Með rýtinginn í bakið

Á Sturlungaöld tíðkaðist mjög að blekkja og svíkja samherja jafnt sem andstæðinga þegar verst stóð á. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar sér að beita nákvæmlegu sömu meðulum til þess að krækja í völdin í borginni - og halda þeim. Minn gamli skólafélagi úr MH, Ólafur F. Magnússon varð því eins og hver annar leiksoppur í blekkingarvef sem Sjálfstæðisflokkurinn spann síðastliðinn vetur og ætlaði sér fyrr eða síðar að svíkja.

Nú er spurning hversu lengi þessi nýji meirihluti lafi. Nú er verið að ræða um uppbyggingu atvinnulífs hvað svo sem það merkir en næg atvinna er sem stendur meðal landsmanna. Sjálfsagt á nmúna að dusta rykið af ýmsum braskáformum í borginni enda er Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn mjög tengdur allskonar spillingu á mörgum sviðum. Sennilega líður að því fyrr eða síðar að bresti í hinu nýja blekkingarneti og þeirri nýjustu leiksýningu á vegum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins tengdri stóriðju sem nú á að setja á svið.

En kjósendur munu minnast þess í næstu kosningum hvað beri að varast.  Af ávöxtunum skulum við þekkja þá! Þessi nýi borgarstjórnarmeirihluti lafir kannski fram á haustið.

Mosi 

 


mbl.is Ólafur: Blekktur til samstarfs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 9
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 242946

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband