Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008
12.8.2008 | 18:38
Nauðsyn rannsóknar
Ein furðulegasta ákvörðun ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar var stuðningur þeirrar ríkisstjórnar við þessa afarumdeildu hernaðaraðgerð. Enginn var spurður álits, hvorki utanríkismálanefnd Alþingis, stjórnmálaflokkarnir og þaðan af síður kjósendur. Svo var eions og þessum herramönnum þætti eðlilegt að fá að gera hvað sem er.
Margsinnis hefur verið bent á hversu þessi ákvörðun þessara herramanna hafi gengið þvert á allar venjur í venjulegu lýðræðisríki. Þær minntu óefanlega á ákvarðanir einræðisherra þar sem þeir komust upp með hvað sem er og þeim leyfðist allt í skjóli valds síns.
Eðlilegt er, að fram fari opinber rannsókn á vegum Alþingis þar sem farið verði betur í saumana á þessu umdeildu máli. Valur Ingimundarson sagnfræðingur hefur grennslast nokkuð um þetta mál en þetta mál verður að skoða nánar.
Mosi
Röng og ólögmæt ákvörðun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.8.2008 | 18:31
Mikilvægt að efla almenningssamgöngur
Á sumrin er mikið fjármagni varið til að lagfæra götur á höfuðborgarsvæðinu. Kostnaðurinn er gríðarlegur og merkilegt er að aldrei er rætt nokkru sinnu um hversu mikið þessi kostaðnur er. Sjálfsagt mætti draga verulega úr honum með því að draga stórlega úr notkun nagladekkja enda koma þau sárasjaldan að gagni, - nema þá vera skyldi þeim aðilum sem selja sveitarfélögunum malbik!
Sjálfsagt væri unnt að leggja þennan mikla kostnaðarlið til þess að efla almenningssamgöngur, gera þær betri og skilvirkari og umfram allt vænlegri kost fyrir sem flesta.
Almenningssamgöngur eru þjóðhagslega hagkvæmar. Þær stuðla að verulegum sparnaði fyrir bæði einstaklinga sem og það opinbera. Bílastæði verða þá að mestu leyti óþörf en ótrúlega mikið er af þeim út um alla borg. Töluverður kostnaður fylgir þeim, bæði við að útbúa þau sem og rekstrarkostnaður. Greiða þarf lóðarleigu og stuðla mætti að betri landnýtingu ef dregið yrði úr bílanotkun.
Einkennilegt er að aldrei er þetta tengt saman. Kostnaður af bílastæðum mætti því færa yfir á almenningssamgöngur rétt eins og viðgerðakostnaður gatna vegna óþarfrar nagladekkjanotkunar lungan af árinu.
Mosi
Vilja átak í almenningssamgöngum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.8.2008 | 23:22
Á fullri ferð í ferðaþjónustunni
Nú er Mosi staddur á Egilsstöðum í gamla góða gistiheimilinu. Þessi gististaður er einn af þeim allra bestu á landinu af öllum öðrum frábærum gstistöðum ólöstuðum. Minnir gamli bærinn á Egilsstöðum stöðugt meir á það sem gerist hvað best í ferðaþjónustunni í Evrópu. Aðbúnaður allur og veitingar til fyrirmyndar sem er ákaflega hófsamlega til orða tekið.
Á ferð eru 20 Svissarar á vegum Ferðaþjónustu bænda. Flestir eru komnir yfir miðjan aldur og hafa verið mjög heppnir með veður fram að þessu. Leið okkar hefur legið um Þingvöll, Kaldadal og Borgarfjörð, vestur á Snæfellsnes, þvert yfir Breiðafjörðinn, um Rauðasand og Látrabjarg. Þaðan austur alla Barðaströnd yfir Þorskafjarðarheiði og í Bjarnarfjörð á Ströndum. Þaðan fórum við í Drangsnes og út í Grímsey, mikla náttúruperlu með óvenjulega sögu. Þá suður um Hrútafjörð og austur með Norðurlandi, Mývatn, Tjörnes, Ásbyrgi, Dettifoss og nú erum við með 8 daga að baki. Veður hefur verið mjög gott og aðeins rignt dagspart og eina nótt. Gróður er því miður farinn að láta víða á sjá og vonandi kemur góð skúr til að hressa upp á.
Á morgun er ætlunin að fara um Lagarfljót og upp í Kárahnjúka. Kannski við rekumst á hreindýr en dýralífið held eg veki meiri athygli meðal erlendra ferðamanna en allt bramboltið sem við mannfólkið eigum þátt í og gæti verið gott og blessað ef betur hefði það verið ígrundað. Það verður væntanlega ekið yfir stífluna miklu og til baka aftur enda lítið unnt að sjá annað markvert á þessari leið. Gróðurfarið er merkilegt fyrirbærimá Íslandi enda er ekkert land í Evrópu eins hræðilega útleikið og landið okkar vegna rofs af völdum vatns og vinda. Það er því tilhlökkunarefni að tengja þá fræðslu við það merka starf sem unnið hefur verið í meira en öld á Hallormsstað. Þó útlendingar hafa almennt nóg af skógi í sínu heimalandi þá er það mín reynsla að þeir hafi jafnvel meiri áhuga fyrir Trjásafninu og sögunni þar en flestir Íslendingar sem margir hverjir eru allt of uppteknir af að úthúða skógrækt, rétt eins og þeir vilji kæra sig kollótta um skjólið og gagnið sem hafa má af skógrækt. Einkennilegt er að mörgum löndum okkar finnst jafnvel skógrækt eyðileggja útsýnið en láta sér fátt um finnast um allar háspennulínurnar sem allt of víða má berja augum á hálendinu.
Það er alltaf gaman að vera þátttakandi í ferðaþjónustunni og greiða sem best götu þeirra ferðamanna sem vilja eyða peningunum sínum og komahingað og virða fyrir sér þetta sérkennilega land og kannski dálítið brot af þjóðinni í leiðinni.
Það er grunur minn að þeir ferðamenn sem eru ánægðir með dvöl sína hér séu ein besta og ódýrasta auglýsing sem við getum hugsað okkur. Sjálfur hefi eg oft orðið var við að það er forvitið, spyr margs og vill fræðast um ýmsa praktíska hluti sem það getur einnig miðlað kunningum og ættingjum sínum sem aftur kunna að leggja leið sína hingað fyrir forvitni sakir.
Meira seinna
Mosi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 243587
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar