Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Skelfilegt fyrirbæri

Eitt furðulegasta fyrirbæri er þegar ungt fólk tekur sjálft líf sitt. Oft er tilefnið sára ómerkilegt, kannski einelti eða ástarsorg. Kannski aðeins ómerkileg frunsa í andliti sem er fylgifiskur hórmónabreytinga unglingsáranna.

Sjálfsagt verður seint unnt að fá fullnægjandi skýringu á þessu einkennilega fyrirbrigði sem sjálfsmorðið er. Um er að ræða félagslegt og sálfræðilegt viðfangsefni þar sem mótlæti af einhverju tagi kemur við sögu. En hvernig má koma í veg fyrir að svona gerist? Ætli svarið við því sé ekki fyrst og fremst fólgið í því, að jarðvegurinn sem einstaklingurinn vex upp í sé eins góður og unnt er. Þar skiptir miklu máli að mikil ástúð foreldra og umhyggja sé mikil, skilningur og sá góði eiginleiki að sýna skilning á öllu sem máli skiptir. Allt mótlæti í lífinu þarf að taka með stillingu og að oft er það aðeins til að efla okkur og styrkja. Þannig varr skoðun og skilningur þeirra sem eg ólst upp hjá en síðan er auðvitað nokkuð langt um liðið.

Mosi 


mbl.is Sjálfsvíg ungmenna í Wales
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Baráttumál VG skilar árangri

Um allmörg ár hefur Jón Bjarnason þingmaður Vinstri Grænna flutt á Alþingi bæði fyrirspurnir og þingsályktunartillögur varðandi framhaldsskóla í Mosfellsbæ. Núna er loksins kominn skriður á þetta gamla baráttumál. Á fjárlögum þessa árs er fjárveiting til undirbúnings stofnunar framhaldsskóla og nú hafa menntamálaráðherra og bæjarstjórinn í Mosfellsbæ undirritað samning um skóla þennan. Nú er að spýta í lófana og fylgja þessu máli eftir!

Til lukku með merkan áfanga Sveitungar!

Mosi


mbl.is Framhaldsskóli í Mosfellsbæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óeirðir í Danmörku

Einkennilegt er að dönsk stjórnvöld virðast ekkert ráða við að stemma stigu við þessum hermdarverkalýð. Að brenna skóla og bókasöfn virðist ekki benda til sérlegra hárrar greindarvísitölu þeirra óþokkapilta sem þarna bera ábyrgð.

Danski múslimaklerkurinn stendur sig vel að reyna að hafa stjórn á þessu liði með því að segja að Múhameð hafi ekki boðað að bera eld í hús og brunabíla. En hvers vegna hlusta ekki allir á hann? Eru aðrir en múslimar sem standa að baki? Þekkt er að í hópi þeirra sem mótmæla eru oft ýmsir pörupiltar sem kappkosta að koma af stað slagsmálum og öðrum illindum.

Danska lögreglan þarf að herða viðbrögð og mætti hafa frönsku lögregluna sem fyrirmynd. Ekki dugði minna en 1000 lögreglumenn til að ráðast inn í eitt borgarhverfi Parísar til að koma lögum og skikk á þar. Nú er töluvert tekið af myndum af þessum óeirðum og á internetinu eru ábyggilega fjöldinn allur af haldgóðum upplýsingum sem lögreglan ætti að geta nýtt sér til að upplýsa hverjir kunna að hafa hvatt til ólöglegra athafna og jafnvel gengið fram fyrir skjöldu með vondu fordæmi. Hér reynir á hversu lögreglan er vel búin tækjum og mannskap til að sinna þessu mikilvæga verkefni í þágu borgaranna. Eitt meginhlutverk lögreglunnar er jú að kappkosta að koma í veg fyrir að svona gerist. Í versta falli er kannski nauðsynlegt að setja á útgöngubann í þeim hverfum þar sem uppivöðslumenn virðast vera einna virkastir.

Mosi


mbl.is Spenna í dönskum stjórnmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gjörólíkt fjármalalíf

Í Japan eru stýrivextir 0,5% - hálft prósentustig!

Á Íslandi í sæluríki Sjálfstæðisflokksins eru þeir 13,75% eða 27,5 sinnum hærri en í Japan!!!

Þetta er með öllu óskiljanlegt rétt eins og fréttatilkynningin sem birtist í Morgunkornum Glitnis nú í morgun:

„Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, færði rök fyrir vaxtaákvörðuninni á fréttamannafundi eftir stýrivaxtatilkynninguna og sagði hann að verðbólguhorfur til skamms tíma væru lakari en á síðasta vaxtaákvörðunardegi bankans í desember á árinu sem leið. Þá væri ólíklegt að lakari fjármálaskilyrði nú myndu leiða til hraðari hjöðnunar verðbólgu framan af spátímans, en Seðlabankinn birti síðast þjóðhags- og verðbólguspá 1. nóvember sl. Verðbólguhorfur til lengri tíma hefðu hins vegar ekki breyst með óyggjandi hætti.“

Satt best að segja er þetta eins og latína fyrir Mosa. Eru æðstu yfirmenn banka gjörsamlega að týna sér í skrúðmælgi og orðhengilshætti? Eru „verðbólguhorfur“ hliðstætt hugtak og „veðurhorfur“? Hvernig geta horfur orðið lakari og þá miðað þá við hvað? Rétt væri að þær geta góðar eða slæmar en þá þarf að miða þær við meðaltal eða e-ð annað sem er mælanlegt eða sjáanlegt. Seðlabankastjórinn íslenski miðar rökstuðning sinn við fyrri ákvörðun æðstaráðsins í efnahagsmálum landsins en er hún áþreifanleg eða mælanleg? Nei ekki undir neinum kringumstæðum því hún er aðeins ákveðin yfirlýsing rétt eins og í ævintýrinu um nýju fötin keisarans. Þá töldu loddaranir kónginn trú um að hann væri í fínustu klæðum þó svo hann væri gjörsamlega nakinn!

Nú getur svo farið að einn maður getur komið í veg fyrir að kjarasamningar verði að staðreynd. Lykillinn að þeir verði endanlega samþykktir og undirskrifaðir er að Seðlabankinn lækki okurvextina í landinu. Einstaklingar og fyrirtækin eru að kikna undan vaxtaokrinu sem á nánast hvergi sína hliðstæðu á byggðu bóli nema helst þá vera skyldi í Tyrklandi!

Mosi skorar á Davíð að endurskoða ákvörðun sína og lækka vextina. Að öðrum kosti á hann að segja af sér og það á stundinni!

Mosi


mbl.is Óbreyttir vextir í Japan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einkennileg yfirlýsing

Einkennileg er sú yfirlýsing frá Davíð Oddssyni seðlabankastjóra að nú sé allt í lagi fyrir fjármálastofnanir að gera upp í evrum. Það var öðru nær að ætla mætti að það væri líkt að nefna snöru í hengds manns húsi að íslensk fyrirtæki vildu gera ársuppgjör sín í evrum í stað íslenskra króna. Þessi gjaldmiðill, íslenska krónan, er nánast orðinn safngripur og ætti að umgangast hann sem slíkan. Leggja ber fremur áherslu á að aðalfundir íslenskra hlutafélaga fari fram á íslensku og ársskýrslur þeirra séu á íslenskri tungu svo lengi sem fyrirtækin eru skráð á Íslandi. Opinber stjórnsýsluaðili má ekki undir neinum kringumstæðum leggja steina í götu þeirra fyrirtækja sem haslað hafa sér völl erlendis og sækja nú þaðan megnið af tekjum sínum. Á síðasta ári fóru aðalfundir a.m.k. tveggja íslenskra fyrirtækja fram á ensku þó þeir væru háðir á Íslandi, þ.e. Exista og Kaupþing.

Á undanförnum mánuðum hefur gengi hlutabréfa fallið mjög mikið m.a. vegna óhóflega hárra stýrivaxta sem Seðlabankinn ákveður. Háir vextir er mikill hemill á þróun hlutabréfamarkaðarins og veldur fyrirtækjunum mjög þungum búsifjum. Nær hvarvetna í nágrannalöndunum eru stýrirvextir lækkaðir.

Núna bætist það við, að við gerð kjarasamninga er ein mikilsverðasta hindrunin að stýrirvextir eru allt of háir. Ætlar Seðlabankinn að stefna því mikilvæga starfi í uppnám? Ófriður á vinnumarkaði hefur alltaf reynst íslensku atvinnulífi já öllu íslensku samfélagi mjög illa og hefur ætíð dregið dilkm á eftir sér.

Það er því krafa Mosa að annað hvort lækkar Davíð Oddssons ofurbankastjóri Seðlabanka Íslands stýrirvextina - eða hann segir af sér og það STRAX!

Mosi


mbl.is Ekki ákvörðun Seðlabankans að heimila ekki uppgjör í evrum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bravó!

Þeir sem stýra stjórnmálaflokkum á Íslandi ber að athuga að meginhlutverk ALLRA stjórnmálaflokka á Íslandi er að vinna að lýðræðislegu samfélagi, einnig Sjálfstæðisflokkurinn!!!

Því er Blaðamannafélagi Íslands þakkað að vera vel á verði!

Mosi


mbl.is Blaðamannafélagið sendir Sjálfstæðisflokki bréf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

600 fjár - er það ekki nokkuð djarft á ríkisjörð?

Nú er þetta dágóður sauðfjárbúskapur sem byggist að verulega leyti á rányrkju. Það er alveg óþarfi að styrkja þá starfsemi meira en verið hefur. Kannski að næsti klerkur sem vill sitja þessa jörð vilji auka trjávöxt jarðarinnar og þá er sauðfjárbúskapur eitt það versta sem hægt er að hugsa sér. Satt best að segja þá er þörf á að efla fremur trjárækt en sauðfjárbúskap. Það fer aldrei saman en vetrarbeitin semer gjarnan stunduð til að létta fóðrun á vetrum en hefur eyðilagt meira en flest annað, jafnvel eldgos.

Sauðfjárbúskap þarf að stunda þar sem ekki er níðst á náttúrunni. Fátt hefur eyðilagt meira en vetrarbeit og óhóflegur útigangur sem því miður á ekki að ríkisstyrkja undir neinum kringumstæðum, jafnvel þó einhver kunni að vera afkomandi góðs og mæts guðsmanns. 

Sjálfur er eg kominn af þeim fræga Jóni Steingrímssyni eldklerki og hef sett mig töluvert inn í þær þrengingar sem Íslendingar urðu að ganga í gegnum á fyrri tíð. Í dag þar sem nóg er til af öllu, meira að segja offramleiðsla landbúnaðarvara, þá þarf ekki að sitja uppi með fleiri sauði en nauðsynlegt er í íslenskri náttúru.

Sauðfjárbúskap á ekki að stunda á ríkisjörðum enda væri nauðsynlegri skógrækt sett mjög erfið skilyrði í grennd við þessa sísvöngu sauði sem alltaf hefur verið erfitt að koma lögum yfir og sérstaklega eigendurna.

Mosi 

 


mbl.is Þórarinn flytur úr Laufási
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikil tíðindi

Ljóst er að eins manns dauði er annars brauð - eða þannig. Rekstur Fl group ber með sér að þeir FL - group menn gerðu sér grein fyrir að fjárfestingastefna þeirra hefur ekki borið þann árangur sem þeir töldu. Ljóst var að fjárfesting í gömlu amerísku flugfélögunum voru mikil afglöp og fjárfestingar í þýska Commercebankanum hefðu þurft betri ígrundunar við. Og nú hafa þeir selt hlut sinn í Geysi Green. Ekki kemur fram hversu mikið þeir Atorkumenn og Glitnir hafa keypt hvor um sig en ábyggilega á þessi fjárfesting þessara aðila eftir að skila sér en það þarf að sýna þolinmæði.

Geysir green er spennandi fyrirtæki. 

Mosi 


mbl.is FL Group hefur selt Geysi Green
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hagsmunir efnahagslífsins

Nú er svo komið að tekjur íslensku bankanna koma að mestu utanlands eftir að þeir hafa haslað sér völl erlendis. Það er því mjög eðlilegt að stjórnendur þessara banka sem og annarra fyrirtækja sem starfa að mestu erlendis en hafa meginstarfstöð sína á Íslandi að gera upp fjármál sín í erlendum gjaldeyri. Íslenska krónan er því miður að verða safngripur hvort sem þeim ser málið varðar, vetur eða verr.

Íslensk fyrirtæki hafa mörg hver ársreikninga sína á erlendu máli og aðalfundurinn er haldinn á ensku eða öðru tungumáli. Satt best að segja finnst mér það mun verr en að sjá á eftir krónunni íslensku sem ætíð hefur verið meira til vandræða en gagns. Hvernig er annars með krónuna? Er hún nokkuð íslenskari en aðrar myntir og seðlar að öðru leyti en því að letur er á íslensku? Hvorttveggja er slegið og prentað í erlendum myntsláttum og prnetsmiðjum og þessir hlutir eru því lítið íslenskari en aðrir sambærilegir hlutir.

Mosi leggur því eindregið til að öll fyrirtæki geri upp í evrum en haldi aðalfund sinn á íslensku. Túlka má fyrir erlenda hluthafa ef þörf er fyrir því. Sennilega mun Seðlabanki og þeir sem aðhyllast takmarkalausa miðstýringu hafa e-ð um það að segja en eru það ekki viðskiptaleg rök fyrir því að fyrirtæki fái óafturkræft frelsi að gera upp í þeim gjaldmiðli sem þeim er hentugast?

Við skulum halda í íslenskuna á aðalfundum enda verði þeir haldnir á Íslandi meðan fyrirtækin hafi starfstöðvar sínar hér og fyrirtækin vilja starfa á Íslandi. Með því getum við aðlagað betur þarfir og hagsmuni efnahagslífsins við íslenskt þjóðlíf.

Mosi

 


mbl.is Eðlilegt að skrá hlutabréf í erlendri mynt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðar fréttir

Meiðyrðamál eru með leiðinlegri málum sem koma til dómstólanna. Þar eru rifjaðar upp skammir og vafasamar fullyrðingar sem fram hafa verið settar og oft á mjög vafasaman hátt. Þeir sem fjalla um fréttir verða því að vera vandir að virðingu sinni og fullyrða ekki meira en efni standa til.

Þeir Extrablaðsmenn hefðu betur átt að draga í land og biðja þá Kaupþingsmenn afsökunar. Í viðskiptum eru allar fréttir um afkomu og viðskipti mjög viðkvæm og á þeim vettvangi þarf að fara með löndum. Nú er komin fram sátt í málinu og það er aðalatriðið.

Mosi

 


mbl.is Kaupþing og Ekstra-Bladet ná sáttum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 243586

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband