Oft er reynslan bitur

Ef allt væri með felldu með stóriðjustefnuna, ættu tekjur Landsvirkjunar og Orkuveitu Reykjavíkur að vera til að vega upp á móti þessum himinháu skuldum. Sumarið 2002 voru báðar þessar mikilvægu stofnanir nánast skuldlausar!

Greinilegt er að þeir stjórnmálamenn sem ábyrgð bera á þessum hrikulegu mistökum hafa reist sér hurðaás um öxl. Við þessu vöruðu hagfræðingar á sínum tíma en það var blásið á allar gagnrýnisraddir.

Nú æpa stóriðjudýrkendur enn hærra en áður eins og frekir krakkar sem vilja meira af áldóti til að leika sér með.

Svona er nú það! Við eigum eftir að súpa lengi af þessu bitra álseyði sem þjóðinni hefur verið bruggað.

Mosi


mbl.is Lánshæfi OR í ruslflokki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tókst þú ekki eftir því að rökstuðningur Moodies er ´sá að orkuveitan er með tekjur í krónum en skuldir í erlendri mynt. Semsagt, þeir eru ekki að selja nógu mikið til stóriðju!

Landsvirkjun er í lagi þar sem bæði tekjur og skuldir eru í erlendri mynt.

gs (IP-tala skráð) 12.11.2009 kl. 18:58

2 Smámynd: Andrés Kristjánsson

Svo sannarlega Guðjón. Hugsa sér að öll fyrirtækin okkar eru rjúkandi rústir. Jafnvel Landsvirkjun

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/05/09/landsvirkjun_a_athugunarlista/

Enda ekki öfundsvert að skulda 400 milljarða, eiga lausafé uppá 40 milljarða, borga í vexti rúmmlega 18 milljarða, og af þessum 400 milljörðum þá gjaldfalla 125 milljarða á næstu fjórum árum. Matsfyritæki gruna að endurfjármögnun náist ekki.

Mig grunar að hámark niðurlægingarinnar verði við einkavæðingu orkuveranna til að halda þeim á floti. Álverin erlend, orkuverin erlend og hálendið spillt.

Andrés Kristjánsson, 12.11.2009 kl. 21:28

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Greinilegt er að tekjur þessara aðila eru ekki nógu miklar í erlendum gjaldmiðli til að vega upp á móti skuldunum.

Nú er Orkuveita Reykjavíkur að biðla til lífeyrissjóðanna með því að bjóða út skuldabréf. Það er vænlegri og betri kostur en að einkavæða orkufyrirtækin þannig að aðrir en við Íslendingar njótum arðsins af orkusölunni.

Þessi vandræði eru að öllum líkindum tímabundin. Það þarf að greiða afborganir og vexti af lánum á þessu ári til að fleyta rekstinum áfram hnökralaust.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 13.11.2009 kl. 11:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 242949

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband