Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008
29.2.2008 | 15:05
Fjölda spurninga ósvarað
Nú hefur mikið verið um einkavæðingu í samfélaginu og þykir mörgum oft vera meira kapp en forsjá í þeim efnum. Þegar skólar eru einkavæddir þá vakna margar spurningar því rekstur skóla hefur hvorki verið von um ábata né gróða. Hvað gerist ef Menntafélagið sem tekur við rekstri Iðnskólans í Reykjavík lendir í fjárhagslegum vandræðum jafnvel gjaldþroti? Fé það sem Menntafélagið leggur til telst ekki vera há fjárhæð þegar um rekstur fyrirtækis er að ræða. Annars er óskandi að allt gangi eftir og það er aðal atriðið.
Við erum að horfa á eftir skóla sem á sér meira en aldargamla sögu þar sem mjög margir þjóðkunnir einstaklingar koma við sögu.
Sic transit gloria in Mundi!
Mosi - alias
Menntafélagið yfirtekur rekstur skóla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.2.2008 | 13:20
Góðar horfur
Sem leiðsögumaður erlendra ferðamanna finnst mér alltaf mjög ánægjulegt að segja frá jarðhitanum og nýtingu hans. Sagan á bak við Bláa lónið er hreint einstök þegar húðlækni datt í hug að kanna hvort affallsvatnið frá Orkuveitu Suðurnesja hefði einhvern mátt til að draga úr áhrifum þessa slæma psoriasis húðsjúkdóms. Upphafið var lítill skúr sem kannski mætti skoða hvort ekki ætti að setja undir minjavernd enda er fyllsta ástæða til að varðveita allt sem máli skiptir. Kannski ljósmyndir og uppdrættir duga!
Bláa lónið er smám saman að komast í þá stærðargráðu að fjöldi starfsmanna fer að slaga í mannaflaþörf álvera. Ekki er unnt að bera þessa gjörólíku atvinnustarfsemi enda er ætlun mín að fleiri vilji veg Bláa lónsins sem bestan en áliðnaðarins sem er mjög sveiflukenndur og ræðst m.a. af hernaðarumsvifum og hergagnaframleiðslu.
Spurning hvort ekki væri rétt staðið að því að gera Bláa lónið að almenningshlutafélagi. Ljóst er að aukin umsvif kalli á aukið fé til fjárfestingar og hlutafjárútboð hefur ýmsa kosti fram yfir lánsfé í bönkum.
Mosi
Bláa lónið springur út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.2.2008 | 12:02
Hættumerki sem ber að taka alvarlega!
Fyllsta ástæða er að vera á varðbergi og að stjórnvöld bregðist skjótt við þessum vanda. M.a. þarf að lækka stýrivextina STRAX! Okurvextirnir hafa valdið efnahagslífinu miklum erfiðleikum og bankar þurfa að setja sér meiri varkárni við útlán. 100% íbúðalán er glapræði og hefur ekki komið neinum að gagni.
Mosi
Kaupa í von um hagnað vegna fjármálaóstöðugleika | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.2.2008 | 15:49
Eiga Tyrkir erindi í Öryggisráðið?
Eiga Tyrkir erindi í Öryggisráðið?
Vestur Asíu hefur verið mikil púðurtunna alla 20. öldina og ekki er að sjá fyrir endann á þeim ósköpum. Tyrkir hafa verið í endalausum erjum við nágranna sína Kúrda í austri en þeir búa í a.m.k. 4 öðrum löndum en Tyrklandi: Írak, Íran, Armeníu og einhverjir búa í Sýrlandi. Tyrkir hafa ríka tilhneygingu að einfalda flókið mál og nefna Kúrda einfaldlega Fjallatyrki jafnvel þó ekki nema hluti þeirra búa innan landamæra Tyrklands. Í þessu er vandinn fólginn því þegar Tyrkir efna til herferðar gegn Kúrdum, þá er eðlilegt að nágrannaríkin líti það sem alvarlega storkun við sig.
Að baki Tyrkja stendur Bush stjórnin dyggilega. Bandaríkin hafa lengi haft öflugar herstöðvar í Tyrklandi og þaðan hefur verið flogið af eftirlitsflugvélum og jafnvel til árása á hernaðarlega skotmörk í Íraksstríðunum.
Og nú stendur heimurinn frammi fyrir þessari ákvörðun að velja nýja fulltrúa í Öryggisráðið til næstu ára. Meðal þeirra landa sem gjarnan vilja fá fulltrúa eru Tyrkir sem á sama tíma eru gráir fyrir járnum tilbúnir að hefja skefjalaust árásarstríð gegn Kúrdum. Getur það samræmst friðarstofnun sem Sameinuðu þjóðirnar eru, að fulltrúi þjóðar sem er aðili að árásarstríði sé í Öryggisráðinu sem er ásamt Allsherjarþinginu mikilvægustu stofnanir Sameinuðu þjóðanna? Sennilega benda ýmsir á að þær þjóðir sem þegar eiga fulltrúa í Öryggisráðinu hafa ekki heldur verið sérlega friðsamar rétt eins og Tyrkir. Stórveldin hafa verið þátttakendur í ýmsum hernaðarátökum þó Íraksstríðið standi þar hæst upp úr.
Hvað með Íslendinga?
Því er það mjög eðlilegt að smáþjóð sem Íslendingar sæki um að fá fulltrúa í Öryggisráðið enda höfum við enga hagsmuni hvorki af stríði né framleiðslu og sölu hernaðargagna. En er sama á hvaða forsendum við sækjum svo stíft í Öryggisráðið? Ekki gengur að spyrja hvað Bandaríkjamamma vilji hvaða afstöðu við eigum að taka í erfiðum ákvörðunum. Hvað með þekkingu á eðli hernaðarátaka og þeirra mála sem Öryggismálið þarf að takast á? Höfum við einhverjar forsendur að meta slíkt? Við höfum ábyggilega ekki góða þekkingu hvorki á hernaði né hvaða hagsmunir þar kunna að búa að baki. Eina sem unnt er að fullyrða er að þeir sem selja vopn vilja ekki undir neinum kringumstæðum að friðvænlegra verði í heiminum.
Það er unnt að hvetja til friðsamlegra samskipta án þess að þurfa að beita tækni hernaðar. Við höfum reynslu af því við Íslendingar hve hernaður er tilgangslítill. Nægir að lesa Sturlungu og Íslendingasögurnar hve hefndin og yfirgangur skili yfirleitt sáralitlu. Þá skiptir hernaðarlegt gildi engu. Vopnleysið er oft beittara vopn en það sem kannski nálgast að vera fullkomið.
Eftir að hafa kynnt mér betur þessi mál þá skynja eg ástæðuna fyrir því hvers vegna við eigum að sækjast eftir að fá fulltrúa frá okkur valinn í Öryggisráðið.
Mosi
Írakar aðvara Tyrki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.2.2008 | 21:21
Kúrdar: Fyllsta ástæða til varkárni
Tyrkir eru í Nató. Þeir sækja mjög að fá inngöngu í Efnahagsbandalag Evrópu. Í Austur Tyrklandi eru Kúrdar sem hafa af mörgum ástæðum tilefni til að skilgreina sig sem sér þjóð með séreinkenni, stjórnsýslu og menningu. Þetta vilja Tyrkir ekki viðurkenna þó svo að þeir hafi haft ástæðu til að kúga þessa þjóð sem lifir í 4 löndum. Til að einfalda flókið mál skilgreina Tyrkir Kúrda sem Fjallatyrki hvað svo sem það merkir.
Fyrir rúmlega 90 árum útrýmdu Tyriki um hálfri annari milljón Kúrda, það var 1916 í þjóðernishreinsunum í Austur Tyrklandi. Þessi fjöldi er 25% af morðum nasista á Gyðingum í síðari heimsstyrjöldinni. Ef Tyrkir eru beðnir um skýringar á þessum málum verða þeir alveg gjörsamlega umsnúnir. Við þá er ekki unnt að tala á neinum skynsamlegum nótum. Af hverju skyldi það nú vera? Eru þeir feimnir við að gera upp við fortíðina? Eru þeir að skjóta sér bak veið hernaðarumsvif Bandaríkjamanna sem reka tiltölulega stórar herstöðvar í Tyrklandi?
Nú er Mosi ekki sérlega vel að sér í þessum málum þar austur frá. En einhvern veginn finnst mér sem ósköp venjulegur skattborgari hugsandi maður á óislandi sem elskar vopnleysi að þarna sé ekki allt með felldu. Hvernig komast Tyrkir upp með allt þetta óréttlæti? Eru þeir að fara með hernað gegn þessari þjóð, Kúrdum, sem hefur alla burði að vera sjálfstæð? Mér finnst þetta vægast sagt mjög einkennilegt.
Tyrkir sem Kúrdar eiga allt gott skilið. Kúgun einnar þjóðar gagnvart annari er og verður alltaf með öllu óskiljanleg. Við Íslendingar viðurkenndum sjálfstæði Ísraela fyrir 60 árum, sjálfstæði Eistlands, Lettlands og Litháen fyrir nær 20 árum. hvers vegna setjum við okkur ekki inn í þessi deilumál í Austur Tyrklandi fyrst við erum að sækjast um sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Tyrkir sækja líka um! Og það í skjóli Bandaríkja Norður Ameríku sem eru því miður að segja með vægast sagt með allt niður um sig í Írak! Nú eru laus tvö sæti og við keppum við Tyrki. Af hverju ekki að leggja áherslu á að leysa þessi gömlu vandræði sem Kúrdar hafa setið uppi með í hundruð ára, kannski á kostnað Tyrkja sem aldrei hafa viljað ljáð máls á að leysa þessi mál? Kannsi að lykillinn að lausn friðsamlegrr sambúðar ríkja í Vestur Asíu sé að viðurkenna sjálfstæði Kúrda - auðvitað með mörgum, góðum og gildum skilyrðum.
Mosi leyfir sér að leggja þessa spurningu fyrir Ingibjörgu Sólrúnu utanríkisráðherra: Ef Íslendingar ætla sér að spila einhverja mikilvert hlutverk í Öryggisráði Saameinuðu þjóðanna, ber okkur að leggja lið þeim þjóðum og þjóðarbrotum sem hafa haft undir högg að sækja á undanfarinni öld. Nú er komið að Kúrdum!
Mosi
Uppreisnarmenn eltir uppi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.2.2008 | 10:05
Of djúpt í árina tekið
Össur er ásamt þeim Árna Bergmann og Þráni Bertelssyni síðasti ritstjóri Þjóðviljans. Það blað þótti nokkuð róttækt og var þekkt að taka djúpt í árina. Stundum stóðu þeir Þjóðviljamenn í nánast endalausu stríði við Morgunblaðsmenn enda kalda stríðið tekið mjög alvarlega á þeim tíma á báðum bæjunum.
Þessar snuprur Össurar á Gísla Martein borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins eru þess eðlis að þær ætti Gísli ekki að taka sérstaklega alvarlega. Hann hefur staðið sig nokkuð vel strákurinn t.d. í málefnum Strætó og má búast við mörgu prýðilegu að frumkvæði hans ef hann heldur áfram á þeirri braut að greiða sem best götu þeirra sem ferðast með almenningsfarartækjum á höfuðborgarsvæðinu.
Össur tekur allt of djúpt í árina. Greinilegt er að hann er reiður og argur út í Sjálfstæðisflokkinn og er það að mörgu leyti skiljanlegt. Össur er ýmist með eða á móti mikilvægum málum og er Framsóknarflokkurinn búinn að fá veglega samkeppni þar sem næturhrafninn Össur er. Nú má ætla að hann haldi áfram sínu striki og jafnvel næstu nótt setjist hann við tölvu sína og skrifi einhverjar glósur um samferðamenn sína.
Nú má benda þessum ágæta skríbent á ævisögu sr. Árna Þórarinssonar prófasts sem ritaði: Fagurt mannlíf, Hjá vondu fólki, Í sálarháska, Á Snæfellsnesi (lesendur eru vinsamlegast beðnir að lesa titla fyrstu fjögurra binda ævisögunnar ekki í samhengi sökum hugsanlegra brota á ærumeiðingarlöggjöfinni, 25. kafli hegningarlaganna). Í ævisögu sinni ber sr. Árni Snæfellingum fremur illa söguna og segir hann frá tilefni þess og hafði góðar og gildar ástæður til, þó ekki er góð alhæfingin sem þar kemur fram. Á einum stað er talað um rógburðinn og gengur samtal tveggja manna út á það hvernig best sé að standa að rógburði. Og ráðið var að ýja e-u góða saman við illmælgina. T.a.m. væri mjög árangursríkt að bæta við að presturinn væri mjög barngóður þegar átti að hafa æruna af honum. Það gengur vel í Snæfellinga! Annars er ekki gott að fullyrða um ævisögu þessa hvað sé upprunalegt frá sr. Árna og hverju Þórbergur hefur bætt við. Sr. Árni var háaldraður þegar þeir Þórbergur unnu saman að þessari ævisögu og sjálfsagt hefur Þórbergur fært töluvert í stílinn og gert sitt hvað bragðmeira en e.t.v. tilefni var. Niðjar sr. Árna eru sómafólk upp til hópa og ekki kæmi Mosa spánskt fyrir sjónir að einhverjum þætti fullyrt of mikið sums staðar.
Kannski að Össur ætti að lesa ævisögu sr. Árna og þá sérstaklega þennan kafla og auðvitað um Þórðargleðina áður en hann fer að reyna að rita e-ð sem á fara á öldur ljósvakans.
En það er um blessaða pólitíkina. Þeir sem sogast inn í hana mega alltaf eiga von á að lenda skyndilega í steypiregni, éljum og hríðarbyl. Þá er gott að hafa vaðið fyrir neðan sig og kunna að klæða sig eftir aðstæðum.
Össur er og verður alltaf beittur og áhrifaríkur penni. Óskandi er að hann beiti honum á þann hátt að honum sé sómi að skrifunum en gott er að hafa betri tilgang með þeim en að níða skóinn niður af öðrum samferðamönnum. Lögfræðingar segja ætíð í ávarpsformi: Háttvirtur andstæðingur. Það mættu þeir sem sinna pólitískri köllun sinni einnig hafa hugfast.
Vinsamlegast
Mosi
Pistill Össurar ræddur á þingflokksfundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.2.2008 | 11:27
Spaugstofufrétt?
Halda mætti að þetta sé grín, frétt á vegum Spaugstofunnar. Þegar fyrir liggur rökstuddur grunur um að ákveðnir hlutir séu þýfi, hvaða ástæður eru fyrir því að lögregla skili því til þjófanna? Spurning hvort lögreglumennirnir séu þá ekki orðnir hlutdeildarmenn í brotinu.
Alla vega ef meint þýfi finnst í vörslum þjófa þá mætti ætla að það sé fyrst og fremst á valdi dómstóls að meta það hvort lögfull sönnun liggi fyrir að tiltekinn hluti sé hluti af þýfi. Miðað við þann skilning sem fram kemur í fréttinni er verið að gefa þjófum þá leiðbeiningu að þeir eigi að taka af verðmiða áður en þeir láti greipar sópa. Þá megi þeir reikna með að lögreglan láti þjófnaðinn viðgangast.
Á þessu þarf að taka betur. Ef einhver er staðinn að hafa hluti í vörslum sínum sem bera öll merki að sé þýfi, þá ber auðvitað að meðhöndla það mál eftir því. Annað er broslegt. Er annars ekki nóg að hafa eina Spaugstofu?
Mosi
Hluta af varningnum skilað til hinna grunuðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.2.2008 | 09:07
Vont getur varla versnað
Skiljanlegt er að þeir sem fylgt hafa Sjálfstæðisflokknum að málum, vilji annan oddvita en Vilhjálm. Með arfavitlausri aðferðafræði tókst honum að klúðra REI málinu en ALLIR borgarfulltrúar voru í raun fylgjandi þeirri hugmyndafræði sem REI stendur fyrir. Aðferðin hvernig átti að koma þessu fyrirtæki á koppinn var ekki sérlega lýðræðisleg og það er eins og fyrir Vilhjálmi hafi vafist hvernig átti að standa rétt að þeim málum. Afleiðing þessara grafalvarlegu mistaka eru þau, að REI verkefnið hefur tafist um meira en hálft ár, öllum landsmönnum til mikils tjóns. T.d. voru hlutabréf í fyrirtækinu Atorka sem á nú um 43% í Geysir Green Energy fallið úr 11.4 í okt. s.l. niður fyrir 8. Fullyrða má að þarna sé mjög gott kauptækifæri fyrir fjárfesta enda er GGE tiltölulega stór hluthafi í Hitaveitu Suðurnesja.
Þó Vilhjálmur sé lögfræðingur þá hefur fleira vafist fyrir honum fram að þessu. Sem stjórnarformaður hjúkrunarheimilisins Eir bar honum að segja af sér þeirri formennsku þegar hann tekur við sem borgarstjóri eftir síðustu sveitastjórnakosningar. Fyrsta embættisverk hans sem borgarstjóri var nefnilega að semja við sjálfan sig sem samræmist ekki í lýðræðislegri stjórnsýslu! Að sitja beggja megin borðs gengur ekki sökum vanhæfisreglu stjórnsýslunnar. Hjúkrunarheimilið fékk mjög eftirsótta lóð í Reykjavík sem allmörg byggingafyrirtæki hefðu gjarnan viljað fá. Síðasta verk Vilhjálms sem borgarstjóra, eða stjórnarformanns Eir, var að stíga upp í stóra gröfu og taka fyrstu skóflustunguna! Því miður virðist sem enginn hafi séð ástæðu til að benda á þessa vankanta.
Sem andstæðingur Sjálfstæðisflokksins hefði eg gjarnan viljað hafa Vilhjálm áfram sem oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Hann er auðveldur skotspónn og væri mjög veikur borgarstjóri. En óhætt er að óska Reykvíkingum til hamingju ef þeir eigi von á öðru borgarstjóraefni en Vilhjálmi. Hanna Birna og fleiri hafa sýnt að töluverður töggur getur verið í þeim, verðugri andstæðingar en Vilhjálmur er.
Vont getur varla versnað - úr þessu!
Mosi
Flestir vilja Hönnu Birnu sem borgarstjóra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.2.2008 | 08:15
Verðugt viðfangsefni
Virkjun jarðahita hefur marga kosti umfram vatnsaflsvirkjanir með einni undantekningu: brennisteinn. Á kynningarfundi á vegum Orkuveitu Reykjavíkur um fyrirhugaða jarðhitavirkjun á Bitru austan Hengils og norðvestan Hveragerðis var sýnt fram á að tiltölulega lítið mál væri að skilja brennisteininn úr og dæla honum aftur niður í jarðskorpuna. En af hverju er það ekki þegar gert? spurði einn viðstaddra. Þeir Orkuveitumenn ráku e-ð í vörðurnar og kváðu við að þetta væri nokkuð kostnaðarsamt miðað við núverandi aðferð.
Og þar stendur hnífurinn í kúnni! Við verðum að óska eftir því að á þessu viðfangsefni verði tekið. Ekki er æskilegt að hleypa auknu magni brennisteins út í náttúruna en fyrir er enda þetta efni varhugavert og hefur ýms óæskileg áhrif. Spurning hvort unnt sé að fella brennisteininn úr gufunni, hreinsa hann og gera að aukaafurð orkuvinnslu. Allt er þetta spurning um rétta aðferð og hagkvæmni.
Nú eru Íslendingar þekktir fyrir að vera úrræðagóðir og því til mikils að vinna að brennisteinninn verði ekki sú hindrun að við nýtum okkur jarðhitann betur.
Mosi
Brennisteinn frá Hellisheiði hættulegur? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.2.2008 | 18:57
Sterkir lífeyrirssjóðir
Fagna ber að lífeyrirssjóðir landsmanna standa jafn sterkir og fréttir herma. En lagaumhverfi þeirra þarf endurskoðunar við með það í huga að tryggja þessi sömu lífeyrirkjör. Alli launþegar sem greiða í lífeyrissjóði hafa greitt bæði tekjuskatt og útsvar gegnum tíðina og þess vegna er mikið ranglæti að lífeyrirþegar þurfi að greiða öðru sinni sömu skatta af greiðslum úr lífeyrissjóðum. Þetta ertil háborinnar skammar og ríkisstjórnin ætti að sjá sóma sinn í að breyta þessu. Eðlilegt væri að 10% skattur væri greiddur af þessum greiðslum rétt eins og af fjármagnstekjum.
Leggur Mosi eindregið til að allir góðir þingmenn leggi þessu mikilvæga máli lið.
Mosi
Lífeyrissparnaðurinn sá mesti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 243586
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar