Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008
16.8.2008 | 08:06
REI málið
Nauðsyn ber að koma REI málinu áfram áleiðis. Þekking okkar á jarðhita og nýtingu hans er mjög mikil og sem stendur höfum við dálítið forskot á aðrar þjóðir í þessum efnum.
Hér er um gríðarleg verðmæti á sviði þekkingar og reynslu sem alls ekki má glutra niður. En við eigum að leggja kapp á verkefni fyrst og fremst erlendis og doka með að byggja fleiri gufuaflsstöðvar á Íslandi, sérstaklega á þeim stöðum þar sem þegar hafa verið reist slík mannvirki. Þó orkan í iðrum jarðar sé mjög mikil þá ber okkur að fara varlega sérstaklega þegar mjög reyndir jarðfræðingar á borð við Stefán Arnórsson vara eindregið við að ganga of nærri þessari mikilvægu auðlind. Komandi kynslóðum væri ekki greiði gerður sé gengið of nærri aulindinni. Stefán bendir t.d. á að mjög nærri var gengið á jarðhitann að Reykjum í Mosfellsbæ og þar þurfti að sækja heita vatnið stöðugt neðar úr borholunum.
Við Íslendingar ættum að hafa í huga hversu nærri var gengið á síldarstofana fyrir rúmum 40 árum sem olli okkur gríðarlegum áföllum í efnahagslífinu. Það má aldrei gerast aftur. Jarðhitinn á Hellisheiði er ekki endalaus jafnvel þó þar sé hann töluverður. Þar ber að fara með gát eins og með aðrar auðlindir. Því er skynsamlegt að doka með Bitruvirkjun enda hefur sú væntanleg framkvæmd verið gagnrýnd mjög mikið af íbúum Hveragerðis sem og náttúruverndarmönnum.
Mosi
Orkuveitan áfram í útrás | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.8.2008 | 07:55
Tvísýnt í handboltanum
Athygli vekur hversu liðin eru furðujöfn í riðlinum. Leikir vinnast aðeins með örfárra marka mun og er heppni hverjir ná undirtökunum.
Okkar menn þurfa að halda vel á spöðunum og taka á öllu sínu til að sigra Egyfta. Lið þeirra er greinilega sterkt þó þeir sé með lökustu stöðuna í riðlinum.
Þetta verður ábyggilega mjög spennandi leikur.
Mosi (sem í raun er gamall antisportisti)
Suður-Kórea sigraði Egyptaland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.8.2008 | 14:23
Má treysta þessum nýja meirihluta?
Hryggjarstykkið í þessum nýja meirihluta ímReykjavík eru greinilega orkumálin. Þá skipta byggingamál einnig verulegu máli. Óskar er fulltrúi ýmissa byggingabraskara sem ekki hafa verið alls kostar sáttir við þá kyrrstöðu sem ríkt hefur.
Spurning er hvort treysta megi þessum nýja meirihluta að koma REI málinu áleiðis. Það hefur tafið íslenska útrás mjög mikið og er skömm að við nýtum þekkingu okkar ekki betur og þá ERLENDIS! Nóg er búið að virkja hér heima og kominn tími til að koma þekkingunni sem mest út úr landinu og nýta jarðhitann sem víðast.
Við Íslendingar eigum ekki að leggja ofurkapp á að virkja hér. Fremur á að leggja áherslu á að virkja sem mest um allan heim!
Mosi
Hleypir spennu í sambandið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.8.2008 | 12:08
Með rýtinginn í bakið
Á Sturlungaöld tíðkaðist mjög að blekkja og svíkja samherja jafnt sem andstæðinga þegar verst stóð á. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar sér að beita nákvæmlegu sömu meðulum til þess að krækja í völdin í borginni - og halda þeim. Minn gamli skólafélagi úr MH, Ólafur F. Magnússon varð því eins og hver annar leiksoppur í blekkingarvef sem Sjálfstæðisflokkurinn spann síðastliðinn vetur og ætlaði sér fyrr eða síðar að svíkja.
Nú er spurning hversu lengi þessi nýji meirihluti lafi. Nú er verið að ræða um uppbyggingu atvinnulífs hvað svo sem það merkir en næg atvinna er sem stendur meðal landsmanna. Sjálfsagt á nmúna að dusta rykið af ýmsum braskáformum í borginni enda er Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn mjög tengdur allskonar spillingu á mörgum sviðum. Sennilega líður að því fyrr eða síðar að bresti í hinu nýja blekkingarneti og þeirri nýjustu leiksýningu á vegum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins tengdri stóriðju sem nú á að setja á svið.
En kjósendur munu minnast þess í næstu kosningum hvað beri að varast. Af ávöxtunum skulum við þekkja þá! Þessi nýi borgarstjórnarmeirihluti lafir kannski fram á haustið.
Mosi
Ólafur: Blekktur til samstarfs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.8.2008 | 11:56
Látum fuglabjörgin í friði
Friðarspillar í náttúruparadís
Mér finnst að þau stjórnmálaöfl íslensk sem vilja halda dauðahaldi í þetta tilgangslausa hernaðarbrölt ættu að sjá betur að sér. Kalda stríðið er löngu liðið - sem betur fer - og vonandi er betri tíð framundan fyrir íslenska þjóð - en án hers. Íslenska þjóðin á að halda áfram áherslu á að rækta friðsamleg samskipti meðal þjóða og vera jafnvel í farabroddi fyrir alþjóðlegri afvopnun en ekki mylja meir undir þá bandarísku hernaðarhyggju sem nú um þessar mundir er hvað mest að spilla heiminum.
Bandarísk hernaðarhyggja á ekkert erindi í íslenskt samfélag. Hún hefur spillt nóg enda má víða sjá slóð hverskyns sóðaskapar sem tengist hyggju þessari.
Mætti eg frábiðja erlenda hernaðar-"vernd" af því tagi sem birtist fjölda útlendinga sem voru að njóta friðsældar íslenskrar náttúru við Arnarstapa.
GUÐJÓN JENSSON,
leiðsögumaður
Þyrluflug á friðlýstum svæðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.8.2008 | 18:56
Sóðaskapur og hætta á skógareldum
Í dag skrapp Mosi í Hamrahlíð, bæjarskóg Mosfellinga. Alltaf er gaman að koma þangað en þó ekki alltaf: Mikil ósköp geta sumir verið miklir sóðar. Rétt innan við bifreiðastæðið er grillstæði með bekk og tilheyrandi aðstöðu. Þar var búið að fleygja einhverjum ósköpum af sígarettustubbum. Mosi tíndi saman mest allt upp á þann hátt að hann notaði trjágrein til að vippa stubbunum á plastdisk sem var efst í rusladallinum. Talning leiddi í ljós að þarna voru milli eitt og tvöhundruð stubbar! Svo einkennilegt sem það hljómar virðast sígarettusóðarnir ekki fara lengra, sem betur fer má segja, því það væri hreint skelfilegt að vita til þess að íkveikja yrði í skóginum sökum þessa trassaskapar. Á grillinu var fjöldinn allur af einnota grillum. Þau fengu að fara í rusladallinn líka enda ekki neitt augnayndi.
Einnota grill ættu að vera skattlögð sérstaklega. Það ætti að leggja 500 króna skilagjald á þau til að draga úr þessari skefjalausu sóun og að koma í veg fyrir subbuskapinn sem af þeim leiðir.
Við sem erum starfandi í skógræktarfélögum erum mjög uggandi um óvarlega meðferð elds í skóglendi. Víða um heim verða afdrifaríkir skógarbrunar vegna óafsakanlegs kæruleysis með eld, þ. á m. sígarettur sem stundum er fleygt út um bílglugga. Eitt slíkt tilfelli þekkjum við en talið er að sinubruninn á Mýrunum hérna um árið hafi stafað af sígarettu sem þannig var fleygt út um bílglugga.
Skógareldar eru skelfilegir og því ber að fara mjög varlega með eld.
Mosi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.8.2008 | 18:44
Hvar byrjar... hvar endar...?
Einhverju sinni á ofanverðri 19. öld kom bóndi einn ríðandi til Reykjavíkur. Hann reið fram hjá ýmsum bæjum og kotum á leið sinni vestur frá Elliðaánum og áleiðis í bæinn eftir holtinu þar sem nú er Bústaðavegur. Þegar hann mætir manni nokkrum verður honum að orði: Hvar byrjar Reykjavík og hvar endar hún eiginlega? Sá sem var fyrir svörum var Jónas Máni sem einna þekktastur var fyrir að ganga um með heljarmikla trumbu til að auglýsa uppboð á vegum bæjarfógeta. Hann var skáldmæltur, orkti undir dulnefninu Plausor og þótti mjög orðheppinn. Máni svarði um hæl: Reykjavík byrjar í Bráðræði og endar í Ráðaleysu. Varð þetta lengi að orðtaki síðan.
Bráðræði var vestast í bænum þar skammt frá sem voru Selsbæirnir. Er þar nú Framnesvegur og Holtsvegur. Ráðaleysi var hús nokkurt nefnt sem reist var norðanlega í Skólavörðuholti innan um endalaust stórgrýtið og þótti það fremur slæmt val fyrir að byggja sér bæ og fékk hann fljótlega uppnefnið Ráðleysa. Hús það mun enn standa og er við Grettisgötu skammt vestan við Frakkastíg.
Spurning er hvort þessi nýjustu tíðindi um bráðlæti tengdu valdabrölti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík endi ekki í ráðleysu rétt eins og fyrri uppákomur á þeim bæ. Sjálfstæðisflokkurinn á að sýna af sér betri hlið en að standa í aðalhlutverki í þessum stanslausu leiksýningum sem engu skila. Leikendur eru greinilega ekki alltaf með allt á hreinu hvaða hlutverk þeim beri að leika næst. Einn borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins er í þann mund að bregða sér til útlanda í hraðnám, kannski til að læra að verða borgarstjóri í Reykjavík!
Allar þessar uppákomur eru ekki til að efla traust venjulegs fólks á Sjálfstæðisflokknum. Greinilegt er að valdagleðin er að flokkurinn gengur fram af ætternisstapanum áður en langt um líður. Kannski það væri ekki það versta sem komið gæti fyrir en einhvern tíma verðu komið nóg af því góða. Við þurfum betri borgarstjórn í Reykjavík en þá sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur upp á að bjóða.
Takk fyrir!
Mosi
Fjórir borgarstjórar á launum á árinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.8.2008 | 18:08
Leiðsögutíðin að mestu að baki
Í tvær vikur var Mosi á ferð um landið með ferðafólk frá Sviss. Þetta var dæmigerður hringur með krók um Vestfirði. Nú verður greint nokkru frá þessari ferð en til að byrja með verður stiklað á stóru fyrstu dagana.
Fyrsta daginn var farið austur á Þingvöll og alltaf er gaman að dvelja þar góða stund, virða fyrir sér gamla mællingapunkta frá Alfred Wegner í Almannagjá, segja frá þessu merka starfi vísindamanns sem því miður var óheppinn að komast ekki til baka frá Grænlandi 1930. Þá fylgir að skýra sögu þjóðarinnar í stuttu máli og alltaf hefi eg dálítinn stein í maganum út af Drekkingarhyl og þeim voðaverkum sem tengdist gríðarlegri refsigleði fyrri tíma. En það var e.t.v. eðlilegur millikafli milli germansks réttar og nútímans. Germanskur réttur var mjög mannúðlegur. Þeir sem brutu gegn öðrum bar að yfirgefa samfélagið og máttu koma aftur að 3 árum liðnum, sbr. fjörbaugsgarð, refsingu Gunnars á Hlíðarenda. Hann brást þessari kröfu og þá breyttist dómurinn sjálfkrafa í skóggangssök eins og kunnugt er af Njálssögu. Alltaf er gaman að koma í krikjuna og segja stuttlega frá henni og þeim merku gripum sem þar má sjá. útlendingar eru yfirleitt heillaðir af sögunni af gömlu altaristöflunni sem var skilað aftur.
Þá var farið yfir Kaldadal og um Borgarfjörð í sólskini og hægviðri. Alltaf eru undur mikil yfir þegar komið er niður af þessum harðbala sem Kaldidalurinn er og allt í einu komið í Húsafellsskóg þar sem nú verður vart þverfótað fyrir sveppum. Áð í Húsafelli og notið góðra veitinga þar. Hraunfossar, Reykholt og Deildartunguhver voru næst á dagskrá. Mikið finnst fólki gaman að sjá þessi undur og stórmerki. Næstu tvær nætur gistum við á Görðum, Langaholti á Snæfellsnesi. Þar var Rúnar Marvinsson meistarakokkur sem af alkunnri snilld sá um matseld. Á öðrum degi var farið um Snæfellsnes í yndislegu veðri, gengið frá Arnarstapahöfn um ströndina og alla leið í Hellnar. Þar fengum við okkur hressingu í Fjörukránni, flestir fengu sér fiskisúpu en aðrir völdu annað. Á Fróðarheiði rigni allhraustlega og var það fyrsta rigningin sem við urðum vör við.
Snemma á 3ja degi var ekið öðru sinni þvertyfir Snæfellsnesið yfir til Stykkishólms. Meðan við biðum fars gengum við um þorpið og í Súgandisey, nutum frábærs útsýnis í sumarveðri eins og það gerist best. Þá var farið yfir Breiðafjörðinn, ekið vestur Barðaströnd og yfir Kleifarheiði. Áðum stuttlega við gamla línuveiðarann Garðar í Skápadal sem brátt verður 100 ára. Þá var ekið niður á Rauðasand og við hugðumst líta í kirkjuna eins og oft er fróðlegt. Kirkjan var harðlæst og var ekkiannað að gera en að ganga í veitingastaðinn þar skammt frá. Mikil var undrun mín að þarna urðum við að taka upp veskið til að greiða fyrir kaffi. Frá því að Mosi hóf störf í ferðaþjónustunni hefur kaffi fyrir bílsstjóra og leiðsögumann og jafnvel með því verið frítt. En þarna er greinilega annar siður enda eigendi veitingastaðar þessa talinn vera með auðugri mönnum. Aðhaldssemi og níska virðist því fylgja Rauðasandi allar götur frá því að Guðrún Björnsdóttir í Bæ gerði garðinn frægan með endemum með nánasarhætti sínum gagnvart bændum á Rauðasandi á sínum tíma. Hún leigði við okurverði potta, katla og kirnur í sláturtíðinni og varð auðsældin furðu mikil af þeirri sýslu. Sjálfsagt á eftir að verða mikil auðsöfnun á Rauðasandi á 21. öld eins og á þeirri 17. og 18. enda stassjónisti þessi búinn að kaupa flestar jarðir á Rauðasandi og stóran hluta Látrabjargs.
Þessum degi lauk síðan með skoðun vestast á Látrabjargi. Hópurinn gisti í Breiðuvík og er gleðilegt hversu vel hefur tekist til við að endurvekja byggð þar og veita prýðisgóða þjónustu.
Fjórði dagur hófst á því að aka yfir í Örlygshöfn og yfir að bæ sem nefnist Hótel Látrabjarg. Erindið var að sækja blómvönd sem þangað var ranglega sendur. Tilefni okkar þangað var að ein konan í hópnum átti afmæli daginn sem við komum í Breiðuvík og voru gerðar ráðstafanir til að koma blómvendi til hennar. Gististaðurinn í Breiðuvík er nefndur að auki við Látrabjarg og er merkilegt nokk að ruglingur sem þessi geti orðið. Þó er þetta ekki það versta því stundum kemur fyrir að þetta duglega fólk sem stendur að rekstrinum í Breiðuvík fær stundum sendingar sem ranglega hafa fyrst verið sendar austur á Breiðdalsvík! Það er öllu verra! Nú ókum við sömu leið til baka og við komum daginn á undan en gaman hefði verið að fara um Patreksfjörð, yfir á Tálknafjörð og Hálfdán og Suðurfirðina en það hefði verið allt of langur dagsáfangi. Við áðum í Flókalundi í mjög góðu veðri, flestir fengu sér ís til að kæla sig í hitanum. Þá var haldið áfram austur Barðaströnd og áð í Bjarkarlundi eftir nokkur ljósmyndastopp. Barðaströndin er hreint frábær og miður að ekkert er gert til að draga ferðafólk að á þessari löngu leið. Í Bjarkalundi var síðbúið hádegisstopp og þar fengu flestir sér súpu dagsins og brauð. Nú var ekið til baka inn Þorskafjörð og var það hálfskítt því vegagerð var á fullu þarna skammt vestan við Bjarkalund. Vonandi fresta menn framkvæmdum þarnan og velja fremur styttri leiðina fremur en að eyðileggja Teigsskóg handan við Þorskafjörðinn. Nú ókum við Þorskafjarðarheiði, litum inn í sæluhúsið og það fannst Svissurum nokkuð merkilegt hvernig staðið er að rekstri þessara húsa. Þá var ekið niður í Steingrímsfjörð yfir heiðina stystu leið í Bjarnarfjörð og gist hjá Matthíasi á Laugarhóli. Þar var áður skóli sem nefndur var að Klúku. Þar sem ferðin gekk öll að óskum, vegir mjög góðir og greiðfærir komum við snemma í náttstað. Nutu margir þess að fara í sund, aðrir litu inn í kotið kuklarans á Klúku. Matthíasi á Laugarhóli er franskur að uppruna, talar dágóða íslensku og er meistarakokkur rétt eins og Rúnar Marvinsson. Kúnstir voru sýndar við matseldina. Supu menn hveljur þegar hann mundaði pönnuna, hellti konjakki yfir og allt í einu stóð allt í ljósum loga!
Um kvöldið gengum við að fossinum skammt austan við gististaðinn. Þessi foss lætur lítið yfir sér en er fríður í fögru gili.
Meira fljótlega en þá verður sagt frá Grímsey á Steingrímsfirði.
Mosi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.8.2008 | 09:20
Eflum almenningssamgöngur
Óvíða er jafnléleg landnýting á byggðu bóli og í Reykjavík. Götur og bílastæði er um helmingur af því landi sem skilgreint er sem þéttbýli. Nú er töluverður kostnaður við bílastæði og gatnagerð sem sjálfsagt mætti leggja að einhverju leyti til reksturs almenningssamgangna.
Stofnkostnaður við gerð bílastæðis nam um 5 milljónum fyrir nokkrum árum. Rekstrarkostnaður er tengt viðhaldi, snjómokstri og fasteignagjöldum. Nú hváir einhver við en bílastæðin eru langt því frá ókeypis. Greiða þarf lóðarleigu miðað við stærð lóðar og nú á dögum mikilla bygginmgaframkvæmda verða auð svæði dýrari og eftirsóttari af byggingameisturum til að byggja á.
Til að efla almenningssamgöngur þarf að sníða þær betur að þeim þörfum sem notendur vilja. Skipta þarf út stjórn Strætó en þar eru upp til hjópa einstaklingar sem aldrei hafa í strætisvagn komið. Þeir eru fyrst og fremst fulltrúar valdsins en ekki fólksins í landinu, neytendanna sem vilja gjarnan velja hagkvæmustu leiðina.
Mosi
Útblástur hefur aukist um 54% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.8.2008 | 08:56
Af ávöxtunum skulum við þekkja þá!
Glundroðinn:
Sú var tíðin að Sjálfstæðisflokkurinn skreytti sig með slagorðinu fyrir allar kosningar og voru borðar lagðir milli húsa þvert yfir Bankastrætið í Reykjavík: Vörn gegn glundroða. Því áttu Reykvíkingar og allir landsmenn fylkja sér um Sjálfstæðisflokkinn! Nú er eins og þessi gamla glundroðakenning sem Bjarni Benediktsson forsætisráðherra mun vera höfundur að, hafa snúist upp á þennan sama Sjálfstæðisflokk: Glundroðinn virðist hafa tekið sér búsetu í þessum stjórnmálaflokki landsmanna sem hefur mátt státa sig af að vera lengst af stærsti stjórnmálaflokkurinn á Íslandi. Nú eru töluverðar líkur á að Samfylkingin sé nú að verða stærsti stjórnmálaflokkurinn á Íslandi og fer vel á því.
Festa í stjórnkerfi Reykjavíkur hefur verið mjög lítil frá síðustu kosningum, hvert reginhneykslið hefur rekið annað og er ekki að sjá fyrir endann á því. Ef Sjálfstæðisflokkurinn vekur samstarf við Framsóknarflokkinn aftur til lífs má reikna með að ekki líði á löngu að ný hneyksli komi upp á yfirborðið enda eru margir fjármálamenn og byggingamenn sem gjarnan vilja taka áhættu.
Skuldasöfnun Reykjavíkur hefur aldrei verið meiri frá því að R-listinn fór með völd og var þeim oft núið um nasir að skuldsetja borgarbúa meir en góðu hófi gegndi. Nú hefur Sjálfstæðisflokkurinn farið með völd allt kjörtímabilið ef undan er skildir um 100 daga stjórn borgarinnar undir forystu Dags læknis. Hlutur Reykvíkinga í Landsvirkjun var seldur á smánarverði og REI klúðrið virðist ekki ætla neinn enda að taka. Er mjög dapurlegt hve Sjálfstæðismenn hafa nánast eyðilagt orkuútrásina enda erum við smám saman að glutra niður forskotinu sem við höfum haft umfram aðrar þjóðir við að hagnýta jarðhitann.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins virðast flestir hverjir vera ýmist reynslulitlir eða verið oft mjög úti á þekju sbr. viðbrögð Vilhjálms Þ. fyrrum borgarstjóri þeirra Sjálfstæðismanna í ýmsum málum. Og nú er eitt helsta útspilið hjá þeim sem einna mest hefur verið í sviðsljósinu, Gísla Marteins að fara til útlanda til að læra að verða borgarstjóraefni þeirra Sjálfstæðismanna! Kannski ekki sem verst en hann hyggst leggja stund á skipulag og arkitektúr sem og að kynna sér í þaula það sem betur mætti fara með samgöngur og umhverfismál. Allt eru þetta gott og gilt en áfram hyggst Gísli starfa sem borgarfulltrúi og fljúga á milli landa til að geta sótt fundi!
Starf borgarfulltrúa er orðið mjög umfangsmikið og má teljast vera fullt starf að sinna því. Hefur oft verið erfitt að manna ráð og nefndir borgarinnar sökum þess hve borgarfulltrúar eru fáir. Þeir eru einungis 15 að tölu og hefur ekki fjölgað í heila öld ef undan er skilið kjörtímabilið 1982-86 þegar Davíð Oddsson fækkaði þeim snarlega aftur enda ekki lag hans að flækja mál of mikið ef hann gat sjálfur ráðið. Er nú svo komið að fjöldi íbúa bak við hvern borgarfulltrúa slagi hátt í alla íbúa Reykjavíkur fyrir 100 árum og eru verkefni og þjónusta borgarinnar margfalt umfangsmeiri en fyrir 100 árum.
Þess ber að geta að fullt framhaldsnám í arkitektúr tekur 6 ár hið minnsta! Landskipulag og landnýting ásamt haldgóðri menntun tengdri samgöngum og umhverfisfræðum er sjálfsagt svipað að umfangi. Allt þetta hyggst Gísli ljúka af með prýði ásamt því að vera áfram borgarfulltrúi. Er óskandi að allt gangi eftir í þessu umfangsmikla hraðnámi og honum gangi allt að óskum.
Einu sinni voru umsvifamiklir kaupmenn starfandi í Reykjavík. Þeir settu sér slagorðið: Af ávöxtunum skulum við þekkja þá! Silli og Valdi! Þeir vissu að aðeins var unnt að pranga skemmdri vöru einu sinni inn á kaupendur og var vöruval þeirra mjög gott. En svo náðu aðrir kaupmenn að gera betur og samkeppnin varð meiri.
Nú má Sjálfstæðisflokkurinn fara að gæta sín því ekki er víst að alltaf sé unnt að koma skemmdu eplunum út nema einu sinni!
Kjósendur eru sem betur fer að átta sig betur á mismuninum á góðu og lélegu eplunum meðal stjórnmálamannanna!
Mosi
Samstarfið á endastað" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 243586
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar