hefur marg sinnis verið staðinn að því að hafa tungur tvær - og talað sitt með hvorri. Það er ekki langt að sækja það, því forystusauðir Framsóknarflokksins hafa margsýnt og sannað að þeim hefur ekki alltaf verið treystandi. Þeir eru undirförulir og grályndir eins og segir í fornum sögum íslenskum og sjálfsagt betra að hafa varann á og trúa þeim mátulega.
Framsóknarflokkurinn hefur lengi verið kenndur við slægð og refshátt. Á þeim bæ hefur oftar verið hugsað um að auðga sig og flokkinn auðvitað líka með því að kanna og nýta allar rottuholur þar sem þefa má uppi og finna eitthvað nýtilegt og fémætt. Lengi var það stóriðjan og er sjálfsagt enn, spillingin er ábyggilega umtalsverð en fram að þessu hefur ekki mikið komið í ljós - ekki enn þá.
Þessi hetja Framsóknarflokksins hefur tekist að öngla tæpum 53 þúsundum króna fyrir hvern setinn fund í skipulagsráði Reykjavíkurborgar. Það þykir vera nokkurn veginn meðalkaup á viku hverri hjá mörgum í fjölmennri stétt venjulegs launafólks.
Skipulagsmál í Reykjavík hafa ekki alltaf verið tekin sérlega faglegum tökum. Þar hefur oft verið teknar ákvarðanir fyrst og fremst með hagsmuni lóðabraskara og byggingafyrirtækja í huga sem hafa nánast eyðilagt miðbæ Reykjavíkur með byggingabrambolti sínu. Sjálfsagt hala þeir kjörnir fulltrúar sem eru tilbúnir að ljá máls á að vera stuðningsmenn þessara aðila sem vilja sem mest byggingamagn. Ekki er ólíklegt að mun meira sé um mútustarfsemi og spillingu í þessum efnum en í ljós hefur komið.
Launakjör þessa þingmanns Framsóknarflokksins eru hreint ótrúleg.
Við skulum minnast þess ævinlega að þetta er sá spillingaflokkur ásamt Sjálfstæðisflokknum sem, ber mestu ábyrgðina á gríðarlegum umhverfisspjöllum, einkavæðingu bankanna og bankahruninu. Sennilega hafa sporgöngumenn þessir á liðnum árum fengið ekki lægri fjárhæðir í vasana fyrir einstakan skilning á hagsmunum stóriðjunnar fyrir ódýru rafmagni og skattleysi vegna umhverfis og mengandi starfsemi en fjáraflamaðurinn Sigmundur Davíð.
Mosi
Mæting Sigmundar Davíðs gagnrýnd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.11.2009 | 17:04
Aðgerðarleysi íhaldsins
Sigrún Davíðsdóttir á mikinn heiður skilið að vera á vaktinni um að kortleggja bankahrunið og grafa upp mikilsverðar upplýsingar.
Það er stöðugt að koma betur í ljós hversu þeir sem stjórnuðu bönkunum og ríkisstjórn hgafi verið miklir skussar. Ekkert mátti gera til að bjarga því sem bjargað yrði.
Ekki var nóg að einkavæða bankanna, heldur var ekkert gert til þess að koma í veg fyrir algjört skipsbrot. Í ljós hefur komið að ekki seinna en í febrúar fengu íslensk stjórnvöld, ríkisstjórn Geirs Haarde og Seðlabankinn ábendingu frá ábyrgum aðila sem hefði þurft að taka alvarlega. Þarna var í raun aðvörun um að ef ekkert væri að gert, þá mætti reikna með mjög alvarlegu bankahruni.
Í fulla 7 mánuði er ekkert aðhafst, hvorki af ríkisstjórn né Seðlabanka. Yfirstjórn Fjármálaeftirlitisins virðist hafa verið gjörsamlega sofandi á verðinum og ekkert aðhafst allan þessnan tíma. Meira að segja er gefin út um miðjan ágúst yfirlýsing Fjármálaeftirlitins um að allt sé í himnalagi! Var þessi yfirlýsing blekking til þess fallin að kaupa sér stundarfrið? Á meðan bókstaflegu létu þeir sem stjórnuðu bönkunum greypar sópa, vildarvinir nánast mokuðu út peningunum og fjármunir almennings voru í hættu. Einn vildarvinur stjórnenda Kaupþings banka gekk út með 280 milljarða án þess að neinar tryggingar eða ábyrgðir væru settar fyrir tryggingu endurgreiðslu. Líklega er þetta mikla fé tapað. Það er tæplega milljón á hvert mannsbarn á Íslandi. Fjöldi fyrirtækja fóru í þrot, sparnaður þúsunda brann á meðan Fjármálaeftirlitið, ríkisstjórnin og Seðlabankinn voru steinsofandi meðan þessi ósköp gengu yfir!
Það er skýr regla þegar fyrirsjáanlegt er tjón að draga sem mest úr því. meira að segja er heimilt t.d. í sjórétti að fórna minni hagsmunum ef tryggja mætti björgun mikilvægari hagsmunum. Ekkert var gert. Aðgerðarleysi íslenska íhaldsins verður okkur Íslendingum dýrt. Svo eru þessir fjármálaskussar að kenna þessuÍcesafe máli öllu um. Það er í raun aðeins lítill hluti af öllum vandræðunum.
Mosi
Hafa hreðjatök á bönkunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 243585
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar