Dapurlegt

Mörgum hefur fundist Hugo Chavez mjög litríkur sem forseti Venezúela. Hann flutti eftirminnilega ræðu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem frægt er rétt eins og þegar Kruschew dró skó af fótum sér til að berja í ræðupúltið orðum sínum til aukinnar áherslu.

Nú hafa orðið einhverjar landamæraerjur milli Kolumbíu og Venezúela. Það kann að vera vegna bófahasara sem kókaínbarónarnir kunna að hafa aðild að.

Stríðsátök hafa oft orðið af litlu tilefni. Fyrir um aldarfjórðungi braust út stríð í Mið Ameríku og ekki var tilefnið neitt sérstakt: fótboltaleikur milli ríkjanna!

Að vera þjóðhöfðingi og vera í þeirri aðstöðu að stýra her fylgir eðlilega mikil siðferðisleg ábyrgð. Sagan hefur margsinnis sýnt það og sannað að þeir sem ekki geta hamið skap sitt eiga ekki að hafa stjórn á öðrum. Þeir ættu síst af öllu að vera falin yfirstjórn herafla.

Stríð í norðanverðri Suður Ameríku getur orðið Bandaríkjastjórn tilefni til íhlutunar sem því miður hefur oft endað með skelfingu. Má þar nefna Kóreu deiluna og Víetnam stríðið. BNA beið afhroð fyrir tæpum 50 árum í tilraun að brjóta aftur uppreisn Castró á Kúbu, innrás sem kennd var við Svínaflóa.

Við verðumað vona það besta. Stríð boðar aldrei neitt gott.

Mosi


mbl.is Kólumbía leitar til SÞ vegna stríðshættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: el-Toro

hefurðu spáð í hvað Bandaríkin eru að gera í Kólumbíu síðstu árin???  hefurðu spáð í hvað Bandaríkin hafa misst í Venusuela síðan Chavez tók við sem forseti???

allir sem þekkja til sögu Bandaríkjanna eftir seinna stríð ættu að hafa áhyggjur.  sumir mundu segja að breittir tímar séu með Obama.....CIA vinnur samt enn eftir sömu uppskrift og þegar Bush, Regan, Clinton voru við stjórnvöld.

el-Toro, 10.11.2009 kl. 20:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 242947

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband