REI málið

Nauðsyn ber að koma REI málinu áfram áleiðis. Þekking okkar á jarðhita og nýtingu hans er mjög mikil og sem stendur höfum við dálítið forskot á aðrar þjóðir í þessum efnum.

Hér er um gríðarleg verðmæti á sviði þekkingar og reynslu sem alls ekki má glutra niður. En við eigum að leggja kapp á verkefni fyrst og fremst erlendis og doka með að byggja fleiri gufuaflsstöðvar á Íslandi, sérstaklega á þeim stöðum þar sem þegar hafa verið reist slík mannvirki. Þó orkan í iðrum jarðar sé mjög mikil þá ber okkur að fara varlega sérstaklega þegar mjög reyndir jarðfræðingar á borð við Stefán Arnórsson vara eindregið við að ganga of nærri þessari mikilvægu auðlind. Komandi kynslóðum væri ekki greiði gerður sé gengið of nærri aulindinni. Stefán bendir t.d. á að mjög nærri var gengið á jarðhitann að Reykjum í Mosfellsbæ og þar þurfti að sækja heita vatnið stöðugt neðar úr borholunum.

Við Íslendingar ættum að hafa í huga hversu nærri var gengið á síldarstofana fyrir rúmum 40 árum sem olli okkur gríðarlegum áföllum í efnahagslífinu. Það má aldrei gerast aftur. Jarðhitinn á Hellisheiði er ekki endalaus jafnvel þó þar sé hann töluverður. Þar ber að fara með gát eins og með aðrar auðlindir. Því er skynsamlegt að doka með Bitruvirkjun enda hefur sú væntanleg framkvæmd verið gagnrýnd mjög mikið af íbúum Hveragerðis sem og náttúruverndarmönnum.

Mosi 


mbl.is Orkuveitan áfram í útrás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 242918

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband