Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008
31.1.2008 | 08:14
Bókhaldshagnaður
Hagnaður bankanna er fyrst og fremst bókhaldslegur. Arðsgreiðslur hjá Kaupþingi eru mjög óverulegar þrátt fyrir gríðarlegan hagnað, 85 miljarða króna eða um einn miljarð evra. Arðsgreiðslurnar námu einungis um 1% af markaðsvirði hlutafjár eins og það var á aðalfundi 2007! Það hefði einhvern tíma þótt ærið léleg hlutdeild í annars miklum arði.
Nokkuð einkennilegt er að markaðsverð á hverjum hlut sé eins hátt og reyndin hefur verið. Kaupþing banki er með allra stærstu fyrirtækjum landsins og hlutir þess mjög margir.
Ein lélegasta fjárfesting mín voru kaup hluta í bankanum fyrir ári síðan: arðgreiðslur jafnómerkilegar og að framan greinir og mikið hrap á markaðsvirði. En kannski á Eyjólfur eftir að hressast og sjálfsagt að halda í þessa hluti með þá von að einhvern tíma hækki þeir!
Mosi
70 milljarða hagnaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.1.2008 | 17:08
Eru deilur í uppsiglingu?
Þessi mál eru ekki einföld. Formlega séð getur verið að hjónaband þetta hafi ekki verið löglega rétt stofnað ef í ljós kemur að það hafi ekki verið skráð hjá yfirvöldum sem málið varðar. Spurning hvort unnt sé að staðfesta það sem áfátt er eftir á, t.d. með vitnum og öðrum skjölum, skilríkjum eða sönnunum.
Þá var Bandaríkjamaður hér á ferðinni til að óska eftir lögfræðiaðstoð, ekki til að gæta réttar sín, heldur fyrir börnin sín. Þessi maður, náinn ættingi eða tengdur Fischer.
Ef engin er erfðaskráin þá geta orðið miklar lagaflækjur í uppsiglingu og þá reynir á röksemdarfærslur stjörnulögfræðinga.
Að öllum líkindum verður þetta mál á borði sýslumannsins í Reykjavík sem hefur forræði á þessu máli.
Mosi
27.1.2008 | 16:53
Eru deilur í uppsiglingu?
Þessi mál eru ekki einföld. Formlega séð getur verið að hjónaband þetta hafi ekki verið löglega rétt stofnað ef í ljós kemur að það hafi ekki verið skráð hjá yfirvöldum sem málið varðar. Spurning hvort unnt sé að staðfesta það sem áfátt er eftir á, t.d. með vitnum og öðrum skjölum, skilríkjum eða sönnunum.
Þá var Bandaríkjamaður hér á ferðinni til að óska eftir lögfræðiaðstoð, ekki til að gæta réttar sín, heldur fyrir börnin sín. Þessi maður, náinn ættingi eða tengdur Fischer.
Ef engin er erfðaskráin þá geta orðið miklar lagaflækjur í uppsiglingu og þá reynir á röksemdarfærslur stjörnulögfræðinga.
Að öllum líkindum verður þetta mál á borði sýslumannsins í Reykjavík sem hefur forræði á þessu máli.
Mosi
Segist hafa verið vitni að giftingu Fischers og Watai | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.1.2008 | 14:46
Gott eða slæmt fordæmi?
Spurning hvort nýi meirihlutinn í Reykjavík geri sér grein fyrir því fordæmisgildi sem verið er að sýna með þessu?
Reyndar snýst málið um gamla yfirsjón: Auðvitað hefði átt fyrir langt löngu að setja í deiliskipulag (ekki deiluskipulag) að ekki væri heimilt að byggja stærri, hærri né öðruvísi hús en sem fyrir eru, nema með ströngum skilyrðum. Heimilt væri að endurgera eldri hús sem og færa þau til eldri húsagerðar.
Annars er það fasteignamatið sem er aðalástæðan fyrir þeim þrýstingi sem verður til að ýmsir hyggja gott til glóðarinnar í miðbænum þegar hús brennur eða skemmist af einhverjum ástæðum. Þá eru menn fljótir til að byggja stærra og hala inn stórgróða. Fasteignamatið gerir ekkert annað en að elta markaðsverðið uppi og þegar engar hömlur virðast vera, þá er braskhugsunarhátturinn alls ráðandi. Man nokkur eftir ástæðunum fyrir því þegar Fjalakötturinn var rifinn? Leigutekjurnar af þessu skonda húsi dugðu vart fyrir fasteignagjöldum og tryggingum! Af þeim augljósu ástæðum var því praktískara fyrir eigandann að rífa og útbúa nokkur bílastæði á fasteigninni í staðinn! Rétt væri að fasteignamatið aðlagi sig fremur að notkunargildi þeirra húsa sem fyrir eru og þeim kvöðum sem eðlilegt væri að settar séu varðandi byggingmagn og gerð bygginga.
Ef miðbærinn og eldri borgarhlutinn hefði notið eðlilegra verndarsjónarmiða öllu fyrr, helst frá fyrstu tíð, hefði verið unnt að koma í veg fyrir alvarleg byggingaafglöp í miðbænum. Af hverju var Morgunblaðshúsið byggt eins og æpandi skrýmsli yfir miðbænum? Og önnnur hús á borð við Búnaðarbankahúsið, Austurstræti 18 og Silla og Valda húsið í Austurstræti. Fyrir nokkrum árum var byggt skelfilega ljótt hús í stað gamla Ísafoldarhússins. Þar hafa allmargir þingmenn kontóra sína. Í Lækjargötu kom alveg skelfilegt hús í stað Nýja bíós, Almennar tryggingar byggði mjög ódýrt hús en mjög æpandi milli gamla Reykjavíkurapóteks og Hótel Borgar. Svona mætti lengi telja í sundurgerðri byggingasögu Reykjavíkur. Í miðbænum ætti að leggja áherslu á endurgerð eldri húsa en ekki að menn fái að byggja eins og þeim sýnis. Gler, plast og önnur nýtísku byggingarefni ætti að vera sungið hið snarasta í bann sem byggingarefni utanhúss í miðbænum.
Mosi
27.1.2008 | 14:32
Gott eða slæmt fordæmi?
Spurning hvort nýi meirihlutinn í Reykjavík geri sér grein fyrir því fordæmisgildi sem verið er að sýna með þessu?
Reyndar snýst málið um gamla yfirsjón: Auðvitað hefði átt fyrir langt löngu að setja í deiliskipulag (ekki deiluskipulag) að ekki væri heimilt að byggja stærri, hærri né öðruvísi hús en sem fyrir eru, nema með ströngum skilyrðum. Heimilt væri að endurgera eldri hús sem og færa þau til eldri húsagerðar.
Annars er það fasteignamatið sem er aðalástæðan fyrir þeim þrýstingi sem verður til að ýmsir hyggja gott til glóðarinnar í miðbænum þegar hús brennur eða skemmist af einhverjum ástæðum. Þá eru menn fljótir til að byggja stærra og hala inn stórgróða. Fasteignamatið gerir ekkert annað en að elta markaðsverðið uppi og þegar engar hömlur virðast vera, þá er braskhugsunarhátturinn alls ráðandi. Man nokkur eftir ástæðunum fyrir því þegar Fjalakötturinn var rifinn? Leigutekjurnar af þessu skonda húsi dugðu vart fyrir fasteignagjöldum og tryggingum! Af þeim augljósu ástæðum var því praktískara fyrir eigandann að rífa og útbúa nokkur bílastæði á fasteigninni í staðinn! Rétt væri að fasteignamatið aðlagi sig fremur að notkunargildi þeirra húsa sem fyrir eru og þeim kvöðum sem eðlilegt væri að settar séu varðandi byggingmagn og gerð bygginga.
Ef miðbærinn og eldri borgarhlutinn hefði notið eðlilegra verndarsjónarmiða öllu fyrr, helst frá fyrstu tíð, hefði verið unnt að koma í veg fyrir alvarleg byggingaafglöp í miðbænum. Af hverju var Morgunblaðshúsið byggt eins og æpandi skrýmsli yfir miðbænum? Og önnnur hús á borð við Búnaðarbankahúsið, Austurstræti 18 og Silla og Valda húsið í Austurstræti. Fyrir nokkrum árum var byggt skelfilega ljótt hús í stað gamla Ísafoldarhússins. Þar hafa allmargir þingmenn kontóra sína. Í Lækjargötu kom alveg skelfilegt hús í stað Nýja bíós, Almennar tryggingar byggði mjög ódýrt hús en mjög æpandi milli gamla Reykjavíkurapóteks og Hótel Borgar. Svona mætti lengi telja í sundurgerðri byggingasögu Reykjavíkur. Í miðbænum ætti að leggja áherslu á endurgerð eldri húsa en ekki að menn fái að byggja eins og þeim sýnis. Gler, plast og önnur nýtísku byggingarefni ætti að vera sungið hið snarasta í bann sem byggingarefni utanhúss í miðbænum.
Mosi
Borgin borgar um 550 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.1.2008 | 13:41
Fordild?
Mosa finnst að þessar brjóstastækkanir vera alveg óþarfar. Þær koma aðeins einhverjum gróðaköllum að gagni. Af hverju að eyða miklu fé í svona lagað. Náttúrurleg meðalstór og jafnvel lítil brjóst eru miklu fegurri en þessi stóru gervibrjóst sem eru síðan aðeins til vandræða.
Mosi
Springa í líkbrennslunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.1.2008 | 15:23
Kenýa
Sú var tíðin að Kenýa var af mörgum talið vera fyrirmyndarríki í Afríku. Kenýa varð sjálfstætt fyrir rúmum 40 árum og var Kenyatta lengi vel einn helsti stjórnmálamaðurinn þar. Landið er nokkuð stærra en Frakkland og lifa landsmenn um 15 milljónir að verulegu leyti á landbúnaðarvörum og ferðaþjónustu. Miklar steppur eru í landinu þar sem miklir þjóðgarðar eru. Margir afbragðsgóðir langhlauparar hafa komið frá Kenýa. Því miður hefur þjóðfélagsþróunin gengið út á vaxandi spennu og tortryggni milli ættflokka og nú virðist vera að sjóða upp úr.
Óskandi er að Kofi Annan nái að beina sjónum mannréttindasamtaka og Sameinuðu þjóðanna að Kenýa. Æskilegt er að grípa fram fyrir hendurnar á þeim sem stýra mannréttindabrotum.
Mosi
Annan: Gróf mannréttindabrot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.1.2008 | 15:03
Græðgin kemur mörgum í koll
Margur verður af aurum api var oft sagt í eina tíð. Nú hefur græðgisvæðingin verið í algleymingi og undarlegt að margur sé ekki lagstur í helgan stein fyrir löngu eftir að hafa grætt einhver lifandis ósköp - eða tapað þeim aftur!
Þessi stærsti banki í Frakklandi hefur heldur betur haft kolbít innan sinna raða og situr uppi með gríðarlegan skaða. Undarlegt er að kauði hafi komist upp með þetta árum saman að því virðist vera og allt innra fjármálaeftirlit bankans ekki virkað sem skyldi.
Gæti svona lagað gerst á Íslandi?
Mosi
Kerviel í haldi lögreglu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.1.2008 | 09:16
Gull og grænir skógar
Óhætt má taka undir með skáldinu Einari Benediktssyni þegar hann orkti í Herdísarvík 1934: Gengi er valt, þá fé er falt
fagna skalt í hljóði.
Þá var svo komið hjá skáldinu að allar skýjaborgirnar voru hrundar, öll áform hans um gull og græna skóga runnin út í sandinn. Örbirgð mikil og auð misskipt.
Vaxandi og stígandi lukka er best en ekki skyndigróði þá allt er falt.
Þegar hlutabréfin falla, leitar markaðurinn uppi að lokum það raunverulega verð sem þau eru virt. Kannski þegar framboð er meira en eftirspurn getur eðlilega orðið til góð kauptækifæri. Nú er t.d. svo komið að Spron er núna komin í um 35% hæsta markaðsverð sem var fyrir um hálfu ári síðan. Og Exista hefur einnig fallið um nálægt sama hlutfall. Kaupþing fallið um 40% en aðrir bankar e-ð minna.
Spurning er hvernig uppgjör ársins 2007 verður hjá fyrirtækjunum. Flest bendir til að reksturinn sé í blóma en álitamál hvernig framhaldið verður.
Mosi
Fjárfestar milli vonar og ótta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 243585
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar